Fréttablaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTABLAÐIÐ 3. janúar 2002 FIMMTUPACUR FÓTBOLTI Thierry Henry - Arsenal 16 0 0 6 22 Van Nistelrooy - Man. Utd. 13 0 O 6 19 Hasselbaink - Chelsea 14 1 0 0 15 Michael Owen - Liverpool 10 O 0 5 15 Eiður Smári - Chelsea 7 3 0 3 13 Michael Ricketts - Bolton 11 2 0 O 13 Marka- skorarar Englands “ q. •5 S w J| T3 (■ (0 5 J2 ™ £ Q. 5 S -o *g m c <u «r > = O Q 2 iu < Enska úrvalsdeildin: Leeds enn á toppnum fótbolti Mikið er búið að ganga á í fótboltanum á Englandi síðast- liðna viku. Kalt veður gerir það að verkum að mörgum leikjum í fyrstu, annarri og þriðju deild hefur þurft að fresta en úrvals- deildin hefur haldið sínu striki. Þó Liverpool hafi um tíma haft sex stiga forystu á toppi deildar- innar hefur liðinu ekki gengið sem skyldi upp á síðkastið. Það hefur aðeins landað sex stigum í sex síðustu leikjum, gerði m.a. 1- 1 jafntefli við Bolton um helgina. Á þriðjudaginn fóru fram nokkrir toppleikir. Leeds mætti West Ham á Elland Road. Leeds vann leikinn 3-0 og komst aftur í topp- sætið. Arsenal hefði reyndar get- að hrifsað sætið sama dag en leik STAÐA EFSTU LIPA:____________ Lið Leikir U J T Mörk Stig Leeds 21 11 8 2 33-17 41 M. United 21 12 3 6 51-31 39 Arsenal 20 11 6 3 41-24 39 Newcastle 21 12 3 6 39-28 39 Liverpool 20 11 5 4 30-20 38 Chelsea 21 8 9 4 33-20 33 Tottenham 21 9 4 8 32-27 31 Charlton 21 7 8 6 27-24 29 Aston Vílla 21 7 8 6 27-26 29 Sunderland 21 7 6 8 18-23 27 þess við Leicester var frestað vegna veðurs. I gær fylgdust síðan flestir með því þegar Manchester United tók á móti Newcastle, sem gat skotist upp fyrir Leeds með sigri. Sú reyndist ekki raunin þar sem United vann leikinn 3-1 og fór í annað sæti deildarinnar. Vörn Newcastle átti fá svör við Ruud van Nistelrooy og Paul Scholes, sem skoraði tvö mörk, en gamla kempan Alan Shearer minnkaði muninn þegar líða tók á leikinn. Þetta var 105. mark Shearer í úr- valsdeildinni. MÁTTI REYNA Mark Eiðs Smára Guðjohnsen dugði ekki til í 4-2 sigri Southampton á Chelsea á þriðjudag. í gær mættust einnig Derby og Fulham. Fulham vann leikinn 1-0 og var það Horacio Carbonari hjá Derby að þakka en hann skoraði sjálfsmark. ■ MIKE TYSON Ólátabelgurinn Mike Tyson á erfitt með að hemja skap sitt og hefur oftar en einu sinni verið kærður fyrir líkamsárás og nauðgun. Mike Tyson á Kúbu: Kýldi ljós- myndara og kastaði krist- alskúlum hnefaleikar Hnefaleikakappinn Mike Tyson hefur enn einu sinni komið sér í vandræði er hann réðst á ljósmyndara fyrir utan hótel á Kúbu í fyrradag, en þar hefur hann dvalið yfir hátíðarnar. Tyson kom út af hótelinu í galla- buxum einum fata með risa húð- flúr af uppreisnarhetjunni Che Guevara og brást illa við þegar hann sá hvar fimm ljósmyndarar biðu hans. Hann blótaði ljósmyndurunum bæði á ensku og spænsku áður en hann tók kristalskúlur á stærð við handbolta, sem lágu í anddyri hót- elsins og grýtti í átt að þeim. Að sögn vitna sló hann líka tvisvar í höfuð eins ljósmyndarans. „Hann gjörsamlega trylltist," sagði Felipe Borrego, Ijósmyndar- inn sem varð fyrir höggum heims- meistarans fyrrverandi. „Ég ætl- aði að biðja hann um viðtal en ég fékk aldrei tækifæri til þess. Hann bara gjörsamlega trylltist." Að sögn starfsfólks hótelsins virtist Tyson verða pirraðri með hverjum deginum sem leið og virtist sem athyglin sem hann fékk frá öðrum hótelgestum færi í taugarnar á honum. Tyson má vart við enn einu hneykslinu en hann mætir Bret- anum Lennox Lewis í hringnum þann 6. apríl n.k. og vilja margir meina að það verði einn stærsti bardagi sögunnar. ■ KEPPT I GO Hinn 12 ára gamli Gao Yu-ka keppir hér við hinn 10 ára gamla Liang Chun-chia á hinu árlega Go móti í Taiwan. Go er borð- leikur, sem nýtur slfellt meiri vinsælda, þar sem keppendur reyna að ná yfirhöndinni með því að umlykja svæði í kringum leikpeð andstæðingsins. Þjóðargersemi Brasilíu Stríðandi fylkingar í Nígeríu sömdu um vopnahlé þegar Pelé kom til landsins. Hann skoraði 1.282 mörk í 1.363 leikjum og fékk 5.000 krónur í mánaðarlaun hjá Santos árið 1955. l: .i-. ,--v.-, >• • SVARTA PERLAN Það leikur enginn vafi á því að meðan Pelé lék knattspyrnu átti hann sér engan jafnoka - í knattspyrnu var hann á undan sinni samtíð fótbolti Pelé er án efa einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar ef ekki sá besti. Hann varð heims- meistari með Brasilíu aðeins 17 ára gamall árið 1948 og leiddi landslið sitt einnig til sigurs í keppninni árið 1962 og 1970, en það hefur enginn knattspyrnu- maður leikið eftir. í 1.363 leikjum skoraði hann 1.282 mörk, sem er ótrúlegt afrek. Vissulega er erfitt að fella dóm um það hvort Pelé sé besti knatt- spyrnumaður sögunnar, þar sem íþróttin hefur þróast mikið síðan hann var upp á sitt besta og áherslur breyst. í nútímaknatt- spyrnu er mikið lagt upp úr leik- skipulagi og öguðum varnarleik og því mun erfiðara að skara fram úr. Það leikur hins vegar enginn vafi á því að meðan Pelé lék knatt- spyrnu átti hann sér engan jafn- oka - í knattspyrnunni var hann á undan sinni samtíð. Hann var meðalmaður á hæð, gífurlega fljótur og með gott jafnvægi. Hann var kattliðugur, leikinn, jafnvígur á báða fætur, afburða skallamaður og með frábært auga fyrir spili. Hann virtist sjá hreyf- ingar andstæðinga sinna fyrir og alltaf vita hvar samherjar hans voru á vellinum. Pelé var fæddur 23. október árið 1940 í Tres Coracoes í Brasil- íu. Hann var skírður Edson Arantes do Nascimento en fékk fljótlega viðurnefnið Pelé og síðar Svarta perlan. Pelé hóf atvinnu- mannaferilinn aðeins 15 ára gam- all með brasilíska liðinu Santos og fékk hann um fimm þúsund krón- ur í mánaðarlaun. Tveimur árum síðar var hann orðinn dýrlingur í heimalandi sínu, eftir að hafa skorað þrennu í undanúrslitaleik Brasilíu og Frakklands í Heims- meistarakeppninni í Svíþjóð og tvö mörk í sjálfum úrslitaleiknum gegn Svíum, en Brasílía sigraði leikinn 5-2. Þegar Pelé var 19 ára skrifaði franska blaðið L’Equipe: „Við höfum orðið vitni að óvið- jafnanlegri list. Pelé smaug í gegnum víglínu andstæðinga sinna líkt og deyfilyf í gegnum frumur veiks manns.“ PELÉ Lék knattspyrnu í 22 ár. Svarta perlan var gífurlega eftirsótt af evrópskum liðum sem buðu honum milljónir ef hann vildi koma. Hann vildi hins vegar ekki fara frá Santos og gat það reyndar ekki því árið 1961 lýsti Janio Quadros, forseti Brasíliu, því yfir að hann væri þjóðarger- semi. Pélé hafði gífurlega mikil áhrif hvert sem hann kom og sem dæmi samþykktu stríðandi fylk- ingar í Nígeríu tveggja daga vopnahlé þegar hann kom þangað. Þegar hann lagði skóna á hillinu sagði J.B. Pinheiro, sendiherra Brasílíu hjá Sameinuðu þjóðun- um: „Hann hefur leikið knatt- spyrnu í 22 ár og á þeim tíma hef- ur hann gert meira til að stuðla að velvilja og vináttu í heiminum en nokkur sendiherra." trausti@frettabladid.is REYNSLAN NÝTT Frakkinn Jean Louis Schlesser, sem sigraði I Dakar keppninni 1999 og 2000, mætti I ár á bll, sem hann hann- aði sjálfur en er með Renault vél. Bíllinn brann í gær. Dakar kappaksturinn: Hannadi bílinn en kveikti í kappakstur Til tíðinda dró í Dakar kappakstrinum í gær. Frakkinn Jean-Louis Schlesser, sem sigraði í kappakstrinum árin 1999 og 2000, datt úr keppni þegar kviknaði í bílnum hans. Schlesser var í ní- unda sæti eftir fimm leiðir. Bíllinn, sem hann ók, var hannaður af hon- um sjálfum og knúinn áfram af dísel olíu. Ekki voru allir þó jafn óheppnir og Schlesser. Spánverj- inn Jordi Acarons, sem ekur vél- hjóli, var fljótastur í gær frá Er- Rachidia í Marokkó til Ouarzazate, sjöttu leið kappakstursins. Landi hans Joan Roma, sem ekur einnig vélhjóli, er hinsvegar í forystu í sjálfum kappakstrinum. í gær fengu keppendur for- smekkinn af sandhólum Sahara eyðimerkurinnar. í dag hefst síðan fyrri af tveimur löngum leiðum, sem var bætt við nú í ár. Þær eru báðar rúmir 1500 kílómetrar. ■ Vetrarólympíuleikarnir: Kyndillinn nálgast Scilt Lake City ólympíuleikar Senn styttist í það að Ólympíukyndillinn verði bor- inn inn í Salt Lake City í Utah fylki í Bandaríkjunum. Hann er nú staddur í Ohio fylki og skiptast kyndilberar ótt og títt á að hlaupa með hann. Tekið var nokkurra daga hlé yfir áramótin en í gær var haldið aftur af stað. Alls kyns fólk hleypur með kyndilinn, jafnt þekktir íþróttamenn sem almenn- ir borgarar, og fylgjast fjölmargir vegfarendur jafnan með til að fagna kyndilberum. Ólympíukyndillinn, sem vegur tæp tvö kíló, lítur út eins og grýlu- kerti. Hann verður borinn inn í Salt Lake City áttunda febrúar. Þá munu ellefu þúsund og fimm hundruð kyndilberar hafa skipst á því að bera hann að leikunum. ■ SKUTLAÐ YFIR ÁNA Hér er kyndilberinn Casey Farties að fá far yfir Conneticut ána á kanó með mönnum úr Abernaki ættbálkinum um síðustu helgi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.