Fréttablaðið - 27.12.2001, Page 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
27. desember 2001 FIMMTUDACUR
11> i i i aöí \i m >
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabonkum
án endurgjalds.
| BRÉF TIL BLAÐSINS~|
Er Samkeppnisstofnun
að misbeita valdi sínu?
ióhannes Gunnarsson
formaður Neytendasamtakanna.
samkeppni í Fréttablaðinu, 19. des-
ember 2001 skrifar Björgvin Guð-
mundsson pistilinn „Mál manna“
með yfirskriftinni „Samkeppnis-
stofnun beitir valdi sínu“. Óhjá-
kvæmilegt er að gera stutta at-
hugasemd við þessi skrif. í fyrsta
lagi er nánast fullyrt að háir skatt-
ar stjórnvalda á bensíni geri svig-
rúm olíufélaga til verðsamkeppni
á þessari vöru útilokað. í öðru lagi
kemur fram mikil vanþekking um
starfssvið samkeppnisyfirvalda og
málsmeðferð þeirra mála sem
koma til þeirra kasta.
Með breytingu á samkeppnis-
lögum 6. desember 2000 fengu
samkeppnisyfirvöld ríkari heim-
ildir til að sinna mikilvægu hlut-
verki sínu. Þessi breyting var til
samræmis við samkeppnislög í
Evrópu og var nauðsynleg til að
tryggja eðlilega samkeppni og fyr-
irbyggja samkeppnishömlur og
samráð milli fyrirtækja, en sam-
ráð er án efa alvarlegasta brot á
samkeppnislögum og er mjög and-
stætt hagsmunum neytenda.
Eins og fram hefur komið hjá
forstjóra Samkeppnisstofnunar er
stofnunin ekki að dæma einn né
neinn heldur að rannsaka mál og
hvort brotið hafi verið gegn sam-
keppnislögum. Þetta er einfaldlega
eitt af verkefnum Samkeppnis-
stofnunar samkvæmt þeim lögum
sem stofnunin starfar eftir.
Vissulega er það rétt hjá blaða-
manni að háir skattar á bensíni
gera það að verkum að að verð-
munur á bensíni hlýtur alltaf að
vera minni í krónutölu en á ýmsum
öðrum vörum. Það réttlætir hins
vegar ekki í sjálfu sér að olíufélög-
in selji bensín alltaf á sama verði
og breyti einnig verði samtímis.
En það koma án efa upp fleiri at-
riði en verðsamráð inn í rannsókn
Samkeppnisstofnunar og má þar
nefna hvort olíufélögin hafi haft
samráð sín á milli um skiptingu á
markaðnum.
Ef niðurstaða máls hjá Sam-
keppnisstofnun er sú að telja megi
að brotið hafi verið gegn sam-
keppnislögum skilar stofnunin frá
sér skýrslu sem send er viðkom-
andi fyrirtækjum til athugasemda,
en svo fer skýrslan til umfjöllunar
og ákvörðunar samkeppnisráðs
sem tekur ákvörðun um refsingu,
þar á meðal hvort sekta eigi fyrir-
tækin og hve há sektin skuli vera.
Vilji fyrirtækin ekki una þessari
niðurstöðu geta þau áfrýjað mál-
inu til Áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála en þar sitja aðilar
óháðir bæði Samkeppnisstofnun
og samkeppnisráði. Og ef fyrir-
tækin vilja heldur ekki una þeim
úrskurði geta þau farið með málið
til dómstóla. Það er því af og frá að
Samkeppnisstofnun hafi vald til að
„framfylgja refsingu eftir eigin
rannsókn" eins og blaðamaður
F'réttablaðsins fullyrðir.
Þessi greinarstúfur Frétta-
blaðsins er greinilega ekki skrifað-
ur út frá hagsmunum neytenda,
heldur þvert á móti. Neytendasam-
tökin fagna hins vegar þessu frum-
kvæði Samkeppnisstofnunar. Það
er hins vegar eðlilegt að gera þá
kröfu til blaðamanna að þeir kynni
sér þau mál sem þeir skrifa um og
villi ekki um fyrir lesendum. ■
Líka hjá hinum stóru
V
iðbrögð forráðamanna olíufé-
laganna, eftir atlögu Sam-
keppnisstofnunar,
voru um margt at-
hyglisverð: Þeir
hafa játað að hafa
hist á fundum, en
fyrirtaka með öllu
að fundirnir hafi
verið notaðir til
þeirra verka sem
Samkeppnis stof nun
gefur þeim að sök.
Það er til að sam-
ræma verð, sem
ávallt er það sama
hjá félögunum
þremur, og til að
skipta markaðnum
Við skulum
ekki gleyma
því að þetta
eru einhverjir
stærstu skatt-
greiðendur
ríkisins fyrir
utan það að
vera mjög öfl-
ugir inn-
heimtuaðilar á
tekjum ríkis-
sjóðs.
—......:
á milli sín. Eftir að dómari heimil-
aði svo frekleg inngrip í rekstur
félaganna hefur fátt gerst annað
en forsvarsmenn þeirra hafa tjáð
sig. Hafi Samkeppnisstofnun rétt
fyrir og þær ásakanir sem fram
komu reynast sannar og réttar er
ljóst að forstjórarnir og aðrir
stjórnendur fyrirtækjanna þrigg-
ja falla í áliti. Samkeppnisstofn-
unar bíður hins vegar að sanna
það sem sagt var við dómarann.
Af öllu því sem sagt hefur ver-
ið og gert eru orð Kristins Björns-
sonar forstjóra Skeljungs í DV
eftirtektar verðust. Þar segir
hann: Ég er sjálfur lögfræðingur
og geri mér fulla grein fyrir hvað
það er viðamikil aðgerð að beina
spjótunum á þennan hátt að
nokkrum stærstu fyrirtækjum
Mál...manna
Sigurjón M. Egiisson
skrifar um viðbrögð
landsins. Við skulum ekki gleyma
því að þetta eru einhverjir
stærstu skattgreiðendur ríkisins
fyrir utan það að vera mjög öflug-
ir innheimtuaðilar á tekjum ríkis-
sjóðs. Við erum að innheimta 60%
prósent af öllu því sem bensínlítr-
inn kostar." Það er einmitt það.
Ekki er annað hægt en að skilja
forstjórann sem svo að sökum
stærðar olíufyrirtækjanna hafi,
að hans mati, ekki verið hægt að
búast við að yfirvöld gerðu athug-
anir eða rannsóknir á stórum og
merkum fyrirtækjum. Flonum,
ekkert frekar en kollegum hans,
tekst að sannfæra fólk um að þeir
séu saklausir af samráðum um
verðlagningu og annað það sem
lög í landinu hreinlega banna. ■
Hamborgarhrygg-
ur og hangikjöt
Halldór Gunnlaugsson skipherra hjá Landhelgisgæslunni var á sjó um þessi jól. Hann hefur oft
áður notið jólanna íjarri fjölskyldu og vinum og finnst það ekki tiltökumál.
LÝSUM UPP MASTRA Á MILLI
Halldór Gunnlaugsson segir borðsalinn skreyttan og vitaskuld sé þár einnig jólairé.
jól Halldór Gunnlaugsson skip-
herra hjá Landhelgisgæslunni er
einn þeirra sjómanna sem var á
hafi úti um jólin. Það er ekki ný
reynsla fyrir hann því oft áður
hefur það verið hans hlutskipti.
„Yfirleitt hefur mér liðið vel úti
á sjó og ekki síður um jólin en á
öðrum árstíma. Við skreytum
borðsalinn, setjum upp jólatré og
lýsum upp með ljósum mastra á
milli. Maturinn um borð hefur
oftast verið hamborgarhryggur
á aðfangadagskvöld. Þó er ekki á
vfsan að róa með það því engin
sérstök hefð hefur myndast hvað
þetta varóar og stundum er eitt-
hvað annað. Á jóladag eða á ann-
an í jólum er boðið upp á hangi-
kjöt.“
Halldór segir að þessa daga sé
öll vinna í lágmarki en menn
standi þó sínar vaktir en séu ekki
að störfum þar fyrir utan nema
eitthvað óvænt komi upp á. „Við
leggjumst gjarnan fyrir akkeri
inni í einhverjum firðinum sem
næst landi enda lítið um að vera
á hafi úti. Nú orðið eru fá skip á
sjó og ekki ástæða til að halda
uppi eftirliti ef ekki eru neinar
veiðar."
Á aðfangadagskvöld fara
menn í sparifötin og borða sam-
an á meðan hlustað er á messuna
í útvarpinu. Síðan eru teknir upp
pakkar frá konunum í Hrönn en
þær hafa séð um það undanfarin
ár að allir sjómenn fjarri heima-
högum fái í pakka. „Menn hverfa
síðan til sinna vistavera og taka
upp pakka frá ættingjum og vin-
um en ég held að flestir taki með
sér pakkana sína á sjóinn. Eftir
það hringja flestir heim í fjöl-
skylduna en hér áður fyrr var
erfiðara um vik því þá þurfti að
hringja í gegnum Gufunesradio
og það var aðeins einn sími. Nú
eru nokkrir símar um borð og
ekki vandamál að ná heim. Við
erum líka oftast nálægt landi og
ekki erfiðleikum bundið að ná
sambandi."
Halldór er á því að þessir dag-
ar líði í eins miklum þægindum
og við verði komið. Allt sé gert
til að skapa jólastemningu og
menn hafi gjarnan eitthvað gott
að lesa eða horfi á sjónvarp. „En
vissulega er það alltaf érfitt fyt-
ir fjölskyldur sjömanna að sjá
eftir þeim rétt fyrir jól. Sjálfur
er ég orðin vanur því að vera að
heiman og tek það ekki nærri
mér og fólkið mitt tekur því með
ró nú orðið. Við þessu er ekkert
að gera og ég reyni að láta mér
líða vel og er ekki að velta fyrir
mér hvernig það hefði getað orð-
ið.“ ■
Fimleikafélagið Björk:
Fær til afnota 1700 fermetra fímleikasal
félacsstarf Fimleikafélagið Björk
fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu
ári með því að byggja yfir sig fé-
lagsaðstöðu í fyrsta skipti í sögu
félagsins. Húsið er byggt viö
gamla íþróttahús Hauka við
Haukahraun og hefur Hafnar-
fjarðarbær afhent félaginu húsið
til afnota. Áætluð verklok hússins
eru 15. apríl á næsta ári og þá
verður það tekið í notkun.
Nýi fimleikasalurinn er um
1700 fermetrar að flatarmáli. Þar
verður stór klifurveggur og er
áætlað að stofna sérstaka deild
innan félagsins í tengslum við
hann. Þá verða í húsinu salir fyrir
margar íþróttagreinar svo sem
Tae Kwon Do sem er deild innan
fimleikafélagsins, jóga, jassball-
ett og boltagreinar. Dansíþrótta-
félag Hafnarfjarðar fær einnig
sína aðstöðu í húsinu. Eigandi að
húsinu er Nýsir hf. sem sér um
rekstur húsnæðisins en Fimleika-
félagið Björk og Hafnarfjarðar-
bær hafa notkunarrétt á því. ■
FULLKOMINN FIMLEIKASALUR
Fáni var dreginn að húni 19. desember sl. í
tilefni af því að husið er risið og þak komið á.
Verktakafyrirtækið Istak byggir húsið en verkið
hófst í september árið 2001.