Fréttablaðið - 18.01.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 18.01.2002, Síða 8
8 FRETTABLAÐIÐ 18. janúar 2002 FÖSTUDAGUR Ný lög um heilbrigðis- og almannatryggingar: Tilskipun um persónuvernd brotin NORÐURLÖND Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sótti Færeyjar heim í fyrsta skipti, síðan hann tók við emb- ætti fprsætisráðherra, nú í vik- unni. í heimsókninni fundaði Rasmussen með Anfinn Kalls- berg, lögmanni Færeyja. Á fund- inum undirrituðu þeir yfirlýs- ingu sem í segir að danska ríkis- stjórnin ætli að virða óskir Fær- eyinga um yfirtöku málaflokka sem í dag er stjórnað frá Dan- mörku. Forsætisráðherrann sagði einnig að ekki kæmi til greina að breyta samkomulagi frá 1992 sem gerir ráð fyrir því að Færeyingar eigi olíu í land- grunni eyjanna. Danir gera þó áfram tilkall til landgrunnsins. persónuvernd Mannvernd gerði athugasemd við frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og al- mannatryggingar sem lá fyrir Al- þingi fyrir síðustu jól. I frum- varpinu var starfsmönnum Tryggingarstofnunar heimilað að ganga í sjúkraskrár almennings í vinnu sinni. Pétur Hauksson, for- maður Mannverndar, sagði þenn- an óhefta aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum skerða per- sónuvernd einstaklingsins. „Þessi aðgangur var þrengdur í meðferðum þingsins,“ segir Pét- ur. „Nú má eingöngu kalla eftir upplýsingum sem viðkemur máli sem fjallað er um og skoðun á sjúkraskrám verður að fara fram þar sem hún er geymd.“ Pétur segir að heilbrigðis- og trygginganefnd hafi ekki farið að ráðum Persónuverndar, sem vildi að leitað yrði samþykkis sjúklings ef ríkisendurskoðun færi yfir mál þar sem grunur léki á misnotkun þessara upplýsinga. Þetta taldi nefndin vera of snúið í fram- kvæmd. „Þetta hljómar furðulega því það eru ekki mörg tilfelli um mis- ferli í þessum málum. Skipulagið sem var virkaði alveg og var gert með samþykki sjúklingsins," seg- ir Pétur. „Það er alvarlegt þegar farið er gegn eindregnum ráðum Persónuverndar því hún vinnur samkvæmt tilskipun Evrópusam- bandsins. Það er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi en þessi til- skipun sé brotin með þessu." ■ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Ríkisendurskoðun fer yfir mál þar sem grunur leikur á misferli með persónuupp- lýsingar. í nýjum lögum þarf ekki samþykk- is sjúklings til að fara yfir sjúkraskrá hans. Pétur Hauksson telur það brot á tilskipun Evrópusambandsins um persónuvernd. SNYRTISTOFAN mm BÆJARLIND 1 (við hliðina á bakaríinu) KÓPAVOGI SÍMI 554 7887 Það allra nýiasta! Ilmkjarna olíumeðfero fyrir allar húðgerðir, 100% náttúrulegt. 15% afsláttur andlitsbað. Bjóðum upp á almenna snyrtingu. Húðhreinsani litun ,plokkun, Termo andlitsmaska, vaxmeðferðir, handsnyrtingar, parafin vax fyrir hendur, förðun o.fl. Tilboð til 15. febrúar 10 tíma Strata. 5 tíma Cellónudd með ilmkjarnaolíum. 5 tíma húðburstun. 1 leirvafningur aðeins á kr. 8.500- Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum A þessu ári mun Ferðamálaráð Islands úthluta styrkjum til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum á Suðurlandi, Reykjanesi, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Úthlutað verður til framkvæmda á vegum einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga, sem stuðla að verndun náttúrunnar jafnframt bættum aðbúnaði ferðamanna. ► ► Kostnaðaráætlun þarf að fylgja með umsókn svo og önnur skilgreining á verkinu. Nauðsynlegt er að einn aðili sé ábyrgur fyrir verkinu. Gert er ráð fyrir að umsækjendur leggi fram fjármagn, efni og vinnu til verkefnisins. Verkefnin stangist ekki á við gildandi skipulag og séu unnin í samráði við sveitarfélög. Styrkir verða ekki greiddir út fyrr en framkvæmdum og úttekt á þeim er lokið. Styrkþegum gefst kostur á ráðgjöf hjá Ferðamálaráði vegna undirbúnings og framkvæmda Nánari upplýsingar veitir Hjalti Finnsson umhverfisfulltrúi hjalti@icetourist.is Umsóknum ber að skila á eyðublöðum sem fást á skrifstofum Ferðamálaráðs á Akureyri og í Reykjavík auk þess sem þau eru aðgengileg á heimasíðu Ferðamálaráðs www.ferdamalarad.is Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar og skulu umsóknir berast skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri. Ferðamálaráð íslands Strandgötu 29, 600 Akureyri Sími 461-2915 REYKINGAR Á VEITINGASTÖÐUM Verulega hefur verið þrengt að veitinga- og skemnntistöðum varðandi heimild til reykinga inni á staðnum í nýjum tóbaksvamarlögum. Kærði reykingar á veitingastað Margir hafa gagnrýnt hve erfitt er að framfylgja nýjum lögum um tó- baksvarnir. Tveir menn hafa kært reykingar inni á veitingastað. Fram- kvæmdavaldið aðhefst ekkert. löggjöf Guðjón Rúnarsson hefur lagt fram kæru á hendur veitinga- staðnum Nings í Kópavogi fyrir að hafa leyft reykingar inni á staðnum. Byggir hann kæru sína á nýjum lögum um tóbaksvarnir. Lög- ^_ reglan tók skýrsla l-» j/ft af honum og fé- laga hans ásamt starfsmönnum á vakt. Guðjón vill sjá málið fara fyrir dómstóla. „Ég vil að dómstólar taki málið upp vegna fordæmisgildisins. Þegar dómur verður genginn, sem er fordæm- isgefandi, þá mun kærum rigna inn á hendur þeim sem ekki fara ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON Þetta er prófmál. eftir lögunum." Guðjón segir málið nú hjá sýslumanninum í Kópavogi en hægt gangi að afgreiða málið það- an. Lögreglan óskaði einnig eftir formlegu erindi frá tóbaksvarnar- nefnd. „Ég sendi erindi til lögreglunn- ar í Kópavogi til að vita hver nið- urstaða málsins var en hef ekki fengið neitt svar. Ég hef hringt tvisvar eða þrisvar og sent tvö bréf,“ segir Þorgrímur Þráinsson framkvæmdastjóri tóbaksvarnar- nefndar. Eftirlit með reykingum á veit- ingastöðum er á höndum heil- brigðiseftirlitsins. Það fer á stað- ina, gerir athugasemdir og bíður eftir úrbótum. Ekki hefur enn verið dæmt eft- ir nýjum lögum um tóbaksvarnir. Ef dómur fellur í þessu máli er hann fordæmisgefandi. Guðjón segir það engu máli skipta þó staðurinn hafi bætt ráð sitt því hann braut lög á sínum tíma. „Það liggur fyrir að þetta sé prófmál og undarlegt að lögreglan í Kópavogi skuli ekki hafa gert eitthvað í þessu máli allan þennan tíma,“ segir Þorgrímur. Hann seg- ir athyglisvert að sjá hver niður- staðan verður því enginn borgari hafi áður kært. í kjölfarið hljóti fleiri kærur að berast. „Ef lögreglan hunsar svona kærur þá er tilgangslaust að halda því áfram,“ segir Þorgrímur. Ekki náðist í sýslumanninn í Kópavogi vegna þessa máls. bjorgvin@frettabladid.is Biyggjuhwrfi í Hafnarfirði: Illa nýtt svæði byggt upp NORÐURBAKKi Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir fráleitt af Samfylkingu að reyna að gera fyrirhugaða uppbyggingu á Norðurbakkanum í Hafnarfjarð- arhöfn tortryggilegar. Með upp- byggingu þar sé verið að þétta byggð í bænum sem verði til þess að efla þjónustu og viðskipti í bænum. Um sé að ræða illa nýtt svæði á besta stað og hagsmunir Hafnfirðinga að svæðið byggist hratt upp. Ásakanir um að lítt hafi verið EKKI KOSN- INGAMÁL Magnús segir Ijóst að sumir vilji blása málið MPP og gera að kosningamáli. hugað að kostnaði og verðmæti eigna ekki metið segir hann að eigi ekki við rök að styðjast. Reiknað hafi verið út að fimmtungur af útsvari íbúa svæðisins fari í að byggja upp svæð- ið. Þá hafi umræð- an að undanförnu sýnt að skynsam- legast hafi verið að eiga gott samstarf við aðra aðila en allir þeir sem að framkvæmd- unum standa eigi eignir á svæð- inu. Magnús segir að stjórn Norð- urbakka muni á næstu dögum fara í að ákveða hönnun á svæð- inu. Þá sé það nú fyrst sem bæjar- yfirvöld geti farið að vinna að skipulagi svæðisins og ekki komi annað til greina en að sú vinna fari í hefðbundið kynningarferli og að bæjarbúum gefist kostur á að segja sitt álit. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.