Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2001, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 27.12.2001, Qupperneq 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 27. desember 2001 FIMMTUDACUR ENSKI BOLTINN Newcastle enn á toppnum fótbolti Newcastle heldur forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki jólanna og hefur þriggja stiga for- skot á Arsenal og Liverpool. ÚRSLIT GÆRDAGSINS Arsenal-Chelsea 2-1 Bolton-Leeds 0-3 Fulham-Charlton 0-0 Southampton-Totenham 1-0 West Ham-Derby 4-0 Aston Villa-Liverpool 1-2 Blackburn-Sunderland 0-4 Everton-Man.Utd. 0-2 Ipswich-Leicester 2-0 Newcastle-Middlesbrough 3-0 2. DEILD | Tranmere-Stoke 2-2. 1 FENWAY PARK Heimavöllur Red Sox var byggður árið 1912. Boston Red Sox: Tilboð upp á 70milljarða hafnabolti Eigendur hafna- boltaliðsins Boston Red Sox hafa fengið tilboð upp á 70 milljarða króna í félagið, sem hefur verið til sölu í rúmt ár. Liðið er eitt það vinsælasta í Bandaríkjunum, þó það hafi ekki unnið bandarísku deildina síðan 1918. Nokkur óvis- sa ríkir um framtíð heimavallar liðsins, Fenway Park, en hann var byggður árið 1912 og er einn frægasti völlurinn í hafnabolta- sögunni. John Henry, eigandi hafna- boltaliðsins Florida Marlins, leiðir hóp fjárfesta sem hyggst kaupa liðið, en 75% af eigendum allra liða í deildinni þurfa að sam- þykkja kaupin og því er ekki gert ráð fyrir að þau gangi í gegn fyrr en eftir hálft ár. Ef kaupin verða samþykkt verður félagið það dýrasta í sögunni, en í fyrra var Cleveland Indians selt á um 32 milljarða króna. ■ KSÍ: Landslidið til Mið-Aust- urlanda fótbolti fslenska landsliðið fer í æfingaferð til Mið-Austurlanda í byrjun janúar, þar sem það leikur gegn Kúveit í borginni Muscat í Oman og Sádí-Arabíu í Riyadh. Leikirnir fara fram 8. og 10. janú- ar og greiða gestgjafarnir ferðina að fullu. Leikurinn gegn Sádí-Aráþíu er liður í undirbúningi þeirra fyrir Heimsmeistarakeppnina í Suður- Kóreu og Japan á næsta ári. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari hef- ur valið 18 leikmenn til fararinnar og í þeim hópi eru tveir nýliðar, þ.e. BaMur Aðalsteinsson, leik- maður ÍA og Hjálmar Jónsson, leikmaður Keflavíkur. ■ Formúla 1: Ralf verður að bæta sig kappakstur Forráðamenn Williams liðsins í Formúlu 1 segja að öku- maðurinn Ralf Schumacher verði að taka sig á ef hann ætli að halda sæti sínu í liðinu. Schumacher hef- ur verið í Formúlu 1 frá árinu 1997, en samt sem áður náði nýlið- inn Juan Pablo Montoya betri ár- angri en hann á síðari hluta síðasta keppnistímabils. Það sama var reyndar uppi á teningnum árið 2000, en þá sló Jenson Button hon- um við á síðari hluta þess tímabils. Patrick Head, yfirmaður tækni- mála hjá Williams, sagðist hafa áhyggur af fremur slökum árangri Schumacher og að ökumaðurinn þyrfti að fara smá naflaskoðun fyrir komandi tímabil sem hefst í mars. Schumacher sigraði í þrem- ur keppnum á síðasta tímabili en Montoya í einni. Hann sigraði hins vegar þýsku formúluna eftir að Montoya hafði neyðst til hætta RALF schumacher Schumacher sigraði í þremur keppnum á síðasta tlmabili en Montoya I einni. vegna bilunar, en þá leiddi hann keppnina. Ef Schumacher stendur sig ekki á komandi tímabili þykir allt eins líklegt að Williams skipti honum út fyrir Jenson Button, sem er samn- ingsbuninn liðinu til ársins 2004, en var í láni hjá Benetton á síðasta tímabili. Montoya verður einnig undir pressu á næsta tímabili, því samningur hans við Williams renn- ur út í lok ársins 2002. Schumacher er samningsbundinn til ársins 2004. ■ Besta Mflkja“ í heimi Portúgalinn Figo hefur verið valinn besti knattsp37rnumaður í heimi. Hann ólst upp hjá fátækri Qölskyldu og hóf ferilinn með Sporting Lissabon. Árið 1995 fór hann til Barcelona og Iberíuskag- inn nötraði í fyrra þegar hann var seldur til Real Madrid. fótbolti Fátt hefur valdið jafn- miklum deilum í knattspyrnu- heiminum og þegar Luis Filipe Madeira Caeiro, öðru nafni Figo (sem þýðir fíkja á portúgölsku), gekk til liðs við Real Madrid frá Barcelona fyrir 37 milljónir punda í fyrra. Íberíuskaginn nán- ast nötraði og menn skiptust í tvær fylkingar. íbúar Kastilíu til- báðu hann sem guð - Katalóníu- menn kölluðu hann Júdas. Nú hefur þessi umdeildi knatt- spyrnumaður, sem ólst upp hjá frekar fátækri fjölskyldu í Lissa- bon, verið valinn besti knatt- spyrnumaður í heimi af Alþjóða- knattspyrnusambandinu (FIFA). Figo var 17 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með Sporting Lissabon, sem í gegnum tíðina hefur verið talið eitt af þremur sterkustu liðum Portúgals, en hin eru Porto og Benfica. Hæfileikar hans vöktu snemma athygli og varð hann evrópumeistari með U16 ára landsliði Portúgals og síð- ar heimsmeistari með U20 liðinu. Árið 1995 keypti Johan Cruyff Portúgalann unga til stórliðsins Barcelona, en bæði Juventus og Parma höfðu verið á eftir honum. Hjá Barcelona var honum „að- eins“ ætlað að taka við af Michael Laudrup. Hann varð spænskur meistari með liðinu árin 1997 og 1998 og með liðinu vann hann einnig til fjölda annarra titla. Varð m.a. Evrópu- meistari bikarhafa árið 1997. Árið 2000 gerðist síðan það ótrúlega, eftir að hafa leikið 172 leiki með Barcelona og skorað 30 mörk og komið portúgalska landslið- inu í undanúrslit Evr- ópukeppninnar, þar sem það tapaði í víta- spyrnukeppni fyrir Frakklandi, var hann seldur til erkifjend- anna í Real Madrid. Florentino Perez, sem var í forsetaframboð- ið hjá Real Madrid þetta ár, lofaði því að fá Figo til liðsins ef hann yrði kjörinn. Ef honum myndi ekki takast það lofaði hann að endurgreiða öllum stuðnings- mönnum ársmiðana þeirra. Niður- staðan varð sú að Perez vann kosningana með yfirburðum og krækti í Figo fyrir um fimm millj- arða króna. Með Figo innaborðs, og auðvit- að fjölda annarra frábærra knatt- spyrnumanna, sigraði Real Ma- drid í spænsku deildarkeppninni og bikarkeppninni á síðasta tíma- bili og komst í undanúrslit Meist- aradeildar Evrópu, þar sem það tapaði samanlagt 3-1 fyrir Bayern Munchen. Eins og staðan er í dag er Real Madrid £ efsta sæti spæn- sku deildarinnar og á mikilli sigl- ingu í Meistaradeildinni. Það er kannski engin furða þar sem liðið keypti Zinedine Zidane frá Juventus í sumar fyrir metfé, en hann var kosinn besti leikmaður í heimi á síðasta ári. Þá varð Figo í öðru sæti, en kjörinn besti knatt- spyrnumaður Evrópu. Það leikur ekki nokkur vafi á því að Figo er gífurlega hæfileik- aríkur og góður knattspyrnumað- ur. Þó það henti Figo best að leika á kantinum er hann einnig notað- ur á miðjunni. Hans aðalstyrk- leiki er fólginn í því að leika á menn og leggja upp mörk. Hann er útsjónarsamur, skapandi og góður spyrnumaður og sóknar- lega hafa íbúar Madrídar líkt hon- um við Di Stefano. Varnarlega er Figo hins vegar alls ekkert sér- stakur. trausti@frettabladid.is Maðurinn og ferillinn Nafn: Luis Filipe Madeira Gaeiro (Fígo) Fæddur: 4. nóvember 1972 I Almada Portúgal Hæð: 180 cm Þyngd: 75 kg Feríll: Os Pasthilas -1989 Sporting Lissabon 1989-1995 Barcelona 1995-2000 Real Madrid 2000-? Eiginkona: Hellen Börn: 1 Uppáhalds tónlist: Rokk (Queen) Uppáhalds kvikmyndir: Gaman-, drama- og hasarmyndir Uppáhalds matur: Kjúklingur og önd Áhugamál: flatmaga á ströndinni og vera með vinum Val á íþróttamanni ársins: Guðni Bergsson er á meðal tíu efstu ÍÞRÓTTAMENN Á lista Samtaka íþróttafréttamanna yfir 10. efstu í kjöri íþróttamanns ársins eru þrír knattspyrnu- og sundmenn, tveir frjálsíþróttamenn, einn kylfingur og einn handboítamað- ur. Tilkynnt verður hver varð í efsta sæti í valinu í dag. Á síðasta ári var stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir kjörin íþróttamaður ársins. Þrátt fyrir að eiga ekki sæti í íslenska landsliðinu er Guðni Bergsson á listanum, en hann hef- ur staðið sig feikivel með Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Árni Gaut- ur Arason hefur varið mark Ros- enborgar af stakri prýði í norsku deildinni sem og í Meistaradeild Evrópu og Eiður Smári Guðjohn- sen hefur slegið í gegn með Chel- sea einu öflugasta liði ensku deildarinnar. Örn Arnarson fékk bæði silfur- og bronsverðlaun í baksundi á ÍÞRÓTTAMENN ÁRSINS (STAFRÓFSRÖÐ) Árni Gautur Arason Knattspyrna 1 Birgir Leífur Hafþórsson Golf Eiður Smári Guðjohnsen Knattspyrna 1 Guðni Bergsson Knattspyra Jakob Jóhann Sveinsson Sundmaður 1 Jón Arnar Magnússon Frjálsar 1 Krístín Rós Hákonardóttir Sund Ólafur Stefánsson Handbolti Þórey Edda Elísdóttir Frjálsar § örn Arnarson Sund Edda Elísdóttir Frjálsar 1 Örn Arnarson Sund Heimsmeistaramótinu í sundi í Japan síðastliðið sumar og Jakob Jóhann Sveinsson bætti sig gríð- arlega á Evrópumeistaramótinu í Antwerpen fyrr í þessum mánuði og er kominn í fremstu röð í bringusundi í heiminum. Katrín Rós Hákonardóttir, sem íþrótta- samband fatlaðra útnefndi íþróttakonu ársins fyrir skömmu, GUÐNI Þrátt fyrir að eiga ekki sæti í íslenska landsliðinu er Guðni Bergsson á listanum yfir tíu bestu íþróttamenn ársins. stóð sig frábærlega á árinu og setti m,á. sjö heimsmet. Þórey Edda Elísdóttir komst í fremstu röð í stangarstökki þegar hún lenti £ 6. sæti á Heimsmeist- aramótinu í Edmonton í ágúst síð- astliðinum og Jón Arnar Magnús- son náði sínum öðrum besta ár- angri í sjöþraut frá upphafi þegar hann hafnaði í öðru sæti á Heims- meistaramótinu innanhúss í Lissabon í mars. Handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson leiddi Magdeburg til sigurs í þýsku deildinni og Evr- ópukeppni félagsliða. Þá var hann valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar, sem er mikil viður- kenning. Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson átti mjög gott ár og var aðeins hársbreidd frá því tryggja sér sæti á Evrópsku mótaröðinni, en hann lenti í 41. sæti á lokaúrtökumótinu, þar sem 35 efstu komust áfram. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.