Fréttablaðið - 18.01.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 18.01.2002, Síða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ Fjölgun framboða í borginni FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðboigaisvæðinu. Fynitæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingaikostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins i stafrænu formi og 1 gagnabönkum án endurgjalds. Fyrstu merki þess að fleiri myndu bjóða sig fram til borgarstjórnar, en R og D listi, urðu skýr síðasta sumar þegar Margrét Sverris- dóttir, framkvæmdastjóri Frjáls- lyndaflokksins, staðfesti orðróm um að flokkurinn hygðist bjóða fram í Reykjavík. Umræður um borgarstjórnar- kosningar skutu aftur upp kollin- um af krafti í byrjun desember. Þá greindi Grafarvogsblaðið frá umræðu íbúasamtaka Grafarvogs um sérstakt úthverfaframboð. Hallgrímur N. Sigurðsson, for- maður íbúasamtaka Grafarvogs sagði þá: „Því er ekki að leyna að það er talsverð óánægja t.d. í Grafarvogi með ýmis mál og öfl- ugt fjöldaandóf að skapast þar vegna þess hve okkar mál hafa fengið lítinn hljómgrunn. Vissu- lega er þetta mál allt á undirbún- ings- og athugunarstigi en það eru uppi háværar raddir og menn vilja breytingar." Á svipuðum tíma kom einnig tilkynning frá hópi andstæðinga Reykjavíkur- flugvallar um að sérframboð væri á döfinni. Skömmu fyrir jól sagði Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks sig úr flokknum og raddir um sameiginlegt fram- boð hans, frjálslyndra og elli og örorkulífeyrisþega fengu byr undir báða vængi. Garðar Sverr- isson taldi slíkt framboð neyðar- úrræði. „Meðal okkar fólks hefur umræðan miklu fremur snúist um framboð fyrir næstu alþingis- kosningar og þar er undiraldan BRÉF TIL BLAÐSINS j JÓNAS SKRIFAR: þung og vaxandi," sagði Garðar. Ólafur Olafsson, formaður félags eldriborgara, taldi að menn þar á bæ horfðu fremur til alþingis- kosninga. Margrét Sverrisdóttir tók nýj- um liðsmanni fagnandi og daginn eftir sendi miðstjórn Frjálslynda- flokksins frá sér tilkynningu: • • Okum hægar Vegfarandl hringdi UMFERÐ Umferðarslys eru mikill skaðvaldur í samfélagi okkar. Nú á fyrstu dögum ársins hafa þau enn verið að taka toll. Slysin gera ekki boð á undan sér og stundum er ekki hægt að koma í veg fyrir þau. Oft má þó örugglega koma í veg fyrir um- ferðarslys ef ökuhraði er miðað- ur við aðstæður. Stundum ekur fólk svo hratt að það hefur engin tök á að bregðast við óvæntum aðstæðum sem þó alltaf eru að koma upp í umferðinni. Svo geta aðstæður verið þannig að öku- hraðinn verður að vera mjög lítill til að vera ekki of mikill. Þess vegna legg ég til að við drögum úr hraðanum og ökum miðað við aðstæður, alltaf. Við höfum ekki efni á að missa allt þetta góða fólk í umferða- slysum. ■ Skert flugöryggi Samgönguráðuneytið hamast við að segjast ekki hafa gefið læknum nein fyrirmæli um að hunza reglur um flugöryggi. Samt hefur það ítrekað og jafnvel skrif- lega varað lækna, sem koma að nýjasta hneyksli ís- lenzkra flugmála, við að nota gildandi reglur um heilsufar flugstjóra í farþegaflugi. Fyrirmælin kunna að kallast ítarlegar ábendingar eða þrábeiðni á sérkennilegu málfari ráðuneytisins. Orðhengilshátturinn megnar þó ekki að draga fjöður yfir þá staðreynd, að ráðuneytið hefur eindregið var- að lækna við að nota grónar reglur, sem hafa verið notaðar hér á landi í rúma tvo áratugi. Þetta eru samevrópskar reglur, sem þráfaldlega er vísað til í íslenzkri reglugerð um flug. í meira en tvo áratugi hefur engum dottið annað í hug en, að þessar reglur væru hornsteinn íslenzkra flugmála. Enda eru þær grundvöllur þess, að íslendingum sé treyst til að stunda farþegaflug. Fyrir dæmigerða íslenzka handvömm hefur einn kafli ekki enn verið þýddur á íslenzku. Á þeirri hand- vömm starfsmanna sinna hangir samgönguráðherra eins og hundur á roði, þegar hann reynir að slaka á kröfum um öryggi í flugi á vegum íslenzkra aðila til að þjónusta heimtufrekju manna úti í bæ. I meira en tvo áratugi hefur hér á landi verið not- uð evrópska öryggisreglan um, að flugmenn megi ekki fljúga, ef meira en 1% líkur eru á, að sjúkdómur þeirra taki sig upp meðan þeir eru að störfum. Til skamms tíma datt engum í hug að slaka á þessu, þótt sumum kunni að hafa fundizt það hart aðgöngu. Nú gengur ráðherrann hins vegar berserksgang til að tryggja, að flugstjóri, sem hefur verið metinn með fjórfalt til nífalt meiri áhættu, fái leyfi til að fljú- ga. Þetta virðist ekki vera flokkspólitísk ákvörðun, heldur sauðþrái ráðherra, sem hefur látið gabba sig og hefur engan skilning á afleiðingunum. Handafl skilningsvana ráðherra hefur leitt til þess, að valinkunnum trúnaðarlækni flugmálastjórn- ar hefur verið vikið úr starfi tímabundið og enginn hefur fengizt til að koma í hans stað. Ráðherrann hef- ,,í meira en tvo áratugi hefur engum dottið annað í hug en, að þessar reglur vœru hornsteinn íslenzkra flugmála. Enda eru þœr grundvöllur þess, að Islendingum sé treyst til að stunda farþegaflug. “ ur haft flugmálastjóra að fífli og mátti sá embættis- maður þó ekki við fleiri uppákomum en þeim, sem fram að þessu höfðu hrjáð stofnun hans. Engin leið var að hindra, að flumbrugangur ráð- herrans fréttist til útlanda, þar sem öryggi er í meiri hávegum haft. Eftirmálin eiga eftir að koma í ljós að fullu. Evrópskir aðilar hafa sent hingað fyrirspurnir og fengið svör, sem magna grunsemdir um, að ekki sé allt með felldu hér á landi. Flugleiðir hafa mikla hagsmuni af, að ekki sé litið á ísland sem vandamál í flugöryggi. Undarlegt er, að félagið skuli ekki hafa gengið fram fyrir skjöldu til að reyna að vinda ofan af hvatvísi ráðherrans. Sama má segja um samtök flugmanna, sem hafa hag af, að ís- lenzkum flugmönnum sé treyst. Skortur á öryggi í flugi hefur hvað eftir annað ver- ið í umræðunni á undanförnum misserum. Umræðan segir okkur, að lélegir embættismenn og lélegur ráð- herra eru að klúðra góðri stöðu, sem Agnar Koefoed Hansen, þáverandi flugmálastjóri, og ýmsir fleiri byggðu upp fyrir nokkrum áratugum. Afleitt er, að hvert atvikið á fætur öðru skuli rýra traust á íslenzkri flugmálastjórn. Rannsóknarnefnd flugslysa er lamað fyrirbæri, embætti trúnaðarlækn- is er ekki skipað, flugmálstjóri hleypur út og suður til að þóknast aumasta ráðherra landsins, sem er orðinn hættulegur öryggi flugfarþega. Þegar mál*snúast um öryggi í flugi mega ráða- menn ekki hagað sér eins og þeir séu að fjalla um sín- ar ær og kýr, fyrirgreiðslu í þágu þeirra frekustu. Jónas Kristjánsson 18. janúar 2002 FÖSTUPAGUR -£iá.ð..u r...í....u..m.ræ..ð..y.n.n i Umræða um fleiri framboð í borginni hófst síðasta sumar. Aukinn kraftur hefur færst í umræðuna að undanförnu og flest bendir til að framboðin verði fieiri en tvö. „Miðstjórn Frjálslynda flokksins ákvað á fundi sínum í gær að verða við tilmælum Ólafs F. Magnússonar læknis og félaga hans um könnun á sameiginlegu framboði frjálslyndra og óháðra við borgarstjórnarkosningar að vori.“ íbúasamtök Grafarvogs hafa blásið af sitt framboð og Hall- grímur N. Sigurðsson, formaður, hefur lýst yfir að hann sækist eft- ir sæti á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins. ■ Vinnumarkaðurinn: Nálgast meira jafnvægi atvinna Jens Ólafsson, fram- kvæmdastjóri ráðningarstofunn- ar Ábendis segir að sér virðist sem vinnumarkaðurinn sé að nálgast meira jafnvægi en verið hefur á undanförnum árum. Enn sé næga vinnu að hafa á vissum sviðum þó þrengst hafi um annars staðar og þar hafi atvinnurekend- ur meira val þegar kæmi að því að ráða starfsfólk. „Þeir sem vilja vinna sýnist mér að eigi að geta fengið vinnu. Það þarf hins vegar að hafa meira fyrir því að fá draumastarfið ef svo má segja.“ Jens segir áberandi að reynslu- mikið fólk sé með margra ára og jafnvel áratuga reynslu að baki sé að koma út á vinnumarkaðinn. Eigi það sérstaklega við fólk í skrifstofustörfum og tæknigeir- anum. „Maður verður svolítið var við það að fólki er sagt upp og boðið starf á lægri launum. Sumir þiggja starfið en aðrir leita eftir öðru.“ Jens segir aukninguna nokkra en ekki sé um holskeflu að ræða. Helsta breytingin sé sú að samsetning hafi breyst. ■ ° -O''Æ/ n V .RRAGÐAST RETMR í tilefni af opnun Quízno's í Hæðasmára 4 bjóðum vjð upp á frítt gos (mjllístærð) með hverjum gJóðuðum QlííZnoV báíi Tilboðíð giidir tii 25. janúar á b áckim söluKDðyjS Quizno's, - heitustu bátamir M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.