Fréttablaðið - 24.01.2002, Qupperneq 10
10
FRETTABLAÐIÐ
24. janúar 2002 FIIVHVITUPAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, t05 Reykjavlk
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: IP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
FLUGSTÖÐIN
Bréfritari leggur ekki trúnað á að verri kjör
fáist í fraktflugi með Bláfugli en Flug-
leiðum og byggir á eigin reynslu.
Gerir
GO ísland
byggilegt?
Frá Einarí Guðjónssyni, innflytjanda.
Kostulegt að sjá skrif frá Flug-
leiðum Fragt í blaðinu [í
fyrradag]. Lesendur mega vera
vissir um að hefðu vínberin komið
með Flugleiðum Frakt þá hefðu
þau verið gömul og verið miklu
dýrari. Neytendur mega því vera
ánægðir, þrátt fyrir allt, hafi þau
komið með Bláfugli.
Rétt er hjá Pétri [J. Eiríkssyni]
að hafi innflytjandinn skipt við
Bláfugl þá hefur kynnt verð stað-
ist. Öfugt við reynslu mína af
Flugleiðum Frakt þar sem einu
verði er lofað en allt annað og dýr-
ara verð er rukkað. Þá eiga menn
engra kosta völ og vara ekki af-
hent nema að greiða það verð sem
Flugleiðum Frakt dettur í hug að
hækka „í hafi“.
Neytendur geta þakkað
Bláfugli og Cargolux (og EES
samningnum) fyrir að fragtgjöld í
flugi hafa lækkað stórkostlega
síðan þeir rufu þá einokun sem
Flugleiður höfðu á flugfragt.
Á sama hátt geta neytendur
þakkað GO flugfélaginu fyrir að
gera ísland byggilegt." ■
Vond fákeppni og góð
Eg veit ekki hvort það er vegna
þess að þingmenn hafa stjórnar-
skrárbundinn rétt til að segja ósatt,
en ég efast alltaf um að þeir meini
nokkuð með því sem þeir segja. í
raun er fráleitt að gera ráð fyrir að
þeir segi satt. Og jafnvel fyndið.
Hvernig á til dæmis að skilja
óttakast Davíðs Oddssonar í
ræðupúltinu niður á þingi á þriðju-
daginn? Tilefnið voru verðhækkan-
ir sem Davíð taldi að mætti rekja til
þess að stjórnendur verslunarkeðja
stæðu ekki undir því valdi sem mik-
il markaðshlutdeild færði þeim.
Davíð var skapi næst að beita ríkinu
fyrir sig og kljúfa þessar keðjur í
herðar niður.
Ef Davíð óttast mikil ítök eins
fyrirtækis í matvælaverslun hlýtur
að fara um hann hrollur þegar hann
hugsar um fjármálamarkaðinn. Þar
hefur ríkisvaldið ráðandi stöðu í
gegnum eign sína í tveimur við-
skiptabönkum. Sömu sögu er að
segja um fjarskiptamarkaðinn; þar
á ríkið fyrirtæki með drottnandi
stöðu. Davíð vill reyndar selja þessi
fyrirtæki öll, en alls ekki til að brjó-
ta þau upp. Þvert á móti vill hann
selja fáum sem mest. Drottnunar-
staða er verðmeiri en veikari staða.
Og Davíð vill fá sem mest fyrir
þessi fyrirtæki.
Ríkisvaldið er fyrirferðamikið á
fleiri sviðum. Það er svo til einrátt í
mennta- og heilbrigðisgeirunum.
Það þarf ekki að teygja hugsun Dav-
íðs langt til að komast að því að ein-
mitt sú staða sé helsta ástæða þess
Gunnar Smári Egilsson
skrifar um ótta Davíðs Odssonar við 60
| prósent markaðshlutdeild.
hversu slælega þjónustu þessi kerfi
veita þrátt fyrir mikinn tilkostnað.
Og hvað með eftirlitsbáknið? Það
þenst út og leggur gríðarlegan
kostnað á einstaklinga og fyrirtæki.
Þar virðist drottnunarstaðan ekki
kenna mönnum hófsemd.
En kannski metur Davíð drottn-
unarstöðu ríkisfyrirtækja og -
stofnana öðruvísi en sterka stöðu
einkafyrirtækja. Ef til vill finnst
honum að einkafyrirtæki geti
spillst en ekki ríkisfyrirtæki; að
ríkið hafi gott eðli en einstakling-
arnir verra. Annars myndi hann
líklega snúa sér þeim sviðum sam-
félagsins sem eru verr leikin af
langvarandi fákeppni en matvæla-
búðirnar. ■
Stjórnvöld mega gríp
Öllum frjálst að keppa
ÓLÍK SJÓNARMIÐ:
Eiga stjórnvöld að kljuia
markaðsráðandi fyrirtæki?
í kjölfar hækkunar neysluverðsvísitölu hafa sjónir manna beinst að verðlagningu fyrirtækja, einkum á
matvörumarkaði. Baugur er sterkast allra fyrirtækja á matvörumarkaði. Á Alþingi var samhljómur á milli
stjórnar og stjórnarandstöðu um að mögulega þyrfti að grípa inn í matvörumarkaðinn og hugsanlega
skipta fyrirtækinu upp.
að er náttúrlega ekki hægt að
segja neitt um það hvort hið
opinbera eigi að grípa inn í stöðu
fyrirtækis á
markaði, nema á
grundvelli ein-
hverra rann-
sókna,“ segir Guð-
mundur Olafsson,
hagfræðingur.
„Andstaða við það
að menn skipti sér
af markaðsráð-
andi stöðu byggist á almennum
sjónarmiðum sem ekki taka tillit
til sérstakra aðstæðna. í Banda-
ríkjunum þykir það sjálfsagt mál
ef markaðshlutdeild fer yfir
ákveðið stig, að auka mjög eftirlit
með rekstrinum. Ég held að það sé
fyrsta skrefið sem menn ættu að
taka.
Það að matvöruverð vegi minna
í neysluvísitölunni í dag en fyrir
nokkrum árum stafar af því að
matvöruverð hefur verið að lækka
í heiminum síðustu 200 ár. Verð
hefur hins vegar verið að hækka
mikið undanfarin þrjú ár, í engu
samræmi við gengisbreytingar.
Það þykir ekki goðgá í forystu-
ríkjum markaðsbúskapar að skak-
ka leikinn þegar menn eru komnir
í þá aðstöðu að geta beitt bola-
brögðum gegn almenningi. Ég
ætla ekki að dæma um hvort að
svo sé í tilviki Baugs. Þegar það er
einsýnt að menn séu komnir í
þessa aðstöðu, þá finnst mér lág-
markið að eftirlit sé hert. Settir
séu inn eftirlitsmenn frá ríkis-
valdinu í fyrirtækin til að kanna
stöðuna frá degi til dags á kostnað
fyrirtækjanna. Til að tryggja að
ekki sé verið að spenna upp verð-
lag af óprúttnum aðilum í aðstöðu
sem við viljum ekki að þeir séu í.
Þegar markaðshlutdeild þrigg-
ja aðila er komin í 80 - 90%, þá er
ekki um það að ræða að menn séu
í einhverju draumalandi þar sem
lögmál frjálsrar samkeppni eru
virk. Það heitir markaðsbrestur á
máli hagfræðinnar. Við slíkar að-
stæður þykir ekki óeðlilegt að rík-
ið grípi inn í.“ ■
Ifyrsta lagi leikur vafi á því að það
sem samkeppnisyfirvöld og
stjórnvöld kalla markaðsráðandi
stöðu sé í raun
markaðsráðandi
staða, segir Birgir
Þór Runólfsson,
hagfræðingur. „I
öðru lagi, ef að svo
er, getur eitthvert
stjórnvald sagt til
um það hvenær
menn eru að nota
þá stöðu á óeðlilegan eða eðlilegan
hátt. Menn myndu vera mjög ósam-
mála um aðferðina við að reyna að
meta það.
Á Alþingi standa menn upp og
segja: Hagið þið ykkur eins og við
viljum. Hafið það verð sem við vilj-
um, annars hirðum við af ykkur
eignirnar. Þetta er stórhættulegt. Á
annan veginn er verið að skamma
Baug fyrir að níðast á heildsölun-
um. Það gera þeir til að fá þá til að
lækka verðið til sín. Á hinn veginn
er verið að skamma þá fyrir að
selja vöruna of dýrt. Það er ekkert
að því að menn hagnist á því að vera
með lægsta verðið á markaðnum.
Segjum svo að ég sé með lítið
fyrirtæki og varan sé ódýrust í því
fyrirtæki og jafnframt að skila
mestri framlegð. Á að banna slíkt?
Ef svarið er nei. Af hverju ættu
menn þá að banna slíkt þegar fyrir-
tæki er orðið stórt?
Það sem gildir á opnum markaði
er að ef að menn eru að misnota að-
stöðu sína, þá opnast rými fyrir
nýja aðila á markaðnum. Það getur
hver sem er opnað matvöruverslun,
bæði innlendir og erlendir aðilar,
án stórkostlegrar fjárfestingar. Það
má heldur ekki gleyma því að
Baugur á í samkeppni meðal annars
við Kaupás sem er meðal annars í
eigu Landsbankans. Þar fyrir utan
er markaðshlutdeild þeirra 60% í
Reykjavík, en þegar önnur svæði
eru tekin inn i er hún mun minni.
Að mínu mati eru þær umræð-
ur um afskipti stjórnvalda af
Baugi sem fóru fram á Alþingi
hrein vitleysa frá sjónarhóli hag-
fræðinnar." ■
———- 7— — | KVIODOMUMNNr
okiptir mali ao hala
íslenskt sendiráð í Japan?
íslendingar opnuðu sendiráð í Japan í lok síðasta árs. Kostnaður við stofnun þess er rúmar
700 milljónír króna. Árlegur rekstrarkostnaður er tæpar 100 milljónir. Sendiráðinu er ætlað
að efla samskipti og viðskipti fslendinga og Japana. Auk sendiherra er víðskíptafulltrúí starf-
andi í sendiráðinu.
GUNNAR ÖRN
KRISTJÁNSSON
FORSTJÓRl SÍF
KRISTÍN ÍSLEIFSDÓTTIR,
MYNDLISTARMAÐUR OG
HÖNNUÐUR
GUNNAR HELGI
KRISTINSSON,
STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR
SIGTRYGGUR R.
EYÞÓRSSON,
FRAMKVÆMDASTJÓRI XCO
BOGI PÁLSSON,
FRAMKVÆMDASTJÓRI
P. SAMÚELSSON
Sita
Þakniðurföll
Eigum á lager
þakniðurföll,
með eða án hita.
Með mismunandi
dúkum til álímingar
eða suðu
VA rNSVMKINN eht.
Ármúla 21, Sími: 533-2020
Eru sjálfum
sér nógir
„Það er
engin
reynsla
komin á
þessa
starfsemi.
Ég reikna
ekki með
að stóru
íslensku útflutningsfyrir-
tækin muni nýta sér
starfsemi sendiráðsins að
neinu marki. Við erum
sjálfum okkur nógir. Mik-
ilvægi persónulegra sam-
skipta fer eftir löndum og
menningu. Ég geri ráð
fyrir að persónuleg sam-
bönd sendiherra í Japan
séu mikilvægari en í lönd-
um í Evrópu. í ríkjum þar
sem ríktu einræðisstjórn-
ir, eins og á Spáni og í
Portúgal var mikilvægi
utanríkisþjónustu mun
meira en það er í dag.“ ■
Grundvöllur
fyrir öflug
samskipti
„ísland er fremur ein-
angrað í menningarlegu
tilliti og tækifæri fyrir ís-
lenska listamenn fá. í
Asíu eru nánast engin
tækifæri fyrir íslenska
listamenn. Með því að
opna sendiráð í sterkasta
landi í Asíu ætti að vera
I hægt að láta reyna á
| hvort ekki megi koma ís-
I lenskri menningu á fram-
j færi. ísland og Japan eiga
I ótrúlega margt sameigin-
| legt þó langt sé á milli
f þjóðanna. Japanir eru
I mjög opnir og jákvæðir í
j garð íslendinga. Það eru
í engir atburðir í sögunni
| sem skyggja á samskipti
I þessara þjóða og því ætti
> að vera góður grundvöllur
I fyrir öflug samskipti." ■
Samskiptin
eru mikilvæg
„Þegar
menn eru
að agnúast
út í kostn-
að við
stofnun
sendiráða,
þá eimir
eftir af
þeim hugsunarhætti að ís-
lendingar þurfi ekki neina
utanríkisþjónustu. Það
held ég að sé mikill mis-
skilningur. Þegar við-
skipti af öllu mögulegu og
ómögulegu tagi eru vax-
andi, þá er utanríkisþjón-
ustan mikilvægari en
nokkru sinni áður. Ég hef
ekki nokkra trú á að net-
samskipti sem eru fín og
gagnleg, komi nokkru
sinni í staðinn fyrir
venjuleg mannleg sam-
skipti, augliti til auglitis."
Góð
íjárfesting
„Ég tel að
starfsemi
sendiráðs í
Japan sé
mjög mik-
ilvæg fyr-
ir hags-
muni
smærri út-
flytjenda. Markaðsstarf og
aðstaða eru dýr í landinu
og ekki á færi nema stær-
ri fyrirtækja. Ég hef góða
reynslu af aðstöðu sendi-
ráðsins í Kína sem hefur
skilað góðum árangri. Ég
tel að sendiráð í Japan
muni gera slíkt hið sama.
Líta verður á stofnkostn-_
aðinn sem fjárfestingu. Ég
vænti þess að kostnaður
við rekstur sendiráðsins
muni skila sér og vel það í
gegnum viðskipti íslend-
inga við Japani." ■
Hlýtur að ráð-
ast af árangri
„Sendiráð
í Japan
snertir lít-
ið okkar
starfsemi,
enda eru
okkar
samskipti
við höfuð-
stöðvar Toyota í Evrópu.
Markmið þessa sendiráðs
er frekar fyrir þá sem eru
| að reyna að fóta sig með
; útflutning til Japan. Það
er mjög erfitt að meta
hvort sendiráðið er fjár-
munanna virði og hlýtur
að fara eftir því starfi
sem það skilar. Gagnrýni
á þetta sendiráð hlýtur að
| beinast að því hvort und-
irbúningur hafi verið
| nógu góður og hvort
Imenn hafi sett sér skýr
markmið áður en ákvörð-
un var tekin.“ ■