Fréttablaðið - 27.12.2001, Side 17

Fréttablaðið - 27.12.2001, Side 17
FIMMTUDAGUR 27. desember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 17 Ocean’s 11 fmmsýnd: Ellefu ræningjar KVIKMYNPIR Það hálfa væri nóg HRINGADRÓTTINSSAGA: kvikmynd Ocean’s 11 er endur- gerð á samnefndri mynd frá ár- inu 1960 með ekki minni mönn- um en Frank Sinatra, Sammy Davis Jr. og Dean Martin í aðal- hlutverki. Margt er líkt með myndinni og Out of Sight eftir Soderbergh. Georg Clooney leik- ur aftur geðþekkan glæpon, sem er í fangelsi í byrjun hennar. Honum er sleppt úr prísundinni en í stað iðrunar taka áætlanir um stærsta rán ferilsins við. Hann fær til sín tíu vana menn, þ.á.m. Brad Pitt, Matt Damon og Don Cheadle og þeir áætla að ræna þrjú stór spilavíti í Las Vegas. Þegar á hólminn er komið kemur í ljós að sami mað- urinn á öll þrjú spilavítin, Andy Garcia. Til að bæta gráu ofan á svart er hann að halda við fyrr- verandi eiginkonu Clooney, Juliu Roberts. Þegar Clooney kemst að því byrjar hann auðvitað eitt- hvað að spá í henni og stofnar öllu í hættu. En Garcia er skilj- anlega ekki sáttur við ránið og beitir öllum brögðum til að hafa hendur í hári gengisins. Leikstjórinn Steven Soder- bergh er í góðum málum eftir Óskarsverðlaunahátíðina í vor, þar sem hann rakaði inn verð- launum fyrir Traffic og Erin Brockovich. Eftir að hafa vakið mikla athygli fyrir Sex, Lies and Videotape árið 1989 fór frekar lítið fyrir honum í átta ár. Nú gerir hann eina, ef ekki tvær, myndir á ári. Sú næsta heitir Full Frontal og er hálfgert fram- hald af Sex, Lies og Videotape og leikur Julia Roberts eitt aðal- hlutverkið. Til gamans má geta þess að í VINIR CLOONEY Brjótast inn í þrjú spilavíti og ræna fullt af reiðufé. Ocean’s 11 er sýndur bardagi milli boxaranna Lennox Lewis og Vladimir Klitschko. Þegar Lewis var í góðu yfirlæti við tök- ur myndarinnar í vor var stutt í bardaga hans við Hasim Ra- hman í Suður-Afríku. Æfinga- skorturinn kostaði hann heimsmeistaratitilinn. Ocean’s 11 er sýnd í Háskóla- bíó og í Sambíóum Kringlunni, Álfabakka, Keflavík og Akur- eyri. ■ Otrúlegar væntingar voru eft- ir kvikmyndaaðlögun Peter Jackson að Hringadróttinssögu Tolkien. Svo var komið að aðeins tveir möguleikar voru í stöðunni, annaðhvort myndi þetta takast eða ekki. Ég held að fáir verði fyrir vonbrigðum með Föruneyti hringsins. Hún er þvílík bíó- veisla að það hálfa væri nóg. Myndin ætti eiginlega að fá sér- staka meðferð, vera ein í sýn- ingu í einhvers konar ofurbíói. Bókin kemst til skila á tjaldið og það er vel staðið að öllu. Fróði, Sómi, Gandalfur, Aragorn, Hér- að, Rofadalur, Moría, Barad-dur. Það er frábærlega skipað í hlut- verk og staðir Miðgarðs eru vel heppnaðir. Sérstaklega var Sarúman í ísarngerði, liðssöfnun hans og tilurð Háorkanna áhrifa- mikil. Tölvubrellur eru snyrti- legar, t.d. er smæð hobbitanna Föruneyti hringsins og dvergsins Gimla eins og nátt- úruleg. Þær breytingar sem Jackson gerir á sögunni falla vel að kvikmyndinni. Því sem er sleppt er ekki sárt saknað og hann tímasetur hasarinn vel á milli rólegri atriða. Það er ljóst að hróður Nýsjálendingsins er botnlaus um þessar mundir og á hið sama vonandi eftir að vera uppi á teningnum þegar búið er að frumsýna seinni tvær mynd- irnar. Þá er rétt að geta þess að ekki aðeins lesendur bókanna eiga eftir að njóta Föruneyti hringsins. Allir munu falla fyrir henni. Gæði myndarinnar gera það að verkum að ársbið eftir Tveggjaturna tali á eftir að líða hjá á svipstundu. Halldór V. Sveinsson Áramótadansleikur á Players Kópavogi 31. desember 2001 MILLJÓNAMÆRINGARNIR ásamt Bjarna Ara, Páli Óskari & Bogamil Font Húsið opnar kl. 01:00 Forsala aðgöngumiða á Players og Samspil-Nótan Skipholti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.