Fréttablaðið - 27.12.2001, Side 12

Fréttablaðið - 27.12.2001, Side 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 27. desember 2001 FIMMTUDACUR Sjúkraliðafélag íslands: Verkfall vofir yfír hjá SÁÁ Rjúpnaskytta lést: Dánarorsök ókunn andlát Maðurinn sem lést þegar hann gekk til rjúpna á Mýrum 22. desember hét Theódór Jónasson. Theódór var þrítugur að aldri. Hann lætur eftir sig unnustu og tveggja ára gamla dóttur. Theódór hafði farið ásamt þremur félögum til rúpna frá bænum Grímsstöð- um. Hann hafði dregist aftur úr fé- lögum sínum þegar þeir voru á leið í hús að nýju en hafði samband við þá úr farsíma um klukkan 14 og amaði þá ekkert að honum. Þegar hann skilaði sér ekki var hafin að honum víðtæk leit og fannst hann látinn um klukkan ellefu um kvöld- ið. Engir áverkar voru á líkinu og er dánarorsök ókunn. ■ kjaramál Þrettán sjúkraliðar hjá SÁÁ fara í verkfall 8. janúar n.k. hafi ekki samist áður. Árangurs- laus sáttafundur stóð yfir í hálf- tíma í vikunni og hefur ekki ver- ið boðað til nýs fundar fyrr en 4. janúar n.k. Helsta ágreinings- málið í þessari deilu snýst um þá kröfu sjúkraliða að fá að vera í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins en viðsemjendur þeirra vilja að þeir verði í lífeyrissjóði á al- menna markaðnum. Samkvæmt útreikningum tryggingasér- fræðings mundi það þýða 24- 26% skerðingu á kjörum sjúkra- liða. Sem dæmi má nefna að sjúkraliði mundi fá 42 þúsund krónur á mánuði í lífeyrir hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna en 68 þúsund ef hann er hjá rík- inu. SÁÁ-VOGUR Viðbúðið að ástandið verði erfitt á Vogi ef til verkfalls kemur í ársbyrjun. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags ís- lands undrar sig á afstöðu SÁÁ en hún gerir ráð fyrir að ástandið verði mjög alvarlegt á Vogi ef til verkfalls kemur. Hún bendir á að hjúkrunarfræðingar á Vogi séu í Lífeyrissjóði ríkisins og einnig hefur það verið hjá sjúkraliðum. Hins vegar sé þeim gert að vera í lífeyrissjóðum á almenna mark- aðnum við nýráðningar. Fyrir utan þessa deilu hefur Sjúkraliðafélagið vísað deilum vegna samninga við Vestmanna- eyjabæ og Skagafjörð til ríkis- sáttasemjara. Þá á félagið einnig ólokið gerð fjölda samninga eins og t.d. við Snæfellsbæ, Árborg, Skálatún, MS-félagið, Krabba- meinsfélagið, Hjallatún í Vík í Mýrdal og Grýtubakkahrepp svo nokkuð sé nefnt. ■ xem&mtmmasi&tsxiatsaettm Urskurður ráðherra um Kárahnjúkavirkjun: Munu leita til dómstóla kárahnjúkar „Við munum leita leiða til að fá úrskurðinn ógiltan fyrir dómstólum1', segir Árni Finnsson formaður Náttúruvernd- arsamtaka íslands sem telur þá ákvörðun umhverfisráðherra að heimila Kárahnjúkavirkjun vera áfall fyrir náttúruvernd á íslandi. Árni segir meginatriðið í mál- inu vera það að Kárahnjúkavirkj- un muni valda margfalt meiri náttúruspjöllum en nokkur önnur framkvæmd á íslandi og segir þau skilyrði sem eru sett fyrir virkjuninni breyta afskaplega litlu. „Það eru þarna nokkrar veit- ur sem hverfa en aðrar eru þarna áfram sem eru í raun mjög slæm- ar. Þarna eru skilyrði sem ein- kennast af orðum eins og lág- marka, meta og í góðum sumrum. Eftirfylgni við þessi skilyrði virð- ist vera mjög erfitt að koma við.“ „Umhverfisráðherra snýr við úrskurði Skipulagsstofnunar og reynir að réttlæta það með nýrri túlkun á mati umhverfisáhrifa og skilyrðum sem eru mest til sýn- is.“ ■ Starfsmenn olíufélag- anna: Spurðir hvort við göngum enn lausir samráð „Við erum oft spurðir að því af hverju við göngum enn lausir. Fólk gerir grín að þessu við okkur starfsmennina. Frekar er slegið á létta strengi, heldur en að einhverjar alvarlegar umræður eigi sér stað,“ sagði Reynir Birg- isson, afgreiðslumaður hjá Esso bensínstöðinni í Stóragerði, þegar hann var spurður um viðbrögð neytenda um aðgerð Samkeppnis- stofnunar gagnvart olíufélögun- um fyrr í vikunni. Reynir segist ekki leiða hugann að þessu máli heldur bíði hann eftir niðurstöð- um eins og hver annar. Eðvarð Hjartarson, bensínaf- greiðslumaður hjá Shell-stöðinni á Bústaðarvegi, segist engin við- brögð hafa heyrt frá neytendum. Lífið gengi sinn vanagang. Hann sagðist enga skoðun hafa á mál- Þjóðleikhúsið tapar þó aðsókn stóraukist Þrátt fyrir að Þjóðleikhúsið hafi stóraukið miðasölutekjur frá því í fyrra stefnir í tap af rekstrin- um, annað árið í röð. Astæðan er sögð dýrar og metnaðarfullar sýningar. Samkvæmt ríkisreikn- ingi var 52 milljóna króna tap hjá Þjóðleikhúsinu í fyrra en leikhúsið sjálft beitir annarri upp- gjörsaðferð og fær út 13 milljóna króna tap. listir Þjóðleikhúsið hefur aukið tekjur sínar af miðasölu úr 114,5 milljónum króna í fyrra í 150 milljónir í ár en engu að síður er búist við tapi af rekstrinum. Tap af reglulegri starfsemi Þjóðleikhússins í fyrra nam 13,3 milljónum króna, að sögn Guðrún- ar Guðmundsdótt- —....... ur, framkvæmda- En þó miða- stjóra Þjóðleik- sölutekjur hússins. Þetta er Þjóðleikhúss- niðurstaða endur- ins hækki um skoðanda Þjóðleik- 35 milljónir í hússins en í ríkis- ár er þar að- reikningi segir eins um að hlns ve8ar að taPlð ræða tiltölu- hafl numlð 52 lega lítinn milljónum króna. hluta af heild- Guðrún segir artekjum leik- mlsmiininn fyrst hússins því °f fremsí skUast stærsti hlutinn af. ÞV1 að ! nkts- kemur úr rík- re*1™1^1 se gJalð- kemururnk færð & Þjóðleik_ issjooi. húsið hækkun líf- eyriskuldindinga sem leikhúsið aðskilji hins vegar frá reglulegri starfsemi sinni. Hún segir uppgjör Þjóðleikhúss- ins sjálfs gefa raunhæfari mynd af daglegum rekstri leikhússins og þar með eðlilegan samanburð milli ára. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ „Það eru ekkí aðeins miðasölutekjurnar sem hafa aukist. Það hafa útgjöldin gert líka því við höfum sett á svið dýrar og metnaðarfullar sýningar," segir Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Á árinu 1999 varð 2,6 milljóna króna hagnaður af rekstri Þjóð- leikhússins en 13,3 milljóna tap í fyrra, eins og áður sagði. Skýring- in er m.a. sú að talsvert fall varð í aðgöngumiðasölunni milli áranna tveggja. Fyrra árið skilaði 131,5 milljónum króna í miðasölutekjur en seinna árið aðeins 114,5 millj- ónum króna. Guðrún segir það almennt var þannig í leikhúsrekstri að tekju- lega séu sum ár góð en önnur slæm. Til dæmis sé nú hægt að segja þær fréttir af Þjóðleikhús- inu að tekjur ársins sem senn lýk- ur verði um 30 prósent hærri en í fyrra. „Mín trú er sú að miðasölu- tekjurnar verði um 150 milljónir króna,“ segir hún. En þó miðasölutekjur Þjóð- leikhússins hækki um 35 millj- ónir í ár er þar aðeins um að ræða tiltölulega lítinn hluta af heildartekjum leikhússins því stærsti hlutinn kemur úr ríkis- sjóði. í fyrra nam framlag ríkis- sjóðs til reglulegrar starfsemi leikhússins t.d. 378 milljónum króna af heildartekjum upp á 531 milljón. Guðrún segir að þó 35 milljóna króna tekjuhækkun vegna að- göngumiðasölunnar sé fyrirsjáan- leg sé óvissa uin hina endanlegu útkomu. Þó sé ljóst að tap verði af starfseminni. „Það eru ekki að- eins miðasölutekjurnar sem hafa aukist. Það hafa útgjöldin gert líka því við höfum sett á svið dýr- ar og metnaðarfullar sýningar," segir framkvæmdastjóri Þjóðleik- hússins. gar@frettabladid.is Áhrif hryðjuverkaárásanna á bandarískt samfélag: Hatursglæpum fjölgar gífurlega los angeles.AP Hatursglæpum sem beint er gegn múslimum og fólki sem á ættir sínar að reka til Mið- Austurlanda, hefur fjölgað gífur- lega í borginni Los Angeles í Kali- forníu frá því að hryðjuverkaárás- irnar voru gerðar á Bandaríkin þann 11. september. 92 slíkir glæp- ir hafa verið skráðir af lögreglunni í Los Angeles frá því að árásirnar voru gerðar, miðað við aðeins 12 samskonar glæpi á öllu síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem birt var í gær. Flestir glæp- anna fólu í sér hótanir og skemmd- arverk, en talið er að 750 þúsund til einnar milljónar Bandaríkjamanna með arabískan uppruna búi í Kali- forníu, sem er meiri fjöldi en í nokkru öðru fylki í landinu. Niðurstöður skýrslunnar vekja athygli fyrir þær sakir að gyðing- ar eru ekki lengur þeir sem mest verða fyrir barðinu á glæpum tengdum kynþáttafordómum, en á síðasta ári voru gyðingar og starf- semi þeirra skotspónninn í 83,1 % slíkra tilvika í Los Angeles. „Það er engin spurning að árás- irnar þann 11. september og stöðugar myndir í fjölmiðlum af þeim sem stóðu að árásunum í föt- um sem múslimar og arabar nota, eru ástæðan fyrir þessari aukn- ingu,“ sagði Robin Toma, sem vann að skýrslunni. ■ KARL RÆÐIR VIÐ MUSLIMA Karl Bretaprins tók á móti ungu fólki frá Bresku múslimasamtökunum í veislu í St James Palace í Lundúnum sl. miðvikudag. Á myndinni ræðir hann við múslimskar stúlkur frá borginni Leeds. Múslimar í Bandaríkjunum hafa átt undir högg að sækja frá því hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á landið þann 11. september. Byrjendanámskeið morgun og kvöldnámskeið 48 kennslustundir Windows Word Excel intemetið Tölvupóstur Margmiðlunardiskar sem fylgja eru: Windows á þínum hraða. Word á þínum hraða. Excel á þinum hraða. Námskeiðsgjald 30.400 kr. Skrifstofunám morgun- og kvöidnámskeið 120 kennslustundir Kennt er á öll hellstu skrifstofuforritin og einnig veröurfarið í mannlega þætti eins og tjáning, velgengni í starfi, mannleg samskipti, hópverkefnavinnu o.m.fi. Margmiðlunardiskar sem fylgja eru: Windows á þínum hraða. Word á þínum hraða. Excel á þínum hraða. Námskeiðsgjald 96.000 kr. Myndvinnsla og umbrot kvöldnámskeið 108 kennslustundir Námskeið þetta er fyrir alla þá sem vilja læra meðhöndlun og frágang prentverka. Allir nemendur fá aðgang að gríöarlega öflugum Ijósmyndagagnagrunni. Hugbúnaðurinn sem kennt er á en Photoshop, Freehand, Acrobat Distilter tolvu . Fullkom/. Námskeiðsgjald 82.800 kr. TQLVUSKQUNN- Ath. Mörg stéttarfélög og fyrirtæki greiða hluta eða allan kostnað af námskeiðunum. Þekking - Bæjarlind 2, Kópavogi - Sími 533 3033 - tolvuskolinn@tolvuskolinn.is - www.tolvuskolinn.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.