Fréttablaðið - 21.01.2002, Page 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KJÖRKASSINN
BJÖRN BJARNASON
2/3 vilja að Björn bjóði
sig fram í borginni.
Á Björn Bjarnason að
gefa kost á sér í borgar-
stjórnarkosningunum?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Spurning dagsins í dag:
Á Jón Baldvin að snúa aftur í pólitík?
Farðu inn á vísi.is og segðu |
þína skoðun I
Húsbruni við Laugaveg:
Ölvaður lýð-
ur truflaði
slökkvistarf
bruni Lögregla handtók tvo menn
sem ekki hlýddu fyrirmælum, þeg-
ar lögregla og slökkvilið voru að
störfum á Laugavegi aðfaranótt
sunnudags. Tveir aðrir stálu lykl-
um að brunahönum og skrúfuðu
frá brunahönum í Þingholtsstræti
og Garðastræti. Að sögn lögregl-
unnar í Reykjavík var mikið af ölv-
uðu fólki í bænum um þetta leyti.
Áttu lögreglu-og slökkviliðsmenn
fullt í fangi með að hemja lýðinn
svo þeir gætu fengið vinnufrið við
slökkvistarfið.
Kviknað hafði í íbúð á efstu hæð
húss við Laugaveg 15. Eldsins varð
vart um klukkan þrjú um nóttina og
lagði mikinn reyk frá íbúðinni. Hún
var mannlaus, og hafði kviknað í út
frá logandi kerti. Engan sakaði í
brunanum. ■
—♦—
Lenti í Keflavík vegna
sprengjuhótunar:
Bin Laden
vegsamaður
á spegli
sprencjuhótun Farþegavél frá
Virgin Atlantic lenti á Keflavíkur-
flugvelli með 358 farþega vegna
sprengjuhótunar á laugardag. Flug-
vélin var á leið frá Bretlandi til Or-
lando á Flórída þegar í ljós kom hót-
un, skrifuð með sápu á spegil á sal-
erni flugvélarinnar. Skilaboðin
voru þau að spengja væri um borð í
flugvélinni. Bandaríkjamenn yrðu
að deyja, bin Laden væri stórkost-
legur og undir það var ritað Kvaida.
Vel gekk að rýma vélina og leita í
henni. Hvorki fannst sprengja né sá
sem ritaði á spegilinn. Vélin fór af
landi brott í gær með alla farþega
og tvo rannsóknarlögreglumenn
innanborðs. ■
Bretar bregðast hart við aðbúnaði stríðsfanga á Kúbu:
Keflaðir og í hlekkjum
london, ap Jack Straw, utanríkis-
ráðherra Bretlands, hefur farið
fram á skýringar frá bandarískum
stjórnvöldum á ljósmyndum sem
bandaríski herinn birti, þar sem sjá
má fanga frá Afganistan á Guant-
anamo-herstöðinni á Kúbu. Fang-
arnir eru hlekkjaðir og með bundið
fyrir eyru, augu og munn.
Straw sagðist alltaf hafa staðið í
þeirri trú að Bandaríkjamenn veit-
tu föngunum mannúðlega meðferð.
Svo virðist sem ljósmyndirnar hafi
vakið með honum efasemdir um
þetta. „Afstaða bresku stjórnarinn-
ar er að föngum - burtséð frá form-
legri stöðu þeirra - beri að sýna
mannúðlega meðferð og í samræmi
við viðtekin alþjóðalög," sagði
Straw. „Við höfum alltaf tekið það
skýrt fram og Bandaríkjamenn
hafa sagst vera sömu skoðunar."
Mannréttindasamtök hafa harð-
lega gagnrýnt meðferð fanganna,
sem auk þess að vera hlekkjaðir
eru hafðir í útibúrum sem veita
þeim lítið sem ekkert skjól.
Alþjóðlegi Rauði krossinn hefur
sent sendinefnd til Kúbu, þar sem
hún er að kynna sér aðbúnað fang-
anna. Niðurstöður hennar verða þó
ekki gerðar opinberar, heldur ein-
göngu látnar bandarískum stjórn-
völdum í té. ■
MANNÚÐLEC MEÐFERÐ
Bandariskir hermenn fylgja þarna ein-
um fanganna frá Afganistan í búrið
sitt í Guantanamo á Kúbu.
Samkeppni um skipulag tónlistarhúss og hótels í Austurhöfninni:
Islendingur og Danir
áttu verðlaunatillögu
borcarskipulac fslendingur og
Danir sigruðu í samkeppni arki-
tekta um skipulag tónlistarhúss,
ráðstefnumiðstöðvar og hótels
(TRH) við Austurhöfnina í
Reykjavík. Dómnefndin í keppn-
inni, sem var um skipulag mið-
borgarinnar og hafnarsvæðisins
við Austurhöfn, komst að einróma
niðurstöðu um hvaða tillaga skyl-
di verða fyrir valinu. Vinnings-
hafar voru Guðni Tyrfingsson,
Lotte Elkjær, Mikel Fischer-
Rassmussen
og Lasse
Grosböl ,arki-
tektar. Ingi-
björg Sólrún
Gísladóttir af-
henti verð-
launin, fjár-
hæð að upp-
hæð 4,4 millj-
ónir króna, við
hátíðlega at-
höfn í Ráðhús-
inu í Reykja-
vík síðdegis í
gær. Fallið var
frá því að veita önnur verðlaun.
Þess í stað voru veitt þrenn þriðju
verðlaun að upphæð 1,2 milljónir
hver. Þá samþykkti dómnefndin
að kaupa skyldi tvær tillögur fyr-
ir upphæð 400 þúsund krónur
hvora.
„Tillagan sýnir sannfærandi
lausn á því flókna viðfangsefni
samkeppninnar að tengja saman
byggð og byggðamynstur Kvosar-
innar við skipulag svæðisins og
hið flókna innra samspil og fyrir-
komulag TRH,“ segir í niðurstöðu
dómnefndar. Álls bárust 44 tillög-
ur í keppnina, frá innlendum aðil-
um sem erlendum. Sýning á öllum
tillögunum stendur til 27. janúar
nk. í Ráðhúsinu í Reykjavík. ■
FRÁ VERÐLAUNAAFHENDINCUNNI
Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir, borgarstjóri, sem einnig var for-
seti dómnefndar, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í
Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
KEMUR í STAÐ
FAXASKÁLA
Verðlaunatillaga að tón-
listar-, ráðstefnu- og
hótelbyggingu við höfn-
ina f Reykjavík.
Samningur á lokastigi
borcarskipulac Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir segir að ekki liggi fyrir
hvenær hafist geti framkvæmdir
við byggingu tónlistarhúss, ráð-
stefnumiðstöðvar og hótels við
Austurhöfnina í Reykjavík. „Það
er starfandi samstarfsnefnd borg-
ar og ríkis um verkefnið, sem m.a.
hefur það hlutverk að leita að fjár-
festum í verkefnið, því gert er ráð
fyrir það þetta sé einkafram-
kvæmd. Hótelið á t.a.m. alfarið að
vera fjármagnað af einkaaðilum.
Síðan verði höfð einkaframkvæmd
á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu og
kostnaður af því greiðist í ákveðn-
um hlutföllum milli borgar og rík-
is.“ Ingibjörg sagði að gengið hafi
verið frá þeim hlutföllum, einung-
is ætti eftir að ganga frá samning-
um þar að lútandi. „Það verður
vonandi hægt að gera alveg á
næstunni. Þá myndi þessi nefnd
fara að leita að fjárfestum og við
gerum ráð fyrir því að vinningstil-
laga fylgdi til skýringar á því
hvernig borgaryfirvöld sjá þetta
fyrir sér,“ sagði hún.
Björn Bjarnason, menntamála-
ráðherra, staðfesti að kostnaðar-
skiptasamningur væri á lokastigi.
„Ég ætla nú ekki að segja um neinn
tímaramma í þessu. Það er um að
gera að undirbúa svona mál mjög
rækilega, enda forsenda þess að
dæmið gangi upp. Samkeppnin var
nauðsynlegur aðdragandi í málinu
og nú hefur verið kynnt niðurstaða
í henni. Síðan eru þessir samning-
ar sem við erum að gera milli rík-
isins og Reykjavíkurborgar og
þegar þeir hafa verið undirritaðir
verður farið út í næsta áfanga,"
sagði menntamálaráðherra. ■
Góðir landsmenn!
Saumaklúbbar, starfsmannafélög, átthagafélög o.fl.
Bráðlega fara þorrablót okkar landsmanna í gang. Okkur hjá
Reykjadal ehf. langar til að vekja athygli ykkar á húsnæði sem við
höfum til leigu í hjarta Hveragerðis til minni og stærri mannfagn-
aða. Það er opið hjá okkur allt árið og erum við með 32 gistirými.
Við bjóðum upp á hestaferðir á öruggum hestum og einnig
gönguferðir um nágrenni Hveragerðis, sem gæti lokið í sund-
lauginni í Laugaskarði, Hveragerði.
Gistihúsið Ljósbrá,
E-mail smaris@mi.is
Hveramörk 14, 810 Hveragerði
s. 483 4588, fax 483 4088, gsm 899 3158
Skoðanakönnun:
40 prósent vilja
Jón Baldvin heim
Stjórnmál Samkvæmt skoð-
anakönnun Gallup telja 40
prósent landsmanná æski-
legt að Jón Baldvin Hanni-
balsson sendiherra komi
aftur til þátttöku í íslensk-
um stjórnmálum. 43 pró-
sent telja það hins vegar
óæskilegt en 18 prósent
sögðu það hvorki æskilegt
né óæskilegt.
Það voru áhugamenn um
endurkomu Jóns Baldvins sem
stóðu fyrir þessari könnun. Spurn-
ingin var lögð fyrir þátttakendur í
þarliðinni viku. 16,8 prósent þeirra
sögðu það mjög æskilegt að Jón
Baldvin sneri aftur og 22,8 prósent
að það væri frekar æskilegt. 21,9
prósent sögðu það hins veg-
ar mjög óæskilegt að fá Jón
Baldvin aftur í íslenska
pólitík en 20,7 prósent frek-
ar óæskilegt.
Til samanburðar þess-
ari niðurstöðu má geta
þess að Samfylkingin, arf-
taki gamla Alþýðuflokks-
ins, hefur yfirleitt mælst
vel undir 20 prósentum í
skoðanakönnunum að und-
anförnu. í þjóðarpúls Gallup frá
desember síðastliðnum var fylgi
Samfylkingarinnar 16,4 prósent
sem er ívið lægra hlutfall en þeir-
ra sem segja nú að það sé mjög
æskilegt að Jón Baldvin snúi aft-
ur. ■
JÓN BALDVIN
Nýtur meira fylgis
en Samfylkingin-
21. janúar 2002 MÁNUPACUR
Leiðtogaprófkj ör:
Yfirlýsingar
Björns vænst
FRAMBOÐSMÁL Björn Bjarnason,
menntamálaráðherra, segir á
vefsvæði sína að það styttist í að
hann gefi út ákvörðun sína um
hvort hann muni gefa kost á sér í
leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðis-
manna í borginni. Aðspurður
vildi hann þó ekki gefa nánari
tímasetningu. f umræðu meðal
mann hefur dagsetningin 26. jan-
úar verið nefnd. „Fulltrúaráðið
heldur þá sinn aðalfund og búið
að boða til þess fundar. Það er því
eðlilegt að menn nefni þá dag-
setningu," sagði Björn en vildi þó
ekki segja af eða á með þá dag-
setningu. ■
Sameining Skeiða-og
Gnúp verj ahrepp s:
Gifting
eftir langa
sambúð
sveitastjórnarmál íbúar Gnúp-
verjahrepps og Skeiðahrepps
hafa samþykkt sameiningu
sveitarfélaganna. Úrslit kosn-
inganna voru afgerandi. Milli
sextíu og sjötíu prósent íbúanna
kusu sameiningu. Kjörsókn var
með besta móti. Áttatíu prósent
íbúanna skiluðu atkvæði sínu.
Samanlagður fjöldi íbúa í hinu
nýja sveitarfélagi verður um 510
manns. Að sögn Bjarna Einars-
sonar, oddvita þess hluta sveit-
arfélagsins sem áður var Gnúp-
verjahreppur, mun sameiningin
breyta afar litlu. Sveitarfélögin
hafi verið rekin sameiginlega
um nokkurt skeið. Það eina sem
eftir eigi að sameina, sé fjárhag-
urinn. Gárungarnir í sveitinni
segi að verið sé að gifta, eftir all
langa sambúð. Sveitarfélögin
tvö hafi litið á sig sem eitt skóla-
hverfi og skólarnir reknir undir
einni skrifstofu og einum skóla-
stjóra. Megin hagræðingin felist
í rekstri einnar skrifstofu fyrir
nýja sveitarfélagið. Hún verði
væntanlega í Árnesi. Ekki hefur
verið valið nafn á nýja sveitarfé-
lagið. Ákvörðun verður tekin um
það í sameiningarnefnd sveitar-
félaganna fyrir formlega sam-
einingu fyrsta júlí. ■
LÖGRECLUFRÉTTIR
Ungur maður ók vélsleða sínum
á girðingu á Akureyri nú í
kvöld. Maðurinn slasaðist lítillega
og var fluttur á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri til aðhlynningar.
Hann var að færa sleðann til
heima hjá sér þegar slysið varð.
Alla jafna er ekki leyfilegt að aka
á vélsleðum innanbæjar.
Harður árekstur varð á Bú-
staðavegi um klukkan hálf níu
í kvöld. Þrír bílar lentu saman í
árekstrinum. Ekki urðu alvarleg
slys á fólki.
Mikið var af fólki í miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt
sunnudags. Lögreglan í Reykjavík
sagði að flestir hefðu virst vera í
afar leiðinlegu skapi. Um fimmtán
manns voru teknir fyrir ölvun-
arakstur í Reykjavík um helgina
og telst það vera hefðbundinn f jöl-
di. Innbrot voru framin í þrjá bíla
um helgina.
| INNLENT I
Þrjátíu og eitt sveitarfélag
hefur fengið aðvörun vegna
slæmrar fjárhagsstöðu. Viðvör-
unum hefur fjölgað um ellefu
síðan í fyrra og bendir það til
versnandi ástands sveitarfélag-
anna. Að auki voru tíu sveitarfé-
lög aðvöruð vegna alvarlegrar
fjárhagsstöðu og eru sjö sveitar-
félaganna að fá aðvörunina í
annað sinn.