Fréttablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 11. desember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ is FR Jeff Van Gundy: Hættur með Knicks körfubolti Jeff Van Gundy sagði starfi sínu lausu sem þjálfari körfuknattleiksliðsins New York Knicks s.l. laugardag. Uppsögnin kemur mjög óvænt en Knicks hafa verið að spila frábærlega síðustu daga. Ákvörðunin kom daginn eft- ir að Van Gundy hafði flautað æf- ingu af þar sem honum fannst leik- menn sínir ekki leggja sig nægi- lega fram. Hann sagðist samt hafa verið að íhuga uppsögn frá því í sumar og telur sig hafa misst ein- beitinguna sem þarf við starfið. Van Gundy er fyrsti þjálfarinn í NBA sem segir upp starfi sínu á þessu tímabili. „Ég ætla að slaka á í fyrsta skip- ti í þrettán ár,“ var haft eftir Van Gundy á blaðamannafundi sem sagði þetta þó hafa verið erfiða ákvörðun. „Þegar ég sagði dóttur minni frá þessari ákvörðun sagði hún. „Þýðir þetta að þú ætlar að koma með mér í hádegismat. Það er frá- bært.“ Van Gundy kom New York Knick í úrslitakeppnina áfin sex sem hann þjálfaði liðið, þar með talið í úrslitin sjálf 1999. Liðið varð tvívegis efst í austurdeildinni undir hans stjórn. ■ JEFF VAN GUNDY Ræðir hér við fréttamenn þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari New York Knicks. Lennox Lewis: Leggur hansk- ana á hilluna? hnefaleikar Núverandi heims- meistari í þungavigt, breski hnefaleikakappinn Lennox Lewis, ætlar að leggja hanskana á hilluna ef hann sigrar Mike Tyson í hringnum þann 6. apríl á næsta ári. Sumir vilja meina að bardag- inn verði sá stærsti í sögunni og segir Lennox að ef hann leggi Tyson að velli verði það fullkom- inn endir á ferli sínum. „Þegar Muhammad Ali var meistari voru menn á borð við Joe Fraisér og George Foreman í sama gæðaflokki,“ sagði Lewis. „Á mínum ferli hafa það verið Holyfield, ég og Tyson. Eg er tvis- LENNOX LEWIS Endurheimti WBC og IBF heimsmeist- aratitlana þegar hann vann Hasim Rahman f Las Vegas fyrir skömmu. var búinn að berjast við Holyfield svo Týson er síðasti bitinn í púslu- spilinu.“ Lewis segir að Tyson sé jafn- framt síðasta hindrunin „Þegar ég er búinn að sigra Tyson ætla ég að hleypa þeim yngri að.“ ■ Alex Ferguson: Vantar allt bit í liðið knattspyrna Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Man. Utd. viður- kennir að hann sé enn að leita að lausn á vanda liðsins. Að loknum 16 leikjum hefur Man. Utd .tapað sex leikjum og er í 9. sæti Úrvals- deildarinnar, 11 stigum á eftir Liverpool sem á leik til góða. Á laugardaginn tapaði liðið 1-0 fyrir West Ham á heimavelli. Ferguson sagðist ekki átta sig nákvæmlega á því hvað væri að, en að menn væru að leita að svör- um. Augljóslega vantaði allt bit í liðið og að líklega væri hægt að skýra það að hluta með því hversu auðveldlega liðið hefði unnið deildina síðustu tvö ár. Leikmenn héldu að þetta kæmi bara af sjálfu sér. Ensk dagblöð greindu frá því í gær að Roy Keane væri ósáttur ÓSÁTTUR Ferguson segir að leikmenn haldi að þetta komi bara af sjálfu sér. við æfingar liðsins og að ákveðið hefði verið að Bryan Robson, fyrrverandi leikmaður Man. Utd. GEORGE BEST Fyrrverandi leikmaður Man. Utd. skilur ekki afhverju Ferguson hvílir sína bestu menn. og framkvæmdastjóri Middles- bro, myndi taka virkari þátt í skipulagningu þeirra. Margir hafg gagnrýnt aðferðir Ferguson og þá sérstaklega það hversu mikið hann sé að hræra í liðinu og hvíla lykilmenn. George Best, fyrrverandi leikmaður Man. Utd., sagðist einfaldlega ekki skil- ja þessa aðferðafræði. Leikmenn- irnir væru á svimandi háum laun- um studdir áfram af 67 þúsund áhorfendum og gætu því vel leik- ið nokkra leiki í röð án þess að hvílast. Hann sagðist vel skilja að menn væru hvíldir þegar þeir væru meiddir, en ef þeir væru heilir ættu þeir að leika. ■ Gæðaþvottur - á 15 mínútum! í jólaösinni er tíminn alltaf af skornum skammti. Því býður Bílkó bíleigendum uppá gæðaþvott á meðan þú bíður. Bíllinn er tekinn og tjöruþveginn hátt og lágt. Því næst er hann þveginn með sápu og borið á hann fljótandi bón. Að lokum er bíllinn handþurrkaður. Allt þetta á innan við 15 mínútum. að verki! Starfsfólk okkar hefur hlotið þjálfun í þvotti og umhyrðu bifreiða sem og meðferð bóna. Jólabónið - jólagjöf bílsins! Bíllinn er tekinn í gegn að innan sem utan. Sæti og gólf eru ryksuguð, gljáefni er borið á innréttingar og rúður eru pússaðar. Einnig eru vél og varadekk þrifin. Að utan er bíllinn tjöruþveginn og borið er á hann hágæða Autoglym bón ásamt Autoglym Extra Glans sem fær bflinn til að skína yfir allar hátíðarnar. 7e.»"9 sívinsæla Nú þegar Vetur konungur er genginn í garð er nauðsynlegt að verja laJkk bflsins gegn veðri og vindum með Teflonhúðun. BILKO - Betri verð! ÞAÐ VERÐUR EKKERT GEFHD jp kccci ini i rbwvl JUL ■ ÞORLÁKSMESS Kl. 15:55 LIVERPOOL - ARSENAL • ANNAH I JÓLUIVl Kl. 11:30 ARSENAL - CHELSEA • ANNAR í JÓlUM Kl. 14:50 EVERT0N - MAN. UTD. FJÖLDI ANNARRA ÚTSENDINGA FRÁ ENSKA, (TALSKA OG EVRÓPUBOLTANUM, NBA OG HNEFALEIKUM í DESEMBER ÞAR SEM ALLT ER LAGT I SÖLURNAR. 10/18 kl. 20:00 11/12 kl. 19:35 12/12' kl. 19:50 16/12 kl. 02:00 16/12 kl. 13:45 16/1,2 kl. 15:55 16/12 kl. 20:00 Toppleikir Enski boltinn (B) Enski boltinn (B) Hnefaleikar (B) (talski boltinn (B) Enski boltinn (B) NBA (B) Celtic - Juventus (31.10. 2001) Blackburn Rovers - Arsenal Uverpool - Fulham John Ruiz - Evander Holyfield Chelsea - Uverpool Toronto Raptors - Washington Wizards 17/18 kl. 19:55 Enskl boltinn (B) Aston Villa - Ipswich Town 18/12 kl. 19:50 Enski boltinn (B) 23/15! kl. 13:45 Italski boltinn (B) 24/12 kl. 00:05 NBA(B) 30/15! kl. 15:40 Enski boltinn (B) 30/12 kl. 19:30 NBA(B) Arsenal - Newcastle United San Antonio Spurs - Milwaukee Bucks Fulham - Manchester United Sacramento Kings - Boston Celtics

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.