Fréttablaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 3. janúar 2002 FiMMTUPAGUR Stefán Jón Hafstein: Jón Baldvin býður liðsstyrk stjórmálin Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir það mótast mjög af kringumstæðum hveraig hann tæki því að Jón Baldvin Hannibalsson kæmi aftur til starfa í íslenskri pólitík. „Ég tek eftir því að Jón Baldvin er að bjóða fram liðsstyrk. Hann getur stutt hugsjónir jafnaðarstefnunn- ar með svo mörgum hætti að það hálfa væri nóg. Hann hefur því næg verkefni til þess með mörg- um hætti og verður að velja sér það sjálfur. Ég sé ekkert tilefni til þess að útfæra þessa þanka hans frekar." ■ GJALDMIÐILL Verðbólga var tæp 9% á íslandi á síðasta ári og sá engin önnur EES-þjóð sambæri- lega tölu. Holland var í öðru sæti með 4,8°/o. Gylfi Arnbjörnsson: „AUt á áætlun“ verðbólga „Krónan hefur styrkst nokkuð í kjölfar samkomulagsins um að fresta uppsögn launaliða kjarasamninga en auðvitað kemur sú styrking ekki strax með já- kvæðum hætti inn í verðlagið,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands- ins, þegar hann var spurður hvort markmið samkomulags launþega, atvinnurekenda og ríkis um verð- bólgu séu í hættu vegna hækkun- ar í desember. Gangi spá Lands- banka og Búnaðarbanka um 0,4% veróbólgu fyrir síðasta mánuð ársins eftir má hækkunin aðeins vera tæpt prósent á f jögurra mán- aða tímabili fram í maí til þess að samkomulagið haldi. Gylfi segir að núverandi verð- lag beri enn merki þess þegar gengisvísitala krónunnar fór yfir 150 stig í nóvember og byrjun desember. „Fólk er enn að kaupa vörur á því verðlagi. Við gerum ráð fyrir verðhjöðnun í mars og apríl þegar áhrif styrkingar krón- unnar fara að skila sér út í verð- lagið. Eins og stendur er allt á áætlun." ■ Ný úrvalsvísitala Verð- bréfaþings: Flugleiðir detta út hlutabréf Lyfjafyrirtækið Delta og tryggingafyrirtækið Sjóvá-Al- mennar hafa verið valin í Úrvals- vísitölu Verðbréfaþings íslands og taka þar sæti Flugleiða og Húsasmiðjunnar. Vísitalan er val- in til sex mánaða í senn og inni- heldur þau 15 félög sem virkust verðmyndun hefur verið með síð- ustu tólf mánuði á undan. Rúm- lega eitt þúsund viðskipti með bréf Delta áttu sér stað á Verð- bréfaþinginu á árinu og 527 með bré/ Sjóvár. í upphafi síðasta árs var gengi bréfa Flugleiða 3,40 krónur, en fór í desember sl. niður í 1,25 krónur. Markaðsvirði skráðs hlutafjár var um 7.800 milljónir fyrir einu ári en hefur sl. mánuð rokkað á bilinu 2.800 til 3.500 milljónir. Á sama tíma hefur markaðsvirði Delta rúmlega tvöfaldast á meðan gengi bréfa þess hefur farið úr 21 krónu í 43,5. Bæði innlendir og erlendir stofnanafjárfestar horfa jafnan sérstaklega til úrvalsvísitölunnar við mat á fjárfestingarkostum og má því ætla að eftir nokkru sé að slægjast. ■ Sala ríkisins á Landssíma Islands: Opin kerfi með í Símakaupum TDC viðskipti Upplýst hefur verið að íslenskir fjárfestar hafi sett sig í samband við Tele Danmark (nú TDC A/S) um aðild að kaupum á Landssíma íslands. í viðtali við Útvarpið upplýsti Henning Dyremose, forstjóri TDC, að haldnir hafi verið óformlegir fundir með nokkrum fjárfest- anna. Ekki hefur fengist upp gefið hvað fjárfestar það eru sem sett hafa sig í samband við TDC. Frosti Bergsson, stjórnarfor- maður Opinna kerfa, vildi ekki tjá sig um það hvort farið hefðu fram viðræður milli Opinna kerfa og TDC um aðkomu fyrirtækisins að kaupum á Símanum. Opin kerfi voru meðal þeirra fyrirtækja sem lýstu áhuga á vera kjölfestufjár- festir í Símanum. Ýtir það undir sögusagnir um aðkomu Opinna kerfa að málinu að tengsl eru milli stjórnarmanna Opinna kerfa og TDC í gegnum stjórnarsetu í fyr- irtækinu Columbus IT Partner í Danmörku. Þar á Frosti sæti ásamt Niels Heering sem situr í stjórn TDC. Hreinn Loftsson, hrl., formað- ur einkavæðingarnefndar, segist ekki vita hvaða innlendu fjárfest- ar það séu sem hug hafi á sam- starfi við Tele Danmark um kaup á hlut í Landssíma íslands. „Við erum bara í viðræðum við Tele Danmark og höfum ekki hugmynd um við hverja þeir hafa verið að tala. Við höfum í þessum viðræð- FROSTI BERGSSON Frosti vildi ekki tjá sig um það hvort Opin kerfi hefðu átt í viðræðum við TDC um að- komu að kaupum á Símanum. um eingöngu hitt menn frá Tele Danmark." ■ Kasmírdeilan kraumar Sprengjuárás á þinghúsið í Kasmírhéraði. Fimmtíu herskáir múslimar handteknir í Pakistan. Utanríkisráðherrar Indlands og Pakistans ræða saman í vinsemd. ISLAMABAD. SRINAGAR. KATMANDU. AP Indverskur lögreglumaður lést og a.m.k. 24 manns særðust þeg- ar tveir menn sprengdu tvær sprengjur rétt hjá þinghúsinu í Srinagar, sem er höfuðstaður Kasmírhéraðs á yfirráðasvæði Indverja. Talið er að mennirnir tveir séu herskáir múslimar, en þann 1. október gerði hópur rót- tækra múslima sjálfsmorðsárás á þetta sama þing- hús, og létust þá 40 manns. Utanríkisráð- herrar Indlands og Pakistans, þeir Jaswant Singh og Abdul Sattar, hitt- ust á fundi utanríkisráðherra sjö Suður-Asíuríkja í Nepal í gær. Þeir tókust í hendur, brostu og spjölluðu saman að því er virtist í mestu vinsemd. Forsætisráðherrar ríkjanna sjö koma síðan á þennan sama leiðtogafund á morgun, þar á meðal þeir Atal Bihari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, og Pervez Musharraf, forsætisráð- herra Indlands. Frá Vajpayee hafa borist þau skilaboð að hann ætli ekki að ræða við Musharraf á fundinum, en Musharraf hefur sagst reiðubúinn til viðræðna hvenær sem er. Mikil spenna hefur ríkt milli Pakistans og Indlands frá því herskáir múslimar gerðu sjálfs- morðsárás á indverska þinghúsið í Nýju-Delhi þann 13. desember, þar sem 14 manns létust. Indverj- ar segja Pakistan bera ábyrgð á árásinni, og krefjast þess að stjórnvöld í Pakistan komi í veg fyrir starfsemi tveggja samtaka múslima sem barist hafa fyrir sjálfstæði Kasmírhéraðs. í gær var svo skýrt frá því að um 50 meðlimir þessara samtaka hefðu verið handteknir í Pakistan. Pakistönsk stjórnvöld eru talin hafa stutt við bakið á a.m.k. sum- ----4---- Fundur utan- ríkisráðherr- anna bendir til þess að heldur hafi dregið úr spennunni. -.... PAKISTANSKIR HERMENN í VIÐBRAGÐSSTÖÐU IVIeðan utanríkisráðherrar Indlands og Pakistans spjölluðu saman í bróðerni á fundi í Nepal biðu hermenn ríkjanna í viðbragðsstöðu við landamæralínuna sem skiptir Kasmírhéraði í tvennt. um þeirra samtaka múslima sem barist hafa við indverska herinn í Kasmírhéraði undanfarin tólf ár. Eftir að stjórnvöld í Pakistan snerust gegn herskáum múslim- um í Afganistan hafa indversk stjórnvöld beitt þau þrýstingi um að gera slíkt hið sama í Kasmír. Ekki er ólíklegt að Musharraf taki þessum þrýstingi fegins hendi, a.m.k. í aðra röndina, enda hefur honum þótt áhrif róttækra múslima í Pakistan vera orðin allt of mikil. Musharraf gæti raunar stafað meiri hætta af þeim heldur en Indverjum og gæti átt yfir höfði sér borgarastyrjöld. Fundur utanríkisráðherranna bendir til þess að heldur hafi dregið úr spennunni, í bili að minnsta kosti. Deilumál ríkjanna eru þó óleyst og telja margir að stríð geti brotist út hvenær sem er. Þau hafa tvisvar háð stríð út af deilum sínum um yfirráð í Kasmír, en nú er svo komið að þau ráða bæði yfir kjarnorku- vopnum og því gætu afleiðing- arnar af styrjöld nú orðið skelfi- legar. ■ F ær ekki svar fr á ráðuneytinu Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna er ekki sáttur og leita svara vegna inn- flutnings nautakjöts fyrir jól. Ætlar að ítreka fyrirspurnina. neytendamál Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna undrast seinagang landbún- aðarráðuneytisins í að svara fyrir- spurn samtakanna um tilhögun sölu erlends nautakjöts hér á landi. Flutt var inn finnskt nautakjöt í nóvem- ber sl., en síðan þá hefur greinst kúa- riða í Finnlandi. Jóhannes sendi ...♦— Það á rétt á því hvort heldur sem er í kjötborðum eða á veit- ingastöðum og þær upp- lýsingar liggi fyrir. ---4— landbúnaðarráðherra fyrirspurn í lok nóvember þar sem hann spurðist fyrir um hvort ekki giltu sömu reglur hér á landi og í Evr- ópusambandslöndunum um að upplýsa ætti neytendur um upp- runa nautakjöts. „Síðan vildi ég vita hverjir hefðu fengið leyfi til innflutningsins. Ég ætla að ítreka þessa fyrirspurn,“ sagði hann og fannst ókurteisi hjá ráðuneytinu að taka svona langan tíma til að svara jafn einfaldri fyrirspurn. Jóhannes sagði að jafnframt væri verið að skoða málið fyrir hann hjá Evrópusambandinu í Brussel og vænti hann svars þaðan fljót- lega. Sjöfn Sigurgísladóttir, for- stöðumaður matvælasviðs Holl- ustuverndar, segir hart tekið á kjötinnflutningi hér á landi, en hvetur fólk til að fara fram á upp- lýsingar um uppruna ltjöts sem það kaupir. „Það á rétt á því hvort heldur sem er í kjötborðum eða á veitingastöðum og þær upplýsing- ar liggi fyrir.“ Hún sagði þó að ekki væri skylt að merkja kjötið uppruna þess en reglur hér á landi kvæðu á um að fólk ætti að geta fengið þær upplýsingar væri þeir- ra óskað. ■ JÓHANNES GUNNARSSON Formaður Neytendasamtakanna segir að samkvæmt evrópskum reglum sé þeim sem selja nautakjöt skylt að upplýsa neyt- endur um uppruna þess.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.