Fréttablaðið - 15.01.2002, Side 4

Fréttablaðið - 15.01.2002, Side 4
x: FRETTABLAÐIÐ 15. janúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR KAFFl AMSTERDAM Maður sem var á leið út úr Kaffi Amster- dam varð fyrir tilefnislausri árás og endaði fótbrotinn á götunni fyrir utan. Tæpar tvær milljónir í bætur: Nefbítur ábyrgur fyrir fótbroti dómsmál Liðlega þrítugur karl- maður sem réðst á annan mann með barsmíðum og beit hann í nef- ið á að greiða fórnarlambinu 1900 þúsund krónur í skaðabætur. Héraðsdómi þótti sannað að maðurinn hefði að tilefnislausu veitt öðrum manni löðrung þegar þeir mættust í anddyri veitingstað- arins Kaffi Amsterdam kvöld eitt fyrir rúmum þremur árum. Átök hafi þá hafist milli mannanna sem enduðu með að fórnarlambið féll í götuna utan við veitingastaðinn og fótbrotnaði. Dómari sagði hinn dæmda hafa átt upptökin að átökunum. Hann væri því ábyrgur fyrir áverkum þess sem hann réðist að. Til viðbótar fóbrotinu fékk sá er varð fyrir árásinni blóðnasir og sár á nef þegar árásarmaðurinn beit hann í nefið. Að auki slitnuðu liðbönd í ökla. Auk áðurnefndra bótagreiðslna er árásarmanninum gert að greiða 300 þúsund króna málskostnað. ■ Fyrrverandi forseti borgarstjórnar: Sigurjón Pétursson látinn andlát Sigurjón Pétursson, fyrr- verandi borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, lést í umferðarslysi við Holtavörðuheiði á fimmtudagskvöld. Sigurjón ók jeppa niður sunnan- verða Holtavörðuheiði þegar hann lenti í árekstri við flutningabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Okumann flutningabílsins sakaði ekki. Sigurjón var lærður húsasmið- ur. Hann gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum. m.a. fyrir Alþýðu- bandalagið, Reykjavíkurborg og Trésmiðafélag Reykjavíkur. Hann var fyrst kjörinn borgarfulltrúi árið 1970 og gegndi þvi embætti næstu 24 árin. Hann var forseti borgarstjórnar árin 1978 til 1982. Sigurjón var starfsmaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga frá 1996, og vann m.a. mikið að gerð kjarasamninga. Sigurjón Pétursson var 64 ára þegar hann lést. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvo uppkomna syni. ■ Verðhækkanir aftur- kallaðar með handafli SVONA ERUM VIÐ FriðarhorfurTnilli Indlands og Pakistans dvína á ný: Hersveitir beggja ríkja áfram við landamærin islamabad. ap Vonir um friðvæn- legri horfur í deilu Indverja og Pakistana um hryðjuverkamenn dvínuðu nokkuð í gær, þegar stjórnvöld beggja ríkja sögðust ekki ætla að draga herlið sitt frá landamærunum. Bæði ríkin hafa sent mikinn liðsafla að landamær- unum undanfarnar vikur. Þau hafa verið að búa sig undir stríð frá því Indverjar sökuðu Pakistan um að bera ábyrgð á hryðjuverka- árás á indverska þingið í Nýju- Delhi í desember. Eftir að Pervez Musharraf, for- seti Pakistans, flutti ræðu á laug- ardaginn þar sem hann hét hörð- um aðgerðum gegn hryðjuverka- hópum, sem barist hafa fyrir sjálfstæði Kasmírhéraðs, minnk- aði spennan. Indversk stjórnvöld fögnuðu ræðu Musharrafs, en taka henni þó með varúð þangað til þau sjá hverjar framkvæmd- irnar verða. George Fernandes, varnar- málaráðherra Indlands, sagði að indverski herinn verði ekki kall- aður frá landamærunum fyrr en „komið hefur verið í veg fyrir að hryðjuverk séu framin yfir landa- mærin.“ HANDTEKNIR I PAKISTAN Stjórnvöld í Pakistan hafa handtekið á annað þúsund liðsmenn herskárra samtaka músli- ma sem barist hafa gegn yfirráðum Indverja i Kasmír. Meðal hinna handteknu eru þessir þrír meðlimir samtakanna Lashkar-e-Tayyaba, sem hafa verið bönnuð. Fáeinum klukkustundum eftir þessa yfirlýsingu Indverja létu stjórnvöld í Pakistan í sér heyra og sögðust ekki ætla að kalla sitt herlið frá landamærunum fyrr en Indverjar gérðu slíkt hið sama. ■ ítalska: Heimild: Hagstofa íslands ASÍ óttast að forsendur samninga haldi ekki. Hlíf segir að kraftaverk þurfi til. Hálft stig í rauðu strikin. Byrjað að hugleiða hvort ástæða sé til að heQa vinnu við nýja kröfugerð. NEMENDUM f SPÆNSKU FJÖLGAR Fjöldi nemenda í framhaldsskölum sem læra spænsku, sænsku og ítölsku hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum árum. Haustið 1999 voru nemendur i spænsku 894 en ári síðar 1.071. Fjöldi þeirra sem læra sænsku jókst á milli áranna 1999 og 2000 úr 43 nemendum í 64 nemendur. Fjölgun var einnig í ítölsku en haustið 1999 voru skráðir 34 nemendur í þetta tungumál. Ári slðar voru skráðir 42 nemendur I ítölsku. Spænska: Sænska; þegar Ijóst var hvað vísitala neysluverðs hafði hækkað mikið. kjaramál Svo virðist sem aðilum vinnumarkaðarins og jafnvel stjórnvöldum sé nokkuð brugðið vegna þeirrar hækkunar sem orð- ið hefur á vísitölu neysluverðs og hversu lítið svigrúm er eftir svo að forsendur kjarasamninga bresti ekki. Halldór Björnsson formaður Starfsgreinasambands íslands og varaformaður ASÍ seg- ir að ríkisstjórnin verði hreinlega að beita handafli til að afturkalla —*— þær verðhækkanir Sagt er að sem oröið hafa hjá stjórnvöld hafi hinu opinbera á síð- hrokkið við ustu vikum ef ekki á illa að fara. Það sama gildir um sveitarfélögin, enda sé stór hluti af hækkun vísitölunn- ar til komin vegna —♦;— verðhækkana á lyfjum og heilbrigðisþjónustu og öðrum opinberum ájögum. Búist er við að forusta ASÍ komi saman innan tíðar til að fjalla um stöðuna og jafnvel í dag, þriðjudag. Hagstofan birti í gær vísitölu neysluverðs miðað við verðlag í byrjun mánaðarins. Þar kemur fram að vísitalan er komin í 121,5 stig og hefur því hækkað um 0,9% frá fyrra mánuði. Samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkað- arins frá því 13. desember sl. til að koma böndum á efnahags- markmið kjarasamninga eru rauðu strikin miðuð við 122 stig. Vísitalan má því ekki hækka nema um 0,4 - 0,5% á næstu fjór- um mánuðum, eða um 0,1% á mánuði. Varaforseti ASÍ telur að eng- inn hafi átt von því að hækkunin yrði eins mikil og raun varð á. Hann segir að ef ekki verði gripið MÁNAÐAR GAMALL SAMNINGUR Aðeins mánuður er síðan aðilar vinnumarkaðarins með stuðningi ríkisstjórnar sammældust um að koma böndum á efnahagsmarkmið kjarasamninga. Þar var baráttan við verðbólguna efst á blaði. til rótækra aðgerða sé ljóst að for- sendurnar séu brostnar. Gangi það eftir getur sérhvert félag sagt upp samningum í vor. Sigurður T. Sigurðsson for- maður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir að miðað við þessa stöðu þurfi kraftaverk til forsendurnar haldi. í því ljósi sé ekki að undra þótt menn séu farn- ir að hugleiða hvort ekki sé ástæða til að fara að vinna að gerð nýrrar kröfugerðar á hendur at- vinnurekendum. Hann segir að ríkisstjórnin beri ábyrgðina á þeirri þróun sem orðið hefur í verðlagsmálunum. grh@frettabladid.is Vísitala neysluverðs fyrir janúarmánuð: VERÐBÓLGUVÍSITÖLUBREYTING MILLI MÁNAÐA Verðbólga ógnar kj ar asamningum efnahagsmál Verðbólga hefur aukist um 0,9 prósent frá fyrra mánuði. Það er mun meiri aukn- ing en spár gerðu ráð fyrir því fjármálastofnanir bjuggust að jafnaði við 0,3 til 0,5 prósent aukn- ingu. Verðbólguvísitalan er nú 221,5 stig samkvæmt tölum Hag- stofunnar, eða 9,4 prósent miðað við sl. 12 mánuði. Fari vísitalan yfir 222,5 stig bresta forsendur kjarasamninga samkvæmt sam- komulagi Alþýðusambands ís- lands og Samtaka atvinnulífsins. Verðbólga má þannig ekki aukast um nema sem nemur hálfu pró- senti samanlagt í næstu fjórum mælingum fram í maí. Fari verð- bólga yfir þau mörg eru launaliðir kjarasamninga uppsegjanlegir með þriggja mánaða fyrirvara í maí. Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 3,2 prósent. Þar af hækkaði verð á mjólkurvörum um 3.6 prósent. Þá hækkaði verð á ávöxtum um 11,0 prósent og verð á grænmeti um 8,2 prósent. Þær hækkanir rekur Hagstofan m.a. rekja til óhagstæðs tíðarfars í Evrópu. Verð á lyfjum og gjöld á heilsugæslu hækkuðu samtals um 5.6 prósent og fasteignagjöld hækkuðu um 7,5 prósent. Varningur Des 200 J Jan 2002 Prósentubreyting Matur og drykkjarvörur 126,3 130,4 3,2% Áfengi og tóbak 134,3 134,4 0,1% Föt og skór 99,7 93,5 6,1% Húsnæði, hiti og rafmagn 136,6 137,9 0,9% Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 111,9 112,8 0,8% Heilsugæsla 114,9 121,3 5,6% Kaup ökutækja 114,5 115,3 0,7% Viðhald og viðgerðir ökutækja 154,1 156,8 1,7% Bensín og olíur 122,1 119,5 -2,1% Tómstundir og menning 117,2 118,2 0,8% Menntun 131,0 133,0 l,5o/o Alls 123,0 124,1 0,9% TÖLUR FENGNAR AF VEF HAGSTOFU fSLANDS Vetrarútsölur höfðu það í för með sér að verð á fötum og skóm lækkaði um 6,1 prósent. Jafn- framt lækkaði bensínverð um 2,1 prósent. Árið 2001 var vísitala neyslu- verðs að meðaltali 212,4 stig sem er 6,7 prósent hærra en meðal- talið árið 2000; sambærileg hækk- un var 5,0 prósent árið 2000 og 3,4 prósent árið 1999. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis var 211,4 stig að meðaltali árið 2001, 6,8 prósent hærri en árið áður; sambærileg hækkun var 3,6 prósent árið 2000 og 2,4 prósent árið 1999. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.