Fréttablaðið - 18.01.2002, Side 14
FRÉTTABLAÐIÐ
18. janúar 2002 FÖSTUPACUR
Við leitum að ört
vaxandi íslenskum
fyrirtækjum sem
vilja samanburð
og viðurkenningu
á alþjóðamarkaði
íslensk fynrtæki sem náðu á listann 2001 yfir 500
framsæknustu frumkvöðlafyrirtæki í Evrópu:
Bakkavör Group,
Delta hfv
'GoPro Landsteinar hf.,
Kögun ehf.,
Opin Kerfi hf.,
0Z.com
Tölvumyndir hf.
Nánari upplýsingar á
www.si.is
<§)
SAMTOK
IÐNAÐARINS
Europe
Unlimited SA
RAMMÍSLENSKUR
ÞORRAMATUR OG ALLT
TILHEYRANDI FYRIR
ÞORRABLÓTIÐ
Tilheyrandi ,^jr
Hákarl *
Súrmatur tPi
Hrútspungar
Lundabaggar
Bringukollar
Súr sviðasulta
Lifrapylsa o.fl.
Harðfiskur
Ný sviðasulta
Síldarréttir
Hangikjöt o.fl
Meðlæti
Rófustappa
Uppstúf
Kartöflumús
Grænmetissalat
Rúgbrauð o.fl.
Gott hráefni - Yfir 10 ára reynsla - Vel útilátið
“Engin veisia of stór eða of langt í burtu fyrir okkur!”
(•HÖFÐAKAFFl)
r^ash
Vagnhöfða 11 © 587 6005 lf587 6070
Spænski landsliðs-
þjálfarinn:
„Islend-
ingarverða
erfiðastir“
handbolti Spænska blaðið Marca
tók viðtal við landsliðsþjálfara
Spánverja, Cæsar Argilés, eftir
sigurleik liðsins við Rússa á mið-
vikudag. Argilés sagði lið sitt hafa
tekið miklum framförum, sérstak-
lega með innkomu Barrufet mark-
varðar. Enn þyrfti þó að slípa
margt til fyrir Evrópumótið.
Þegar Argilés var beðinn um að
spá í spilin fyrir mótið lagði hann
mikla áherslu á að þar yrðu gæði
ÓLAFUR STEFÁNSSON
Ætli Argilés hafi séð hann í stuði
I Þýskalandi?
handboltans mikil. „Mér leiðast
spádómar. Ég fullyrði hinsvegar
að íslendingar verða erfiðustu
andstæðingarnir. í liðinu eru leik-
menn sem spila í Þýskalandi og
þekkja leikinn út og inn.“
Fyrsti leikur beggja þjóða,
Spánar og íslands, er föstudaginn
25. janúar. ■
UMSK vill Landsmót:
Landsmót í
Kópavogi?
landsmÓt UMSK, Ungmennasam-
band Kjalarnessþings, óskaði í
gær eftir því að halda 24. Lands-
mót UMFÍ í Kópavogi. Bæjar-
stjórn ísafjarðar hætti á dögunum
við þáttöku sína í framkvæmd
mótsins, sem halda átti á vest-
fjörðum. Því sá UMSK þennan
leik á borði. Héraðssamband Bol-
ungarvíkur hefur þó enn umboð
fyrir mótið. Framtíð þess er því
óráðin. ísafjörður hætti við því
bæjarstjórninni þótti kostnaður
uppbygginga íþróttamannvirkja
of mikill. Kópavogur þykir hins-
vegar bjóða upp á fyrirtaks að-
stöðu fyrir Landsmót. ■
Keppnisskapið nýt-
ist á báðum stöðum
Handboltakappinn landsfrægi, Bjarki Sigurðsson, hefur ákveðið að
reyna fyrir sér í bæjarpólitíkinni í fyrsta sinn. Hann ætlar að einbeita
sér að íþrótta- og æskulýðsmálum í Mosfellsbæ nái hann kjöri.
keppnismaður Bjarki Sigurðsson,
leikmaður og þjálfari karlaliðs
Aftureldingar í handbolta, hefur
ákveðið að reyna fyrir sér á nýjum
vettvangi, þ.e. í
bæjarpólitíkinni.
Bauð hann sig ný-
verið fram í próf-
kjör sjálfstæðis-
manna í Mosfells-
bæ. „Ég skellti
mér í það,“ sagði
Bjarki í viðtali við
bjarki Fréttablaðið.
Iþrótta- og Hann er að bjóða
æskulýðsmál eru sig J fyrsta sinn
hans sérgrein. fram f bœjarpóli-
tík og sagði verkefnið leggjast al-
veg þokkalega í sig. „Það eru
margir um hituna. Maður er bara
að koma að þessu í fyrsta skipti og
vill leggja sitt af mörkum ef hægt
er. Maður hefur náttúrulega alltaf
skoðanir á ýmsum hlutum og þetta
er kannski grunnurinn. Maður
þarf að byggja hann einhvers stað-
ar,“ sagði Bjarki.
Farið verður til kosninga 9.
febrúar, en bæjarstjórnarkosning-
arnar í vor. „íþrótta- og æskulýðs-
mál eru þau mál sem manni brenn-
ur mest fyrir í brjósti," sagði
Bjarki. „Það er þó hægt að taka á
mörgum hlutum en það gerist bara
með samstilltu átaki.“
Aðspurður hvort hin gífurlega
reynsla hans í handboltanum gæti
e.t.v. komið honum að notum í
stjórnmálunum, sagði hann það
væntanlega vera hægt. „Keppnis-
skapið er þáttur sem maður þarf
að geta nýtt sér á báðum stöðum.
Maður hefur reynslu úr því í
keppnisíþróttum. Maður er nátt-
REYNSLA UR LANDSLIÐINU
Bjarki Sigurðsson er margreyndur lands-
liðsmaður i handbolta. Hann segir reynsl-
una úr keppnisíþróttum vonandi eiga eftir
að koma að góðu gagni I pólitíkinni.
úrulega bara nýliði í stjórnmálun-
um og hvað svo sem gerist verður
bara að koma í ljós. Maður verður
allavega að byrja einhversstaðar
og því ekki að prufa,“ sagði Bjarki.
freyr@frettabladid.is
Bjarki um EM í Svíþjóð:
Maður á eftir að lifa sig inn í þetta
HANDBOLTl „Mér líst mjög vel á, alla vega
miðað við hvernig undirbúningurinn hefur
farið fram. Liðið virðist vera á nokkuð góðri
leið," sagði Bjarki. „Ýmislegt þarf að slípa og
nú fá þeir ákveðinn tíma til þess. En það ber
að hafa það í huga að gera ekki of miklar
væntingar, það veit aldrei á gott. Miðað við
það sem íslenska liðið hefur verið að sýna þá
er samt engin spurning að það á eftir að fara
upp úr riðlinum," sagði Bjarki.
Þegar Bjarki var spurður nánar út í liðið
sagði hann Ólaf Stefánsson hafa verið að
spila gríðarlega vel. „Vörnin hefur skilað sínu.
Fyrir aftan hefur Guðmundur verið að verja
að meðaltali 15-16 bolta í leik. I sóknarleikn-
um mæðir mest á Óla. Það hefur sýnt sig í
undanförnum leikjum að það vantar meiri
breidd," sagði Bjarki.
Aðspurður hvort hann klæjar ekki í fing-
urna að taka þátt í mótinu játti hann því. „Ég
held þó að islenska liðið þurfi ekkert að kvar-
ta yfir breidd og mannskap. Það eru að koma
fullt af góðum einstaklingum. Það þarf að
koma endurnýjun einhvem tímann. Það
verður samt væntanlega erfitt að standa fyrir
utan liðið. Maður á eftir að lifa sig inn 1
þetta," sagði Bjarki. ■
Lækjargata 10
Er nýr mexíkanskur veitingastað-
ur og salsa bar að Lækjargötu 10
(Hvíta húsinu)
Glæsilegur matseðill,ásamt
spennandi sérréttum frá eyjum
Karabískahafsins.
Borðapantanir í síma 562 6030