Fréttablaðið - 11.12.2001, Page 18

Fréttablaðið - 11.12.2001, Page 18
ÁHVAÐA TÍMUM LIFUM VID? Tölvuöld Við lifum á tölvuöldinni. Rakel Pálsdóttir þjóðfræðingur og rithöfundur. 18 FRÉTTABLAÐIÐ 11. desember 2001 PRIÐJUDAGUR Náttúruvernd í og við höfuðborg: Fjaran og fjallahring- urinn rædd í málstofu mAlstofa Umhverfisstofnun Há- skóla Islands og Landvernd halda í dag málstofu þar sem náttúru- vernd í og við höfuðborg verður umræðuefnið. Þar verður velt upp spurningunum hver séu helstu náttúruverðmætin á höfuðborgar- svæðinu og hvernig sé best að tryggja framþróun nútíma borgar án þess að skaða perlur í náttúru- legu umhverfi hennar. Eins og all- ir vita setja fjaran, fjallahringur- inn og heiðarnar höfuðborginni tignarlega umgjörð. Þetta eru jafnframt mikilvæg útvistarsvæði og mörg verðmæt frá sjónarhóli náttúrverndar. Námur, úrgangur, orkuvinnsla, vegir og vaxandi byggð geta spillt þessum gæðum. Frummælendur á málstofunni verða þeir Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur og formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags og Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipu- lagsstjóri Reykjavíkurbórgar. Að loknum erindum munu þau Sigrún Helgadóttir, kennari og náttúru- fræðingur, Júlíus Vífill Ingvars- son, borgarfulltrúi og Þorbjörg Hólmgéirsdóttir, jarðverkfræð- ingur, sitja í pallborði ásamt Frey- steini og Þorvaldi. FINNST PÉR EKKI ESJAN VERA SJÚKLEG? Söng Megas sem eins og fleiri hafa spáð í fjallahring'inn og fjöruna. Málstofan verður haldin í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum op- inn. ■ Þjóðleikhúskj allarinn: Didda syngur Bessie Smith tónleikar Skáldkonan Didda syng- ur Bessie Smith til dýrðar í Þjóð- leikhúskjallaranum í kvöld. Bessie Smith, sem var ein þekk- tasta blússöngkona Bandaríkj- anna, var um tíma einn vellaun- aðasti listamaður álfunnar og stóð í eilífri baráttu vegna kyn- þáttar síns. Hún lést fyrir aldur fram. Didda leggur textana upp sem ferð um tilfinningaheim sinn og Bessie Smith. Þekktir tónlistar- menn koma fram með Diddu á tónleikunum. Einnig verður kynntur glænýr diskur með pró- grammi kvöldsins. ■ METSÖLULISTI SKÁLDSÖGUR1 EYMUNDSSON VIKUNA 3. - 9. DESEMBER á% Ólafur Jóhann Ólafsson: HÖLL MINNINGANNA . ► Hallgrímur Helgason: HÖFUNDUR ÍSLANDS ► Éi Arnaldur Indriðason: GRAFARÞÖGN ► É» Sigfús Bjartmarsson: Qt SÓLSKINSRÚTAN ER SEIN f KVÖLD É% Álfrún Gunnarsdóttir: YFIR EBROFUÓTIÐ S» Ólafur Jóhann Ólafsson: “ SLÓÐ FIÐRILDANNA Arnaldur Indriðason: MÝRIN ▲ A Kristín María Baldursdóttir: KVÖLDLJÓSIN ERU KVEIKT Qi '£zk Vigdís Grímsdóttir: FRÁ UÓSI TIL UÓSS ▼ *|í) Isabel Allende MYND ÖRLAGANA m ÞRIÐJUDAGURINN II. DESEMBER MÁLPINC METSÖLULISTI Ólafur Jóhann Ólafs- son situr sem fastast á toppi skáldsögulista Eymundsson og ýmis- legt sem bendirtil þess að bók hans verði best selda skáldsagan fyrir jól. í öðru sæti er bók Hallgríms Helga- sonar Höfundur (slands. Sú bók er útnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna eins og bækur Sigfúsar Bjartmarssonar og Álf- rúnar Gunnlaúgsdóttur. Næsta víst er að útnefningin hefur fleytt þeim inn á listann. 16.00: Umhverfisstofnun Háskóla (s- lands og Landvernd boða til mál- stofu þar sem náttúruvernd f og við höfuðborg verður umræðu- efnið. Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur og formaður Hins fslenska náttúrufræðifélags og Þorvaldur S. Þorvaldsson.skipu- lagsstjóri Reykjavíkurborgar. Að loknum erindum munu þau Sig- rún Helgadóttir, kennari og nátt- úrufræðingur, Júiíus Vifill Ingv- arsson, borgarfulltrúi og Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, jarðverkfræðing- ur, sitja í pallborði ásamt Frey- steini og Þorvaldi, Málstofan verð- ur haldin í Lögbergi 101, Háskóla íslands. 20.00: íslandsdeild Amnesty International efnir til málþings um börn og mannréttindi í Borgarleik- húsinu. Á málþinginu ræðir Þór- hildur Líndal umboðsmaður barna um hlutverk og störf um- boðsmanns barna, Kristín Jónas- dóttir framkvæmdastjóri Barna- heilla um tilurð Barnasáttmálans og sögu Save the Children, Jó- hanna K. Eyjólfsdóttir fram- kvæmdastjóri íslandsdeildar Am- nesty International ræðir um börn og mannréttindabrot og Jónína Einarsdóttir mannfræðingur um börn f heimi fullorðinna. UPPLESTUR___________________________ 20.00: Lesið úr nýútkomnu Ijóðasafni ungra skálda i ritstjórn Sölva B. Sigurðarsonar á upplestrarkvöldi á Súfistanum, í verslun Máls og menningar Laugavegi. KEPPNI_______________________________ 19.30: Hönnunar- og hugvitskeppni í Hátíðarsal Réttarholtsskóla. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin en hún hefur heppnast afar vel undanfarin tvö ár. Nem- endur Réttarholtsskóla, Hagaskóla og Fellaskóla etja kappi og von er á hörkuspennandi keppni. Allir sem áhuga hafa áhuga á skemmtilegri keppni eru vel- komnir í Réttarholtsskóla. TÓNLEIKAR Jólatónleikar Kvennakórs Revkjavíkur ÍDAG! þriöjudagur f í. desemþer kl. 20:00 Hallgrímskirkja 20.00: Kvennakór Reykjavfkur heldur sina árlegu aðventutónleika. Að- ventutónleikar Kvennakórsins hafa um árabil verið stór þáttur í jóla- undirbúningi margra landsmanna. Að þessu sinni er um all sértæða tónleika að ræða þar sem frum- flutt verður nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur, Da Pacem, domine, en verkið er sérstaklega samið fyr- ir Kvennakór Reykjavíkur. Auk hefðbundinna jólalaga eru einnig á efnisskrá Maríukvæði Atla Heimis Sveinssonar, Það aldin út er sprungið, Jól, sem einnig er eftir Báru Grímsdóttur, og flutt verður f heild sinni Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten. Á tónleik- unum leikur Monika Abendroth með á hörpu. Stjórnandi kórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir. Nærmynd af Vigdísi A laugardaginn verður frumsýnd heimildarmynd um Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta. Hún er gerð af Ragnari Halldórs- syni, sem fylgdi Vigdísi eftir á ferðum hennar, og hefur unnið að myndinni í rúm þrjú ár. kvikmynp „Þetta er mynd um manneskju, sem er svolítið eins og Lína langsokkur komin á eldri ár. Vigdís er ekki bara fyrrver- andi forseti heldur eldri dama, sem er mikill persónuleiki," segir Ragnar Halldórsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Ljós heimsins. Ragnar fylgdi Vigdísi Finnboga- dóttur eftir á ferðum hennar um fimm lönd og í daglegu lífi. „Nafnið Ljós heimsins vísar í Guð, eilífðina, kærleika og dauða. Gildi taka myndarinnar er ná- lægðin, það var lítið batterí í kringum þær. Ég þurfti að byggja upp traust Vigdísar og lenti oft í erfiðum kringumstæðum til að fá leyfi fyrir tökunum. Myndin er undir áhrifum dogma en ég kalla hana cinema vérite. Hún býr til sögu úr raunveruleikanum.“ Ljós heimsins er rúmlega 70 mínútna löng. Sigvaldi Kárason klippir myndina en Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistiria. Ragnar segir hana skiptast í þrjú lög, innra líf Vigdísar, það ytra sem áhórfendur fylgjast með og minningar um liðna tíma. „Við vinnum mikið með myndmálið, segjum hlutina ekki hreint út. Þegar áhorfendurnir hafa séð myndina í heild átta þeir sig á henni. Vigdís er búin að sjá myndina. Sumt tók aðeins á hana.“ Margar helstu sjónvarps- stöðvar Norðurlanda bíða eftir því að sýna Ljós heimsins. „Við erum einnig í sambandi við aðila, EINS OG EASTWOOD „Vigdfs er mikill töffari, eins og Clint Eastwood og Lukku Láki. En þó hún sé sterk eru alltaf viðkvæmir þættir. Það eru ekki síst þeir, sem vekja áhuga f frásögn myndarinnar," segir Ragnar Halldórsson, leikstjóri Ljós heimsins. Þar var hann í faðmi fjölskyld- unnar en hann er bróðir strák- sem hafa áhuga á að sýna hana í kvikmyndahúsi í Kaupmanna- höfn og Stokkhólmi. En það myndi gleðja niig ef 500 manns sæju hana í bíó hér heima," segir Ragnar, sem er fyrrverandi starfsmaður Ríkissjónvarpsins. Hann er með mastersgráðu í kvikmyndastjórnun og hefur undanfarin ár starfað í Noregi. anna fræknu í hljómsveitinni The Boys. Ljós heimsins, sem er fram- leidd af kvikmyndafyrirtæki Ragnars, íslensku kvikmynda- stofunni, er frumsýnd í Smára- bíói á laugardaginn. halldor@frettabladid.is 20.30: Skáldkonan Didda syngur til dýrð- ar Bessie Smith í Þjóðleikhúskjall- aranurrt, en Bessie Smith var ein þekktasta blússöngkona Bandaríkj- anna. Um leið verður kynntur nýr diskur með prógrammi kvöldsins. 20.30: Aðventutónleikar Landsvirkjun- ar- og Landsbankakórsins í Grensáskirkju. Á dagsskránni eru jólalög. Einsöng syngja Þorgeir Andrésson syngur og Þuríður G. Sigurðardóttir. Stjórnendur eru Páll Helgason og Björn Thoraren- 22.00: Stefnumót á Gauk á Stöng. MYNDLIST Jóhanna Helga Þorkelsdóttir sýnir por- trettmyndir í gallerí Nema Hvað, nem- andagalleríi Listaháskóla (slands. Sýning- in opnar Föstudaginn 7.des. kl. 20:00 og opið er frá 15:00 til 19:00 alla daganna. Sýningunni lýkur 12. des. Steinþór Marinó Gunnarsson listmálari sýnir nú röð smámynda í Verksmiðju- sölunní á Álafossi, Álafossvegi 23, Mosfellsbæ. Þetta er jólasýning. Flest verkin eru unnin á árunum 1980 - 1998. Hér er um að ræða alls 25 verk unnin í pastell og myndir með blandaðri tækni. Sýningin er opin á venjulegum verslunartíma kl. 10.00 - 18.00, og laug- ardaga kl. 10.00 - 14.00. Sýningin er opin til 31. desember. Sígraent eðaltré í hæsta geeöaflokki frá skátunum prýðir nú Þúsundir íslenskra heimila. J4,10 ára ábyrgð 12 stærðir, 90 - 500 cm Stálfótur fylgir Ekkert barr aö ryksuga Truflar ekki stofublómin BÆKUR Hvíti skugginn ■m. Eldtraust & Þarf ekki að vökva ísienskar leiðbeiningar ;.s Traustur söiuaðili Skynsamleg flárfesting Bandalog islenskna skúto ■ ■■ ■■ ■ ............ IFIvíta skugganum eftir Þór- unni Valdimarsdóttur segir frá Sólveigu, Kristrúnu og Jó- hannesi sem öll þurfa áð takast á við drauga úr fortíð sinni. Þau gera það með því að mæta í sjálfshjáiparhóp sem auk þess segja reynslusögur 'á fundum skiptist á slíkum á Netinu. Trió- ið kyhnist í gegnum hópinn, veróur vel til vina og líf sögu- hetjanna samþættist um stund. Hvíti skugginn hefur verið kynnt sem hálfgert uppgjör við 68 kynslóðina meðal annars og virkaði það heldur illa á undir- ritaða enda fátt leióinlegra en kynslóðauppgjör. Bókin kom því mjög skemmtilega á óvart. Hún HVÍTISKUGGINN Höfundur: ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR Útgefandi: JPV-ÚTGÁFA 2001. 160 bls. er vel skrifuð og plottið í henni er líka helvíti gott. Ilöfundur nær að halda alveg utan urn sög- una sem virkar hálf laus í reip- unum til að byrja með en er það svo sannarlega ekki. Söguper- sónurnar eru einnig bæöi áhuga- verðar og trúverðugar. Það má lesa úr bókinni uppgjör við hug- sjónir 68 kynslóðarinnar, vel skrifuð skáldsaga nægir mér hins vegar alveg og mæli ég með henni sem slíkri. Sigriður B. Tómasdóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.