Fréttablaðið - 21.01.2002, Blaðsíða 19
MÁNUPAGUR 21. janúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
19
LISTAVERK ÚR VOPNUM
Mörg verkanna á sýningunni eru frumleg svo ekki sé meira sagt. Einn listamannanna tek-
ur sér stöðu fyrir framan eitt verka sinna. Hjá honum leikur gamall „riffill" á fiðlu.
Nýstárleg sýning:
Vopn verða
dansandi
fígúrur
lundúnir Byssum, sem notaðar
voru í borgarastríðinu í Mósambik,
hefur verið breytt í skúlptúra og
listaverk og hefur mununum verið
komið fyrir á Oxo Tower listasafn-
inu í London þar sem gestir og
gangandi geta notið listarinnar.
Byssurnar sem um ræðir eru af
öllum stærðum og gerðum; rúss-
neskir Kalashníkov rifflar,
sprengjuvörpur (bazokkkas) og
skammbyssur af ýmsu tagi. Byss-
urnar hafa verið sagaðar til og
beygðar og líkjast þær nú dans-
andi fígúrum, fuglum og hljóð-
færum. Þeim var safnað saman
eftir að borgarstyrjöldinni lauk í
Mósambik árið 1992. Fólki var
gefinn kostur á að afhenda
stríðsvopnin í skiptum fyrir
plóga, reiðhjól og saumavélar og
nýttu sér það fjölmargir. Er áætl-
að að um 7 milljón vopna hafi ver-
ið í landinu þegar 15 ára borgara-
styrjöld lauk. Um ein milljón
manns týndi lífi í stríðinu. ■
mmwmmmstsmmimtxtsmiæesmsimmmmftssm
Myrkir músíkdagar 2002:
Hljómeyki flytja kórverk eftir Jón Nordal
tónleikar Sönghópurinn
Hljómeyki heldur tónleika í
Hjallakirkju í Kópavogi í
kvöld klukkan átta. Á tón-
leikunum verða flutt kór-
verk eftir tónskáldið Jón
Nordal. Stjórnandi er Bern-
haður Wilkinson. Á efnisskrá
tónleikanna er verkið Lux
mundi, þjóðlagaútsetningarnar
Framorðið er, Göfgum
góðfúslega og Ó, eg
manneskjan auma,
kórverkið Ljósið
sanna, Trú mín er að-
eins týra og Requiem.
Jón Nordal hefur
lagt fram drjúgan
skerf til íslensks tón-
listarlífs sem tónskáld, píanóleik-
ari, kennari og skólastjóri. Með
honum bárust til íslands straumar
nútímatónlistar og áhrif hans á
yngri tónskáld eru ótvíræð. Jón
var einn stofnenda Musica Nova,
félagsskapar um nútímatónlist, og
fyrsti formaður þess 1959. Hann
hefur síðan tekið virkan þátt í
samtökum tónlistarmanna og tón-
skálda. ■
v< . . Spádómar Biblíunnar Opinberunarbókin Ókeypis námskeið hefst 30. janúar. Námskeiöiö verður haldið kl. 20 á mánudögum og miðvikudögum að Hlíðasmára 9, Kópavogi, efstu hæð. Fyrirlesari er dr. Steinþór Þórðarson guðfræðingur. Skráning í síma 564 6268 og 861 5371. Ókeypis námsgögn á staðnum. Allir eru velkomnir. Notið tækifærið og kynnist hrífandi efni Biblíunnar svo og spádómum hennar, en sumir þeirra eiga við okkar tíma.
1
í ‘Túnis
Golfferðir okkar til Túnis njóta sífeilt meiri vinsælda,
því auk góðra golfvalla býður Túnis upp á margbrotna sögu
og menningu og gott loftslag við Miðjarðarhafsströndina.
Hverning væri aö framlengja goiftímabilið við kjöraðstæður? Búa á fyrsta flokks
strandhótelum í þægilegum hita, borða góðan mat og leika golf á góðum golfvölium?
Næsta vetur og vor býður Ferðaskrifstofa Vesturlands upp á þrjár 11 daga golfferðir til
Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjuiega og eftirminnilega ferð.
► Brottfarir eru 22. febrúr og 26. apríl
► Verð í brottför 22. febrúar er kr. 141.700 á mann í tvíbýli*
► Verð í brottför 26. apríl er kr. 145.800 á mann í tvíbýli*
► Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr 15.000
Farastjóri: Sigurður Pétursson, golfkennari.
Innifalið í verði er flug, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum, hálft fæði,
8 vallargjöld og skoðunarferð til Kariouan.
* Að viðbættum flugvallarsköttum.
Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 4372323
V'
F E R ÐASKRI F S T O F
VESTURLANÐS
Sími 437 2323, fax 4372321. Netfang travest@simnet.is
Reiðnámskeið
á vorönn hefjast miðvikudaginn 23.janúar.
í boði verða námskeið fyrir byrjendur
og framhaldshópa.
• Hvert námskeið er 12 skipti.
• Hver kennslutími 11/2 klst.
• Byrjendur mæta þrisvar í viku.
• Framhaldshópar tvisvar í viku.
Aðrir tímar sem verða á
dagskrá í vetur eru:
• Mæðgna-feðgatímar
• Litli hestaskólinn fyrir börn á
aldrinum 3-5 ára (foreldrar eru
með börnum sínum í þessum
tímum).
• Tímar fyrir konur sem langar
að byrja í hestamennsku.
Frekari upplýsingar og
skráning hjá Þóru í síma
822 2225 eða 567 5720.
REIÐSKÓUN/V
fAXABÓi
Faxaból 11. Uíðidal
Sími: 822-2225
Fundur um
várahnj úkavirkj un
Framsóknarmenn í Reykjavík boða til almenns fundar um
Kárahnjúkavirkjun í samkomusal flokksins að Hverfisgötu 33
í Reykjavík, mánudaginn 21. janúar n.k. kl. 20.30.
Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, hefur framsögu.
Flokksmenn sérstaklega hvartir til að mæta. Allir velkomnir.
Kjördœtnissainbatid framsóknarnnimm í Reykjavikurkjördœmi norður
Kjördœmissamband fratnsóknarmanna í Reykjavíknrkjördiemi suður
50%
VIÐBÓTARAFSLÁTTUR
BARNAÚLPUR 500.-
BARNASNJÓBUXUR 500.-
TVÍSKIPTIR
SNJÓGALLAR 1.000.-
VINNUFATALAGERINN
SMIÐJUVEGI 4
OPIÐ MÁNUD - FQSTUDAG KL10-18
LAUGARD 12-16