Fréttablaðið - 21.01.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.01.2002, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 21. janúar 2002 MÁNUDAGUR Framsóknarflokkur: Stillt upp í Garðabæ framboð Framsóknarmenn í Garða- bæ samþykktu á fundi fyrir helgi að bjóða fram B-lista fyr- ir næstu bæjarstjórn- arkosningar. Þriggja manna uppstillingar- nefnd var kosin til að gera tillögu um fram- einar boðslista og er gert svein- ráð fyrir að niðurstaða björnsson úr því starfi liggi fyrir ekki síðar en 15. mars nk. Á fundinum gerði Einar Svein- björnsson, bæjarfulltrúi flokksins síðustu tvö kjörtímabil, grein fyrir því að hann gæfi kost á sér til að leiða listann. ■ Dómsmál Se og Hor á hendur Fróða hf vegna Séð og Heyrt: Fallið var frá öllum kröfum pómsmál Mál útgáfufélagsins Carl Allers Etablissement A/S sem gef- ur út Se og H0r á Norðurlöndun- um á hendur Fróða hf. vegna út- gáfu Séð og Heyrt hér á landi var fellt niður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Sam- komulag málsaðila gengur út á að báðir falla frá kröfum á hendur hinum og bera sjálfir þann kostn- að sem af málinu hefur hlotist. Málið teygir anga sína aftur til ársins 1997 þégar upphófust bréfaskriftir milli Carl Allers út- gáfunnar og Fróða. í framhaldinu gerði Carl Allers kröfu um að við- urkennt yrði fyrir dómi að Fróða hafi verið óheimilt að nota útlit og uppsetningu innihalds blaðsins Séð og heyrt. Jafnframt var gerð krafa um að Fróða yrði bannað að nota nafnið Séð og heyrt og það SE OC H0R VS. SÉÐ OC HEYRT Útgáfufélag Se ' or gerði 1997 at- hugasemdir við útgáfu Séð og heyrt hér á landi og taldi brotið á út- gáfu- og höf- undarrétti. afmáð úr vörumerkjaskrá. Einnig var farið fram á skaðabætur frá Fróða fyrir að brjóta á vöru- merkjarétti Carl Allers og fyrir að hagnýta sér útlit og uppsetn- ingu tímarita þeirra. Árni Vilhjálmsson, hrl., sem fór með málið fyrir hönd Carl All- ers segir að ákvörðunin um að láta málið niður falla hafi komið frá útgáfunni sjálfri. „Mönnum fannst þetta ekki svara kostnaði, það er ekki flóknara en það,“ sagði hann. ■ —o —o Byrjenda- og framhaldsnámskeið 5-12 ára Skípt í hópa eftir aldri, 5 í hópi. Einum kennt í einu, sungið í hljóðnema. Kennsla í raddbeitingu og sungið við undirleik. Hljóðnematækni. Aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi! AUir fara á skrá fyrir væntanleg verkefni. Tónleikar í lok námskeiðs og upptaka á snætdu. R'n’B og rapp fyrir stráka og stelpur -o Söngnámskeið fyrir unglinga og fullorðna Langar þig að læra að syngja? Nú er tækifærið. Yfir 500 ný og gömul lög í boði, dægurlög. popplög. jazz og rokk. Erum að leita eftir börnum til að taka þátt í alþjóðlegri söngvakeppni barna á ítalfu. Lögin sem í boði eru: (Allt það nýjasta!) Bamaborg og Bamabros Alicia Keys Destiny's Child Flíkk Flakk Atomi Kitten Beastie Boys Söngvaborg Nelty Furtato M.C. Hammer Jabadabadú Monica Bobby Brown Bugsy Malone Brandy Fat Boys Greace Leann Rimes LL.CootJ. Litla Hryllingsbúöin Creed Jóhanna Guðrún N'Sync Abba Pink The Beatles Britney Spears Boyzone Tina Tumer Christina Aguilera Backstreet Boys Etton John Cetíne Dion Red Hot Chilti Peppers Eric Ctapton Whitney Houston Destiny's Chitd Patsy Cline Mariah Carey TLC og margt fleira.. Destiny's Chitd Eminem Nemendum gefst kostur á að fara í hljóðver og syngja inn á geisladisk. Upplýsingar og innritun í síma 575 1512. Námskeiðin hefjast í næstu viku. Kennt verður í Valsheimilinu, Hlíðarenda. Til sölu Audi A3 árg. 1999 Topplúga, 16“ álfelg- ur, Alpine hljómtæki o.fl. Myndir og upp- lýsingar á www.finn- bill.is Sfmi: 557 6086, 897 9227 og 893 9780 Fjöldi mála gegn Símanum Kvörtunum til Samkeppnisstofnunar fjölgar eftir tvo nýlega úrskurði í málum Halló og Islandssíma gegn Símanum. Væntanleg eigendaskipti hafa líka áhrif. Hafði unnið öll mál í tvö ár þar á undan. Erindi frá tíu fyrirtækjum nú inni á borði hjá stofnuninni. fjarskipti Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun segir er- indi frá um tíu fyrirtækjum gegn Landssímanum vera til skoðunar —♦— um þessar mundir hjá stofnuninni. Meðal annars hafi kvartanir borist frá Halló, Tali og ís- landssíma en ein- nig nokkrum smærri fyrirtækj- um á fjarskipta- sviði. Síminn hefur jafnan komið mikið við sögu hjá stofn- uninni en í samtöl- við forsvarsmenn „Við höfum það skjalfest að þeir hafa farið neikvæð- um orðum um gæði okk- ar þjónustu og auk rang- færslna um verð" —♦— um blaðsins nefndra fyrirtækja kom fram að nýlegir afdráttarlausir úrskurðir Samkeppnisstofnunar í málum Halló og Íslandssíma kunni að eiga þátt í nokkurri aukningu. Samkvæmt bráðabirgðarúr- skurði í desember gerðist Síminn brotlegur við Halló með því að hringja í við- skiptavini þess til þess að fá þá til viðskipta við sig. Ekki þótti við hæfi að fyrirtæk- ið notaði til þess þórólfur upplýsingar sem árnason það eitt fyrir- Telur Símann enn tækja hefur sem gefa afslætti utan rekstrarleyfis- verðskrár. hafi talsímanets á íslandi. Einnig í desembermánuði úrskurðaði stofnunin um að Sím- inn skyldi greiða Íslandssíma 40 milljónir króna í skaðabætur vegna svonefnds Hafnarfjarðar- máls. „Við höfum verið að safna gögnum og þetta gæti endað með málshöfðun. Þó viljum við gefa Símanum færi á að leysa málið með öðrum hætti,“ sagði Ingvar landssíminn Undirboð og niðurgreiðsla, villandi upplýsingar til neytenda og yfirburðastaða við samn- ingsgerð eru meðal þeirra atriða sem samkeppnisaðilar kvarta undan. Hafði unnið síðustu níu mál gegn Símanum þar til í desember. Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Halló, spurður um viðbrögð við úrskurðinum. Af öðrum málum sem Halló hefur nýlega sent stofnuninni nefnir Ingvar auglýsingar síðasta hausts á tilboðinu Vinir og vandamenn sem hann segir hafa verið vill- andi og einnig upplýsing- ar sem neytendur hafa fengið frá þjónustufulltrúum Sím- ans um verð og þjónustu Halló. „Við höfum það skjalfest að þeir hafa farið neikvæðum orðum um gæði okkar þjónustu og auk rang- færslna um verð,“ segir Ingvar. Þetta sé óviðunandi meðal annars vegna þess að Halló greiðir fyrir afnot af talsímaneti Símans eins og önnur símafyrirtæki. Þórólfur Árnason, fram- kvæmdastjóri Tals, sagði fyrir- tækið hafa sent eitt mál til stofn- unarinnar fyrir áramót- in. „í hæstaréttardómi síðasta haust var þeim bannað að veita fyrir- tækjum magnafslætti í farsímaþjónstu sem koma ekki fram í verð- listum. Við höfum vís- halló bendingar um að þeir Þjónustufulltrúar Sím- hafi ekki látið af því at- ans gefið rangar upp- hæfi.“ Þórólfur segir að lýsmgar. væntanleg eigendaskipti Símans skýri einnig fjölgun mála að undanförnu. „Nýir eigendur þurfa að vita að hverju þeir ganga." Nú síðast kvartaði Islandssími yfir því að Síminn niðurgreiddi innlendan ADSL-gagnaflutning með erlenda hluta þeirrar þjón- ustu. Óskar Magnússon, nýr for- stjóri, sagði fleiri kvartanir í bí- gerð en vildi ekki ljóstra þeim upp að svo stöddu. matti@frettabladid.is Vefrit fjármálaráðuneytisins: Ekki hagstjórn heldur utan- aðkomandi aðstæðum að kenna efnahagsmál í vefriti fjármála- ráðuneytisins er því vísað á bug að of lítið aðhald í ríkisfjármálum megi kenna um versnandi stöðu efnahagsmála upp á síðkastið. Aukin skuldsetning almennings og fyrirtækja er rakin til gífurlegra breytingar á almennu rekstrarum- hverfi atvinnulífs og einstaklinga á undanförnum árum. „Ekki síst fyrir tilstilli aukins frelsis á fjár- magnsmarkaði, jafnt innanlands sem milli íslands og annarra landa,“ segir í vefritinu. Þá er því einnig vísað á bug að opinberar gjaldskrárhækkanir hafi verið of miklai'. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að endur- skoða fyrri ákvarðanir um gjald- skrárhækkanir er ekki sögð tekin vegna þess að þær hafi verið of miklar heldur til þess að sýna gott fordæmi og stuðla að því að verðbólgumarkmið náist. Gjald- skrárhækkanir ríkisaðila í tengsl- um við afgreiðslu fjárlaga fyrir þetta ár eru sagðar fyllilega í samræmi við áætlanir. Eins er bent á að hækkun á lyfjakostnaði stafi ekki eingöngu af aukinni kostnaðarþátttöku almennings heldur einnig óhagstæðri gengis- þróun o.fl. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.