Fréttablaðið - 03.01.2002, Síða 13

Fréttablaðið - 03.01.2002, Síða 13
FHVIMTUDAGUR 3. janúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Um 1.400 ferðamenn í borginni yfir áramótin: Flestir komu frá Bretlandi ferðamenn Um 1.400 erlendir ferðamenn voru staddir í Reykja- vík yfir áramótin að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtökum ferðaþjónustunnar. Það væri ósköp svipað og í fyrra, en örlítið færra en áramótin 2000. „Yfirgnæfandi flestir komu frá Bretlandi," sagði Erna. „Síð- an var líka nokkuð um Norður- landabúa, Bandaríkjamenn, Þjóð- verja, Frakka og Japanir." Hún sagði að öll hótelin í borg- inni hefðu verið opin um áramót- in og að þau hefðu verið með há- tíðarkvöldverð fyrir gesti sína. Áður en flugeldasýning höfuð- borgarbúa hefði hafist hefði ferðamönnunum boðist að fara í ferðina „Brenna to brenna“ en þá væri ekið á milli áramótabrenna á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gætti nokkurrar óá- nægju á meðal hluta ferðamann- anna með að verslanir og sund- laugar hefðu verið lokaðar á ný- ÁRAMÓTABRENNA Ferðamönnum er boðið upp á ferðina „Brenna to brenna" um áramótin, en þá er ekið með þá á milli áramótabrenna. ársdag. Erna sagðist ekki hafa væri lokað hér á nýársdag, þar frétt af þessu, en að flestir ferða- sem hann væri heilmikill hátíðis- mannanna ættu að vita að flest dagur hjá íslendingum. ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fengur að Jóni Baldvin ef hann vill snúa aftur. Össur um Jón Baldvin: Fagna þeim sem vilja slást í sveitina stjórnmái „Gamall glímuskjálfti hverfur aldrei fyllilega úr beinum mikilla vígamanna" segir Össur Skarphéðinsson um yfirlýsingu Jóns Baldvins Hannibalssonar í Fréttablaðinu í gær um að hann sé til umræðu að snúa aftur í íslensk stjórnmál. „Jón Baldvin var um- svifamikill í íslenskum stjórnmál- um og skildi eftir sig mikla arf- leifð. Hann er í fullu fjöri og á góðum pólitískum aldri. Ég fagna öllum þeim sem vilja slást í sveit- ina og slást fyrir hana. Ef Jón Baldvin hefur í raun og sann hug á því að koma aftur í eldlínu ís- lenskra stjórnmála þá væri sann- arlega fengur að honum. Ég tel að hann geti haft margt fram að færa.“ „Það er hins vegar svo að flokkur sá sem ég veiti forystu er þannig uppbyggður að það er ekki formaður sem stillir upp á tafl- borðinu heldur er það forystan í hinum einstöku kjördæmum. Það er því á valdi kjördæmaráða að kveðja til menn og velja aðferð- irnar til að raða þeim upp. Jón Baldvin er þeirrar gerðar að mér hefur þótt gaman að standa við hlið hans í hörðum eldi og svo myndi án efa verða ef hann kýs að snúa til baka.“ ■ —♦— Styttri vinnuvika í Frakk- landi: Lögunum ekki fram- fylgt af hörku parís. ap Um áramótin styttu Frakkar vinnuvikuna í smærri fyrirtækjum úr 39 stundum niður f í 35 stundir. Ríkisstjórn Sósíalista- | flokksins setti lög um styttingu 5 vinnuvikunnar í þeirri von, að það muni draga úr atvinnuleysi. Éig- endur smærri fyrirtækja hafa mótmælt þessum lögum harðlega og segja þau leiða til þess að fjöl- di fyrirtækja muni fara á hausinn, ekki síst smærri verslanir. Stjórn- in hefur í kjölfar þessara hörðu mótmæla lýst því yfir, að lögunum verði ekki framfylgt af hörku. ■ vísir.is Yfirvofandi í Danmörku: Skortur á opinberum starfsmönnum danmörk Á næstu fimm árum fer fjórði hver opinber starfsmaður í Danmörku á eftirlaun. Danska dagblaðið Politiken skýrði frá þessu i gær, og segir að alvarleg- ur skortur geti myndast á lækn- um, hjúkrunarfólki og kennurum vegna þessa. Danska stjórnin hyggst grípa til þeirra ráða að lækka skatta á opinbera starfs- menn til þess að opinber störf verði meira freistandi fyrir yngra fólk. Thor Pedersen fjármálaráð- herra vill þó ekki láta þær skatta- lækkanir koma til framkvæmda fyrr en í ársbyrjun 2004. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.