Fréttablaðið - 03.01.2002, Page 6
SPURNING DAGSINS
Skaustu upp flugeldum um
áramófin?
Ég skaut ekki upp einum einasta flugeldi,
var ekki einu sinni með stjörnuljós.
Reynir Jónasson organisti
Aukin kortanotkun hjá
Visa-Island:
9,3 millj-
arða króna
velta í des-
ember
krepitkort Velta kreditkortavið-
skipta hjá fyrirtækinu VISA ís-
land, hér á landi á tímabilinu 1. til
24. desember, nam 9,3 milljörð-
um króna en það er 11,4% aukn-
ing miðað við sama tímabil í
fyrra, samkvæmt upplýsingum
frá Önnu Ingu Grímsdóttur, for-
stöðumann hagsýslusviðs Visa-
íslands.
Þá hafi debetkortanotkun auk-
ist um 10%. Aðspurð um notkun
kreditkorta erlendis segir Anna
Inga að dregið hafi úr henni um
15% miðað við sama tíma í fyrra
eða á tímabilinu 18. nóvember til
17. desember. „Þetta er þróun
sem við erum búin að sjá frá því
í mars á þessu ári en dregið hef-
ur úr kortanotkun íslendinga er-
lendis um 6% yfir allt árið.“
Anna Inga segir skýringuna
vera m.a. að gengið hafi verið
afar óhagstætt og því verslað í
mun minni mæli en áður. Þá seg-
ir hún þessar tölur staðfesta
orðróminn um að fólk væri að
halda að sér höndum hvað varðar
eyðslu og beri vott um samdrátt á
íslandi. ■
—«—
Starfsmaður FBI
af arabískum uppruna:
Meinað
að fljúga
baltimore Bandarískum leyni-
þjónustumanni forsetans, sem er
af arabískum uppruna, var mein-
að að fljúga með vél American
Airlines frá Baltimore til Dallas.
Frá þessu greindi bandaríska
leyniþjónustan, FBI.
Að sögn talsmanns flugfélags-
ins var „misræmi" í pappírum
mannsins, sem var vopnaður og á
leið til Texas þar sem George W.
Bush Bandaríkjaforseti mun
dvelja næstu tvær vikur á bú-
garði sínum í Crawford. Sagði
talsmaður flugfélagsins að flug-
stjóri vélarinnar hefði tekið þá
ákvörðun að meina honum að
fljúga með vélinni þar til hann
gæti fært frekari sönnur á hver
hann væri. Maðurinn var sestur í
vélina þegar öryggisvörður gaf
sig á tal við hann og bað um að
svara nokkrum spurningum.
Vélinni seinkaói um klukku-
tíma og korter á meðan áhöfn
þotunnar og starfsmenn flugvall-
arins yfirheyrðu manninn. Hann
bauðst til hafa samband við
leyniþjónustuna sem gæti stað-
fest hver hann væri en því var
hafnað. ■
6
FRÉTTABLAÐIÐ
3. janúar 2002 FIMIVITUDAGUR
Efnahagsvandi, stríð og hryðjuverk ofarlega í huga:
Aramótum fagn-
að víða um heim
ÁramÓt Jarðarbúar fögnuðu ára-
mótunum með ýmsum hætti. Sum:
ir höfðu reyndar fáu að fagna. í
Ástralíu stóð yfir barátta við skóg-
arelda, í Argentínu glímdu menn
við efnahagshrun og stjórnar-
kreppu, og í Afganistan eru menn
að berjast við að rísa úr rústum
styrjaldar, sem enn er ekki lokið
með öllu.
í New York söfnuðust hins veg-
ar hundruð þúsund manna saman
til þess að fagna áramótunum og
um leið nýjum borgarstjóra, Mich-
ael Bloomberg, sem tók við af
Rudolph Giuliani um áramótin.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
telja Bandaríkjamenn almennt að
efnahagslífið taki við sér á nýja ár-
inu, en óttast jafnframt að fleiri
hryðjuverk verði á árinu.
í Evrópu fögnuðu menn víða
nýrri mynt um leið og nýja árinu
var fagnað, og var efnt til skraut-
legra hátíðarhalda af því tilefni í
Brussel, Frankfurt og víðar.
ÁRAMÓTASTÖKK í RÓM
Riccardo Russi nefnist þessi kappi sem stakk sér í ána Tíber frá Ponte Vittorio brúnni í
Róm í gær. Þriggja áratuga hefð er orðin fyrir því að fólk stökkvi af brúnni á nýársdag.
Pútín Rússlandsforseti notaði
áramótin til að fagna árangri í
efnahagsmálum og sagði öngþveit-
ið, sem hrun Sovétríkjanna leiddi
af sér, nú loks vera að baki.
Líkt og gerst hefur undanfarin
áramót kom til óeirða víða í Frakk-
landi á nýársnótt. Kveikt var í
meira en fjörutíu bifreiðum Stras-
borg og um það bil 30 manns voru
handteknir þar í borg. Víðar í
Frakklandi var kveikt í bifreiöuma
Stjórnsýslukæra á hendur
utanríkisráðuneytisins
Sjómannafélag Reykjavíkur hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur Utanríkisráðuneytinu.
Krefst þess að samningur Atlantsskipa um flutninga fyrir bandaríska herinn verði felldur úr
gildi. Erlent skipafélag sér um útgerð fyrir hönd Atlantsskipa. Tekju og atvinnumissir fyrir
Islendinga. Málið til meðferðar hjá Utanríkisráðuneytinu.
stiórnsýslukæra Utanríkisráðu-
neytið hefur til meðferðar stjórn-
sýslukæru sem Sjómannafélag
Reykjavíkur hefur lagt fram. Að
sögn Friðriks Hermannssonar,
lögmanns Sjómannafélags
Reykjavíkur, felur kæran í sér, að
samkvæmt lögum
skuli utanríkis-
ráðuneytið úr-
skurða um gildi
einstakra þátta
varnarsamnings-
ins. Krafa Sjó-
mannafélags
Reykjavíkur er að
samningur Atl-
antsskipa um
flutninga á varn-
ingi fyrir banda-
ríska herinn verði
felldur úr gildi þar
sem fyrirtækið
hafi brotið ákvæði
hans.
Samningurinn felur í sér að
Bandaríkjamenn og íslendingar
skipti með sér flutningum á varn-
ingi fyrir bandaríska herinn á
Keflavíkurflugvelli. Þau skip,
sem sjái um flutningana fyrir
hönd Islands, skuli samkvæmt
samningnum, gerð út af íslensku
skipafélagi. „Utgerðarmaður er
sá sem sér um rekstur skipsins og
greiðir mönnunum laun. Það felur
í sér að íslenskir kjarasamningar
og lög hljóta að gilda um útgerð-
ina,“ segir Friðrik. Atlantsskip
séu með tímaleiguflutninga og
feli því öðru skipafélagi að gera út
skip til flutningsins. „Málið snýst
ekki um það hvort Atlantsskip sé
FRIÐRIK
Málið snýst ekki um það hvort Atlantsskip
sé íslenskt skipafélag, heldur að skipafé-
lagið gerir ekki út skip tii flutninganna. Það
stangast á við varnarsamninginn.
íslenskt skipafélag, heldur að
skipafélagið gerir ekki út skip til
flutninganna. Það stangast á við
varnarsamninginn," segir Friðrik.
„Flutningarnir eiga að tryggja ís-
lendingum tekjur og atvinnu. Með
þessu fyrirkomulagi tryggir, hins-
vegar, skipafélag sér samninginn
en tekjurnar og atvinnan fara til
erlendrar útgerðar." Útboð vegna
flutninganna gæti einnig verið
ógilt, þar sem tilboð Atlantsskipa
hafi miðað við erlenda kjarasamn-
inga, en tilboð annars skipafélags
við íslenska samninga.
Sverrir H. Gunnlaugsson,
ráðuneytisstjóri hjá utanríkis-
ráðuneytinu sagði að fyrir lægi
Flutningarnir
eiga að trygg-
ja íslending-
um tekjur og
atvinnu. Með
þessu fyrir-
komulagi
tryggir, hins-
vegar, skipafé-
lag sér samn-
inginn en tekj-
urnar og at-
vinnan fara til
erlendrar út-
gerðar.
Hlíf og Sameinaði lífeyrissjóðurinn:
Sameining kynnt
sjóðsfélögum
LÍFEYRI55JÓÐIR Sameining lífeyris-
sjóðsins Hlífar og Sameinaða líf-
eyrissjóðsins var kynnt á félaga-
fundi hjá Hlíf á föstudaginn fyrir
helgi. Sameiningin á sér stað frá
og með áramótum en verður svo
væntanlega staðfest á aðalfundi
lífeyrissjóðanna í maí nk., að sögn
Finnboga Finnbogasonar, stjórn-
arformanns lífeyrissjóðsins Hlíf-
ar.
„Við erum að klára þetta ferli
núna og höldum þennan fund í dag
[28.12.] til að upplýsa sjóðsfélaga
um stöðu mála, kynnum samning-
inn og skýrum hvernig málið
gengur fyrir sig. Endanleg
ákvörðun verður svo tekin á árs-
fundinum í maí, en frá og með
áramótum tekur Sameinaði lífeyr-
issjóðurinn við rekstrinum þótt
við séum ennþá með okkar félaga
þarna inni,“ sagði Finnbogi og
bætti við að í raun væri verið að
leggja lífeyrissjóðinn Hlíf niður.
Hann segir sjóðinn hafa verið orð-
inn of lítinn og aldurssamsetning
sjóðsins með þeim hætti að hann
stóð ekki undir sér. „Þetta eru sjó-
menn sem komnir eru í land,“
sagði hann um það hverjir væru
sjóðsfélagar. „Við byrjuðum á
þessu ferli fyrir nokkuð mörgum
árum. Við höfum verið með mjög
SJÓAMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR
Krafa þess er að íslenskir sjómenn verði á þeim skipum sem sigla með vörur fyrir ban-
darlska herinn. Félagið hefur margoft gripið til aðerða til að ná fram vilja sínum.
bréf sem væri stjórnsýslukæra
frá lögmönnum Sjómannafélags
Reykjavíkur. „Verið er að taka
málið fyrir og mun fljótlega verða
tekin afstaða til bréfsins," segir
Sverrir. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins gæti Atlantsskip
skotið niðurstöðu utanríkisráðu-
neytisins til dómsstóla. Komist
þeir að annarri niðurstöðu en
ráðuneytið væri það skaðabóta-
skylt. Ennfremur væri í'áðuneyt-
inu skylt að tryggja örugga flutn-
inga, komi til þess að Atlantsskip-
um verði ekki lengur heimilt að
flytja farm, samkvæmt samn-
ingnum. Sverrir vildi ekki tjá sig
um afstöðu ráðuneytisins til
ákærunnar í ljósi þess.
arndis@frettabladid.ís
AÐSETUR HLIFAR I BORGARTUNI
Stjórnarformaður Hlífar segir að lögreglumál sem komu upp I tengslum við Kaupþing og
snertu fyrrum framkvæmdastjóra sjóðsins séu I engum tengslum við sameinginuna sem
stefnt hafi verið að lengi.
háa ávöxtun undanfarin ár en eins
og staðan er í dag er hún mjög
slæm. Við höfum enda fjárfest
þannig að hún verður verri þegar
samdráttur á sér stað á hluta-
bréfamarkaði." ■