Fréttablaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ HRAÐSOÐIÐ RÓBERT RAGNAR SPANÓ aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis Refsingar hækki hugsanlega r NU hefur refsing í nýföllnum dómi Hér- aðsdóms Reykjaness þótt nokkuð ströng miðað við þá dóma sem fallið hafa í kyn- ferðisbrotamálum. Hver þin skoðun á þessu? Ég held að hann sé vel rökstuddur og rökréttur miðað við dómaframkvæmd Hæstaréttar og líka að teknu tilliti til vilja löggjafans sem endurspeglast í lög- um nr. 3272001. Þau hafa aukið refsiram- mann í fíkniefnamálum einmitt til þess að mæta þeirri þróun sem dómafram- kvæmd Hæstaréttar hefur haft í för með sér; þ.e. að refsiákvarðanir í fíkni- efnabrotum eru tvíþættar, annars vegar eru mældir hættueiginleikar fíkniefna og hins vegar er tekið tillit til magns. Þannig að ef við lítum á þennan dóm einan og sér held ég að dómarar í málinu hefði átt mjög erfitt með að komast hjá því að dæma annað en 12 ára fangelsi. ER ekki rökrétt að menn beri saman þunga dóma í fíkniefnamálum við tiltölulega væga dóma í La.m. kynferðisafbrotamáium? Auðvitað er hægt að gera samanburð á milli einstakra brota en þá verður að hafa í huga hvað það er í fíkniefnabrot- um sem gerir refsiákvarðanir tiltölulega strangar. Ástæða þess að menn hafa við fyrstu sýn litið svo á að þessi þróun sé óheppileg er einfaldlega sú að vem- darhagsmunimir era svo óáþreifanlegir í fíkniefnamálum. Það er málefnalegt að mínu viti að refsiákvörðum miði að hluta til og jafnvel að meginstefnu til við magn þeirra fíkniefna sem um ræðir. Ástæðan er sú að það er hægt að draga mjög eðlilega ályktun af magni og þeim áhrifum sem fíkniefnin hefðu getað haft á ótiltekinn fjölda einstaklinga og alman- nahagsmuni. ER eðlilegt að endurskoða refsiramma annarra brotaflokka í kjölfar þyngri refsinga í fikniefnamálum? Ég held að dómstólar eigi að hafa í huga að refsingar fyrir aðrar tegundir brota eigi hugsanlega að hækka hægt og síg- andi í ljósi jafnræðisreglna þó þróunin fram að þessu sé ekki fullkomnlega óeðlileg í ljósi þróunar annar staðar. Róbert Ragnar Spanó er sérfræðingur á sviði refsiréttar og hefur kynnt sér dóm Héraðs- dóms Reykjaness í máli Austuríkismanns sem sæmdur var í 12 ára fangelsi fyrir smygl á rúmlega 67 þúsund e-töflum. Kinverskir dagar í Laugardalshöll: Fjölbreyttar vörur Kínverja Sýning Kínverskir dagar standa yfir í Laugardalshöll dagana 17. - 20. janúar n.k. og gefst fólki kostur á að kynna sér kínverskan iðnað og ferðaþjónustu og skoða kínverska listmuni. Tólf fyrirtæki sýna fram- leiðslu sína en um þessar mundir eru 30 ár liðin frá því að -stjórn- málasamband komst á milli ís- lands og Kína. Á sýningunni verða m.a. kynntar skipasmíðar Kín- verja og raftækjaiðnaður, járnvör- ur, textfliðnaður og gúmmíiðnaður. Þá verður kynntur kínverskur bjór sem framleiddur er úr hrísgrjón- um. Forsvarsmenn fyrirtækjanna verða á sýningunni til viðræðna við fólk úr íslensku viðskiptalífi. Iðnaðarframleiðsla í Kína jókst Meðalhófið er árangursríkast Manneldisráð hefur gefið út bækling til aðstoðar þeim sem vilja létt- ast. Laufey Steingrímsdóttir telur viljan einan sér duga skammt þegar breyta skal mataræði. manneldisráð Manneldisráð hef- ur gefið út nýjan bækling fyrir þá sem vilja grennast. Eins og nafnið bendir til er hann ætlaður þeim sem eru heldur þyngri en þeim er hollt og viija gjarnan gera eitthvað til að snúa þróun- inni við. „Bæklingurinn hefur verið dálítinn tíma í smíðum og reyndum við að vanda til verks með því að fá ýmsa sérfræðinga til liðs við okkur s.s. sálfræðinga og aðra þá sem búa yfir góðum ráðum.“ segir Laufey Stein- grímsdóttir forstöðumaður Manneldisráðs. Laufey segir að tilefni bæklingsins sé ekki síst sú staðreynd að rannsóknir hafi sýnt það að íslendingar séu að þyngjast. „Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem teljast of feit- ir hefur tvöfaldast á átján árum og það þykir okkur slæm þróun. Breyttir lífshættir hafa þar bein áhrif. Nú hreyfa menn sig mun minna en áður, fara nær allt ak- andi og sitja við tölvuskjái. Þrátt fyrir að fólk sé í líkamsrækt og hreyfi sig klukkustund tvisvar í viku nær það ekki að vega upp á móti hreyfingaleysinu í daglega lífinu." Laufey telur að fólk breyti heldur ekki mataræði sínu í takt við minnkandi hreyfingaleysi og það sé ein ástæðan. „Það hafa einnig verið gerðar rannsóknir á börnum og það ber allt að sama brunni og hjá þeim fullorðnu. ÍSLENDINGAR ERU AÐ ÞYNGJAST Laufey Steingrímsdóttir segir að börn séu að þyngjast. Um það bil fimm prósent níu ára barna teljast of feit.“ í bæklingnum er fjallað á ein- faldan hátt um þátt hreyfingar, mataræðis og ekki síst hugarfars við að halda þyngdinni í skefjum og sýnd dæmi um smávægilegar breytingar á lífsstíl sem geta gert gæfumuninn þegar þyngdin er annars vegar. Þar er líka að finna ýmis sjálfspróf og tillögur að matseðlum. „Vissulega má ætla að það sé ósköp einfalt að léttast þegar svona bæklingur er skoðaður. Því vil ég enn og aftur benda fólki á að það er ekki hægt að ætlast til að það léttist á nokkrum dögum. Menn sem hafa verið að fitna á mörgum árum geta ekki búist við að árangri um leið. Það segir sig sjálft. Ef menn hugsa á þann veg eru þeir búnir að dæma sig úr leik áður en þeir byrja.“ Laufey bendir á að mis- skilningurinn sé fólgin í að vilji sé allt sem þurfi. „Við þurfum að borða ekki síður en að draga and- ann. Menn halda ekki niður í sér andanum í tíu mínútur þó þeir vilji það. Það sama er með mat- inn því öll þurfum við að borða og náttúran grípur inn í ef við misþyrmum líkamanum. í þessu eins og svo mörgu öðru er meðal- hófið árangursríkast. Þeir sem virkilega vilja léttast vita að það tekur tíma. Bæklingurinn er lóð á vogarskálina." bergljot@frettabladid.is KLIPPT Á BORÐA margir ráða- og embættismenn klipptu í sameiningu á borða við opnun kínversku sýningarinnar. um tæplega 10% milli áranna 2000 og 2001.1 fyrra var aukningin 7% og búist er við frekari vexti á þessu ári. Tekjur af ferðaþjónustu jukust einnig um tæplega 10% árið 2001 ef miðað er við fyrra ár. Við opnun Kínverskra daga flutti þjóð- lagahópur kínversku kvikmynda- hljómsveitarinnar þjóðlega kín- verska tónlist. ■ Spá Spá- og læknamiðill Eru tilfinningarnar eða fjár- málin í ólagi eða ert þú bara forvitin um framtíðina? Tek fólk í einkatíma Sími 905-7010 í spásímanum 9086116 er spákonan Sirrý og spáir í ástir og örlög framtíðar. Einnig tímapantanir fyrir einkatíma í sama síma. Tarotlínan sími 908 5050 tarotlestur, miðlun, draumráðningar. Fínsvör um hjónabandið, ástina, heilsuna, fjármálin, símatími 18-24 Spámiðillinn Yrsa Beint samband S. 908-6414 149.90 mín. Ástarmálin - Fjármálin Vinnan - Heilsan www. tarot. is Tarotnámskeið: Áhugavert - Öflugt - Allt árið Fjarnám - Bréfaskóli Uppl. og skráning á www. tarot. is og í síma SS3-8822 Spámiðlun - miðlun Lífssporin úr fortíð í nútíð og framtíð. Tímapantanir í síma: 561 5756 og 821 5756. Einnig er ég við á kvöldin í síma: 568 2338 og svara fyrirbænum. Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Leitum lausna við vandamálum. Verð við frá kl.15-2 i síma 908-6040. Hanna SPÁMIÐLUN - MIÐLUN. Lífsspörin úr fortíð í framtíð og nútíð. Upplýsingar og tímapantanir í símum 5682338 og 8725756 Húsnæði Atvinna í boði CLUB VEGAS 8999777 Tölvuskólinn Sóltúni Sóltúni 3 105Reykjavík sími 562-6212 netfang: skoli@tolvuskoli.net heimasíða: www.tolvuskoli.net Windows 2000 Word Excel Outlook Internet Tölvupóstur Næsta námskeið: 23.jan.-18.feb. mán.miö.fös. kl. 17:30-21:00 Námskeið á næstunni — N á m s k e i ð_H e f s t Word 1 21 .jan. Access grunnur 25.jan. HTML 25.jan. Excel 1 28.jan. Front Page 1 21 .jan. Tölvunám 1 60 st. 23.jan. Eldriborgarar 23.jan. Outlook 04.feb. Power Point 06.feb Vefsíðugerð 1 18.feb Vefsíðugerð 2 11.mars Skráning stendur yfir í síma 562-6212 alla daga frá kl. 13 - 22 veisiuugeru Vefsíðugerð 1 HTML Front Page 60 stundir Vefsíðugerð 2 Dreamweaver Flash Fireworks 120 stundir .Je Myndvinnsla Photoshop 40 stundir Óska eftir til 4 herb íbúð í Setber eða nágrenni Uppl i sima 694 Herbergi til Arnarhrauni Hafnarfirði nánari upplýsingar í símum 487 8179 eða 892 8179 Dansarar og borðdömur óskast STARFSÞIÁLFUN í BOÐl

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.