Fréttablaðið - 03.01.2002, Qupperneq 22
FRÉTTABLAÐIÐ
HRADSOÐIÐ [
22
3. janúar 2002 FHVIIVITUDACUR
HERDÍS STORCAARD,
slysavarnarfulltrúi
Skoteldar í
umferð eftir
að sölu lýkur
HVERSU algeng voru slys vegna
flugelda um þessi áramót?
Þessi áramót var mjög svipaður
fjöldi slysa og verið hefur. Síðustu
áramót voru, hinsvegar, nokkuð frá-
brugðin. Þá var mjög mikið um slys
vegna flugelda. Sérstaklega á full-
orðnum.
HVERJU
viltu þakka að minna var
um augnskaða en oftast áður?
Augnlæknar segja að augnslysum
um áramót hafi fækkað verulega og
hafa gleraugun haft mikið að segja.
Oft var um að ræða slys sem tengd-
ust blysum og stjörnuljósum og urðu
alveg óvart. Fyrir nokkrum árum
frétti ég fyrir tilviljun af dönskum
augnlækni, sem hafði skoðað þessi
mál. Hann átti hugmyndina af því að
nota gleraugu þegar verið væri að
skjóta upp flugeldum. Næsta ár
byrjaði áróðurinn fyrir þeim hér á
landi sem hefur bersýnilega haft
mikið að segja.
HVERNIG slys hafa verið algeng-
ust?
Við skiptum flugeldaslyslunum í tvo
flokka. Annarsvegar er um að ræða
slys sem eiga sér stað dagana í
kringum áramótin, og verða vegna
þess að verið er að fikta með skot-
elda. Hinsvegar þau sem eiga sér
stað um sjálf áramótin, og er þá
mest um að ræða bruna vegna hand-
blysa. Hvað varðar svoköiluð „fikt-
slys“ þá er um að ræða tvo aldurs-
hópa. Krakkar sem eru ellefu til
þrettán ára, sem eru ekki jafn stór-
tæk og þau sem eldri eru. Þau sem
eru fjórtán til átján ára eru hinsveg-
ar að búa til rörasprengjur og slíkt,
og valda því meiri skaða, bæði á
sjálfum sér og búnaði.
HEFUR eitthvað breyst á þeim árum
sem þú hefur starfað að forvörnum?
Við höfum töluverðar áhyggjur af
því sem kom í ljós á síðasta ári, en
þá voru um sextíu skemmdarverk
framin um borgina eftir að löglegri
sölu á flugeldum lauk. Þetta er
breyting frá fyrri árum, þegar öllu
fikti lauk um leið og sölunni. Það
sýnir að heilmikið af skoteldum er í
umferð eftir að sölu lýkur. Ég veit
ekki fyrir víst hvar krakkarnir fá
þá, en eitt er víst að þau hamstra þá
ekki. Einkaaðilum er leyfilegt að fly-
tja inn flugelda til eigin nota, utan
hefðbundins sölutíma. Ég útiloka því
ekki að um ólöglega sölu þeirra geti
verið að ræða. Dómsmálaráðuneytið,
lögreglan og hagsmunaaðilar hafa
áhyggjur af þessari breytingu. Ég
geri ráð fyrir að þessir aðilar muni
taka á því máli, enda er um þessar
mundir verið að vinna að breyting-
um á reglugerð varðandi sölu og
meðferð flugelda.
Herdís Storgaard er slysavarnarfulltrúi hjá Ár-
vekni og hefur unnið að forvarnarmálum í
fjölda ára.
Bretland:
Tekist á um evruna
stjórnmál Heseltine lávarður,
fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn
breska íhaldsflokksins, sagði í
gær að vel væri mögulegt að
vinna evrunni fylgi í þjóðarat-
kvæðagreiðslu í Bretlandi, svo
framarlega sem að Tony Blair,
forsætisráðherra tæki málið
heilshugar upp á sína arma. Að
því er greint var frá á fréttavef
BBC þá sagði Heseltine að ef allir
flokkarnir þrír tækju höndum
saman með fulltrúum iðnaðarins
og verkalýðsfélaga þá yrði auð-
velt að sannfæra Breta.
Bretar eiga ekki aðild að evr-
unni og hefur hún verið umdeild
þar í landi. Lítill hópur andstæð-
inga evrunnar safnaðist saman í
fjármálahverfinu í London í gær
og mótmæltu evrunni. Þeirra á
meðal voru þingmenn íhalds-
flokksins. Andstæðinga evrunnar
óttast að missa stjórn yfir efna-
hagsmálum ef evran verður tekin
upp og forystumenn íhaldsflokks-
ins hafa sagt að flestir Bretar séu
mótfallnir henni. Heseltine sagði
hins vegar að forystan í íhalds-
flokknum væri mjög einangruð í
málinu. ■
EVRUNNI MÓTMÆLT
Ray Egan, mótmælti evrunni í gær fyrir
utan Lundúnabanka með því að brenna
eftirlíkingu af evruseðli og klæða sig upp.
SURRLNPEB
fTfHE EdR
[flRifKRRT
FRÉTTIR AF FÓLKI
Aramótamynd Sigmunds á for-
síðu B-blaðs Morgunblaðsins
um áramótin markaði tímamót. í
fyrsta skipti var
þar ekki að finna
teikningu af Árna
Johnsen. Hingað
til hefur Sigmund
á einhvern hátt
fundið afsökun
fyrir því að koma
þessum vini sínum
í hóp þeirra sem
helst hafa sett svip sinn á fréttir
ársins. Aldrei hefði þó verið jafn-
ríkt tilefni til þess og nú þegar
Árni var fréttaefni ársins. Að-
standendur áramótaskaups sjón-
varpsins klikkuðu ekki á að gera
sér mat úr málum Árna en Sig-
mund tók hins vegar upp
strokleðrið og þurrkaði Árna af
myndinni, loksins þegar hans tími
var ltominn.
Mörgum þótti viðureign Björns
Bjarnasonar og Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur í Silfri-Egils
á gamlársdag taka
af vafa um að
Björn er á leiðinni
í borgarmálin og
að þetta hafi að-
eins verið fyrsta
lota í bardaga
þeirra um borg-
ina. Björn og Ingi-
björg hafa oft áður mæst í sjón-
varpssal og það brást ekki að
þessu sinni frekar en venjulega að
það gneistaði milli þeirra. Það
verður ósvikin skemmtun fyrir
áhugamenn um pólitík að fylgjast
með næstu lotum í bardaganum
sem lýkur síðasta laugardag í maí.
egar Björn skiptir um vettvang
og heldur áfram hinu kalda
stríði við R-listann verður Sigríð-
ur Anna Þórðardóttir þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokksins,
nýr menntamálaráðherra. Þá tek-
ur við barátta um formennskuna í
þingflokknum og þar þykir Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir stan-
da með pálmann í höndunum þótt
Arnbjörg Sveinsdóttir telji vafa-
laust að hennar tími sé kominn.
Aramótaskaup Óskars Jónas-
sonar og félaga mælist feiki-
sjónvarpsáhorf-
enda, sem margir
voru farnir að
halda að það væri
bara þjóðsaga að
það hefði einhvern
tímann verið gam-
an aðhorfa á
Skaupið. Örugg-
lega er stemmning
fyrir því meðal sjónvarpsáhorf-
enda að semja strax við Óskar,
Hallgrím Helgason og Hjálmar
Hjálmarsson um að skrifa hand-
ritið að næsta skaupi. Kaldhæðnir
stjórnarandstæðingar fullyrða
hins vegar að það sé borin von að
Óskar fái að koma nálægt skaup-
inu aftur. Með meðferðinni í
Skaupinu á Davíð Oddssyni, Hann-
esi Hólmsteini og félögum hafi
Óskar skrifað undir eigið upp-
sagnarbréf; hann fái ekki fleiri
verkefni fyrir RÚV á þessu kjör-
tímabili.
Flestir bæta á sig
3 til 5 kílóum um jólin
Jónína Benediktsdóttir, eigandi Planet Puls, sagði að eftir hátíðarnar
hópaðist fólk á líkamsræktarstöðvarnar til að ná af sér aukakílóunum.
Hún sagði að 60% fólks þyrfti á stuðningi að halda til að halda sér við
efnið.
JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR
„Það er á hreinu að flest fólk endist ekki í þessu ef það kaupir sér ódýrt árskort og ætl-
ar að fara í gegnum þetta upp á eigin spýtur, því það krefst mikils aga."
heilsa Flestir bæta á sig þremur
til fimm kílóum yfir jólin að
sögn Jónínu Benediktsdóttur,
eigenda Planet Puls líkams-
ræktarstöðvanna. Hún sagði að
enn væri töluvert algengt að
fólk hópaðist út á líkamræktar-
stöðvarnar eftir áramótin í
þeim tilgangi að ná af sér
aukakílóunum eftir hátíðarnar.
„Flestir borða mikið saltan
og reyktan mat yfir jólin og það
tekur líkamann nokkrar vikur
að losa sig við þennan úrgang,“
sagði Jónína. „Það sem ég held
að skipti mestu máli er að fólk
drekki mikið vatn, því það
hreinsar líkamann."
Að sögn Jónínu verður allt
brjálað að gera á líkamsræktar-
stöðvunum í janúar, en þó væri
ástandið ekki jafnslæmt og fyr-
ir nokkrum árum.
„ILérna áður fyrr var þetta
alveg rosalegt. Það flykktust
allir inn í stöðvarnar í janúar
og síðan aftur í september.
Núna hefur þetta samt aðeins
verið að breytast því fleiri eru
byrjaðir að stunda líkamsrækt
allt árið.“
Jónína sagði mikilvægt að
fólk sem hygðist byrja í rækt-
inni núna myndi ekki fara of
geyst af stað. Þá sagði hún að til
væru rannsóknir sem sýndu að
60% þeirra sem byrjuðu í lík-
amsrækt héldu áfram ef þeir
fengju stuðning og hugsað væri
vel um þá, 20% héldu áfram
sama hvað gengi á og 20%
hættu.
„Það er á hreinu að flest fólk
endist ekki í þessu ef það kaup-
ir sér ódýrt árskort og ætlar að
fara í gegnum þetta upp á eigin
spýtur, því það krefst mikils
aga. Fólk á að vera tilbúið að
greiða aðeins meira og fá betri
hjálp, ekki vera að horfa í ein-
hverja þúsund kalla.“
Jónína sagði að það væri fólk
á öllum aldri sem byrjaði í lík-
amsrækt eftir áramótin. Hún
sagði reyndar að meira væri um
yngra fólk á stöðvunum, en að
almenningur væri smám saman
að átta sig á því að það væri
ekki hægt að lifa almennilegu
lífi án þess að hreyfa sig.
trausti@frettabladid.is
Yfirlýsing Jón Baldvin Hanni-
balssonar í Fréttablaðinu í
gær um að hann kynni að vera
til viðræðu um
að snúa aftur í ís-
lensk stjórnmál
hefur að vonum
vakið athygli og
fengið menn til
að hugsa málin.
Þannig benti einn
viðmælandi
blaðsins á að í
raun ætti enn eftir að kjósa for-
mann Samfylkingar þar sem
ekki hefði verið farið að lögum
á landsfundi. Lögum samkvæmt
á að kjósa formann skriflegri,
óhlutbundinni kosningu þannig
að hægt sé að kjósa hvern sem
er en á landsfundinum voru hel-
stu forystumenn einir í fram-
boði og klappaðir upp. Segja því
sumir að kominn sé tími til að
kjósa forystu svo sem kveðið er
á um í lögum og rökrétt skref
að fá Jón Baldvin einfaldlega til
að leiða flokkinn.