Fréttablaðið - 24.01.2002, Side 18
18
FRETTABLAÐIÐ
24. janúar 2002 FIIVIIVITUPAGUR
Kvikmyndaklúbburinn Filmundur:
Náin kynni tveggja ókunnra
NÁIN KYNNI
Patrice Chéreau, vann
Cullbjörninn fyrir leik-
stjórn myndarinnar
Intimacy og einnig má
geta þess að myndin var
tilnefnd til Evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna sem
besta myndin.
Á HVAÐA TI'MUM LIFUM VIÐ?
Nýir tímar
Við lifum é nýjum tímum.
Orri Vésteinsson
fornleifafræðingur
kvikmynp Kvikmyndaklúbburinn
Filmundur sýnir í kvöld
frönsk/ensku myndina Intimacy
sem leikstýrð er af Patrice Chér-
eau. Myndin er rheð erótísku yfir-
bragði og vakti hún mikla athygli
þegar hún var frumsýnd í Evrópu
fyrir opinskáa kynlífsumfjöllun.
Þykja kynlífsatriðin á köflum
vera á mörkum velsæmis og hef-
ur myndinni verið líkt við Last
Tango in Paris. Handritið er unn-
ið í samstarfi við breska rithöf-
undinn Hanif Kureishi og byggir
á tveimur sögum eftir hann,
skáldsögunni Intimacy og smá-
sögunni Nightlight úr smásögu-
safninu Love in a Blue Time.
Skáldsagan Intimacy er mörgum
landsmönnum að góðu kunn, en
hún var gefin út hér nýlega undir
nafninu Náin kynni.
Fylgst er með pari sem hittist
vikulega á sama tíma og sama
stað og hefur samfarir. Það er
engan veginn ljóst hvernig þetta
samband hefur komið til og
þekkjast þau ekkert og vita ekk-
ert um hvort annað. Með aðal-
hlutverk fara Mark Rylance og
Kerry Fox, sem vann til verð-
launa á kvikmyndahátíðinni í
Berlín fyrir leik sinn. Þar vann
leikstjórinn Patrice Chéreau ein-
nig Gullbjörninn og einnig má
geta þess að Intimacy var til-
nefnd til Evrópsku kvikmynda-
verðlaunanna sem besta myndin.
Filmundur hefur fjölgað sýn-
ingartímum um helming og sýnir
nú á miðvikudagskvöldum kl.
20.00, síðan sýndar á fimmtu-
dagskvöldum kl. 22.30, sunnu-
dögum kl. 18.00 og mánudags-
kvöldum kl. 22.30. Sem fyrr fara
sýningar fram í Háskólabíói. ■
25% afsl.
á hársnyrtistofu
10 tíma Ijósakort
á 3900.
Hársnyrtistofa
opin til 22.00
WINK
HÁR & SÓL
Smiðjuvegi 1, s. 5444949
CAFÉ
PREST0
þar sem hressa fólkið hittist.
Margrómaðar súpur og hád.
réttir v. daga kl. 12-14
Opið virka daga 10-23,
laug.-sunnd. 12-18
HLfÐASMÁRA 15
Sími 555 4585
Harmræn dramatík á
tónleikum sinfóníunnar
Hörmungaratburðir heimstyrjaldarinnar síðari eru yrkisefni tónskáldanna sem eiga
verk á tónleikum í kvöld. Þar ber hæst „Babí Jar“ sinfónía Dimitrí Sjostakovitsj.
tónleikar Harmur og dramatík
einkenna stórtónleika Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í kvöld.
Verkin á efnisskránni eru túlkun
stórbrotinna tónskálda á voða-
verkum heimstyrjaldarinnar
síðari. Fyrsta verk tónleikanna
er Eftirlifandinn frá Varsjá eftir
Arnold Schönberg. Verkið er
samið fyrir sögumann karlakór
og hljómsveit og greinir frá
sönnum atburðum af hörmung-
um gyðinga í gettóinu í Varsjá.
Annað verkið birtir sýn pólska
tónskáldsins Krzystof Pender-
ecki á hörmungar sprengjunnar
í Hírósíma. Þetta eru hvorttveg-
gja mögnuð verk.
Að þeim ólöstuðum er
lokverk tónleikanna jafnframt
hápunktur þeirra. Þá verður
flutt 13. sinfónía Sjostakovitsj,
„Babí Jar“ fyrir bassasöngvara,
karlakór og hljómsveit.
Með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands koma fram á tónleikunum
Karlakórinn Fóstbræður, Ólafur
Kjartan Sigurðarson sem er
sögumaður í verki Schönbergs
og rússneski bassasöngvarinn
Gleb Nikolskíj. Babí Jar er sam-
in við ljóð Jevgení Jevtúshenko
sem fjallar um atburði sem urðu
í dalnum Babí Jar í Úkraínu. Þar
myrtu Þjóðverjar 100 þúsund
manns, flesta gyðinga, árið 1941.
Árni Harðarson, stjórnandi
Fóstbræðra, segir þetta verk lit-
að dökkum tónum og mjög
dramatískt. Tónsvið kórsins sé
mestallt á sviði bassaraddar,
enda þótt tenórarnir syngi með
til fyllingar. „Verkið endur-
speglar vel rússneska þjóðarsál.
Það sveiflast milli mikillar
dramtíkur með miklu slagverki
og mýktar og hlýju. Mikil dýpt
og kraftur og svo þunglyndisleg-
ur harmur. Hann er náttúrlega
snillingur í að skrifa fyrir sin-
fóníuhljómsveit." Árni segir að
það sé geysilega spennandi að
takast á við þessi verk. Efnis-
skráin sé vel saman sett og
spennandi að setja saman tón-
leika þar sem ákveðið þema
HÖRMUNCAR STRÍÐS
Tónverkin á sinfóníutónleikum í kvöld eru dramatísk og tjá bæði angist og sorg vegna
gjörða mannkyns. Mannmargt er á sviðinu þar sem hljómsveitin er í stærra lagi, auk
þess sem karlakórinn Fóstbræður syngur með hljómsveitinni.
gangi í gegnum verkin. „Alla-
vega er slíkt ákaflega vel heppn-
að í þessu tilviki."
Árni segir að bassasöngvar-
inn sé fyrsta flokks maður og
lofar góðum tónleikum. Pólski
hljómsveitarstjórinn Jerzy
Maksymiuk stjórnar hljómsveit-
inni á tónleikunum í kvöld.
haflidi@frettabladid.is
Uppistand á Sportkaffi
í kvöld kl. 22
Þorsteinn Guðmundsson og Sigurjón Kjartansson
verða með uppistand á Sportkaffi, Þingholtsstræti 5, í kvöld
Aldurstakmark 20 ár. Aðgangseyrir* 1000 kr.
enginn símreikningur!
www.sportkatfi.is
TALsmenn fá 20% afslátt af miðaveröi og betri kjör á barnum!
FIMMTUDACURINN
24. JANÚAR
FUNDUR______________________________
12.05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, heldur í dag erindi á
vegum stjórnmálafræðiskorar Há-
skóla (slands. Umræðuefnið er:
Lífsgæði og samkeppni í borg
framtíðarinnar. Fundurinn er
haldinn f Odda, stofu 201 ,og
stendur til kl. 13.00.
12.30 Tílraunastöðin að Keldum held-
ur fræðslufund í dag. Fyrirlesari er
Benedikta S. Hafliðadóttir, líf-
fræðingur, fjallar um: Gerð
hjúppróteins mæði-visnu-
veirunnar. Fundurinn er haldinn í
bókasafni Kelda sem staðsett er
í húsið númer tvö.
LEIKLIST____________________________
20.00 Cyrano - Skoplegur hetjuleikur
eftir Edmond Rostand verður
sýndur í kvöld á Stóra sviði Þjóð-
leikhússins. Nokkur sæti laus.
20.00 Leikritið Fyrst er að fæðast eftir
Line Knutzon verður sýnt á Nýja
sviði Borgarleikhússins. Örfá
sæti laus.
TÓNLEIKAR___________________________
19.30 Sinfóníuhljómsveit íslands held-
ur tónieika í kvöld i Háskólabíói.
Með hljómsveitinni koma fram
Karlakórinn Fóstbræður og rúss-
neski bassasöngvarinn Gleb
Nikolskíj. Hljómsveitarstjóri er
Jerzy Maksymiuk. Yfirskrift tón-
leikaanna er Sigur andans.
SKEMMTANIR______________________
22.00 Hljómsveitin Gras leikur í kvöld á
veitingahúsinu Vídalín við Ing-
ólfstorg.
21.00 Sigurjón Kjartansson og Þor-
steinn Guðmundsson halda
áfram með uppistand á Sport-
kaffi f kvöld. Aðgangseyrir er
1000 krónur og aldurstakmark 20
ár. Allir sem eiga fyrir þvi að borga
sig inn sérstaklega velkomnir.
22.00 Hljómsveitin Útrás leikur í kvöld á
Gauki á Stöng. Hljómsveitina
skipa Sigursteinn, söngur, Atli, gít-
ar, Olgeir bassi og Guðjón tromm-
ur.
SÝNINCAR___________________________
Fellingar heitir sýning um sögu Eyglóar
Harðardóttur sem stendur yfir í Þjóðar-
bókhlöðunni. Það er Kvennasögusafnið
sem setur sýninguna upp .Opnunartimi
Kvennasögusafnsins er milli klukkan 9
og 17 alla virka daga.
Handritasýning í Stofnun Árna Magn-
ússonar, Arnagarði við Suðurgötu.
Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðju-
daga til föstudaga.
Sýningin Landafundir og ragnarök
stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu.
Sýningin er samstarfsverkefni við Landa-
fundanefnd og fjallar um landafundi og
siglingar íslendinga á miðöldum með
áherslu á fund Grænlands og Vínlands.
MYNDLIST___________________________
Finnska listakonan Helena Hietanen
sýnir skúlptúra gerða úr Ijósleiðurum í
i8galleri. Sýningin stendur til 3. mars.
Safnið er opið þriðjudaga til laugardaga
frá kl. 13 till7.
í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi
sýnir þýski listamaðurinn Bernd Koberl-
ing olíu- og vatnslitamyndir sem hann
hefur unnið fráárinu 1988, m.a. hér á
landi. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga
10-17 og miðvikudaga 10-19. Sýningin
stendur 3. mars.
Tilkynningar sendist á netfangið
ritstjorn@frettabladid.is