Fréttablaðið - 24.01.2002, Síða 6
SPURNING DAGSINS 6
FRÉTTABLAÐIÐ
24. janúar 2002 FIIVIIVITUDAGUR
Hvern villt þú sjá sem næsta
borgarstjóra?
Haukur Valdimarsson, aðstoðarlandlæknir:
P"--------wxr
„Auðvitað vil ég sjá Ingibjörgu Sólrúnu sem
næsta borgarstjóra. Hún hefur staðið sig
ákaflega vel. Er málefnaleg og skemmtileg
kona."
Cunnþóra Björnsdóttir
heimavinnandi húsmóðir
Úkraína:
Eitt prósent
íbúa smitaðir
af ey ðni
úkraína / ap í Úkraínu eru eitt
prósent íbúanna smitaðir af eyðni.
Landið er því hið fyrsta í Evrópu
sem nær þessu hlutfalli smitaðra.
HIV smituðum hefur fjölgað
verulega í austur Evrópu og mið
Asíu undanfarið. í löndunum um-
hverfis Úkraínu eru tilfelli smit-
aðra um fimmtán prósent fleiri en
fyrir þremur árum, samkvæmt
tölum Sameinuðu þjóðanna. Eyðni
var nær óþekktur sjúkdómur í
Úkraínu fram til ársins 1994.
Fjöldi tilfella var aðeins 184. Þeg-
ar frelsi og fátækt jókst, við fall
Sovétríkjanna, smituðust fleiri
eiturlyfjaneytendur og vændis-
konur af eyðni. Avinnuleysi og
bágur efnahagur hafði haft áhrif á
neyslu eiturlyfja og vændi. Nú er
talið að um 400 þúsund manns séu
smitaðir af veirunni. Sameinuðu-
þjóðirnar hafa varað við því að
faraldurinn geti færst enn frekar
í aukana í fyrrum lýðveldum
Sovétríkjanna. Æ fleira fólk, sem
hvorki stundar eiturlyfjaneyslu
eða vændi, hefur smitast af eyðni-
veirunni. ■
Bretland:
Laust við
ginog
klaufavciki
london / ap Bretland er laust við
gin og klaufaveiki. Því hefur ver-
ið lýst yfir af alþjóða dýraheil-
brigðisstofnuninni. Hópur sér-
fræðinga stofnunarinnar tóku
ákvörðun um yfirlýsinguna vegna
alþjóðaverslunar. Um ár er síðan
gin og klaufaveiki varð fyrst vart
í Bretlandi. Talið er að yfirlýsing-
in muni ryðja veginn svo útflutn-
ingur á kjöti, frá landinu, geti haf-
ist að fullu. Einhverjar hömlur
Evrópusambandsins á innflutn-
ingi á kjöti frá Bretlandi, munu þó
enn vera við lýði. ■
Skítseiði ekki brot á reglum
uiviiviæli „Það stendur ekki til að
veita Jóni áminningu," sagði
Haukur Valdimarsson, aðstoðar-
landlæknir.
Hann telur ekki að ummæli
Jóns B. G. Jónssonar yfirlæknis á
Patreksfirði, sem kallaði íbúa Pat-
reksfjarðar skítseiði á vefsíðunni
patreksfjörður.is, stangast á við
þær reglur sem læknum eru sett-
ar. í siðareglum lækna segi þó að
þeim beri að sýna vammleysi í
starfi og líferni. „Læknar verða
að forðast að hafast það að, sem
veikt getur trúnaðarsamband
milli hans og sjúklinga. Jón þarf
þó ekki að hafa trúnað við alla á
Patreksfirði. Þar er væntanlega
um fleiri lækna að ræða,“ segir
Haukur. Ekki standi til að veita
Jóni áminningu vegna ummæl-
anna. Rannsaka yrði hvort og
hvenær ummælin áttu sér stað.
Ummæli sem birtust í blöðum
HAUKUR
VALDIMARSSON
Ég hef fulla samúð
með mönnum sem
eru að bagsa í
þessu. Þeir eru að
láta gott af sér leiða
og hafa oft reynslu
og þekkingu sem er
hjálpleg í svona
samfélögum.
væru ekki endilega tekin trúan-
leg.
„Það má ekki hefta menn í því
að stunda pólitískt starf. Við erum
mjög ánægðir með að menn hafi
sig í frammi og stýri samfélaginu.
Þeir þurfa þó að aðlaga sig þeim
aðstæðum." segir Haukur. „Menn
eru gjarnan útsettir fyrir óþæg-
indum þegar þeir eru í þessari
stöðu. Eg hef fulla samúð með
mönnum sem eru að bagsa í
þessu. Þeir eru að láta gott af sér
leiða og hafa oft reynslu og þekk-
ingu sem er hjálpleg í svona sam-
félögum. Þeir eru sterkir máttar-
stólpar." ■
Skulda 10 millj-
ónir vegna van-
goldinna launa
Fyrirtækið Reykjavik.com rambar á barmi gjaldþrots. Norðurljós hf. á
þriðjungshlut í fyrirtækinu og Kaupþing í Lúxemborg á einnig hlut í
því. Skipt hefur verið um kennitölu. Ritstjóri Reykjavikur.com gekk út
um áramótin.
launapeilur Reykjavik.com ramb-
ar á barmi gjaldþrots. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins skuldar
fyrirtækið um 10 starfsmönnum
hátt í 10 milljónir vegna vangold-
inna launa. Blaða-
mannafélag ís-
lands mun vera
með málið til skoð-
unar, þar sem
nokkrir starfs-
mannanná eru fé-
lagar í því. Þröstur
Emilsson, fyrrver-
andi ritstjóri
Reykjavikur.com,
staðfesti að hann
hefði gengið út um
áramótin, en hinir
hefðu gert það í
ÞRÖSTUR
EMILSSON
Ritstjóri Reykjavik-
ur.com gekk út
um áramótin.
október. Nú væru tveir að vinna
hjá fyrirtækinu miðað við 16 til 18
manns þegar mest var.
Fyrirtækið Veraldarvefurinn
hf. var stofnáð um rekstur Reykja-
vikur.com í desember árið 1999.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins átti fyrirtækið í miklum
rekstrarerfiðleikum á síðasta ári
og ákváðu forráðamenn þess að
skipta um kennitölu. Fyrirtækið
Borgarvefurinn á nú og rekur
reykjavik.com. Norðurljós hf., fyr-
irtæki Jóns Ólafssonar, keypti
þriðjungshlut í Veraldarvefnum
fyrir um ári síðan. Einnig átti Jón
Olafsson persónulega hlut í fyrir-
tækinu, sem og Kaupþing í Lúxem-
borg. Auk krafna starfsmanna
upp á um 10 milljónir króna, mun
fyrirtækið hvorki hafa greitt fé-
lagsgjöld né í lífeyrissjóði síðan á
fyrri hluta síðasta árs. Samkvæmt
&SSS-3J
k i{%lj
hmti vip.nMtMi• Ww , &
VEFSÍÐA REYKJAVIKUR.COM
Luðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélags (slands, sagði að innheimtuaðgerðír vegna
vangoldinna launa hefðu ekki borið neinn árangur.
--------laaaaagswt-----------
----------------------------------------------------------------------i----------------------------------------------
..................... t.
»» (« H (t L» »• H
*« n n »
H ** *’< n "
"w&gait
<W'' ‘laímnwtfainKÍuik'
po>v«wfv.;rwit:*:'í’í«r.(íif’tS/AÚ.
‘ B.,
fM/rtoi.WíH-i,..
k V HaS.je, Vt'UT h
CUy gic
heimildum blaðsins munu skatt-
greiðslur fyrirtæksins einnig vera
í ólestri og það ekki greitt skatt
síðan síðastliðið sumar.
Lúðvík Geirsson, framkvæmda-
stjóri Blaðamannafélagsins, sagði
að félagið hefði staðið í innheimtu-
aðgerðum fyrir fjóra starfsmenn
reykjavik.com, en að þær hefðu
ekki borið neinn árangur. Ljóst
væri því að fara þyrfti lagaleiðina
og að borgarfógeti myndi fá málið
inn á sitt borð á næstunni. Hinir
starfsmennirnir sem eiga inni laun
hjá fyrirtækinu eru í öðrum stétt-
arfélögum en Þröstur rekur mál
sitt sjálfur.
Borgaryfirvöld í Reykjavík
munu lengi hafa haft áhuga á lén-
inu Reykjavik.com. Samkvæmt
heimildum blaðsins voru farnar af
stað óformlega viðræður milli
borgaryfirvalda og forráðamanna
Reykjavikur.com síðastliðið sumar
um kaup á léninu og fyrirtækinu.
Nú þykir hins vegar ljóst að ekkert
verði úr þeim viðskiptum, þar sem
allt stefnir í að fyrirtækið lendi í
málaferlum vegna vangoldinna
launa og verði jafnvel tekið til
gjaldþrotaskipta.
trausti@frettabladid.is
Samfylkingin í Reykja-
nesbæ:
Gefur kost á
sér til að leiða
listann áfram
prófkjör Jóhann Geirdal, bæjar-
fulltrúi Samfylkingar í Reykjanes-
bæ hyggst gefa kost á sér til að
leiða lista flokksins í bæjarstjórn-
arkosningum í maí. Prófkjör vei’ð-
ur haldið 23. febrúar nk. um sæti á
lista flokksins. Frestur til að til-
kynna þátttöku í prófkjöri rennur
út á sunnudag. „Við teljum okkur
eiga góða möguleika á að bæta við
okkur“, segir Jóhann. „Við fengum
fjóra bæjarfulltrúa síðast og telj-
um okkur hafa forsendur til að
bæta við þeim fimmta." ■
LYF
Vísbendingar eru um að bólgueyðandi lyf,
á borð við Ibufen, minnki líkurnar á
alzheimer að sögn hollenskra lækna.
Rannsóknir á alzheimer:
Felst
lækningin í
bólgueyð-
andi lyfíum?
heilsa Von gaéti verið fyrir þá sem
óttast að fá alzheimer. Hollenskir
vísindamenn hafa fundið vísbend-
ingar um, að bólgueyðandi lyf, á
borð við Ibufen, minnki líkurnar á
alzheimer. í könnun sem þeir
gerðu kom í ljós, að líkurnar á því
að fólk, sem tekið hafði lyfið í, að
minnsta kosti, tvö ár, fengi
alzheimer, voru einungis einn
sjötti, samanborið við þá sem ekki
höfðu tekið lyfið. í könnuninni,
sem birt var í New England
læknatímarinu, er bent á að ekki
sé hægt að slá niðurstöðunum
föstum. Fjöldi rannsókna væri þó
hafinn. Þær miðuðu að því að
kanna hvort bólgueyðandi lyf
hefðu áhrif á þá, sem þegar hafa
fengið alzheimer, eða eru í bráðri
hættu við að fá sjúkdóminn. Gert
er ráð fyrir að niðurstöður þeirra
rannsókna verði afgerandi. Rann-
sóknirnar endurspegla áhuga vís-
indamanna á þeirri tilgátu að afar
venjulegar bólgur geti verið und-
irrót margra krónískra sjúkdóma
á borð við alzheimer, hjartasjúk-
dóma, beinþynningu og sykur-
sýki. Bólgueyðandi lyf geti því
gegnt stóru hlutverki í að koma í
veg fyrir eða hægja á þessum
sjúkdómum. ■
Húsnæðismál aldraðra:
AOL Time Warner:
LÖGREGLUFRÉTTIRl
Hrafnista með
stórhuga áform
á Akureyri
húsnæðismál Hrafnista hefur
kynnt hugmyndir um byggingu
þjónustusvæðis fyrir aldraóa á
10 hektara landi á Akureyri á
næstu 10 til 15 árum. Á svæðinu
er m.a. gert ráó fyrir hjúkrunar-
heimili og fbúðum. Að sögn Guð-
mundar Hallvarðssonar, for-
manns Sjómannadagsráðs, mun
þjónusta aldraðra verða í sér-
flokki á Akureyri ef ráðist verð-
ur í framkvæmdirnar. Rúv.is.
greindi frá. ■
Höfðar mál á hendur Microsoft
tölvur Fjölmiðlarisinn AOL Time
Warner, hefur höfðað mál á hend-
ur hugbúnaðarfyrirtækinu
Microsoft fyrir að halda aftur af
samkeppni. Að sögn fulltrúa AOL
hefur Microsoft notað markaðs-
ráðandi stöðu sína til að grafa
undan Netscape-vafra fyrirtækis-
ins. AOL-fyrirtækið fer fram á
skaðabætur vegna málsins. Talið
er að lögfræðikostnaður AOL
vegna málshöfðunarinnar gæti
numið milljörðum króna ákveði
fyrirtækið að halda málinu til
streitu.
Hlutdeild Netscape á net-
vaframarkaðnum er innan við
20%, en árið 1995 var hún rúm-
lega 70%. Var Netscape vafrinn
afar algengur á skjámynd tölva
allt þar til Microsoft hóf innreið
sína á markaðinn.
í nóvember síðastliðnum
komst Microsoft að samkomulagi
utan réttarsalar við bandaríska
dómsmálaráðuneytið og níu
bandarísk fylki vegna ákæru um
tilraun til einokunar. ■
BILL gates
Enn og aftur er verið að höfða mál gegn
Bill Gates og fyrirtæki hans Microsoft.
Jeppi valt þegar ökumaður ók
honum út af veginum á milli
Önundarfjarðar og Dýrafjarðar á
Vestfjörðum í gær. Víða er bratt
niður á þessari leið en bílstjórinn
slapp vel þar sem hann fór ekki
út af á hæsta stað. Talið er að
blinda vegna éljagangs hafi or-
sakað útafaksturinn.
—+—
Ungur maður sem handtekinn
var í fyrradag ásamt öðrum
manni eftir innbrot í verslunina
Office 1 í Skeifunni hefur verið
úrskurðaður í sex vikna gæslu-
varðhald. Hinum manninum var
sleppt að loldnni yfirheyrslu.
Mbl.is. greindi frá