Fréttablaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTABLAÐIÐ
11
FIIVIMTUDACUR 3. janúar 2002
Skógareldar geisa áfram í Ástralíu:
21 grunadur brennu-
vargur handtekinn
siNÐNEY. ap Lögreglan í Syndey í
Ástralíu fann í gær leifar tveggja
heimalagaðra eldsprengja sem
talið er að brennuvargar hafi
kveikt í til að koma af stað hluta
þeirra 100 skógarelda sem geisað
hafa í landinu undanfarna 11
daga. Að minnsta kosti 21 grunað-
ur brennuvargur hefur þegar ver-
ið handtekinn, þ.á.m. 14 börn, það
yngsta aðeins 9 ára gamalt. Hinir
sjö sem handteknir hafa verið
eiga yfir höfði sér allt að 14 ára
fangelsi verði þeir fundir sekir.
Um 2000 íbúar í úthverfum
Sydney í Ástralíu þurftu í gær að
yfirgefa heimili sín vegna skógar-
eldanna en engar fregnir hafa
borist af manntjóni. Um 20 þúsund
slökkviliðsmenn, flestir sjálfboða-
liðar, hafa barist hart við eldana,
sem þegar hafa eyðilagt að minns-
ta kosti 150 heimili í landinu. 300
þúsund hektarar skóglendis hafa
farið illa út úr eldunum, en búist
er við því að þeir haldi áfram að
geisa af fullum krafti á meðan
veður helst þurrt og heitt. Björg-
unarstarf var í fullum gangi í gær
og var mikið vatnsmagn m.a. látið
ÚTKEYRÐUR
Slökkviliðsmaðurinn Chris Beasley, hvílir
sig við vegarkantinn eftir erfiðan dag í bar-
áttunni við skógarelda sem geisuðu í West
Pymble-úthverfinu norður af Sydney. 20
þúsund slökkviliðsmenn, flestir sjálfboða-
liðar, hafa staðið í ströngu frá því eldarnir
hófust fyrir 11 dögum síðan.
falla úr þyrlum til að reyna að
slökkva eldana. ■
HÚS SKÁLDSINS
Safn verður starfraekt að Cljúfrasteini festi
ríkið kaup á staðnum.
Gljúfrasteinn í eigu
ríkisins:
Hús skáldsins
opið gestum
og gangandi
MENNINC „Ef af verður þá verður
heimili Halldórs Laxness opið
gestum og gangandi í þeirri mynd
sem það er í“, segir Guðmundur
Árnason, skrifstofustjóri í forsæt-
isráðuneytinu, um hugmyndir um
að ríkið eignist Gljúfrastein,
heimili Halldórs Laxness. Forsæt-
isráðherra greindi frá því í ára-
mótaávarpi sínu að aðstandendur
skáldsins hefðu ljáð máls á þvi við
stjórnvöld. Guðmundur segir
stefnt að því að koma upp Safni
Halldórs Laxness að Gljúfrasteini
ef af verður. Sú starfsemi yrði
tengd þeirri starfsemi til minn-
ingar um Halldór Laxness sem
bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa
kynnt.
Að sögn Guðmundar eru
nokkrir mánuðir frá því að hug-
myndinni var komið á framfæri
við ráðuneytið. Síðan hafi farið
fram óformlegar viðræður enda
hafi tillögunni verið vel tekið af
hálfu forsætisráðherra og
menntamálaráðherra.
Guðmundur sagði of snemmt
að tala um hvert kaupverð hússins
yrði og hefði það ekki enn komið
til umræðu heldur hefði verið
rætt um hvernig húsið yrði nýtt. ■
ALMANAK
fyrir
ÍSLAND
Útgefandi: Háskóli Islands
Almanak
Háskólans
Nýtt ár - Nýtt almanak
Almanak Háskólans er ómissandi
handbók á hverju heimili.
Fæst í öllum bókabúðum
HEILBRIGÐISSKÓLINN Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Upphaf vorannar 2002
Eldri nemendur eiga að sækja töflur sínar og önnur
gögn milli kl. 10.00 og 15.00 föstudaginn 4. janúar.
Nýir nemendur eiga að koma kl. 13.00 sama dag og
þá mun skólameistari ávarpa þá. Kennarafundur
verður kl. 10.00 föstudaginn 4. janúar. Fundur með
umsjónarkennara verður kl. 9.00 mánudaginn 7. jan-
úar og kennsla hefst skv. sérstakri hraðtöflu kl. 10.35
sama dag.
Hægt er að bæta við nemendum í eftirtalda áfanga
skv. aðalnámskrá menntamálaráðuneytisins: BÓK
203, 303 og 403, DAN 303 og 403, EFN 203, 313, og
413, ENS 513 og 523, FRA 703, FÉL 303 og 313,
HJÚ 203, 402, HJV 213 og 413, ÍSL 503 og 523, ÍÞF,
JAR 103, LÍF 203, MAR 103, REK 103, SÁL 203 og
303, STÆ 403 og 503, ÞJÓ 103 og 203, ÞÝS 603.
Loks skal ítrekað að skráning stendur yfir í fjarnám.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans,
www.fa.is.
Skólameistari
G
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Lyngási 7-9 - 210 Garðabæ - Sími 565 8800 - Fax 565 1957 - Kt. 581286-1639
Frá Fjölbrautaskóíanum
í Garðabæ
Byrjun vorannar 2002
4. janúar, föstudagur
Nemendur fá afhentar stundatöflur
og bókalista Id. 09.00
Töflubreytingar kl. 10.00 - 17.00
5. janúar, laugardagur
Töflubreytingar kl. 10.00 - 17.00
7. janúar, mánudagur
Kennsla hefst skv. stundaskrá
Skólameistari
Byrjendanámskeið
morgun og
kvöldnámskeið
48 kennslustundir
Windows
Word
Excel
Intemetið
Tölvupóstur
Margmiðlunardiskar sem fylgja eru:
Windows á þfnum hraða.
Word á þínum hraða.
Excel á þínum hraða.
Námskeiðsgjald
30.400 kr.
Skrifstofunám
morgun- og
kvöldnámskeið
120 kennslustundir
Kennt er á öll hellstu skrifstofufonitin og
einnig verðurfarið í mannlega þætti eins
og tjáning, velgengni f starfi, mannleg
samskipti, hópverkefnavinnu o.m.fl.
Margmiðlunardiskar sem fylgja eru:
Windows á þínum hraða.
Word á þínum hraða.
Excel á þfnum hraða.
Námskeiðsgjald
96.000 kr.
Myndvinnsla og
umbrot ^
kvöldnámskeið
108 kennslustundlr
Námskeið þetta er fyrir alla þá sem
vilja læra meðhöndlun og frágang
prentverka. Allir nemendur fá
aðgang að gríðariega öflugum
Ijósmyndagagnagmnni.
Hugbúnaðurinn sem kennt eráer.
Photoshop, Freehand, Acrobat Distiller
Námskeiösgjald
82.800 kr. Ath- Mörg stéttarfélög og fyrirtæki greiða hluta »B
eða allan kostnað af námskeiðunum.
Þekking - Bæjarlind 2, Kópavogi - Sími 533 3033 - toivuskolinn@tolvuskolinn.is - www.tolvuskolinn.is