Fréttablaðið - 15.01.2002, Side 7

Fréttablaðið - 15.01.2002, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. janúar 2002 SMÁTT Rannsókn á láti Dons Wileys, náttúrufræðingsins sem hvarf eftir ráðstefnu í Memphis 15. nóvember síðastliðinn og fannst látinn rúmum mánuði síðar, leiddi í ljós að prófessor- inn lést af slysförum. Wiley mun hafa lent í minniháttar um- ferðaróhappi á Hernando DeSoto-brúnni þar sem bíll hans fannst yfirgefinn. Gul málning á bílnum bendir til að hann hafi rekist utan í umferðarskilti og farið út úr bílnum til að huga að skemmdum. Vegna fram- kvæmda á brúnni var aðeins ein akrein í hvora átt og er talið að vindstrókur frá 18 hjóla trukk sem átti leið um hafi valdið því að Wiley féll fram af brúnni. Osigur Bandaríkjanna í viðskiptadeilum: Skatta- ívilnanir ólöglegar brussel. ap. Alþjóða viðskipta- stofnunarinnar, WTO, komst í gær að þeirri niðurstöðu að skattaívilnanir Bandaríkjanna til stórfyrirtækja sem hafa mikil umsvif erlendis, eins og Microsoft og Boeing, væru ólög- legar. Niðurstaðan er mesti ósig- ur Bandaríkjanna í viðskiptadeil- um þeirra við Evrópusambandið, ESB. Hún opnar þann möguleika fyrir aðildarríki ESB að leggja verndartolla á bandaríska vöru. Skattaívilnanirnar jafngilda styrkjum frá hinu opinbera til viðkomandi fyrirtækja að mati WTO. Stjórnendur beggja vegna Atl- antsála voru þó fljótir til að gefa í skyn að þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir að út brytist við- skiptastríð, enda myndi það að öllum líkindum skaða fyrirtæki í báðum álfum þegar upp væri staðið. Talsmenn ESB sögðu í gær að þeir væntu þess að Bandaríkin myndu strax bregðast við úr- skurðinum og aðlaga sig reglum stofnunarinnar. Þeir sögðu einnig að ESB myndi bíða a.m.k. fram í mars með það að leggja verndar- tolla á bandarískar vörur. ■ I ERLENT I Suðurkautslandið er ekki að hlýna, líkt og aðrir hlutar jarðkúlunnar. Þvert á móti hef- ur verið að kólna á Suðurskaut- inu jafnt og þétt undanfarin 15 ár eða svo. Arið 1999 mældist hitinn þar, eða öllu heldur frost- ið, 0,55 gráðum lægra á Cels- íuskvarða en árið 1985. Vís- indamenn segjast ekki hafa skýringu á þessu. ÍCELANDAIR www.icelandair.is S4S Nýi skíða- bæklingurinn liggur frammi á öllum söluskrifstofum okkar. Náðu þér i eintak. ÍTALÍA Mílanó 4 1 ,875 kr.* Madonna di Campiglio Val di Fassa Selva Val Gardena Munchen 42.365 kr.* Kitzbiihel / Kirchberg Zell am See Lech / St. Anton FRAKKLAND SVISS Genf 42« 1 25 kr.* Val d'Isére / Tignes Dalirnir þrir (Méribel, Courcheval og Val Thorens) Chamonix Zurich 42.555 kr* St. Moritz Cranz Montana Davos FRANKFURT - flug og bíll ///VrV PARÍS - flug og bíll /»7-V/V 47.990 kr.** m.v. 2 í bíl í B flokki í eina viku. 47.800 kr.** m.v. 2 í bíl í B flokki í eina viku. * Verð með flugyallarsköttum og þjónustugjaldi. Flogið er í gegnum Kaupmannahöfn og áfram með SAS. Ferðir skulu farnar á tímabilinu 5. jan. til 20. mars (síðasti heimkomudagur er 27. mars). Bókunarfyrirvari er 7 dagar. Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl er 21 dagur. ** Verð með flugvallarsköttum og þjónustugjaldi. Ferðir skulu famar á tímabilinu 26. nóv. til 31. mars (síðasti heimkomudagur er 21. apríl). Enginn bókunarfyrirvari. Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl er 21 dagur. ★/★★ 2ja-l 1 ára börn greiða 67% og yngri en 2ja ára greiða 10% af fargjaldi. Hafíð samband við söluskrifstofur Flugleiða eða Fjarsölu Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud.—föstud. kl. 8—20, laugard. kl. 9—17 og á sunnud. frá kl. 10—16). AUSTURRÍKI Snjórinn færir okkur nær hvert öðru... Skíða-. œvintvri ð skíðafargwld með JL Hagstœð skíðafargjöld Flugleiðum og &4S á bestu skíðasvæði Evrópu ALA 15-50% Útlitsgölluð húsgögn eldhúshúsgögn skrifstofuhúsgögn tágahúsgögn rúm jámfelliborð inni/úti sófaborð gólfmottur stórar/smáar sturtuhengi rammar stórir/smáir rúmteppi/púðar kerti/kertastjakar matarstell o.fl o.ft mm leikföng & jólavörur 50% ■ Litun Brúnn habitat Nýtt kortatímabil Askalind 1 ■ 201 Kópavogur • Sími: 568 9700

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.