Fréttablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ jwsmém Esjuhlíðar: Bætt úti- vistarað- staða borcarmál Borgaryfirvöld vilja bæta útivistarsvæðið í Esjuhlíð- um með betri gönguleiðum, verndun náttúru- og söguminja, sem og með því að gera fyrir- tækjum og einstaklingum kleift að fá reiti á jörðunum Mógilsá og Kollafirði til ræktunar. Borgarráð ákvað á fundi sín- um í síðustu viku að auglýsa deiliskipulagsuppdrátt fyrir svæðið, en teiknistofan Land- mótun hefur unnið að skipulagi þess. ■ Skólamáltíðir: Einkennileg tregða í sumum skólum skólamál „Við viljum að gripið verði til lausna varðandi skólamál- tíðir grunnskólabarna," segir Bryndís Kristjánsdóttir, staðgeng- ill formanns Samfoks. „Við erum ekki ánægð með ástandið, nema þar sem það gerist best.“ í starfsá- ætlun fræðslumála í Reykjavík er stefnt að því að í 75 prósent skóla verði börnum í fyrsta til sjöunda bekk gert kleift að fá heita máltíð úr skólaeldhúsi. Samkvæmt könn- un sem Samfok gerði nýverið kem- ur í ljós, að flest börn á aldrinum sex til níu ára geti fengið einhvers- konar mat í skólanum, en Bryndís segir slæmt að ekki séu ákveðin markmið varðandi eldri börnin. Aðeins í örfáum skólum sé mjög vel að skólamáltíðum barnanna staðið og þau eigi þess kost að fá góða máltíð og hvíld í þar til gerðu rými. „Við erum ekki ánægð með að lágmarkskröfum sé mætt og í of mörgum skólum gengur þróunin enn of hægt,“ segir Bryndís. „Ein- hver einkennileg tregða virðist vera, í sumum skólum, til að skapa Jjp "í • | ■ GRUNNSKÓLAR í starfsáætlun fræðslumála í Reykjavík er stefnt að því að í 75 prósent skóla verði börnum í fyrsta til sjöunda bekk gert kleift að fá heita máltíð úr skólaeldhúsi. börnunum aðstöðu til að matast. Það er vilji skólayfirvalda í hverj- um skóla, sem ræður því hversu hröð þróunin er, því þeir skipu- leggja innviði skólans og skóla- starfið." ■ ALAN GREENSPAN HYLLTUR Tæknibyltingin hefur bætt framleiðni í hag- kerfinu til frambúðar, segir bankastjóri Seðlabanka BNA. Seðlabanki Bandaríkj- anna: Nýja hag- kerfið lifír viðsnúningur „Efnhagur Banda- ríkjanna hefur sýnt styrk sinn og aðlögunarhæfni eftir ýmsar áskoranir bæði fyrir og eftir 11. september." Þetta var á meðal þess sem Alan Greenspan, banka- stjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, sagði í ræðu sinni í Kaliforníu sl. föstudag. Greenspan hefur löng- um verið tíðrætt um aó tækni- bylting síðasta áratugar hafi bætt framleiðni í hagkerfinu til frambúðar. Hann sagði samdrátt undanfarinna missera ekki af- sanna kenningu sína og að teikn væru á lofti um viðsnúning. Máli sínu til stuðnings nefndi Green- span meðal annars litla verð- bólgu og jákvæða þróun hluta- bréfamarkaða síðasta hálfa árið. Á Wall Street eru nú almennt taldar líkur á því að stýrivextir verði enn og aftur lækkaðir á næsta fundi þann 29. janúar nk. Sérfræðinga greinir þó um hvort eða hversu sterkur viðsnúningur sé í nánd og segja að slíkt byggist að miklu leyti á neyslu fólksins í landinu. Horfurnar þykja óvissar meðal annars vegna þess að hlut- fall skulda af tekjum er við hæstu mörk auk þess sem at- vinnuleysi heldur áfram að aukast. ■ I INNLENT I Opnaður hefur verið reikning- ur til styrktar Antoni Lína Hreiðarssyni, sem missti for- eldra sína og bróður í eldsvoða á Þingeyri. Reikningurinn er í Sparisjóði Vestfirðinga á Þing- eyri. Banka- og reikningsnúmer eru: 1128-05-4500. Kennitala Ant- ons litla er 020798-2389. Maður nálægt þrítugu skarst nokkuð þegar bíll hans valt á ísafirði snemma í gærmorg- un.Talið er að sviptivindar á Skutulsfjarðarbraut hafi orðið þess valdandi að bíll mannsins fór út af flughálum veginum og valt út í Túnguá. Ökumaðurinn náði af sjálfsdáðum upp á veginn aftur og var ekið af öðrum veg- faranda á sjúkrahús. Börnum og tónskólum verði gert jafn hátt undir höfði Foreldrar stúlku í tónlistarnámi leggja fram kæru til félagsmálaráðuneytis. Hafa leitað til um- boðsmanns barna og þaðan var þeim bent á að leita til umboðsmanns Alþingis. tónlistarnám Foreldrar sjö ára einhverfrar stúlku sem sótt hef- ur tónlistartíma í hljómborðsleik við Tónskóla Hörpunnar í Reykjavík hafa lagt fram kæru til félagsmálaráðuneytis vegna mismununar sem þau segja að viðgangist hjá Reykjavíkurborg gagnvart börnum í tónlistar- námi. Að sögn Sig- Hannsegir að rúnar Birgisdótt- Samkeppnis- ur, móður ráð hafi beint stúlkunnar, kost- þeim tilmæl- ar veturinn í Tón- um til Reykja- skóla Hörpunnar víkurborgar að 83.500 kr. miðað breytingar við 50 mínútna verði gerðar á kennslustund í núverandi fyr- viku með tveimur irkomulagi. nemendum í tíma. ...Skólinn nýtur engra styrkja frá Reykjavíkurborg ólíkt við marga aðra tónlistarskóla. Hún hafði samband við Tónskóla Sig- ursveins en þar kostar veturinn 55 þúsund krónur miðað við einnar klukkustundar kennslu á viku í einkatíma. Sigrún og eig- inmaður hennar skrifuðu um- boðsmanni barna vegna málsins sem vísaði þeim áfram til um- boðsmanns Alþingis. Þar var þeim tjáð að félagsmálaráðu- neyti yrði fyrst að fjalla um mál- ið áður en hann gæti úrskurðað í málinu. í kjölfarið var kæra lögð fram og þess jafnframt krafist að félagsmálaráðherra víki sæti vegna tengsla við Sigrúnu Magn- úsdóttur, formann Fræðsluráðs Reykjavíkur. Að sögn Kjartans Eggertsson- ar skólastjóra hefur Tónskóli Hörpunnar krafið borgaryfir- völd um að hann fái notið sam- bærilegra rekstrarstyrkja og aðrir tónlistarskólar. Hann segir að í þessu tilviki séu foreldrarn- ir hins vegar að leita réttar síns óháð skólanum. Kjartan nefnir að um verulegar fjárhæðir sé að ræða og styrkur borgarinnar á ári til barns í tónlistarnámi sé á bilinu 100 til 300 þúsund krónur. Hann segir að Samkeppnisráð hafi beint þeim tilmælum til Reykjavíkurborgar að breyting- ar verði gerðar á núverandi fyr- irkomulagi. Borgarfulltrúar R- lista hafi lýst því yfir í haust að málin væru í endurskoðun. kristjangeir@frettabladid.is TÓNSKÓLAR Tónskóli Hörpunnar hefur enga styrki fengið frá Reykjavíkurborg ólíkt við marga aðra tón- listarskóla í Reykjavfk. Foreldrar bams sem stundar nám við skólann hafa lagt fram kæru til félagsmálaráðuneytis vegna málsins. Vandræði bresku járnbrautanna: Breska stjórnin ætlar ad bæta lestakerflð LONDON, ap Stjórnvöld í Bretlandi ætla á næstu átta árum að verja 33,5 milljörðum punda til þess að lagfæra járnbrautarkerfi lands- ins. Að auki er reiknað með því að einkafyrirtæki veiti 23 millj- örðum punda í þetta verkefni. Samtals nemur þetta rúmlega 8.000 milljörðum íslenskra króna. Sívaxandi óánægju með járn- brautakerfið hefur gætt í Bret- landi undanfarið. „Eitthvað þarf að gera,“ sagði Richard Bowker, formaður yfirstjórnar járnbraut- anna, þegar hann kynnti þessa áætlun í gær. Seinkanir á ferðum og önnur vandræði í tengslum við lesta- kerfið hafa iðulega verið á forsíð- um breskra dagblaða. Nokkur al- varleg járnbrautarslys á síðustu árum hafa vakið athygli á því að kerfið sé úr sér gengið að miklu leyti. Tafirnar hafa svo orðið enn meiri vegna þeirra viðgerða sem ráðist hefur verið í til að bregð- ast við gagnrýninni. Verkföll hafa aukið enn á VETTVANGUR VANDRÆÐANNA Breska lestakerfið hefur verið til margvíslegra vandræða undanfarið. Þessi mynd er tekin á lestarstöðinni Clapham Junction í London. vandræðin síðustu vikurnar og Tony Blair forsætisráðherra átti í vök að verjast vegna alls þessa. í áætluninni, sem kynnt var í gær, er því m.a. lofað að 1700 nýir lestarvagnar verði teknir í notkun á næstu þremur árum, þjálfun starfsfólks verði bætt til muna og öryggiskerfi gerð betur úr garði. Bílar í vanda í gríðarlegri hálku: Þrír utan vegar á Fróðárheiði umferð Þrír bílar enduðu Utan vegar og tveir aðrir komust ekki áleiðis vegna gífurlegrar hálku á Fróðárheiði á sunnudagskvöldi. Engin slys urðu á fólki. Að sögn lögreglunnar á Ólafsvík var fólkinu hjálpað til byggða. Vandræðin hófust í sunnan- verðri heiðinni um kvöldmatar- leytið. Lögregla fékk aðstoð björgunarsveitar til að leysa úr vanda fólksins og voru allir komnir til byggða um miðnætti. Vegagerðin kom á vettvang og saltaði veginn. Einn bíl varð þó að skilja eftir um nóttina. Hann var sóttur morguninn eft- ir. í síðustu viku lá við stórslysi á sömu slóðum. Þá hafði öku- maður skilið bíl sinn eftir á öfug- um vegarhelmingi. Ung stúlka þurfti síðan að nauðhemla er hún kom aðvífandi í miklum hríðarbyl. Bíll hennar snarsner- ist á veginum og endaði utan vegar og valt þar. Stúlkan var í belti og slapp á ótrúlegan hátt án

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.