Fréttablaðið - 31.01.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.01.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTABLAÐIÐ 31. janúar 2002 FIMMTUDAGUR SVONA ERUM VIÐ ' íbúasamtök vesturbæjar Kópavogs: Vilja ekki Atlants- skip í Kópavogshöfn FORMAÐUR ÍBÚASAMTAKANNA Pétur Eysteinsson segir að þungaflutningar um Helstu umferðaræðar Kópavogs skapi óþægindi fyrir fbúa og óþarfa hættu fyrir gangandi umferð. FJÖLDI LEIÐBEINENDA Menntamálaráðuneytið sendi ( vikunni frá sér yfirlit yfir leiðbeinendur I kennarastörf- um. í vetur eru þeir 193 á landinu öllu og hefur fjölgað um 8,8 % frá sl. vetri. Athygli vekur að tæpur helmingur hefur enga starfsreynslu og rúmlega 31% bara 1-2 ára starfsreynslu. 5,7% hafa meira en 5 ára starfsreynslu. SAMÞYKKTAR UMSÓKNIR UM LEIÐBEINEN DASTARF EFTIR UMDÆMUM: Veturinn: 01/02 00/01 99/00 98/99 Reykjavlk 19 19 25 5 Reykjanes 43 35 26 22 Vesturland 19 13 13 22 Vestfirðir 15 9 14 19 Norðurland v. 7 22 27 20 Norðurland e. 45 39 31 36 Austurland 36 27 25 21 Suðurland 9 12 5 12 Sérskólar 1 Samtals 193 176 166 158 mótmæli íbúasamtök vesturbæjar Kópavogs eru mótfallnir því að við Kópavogshöfn verði byggð upp starfsemi sem tengist þunga- flutningum. Atlantsskip hafa átt í samningaviðræðum við bæjaryf- irvöld um hafnaraðstöðu fyrir fraktflutninga. Pétur Eysteinsson, formaður íbúasamtakanna, sagði að íbúar væru mjög mótfallnir umferð gámaflutningabíla um bæinn og hefðu sent bæjaryfir- völdum bréf þess efnis. Pétur sagði það vilja íbúanna að við höfnina yrði einhvers konar starfsemi sem ekki tengdist þungaflutningum. Undanfarin misseri hefðu verið miklir þunga- flutningar um Kársnesbrautina sem og um Borgarholtsbrautina og Urðarbrautina sem væru ekki gerðar fyrir stóra flutningabíla. Þeir flutningar hefðu tengst hafn- argerðinni sjálfri. Meðal annars hefði mikið efni verið ekið úr Smáralindinni og í höfnina. Pétur sagði að þeir sem byggju næst þessum götum hefðu orðið verulega varir við þungaflutning- ana. Hingað til hefðu íbúarnir að- allega kvartað vegna flutninga sem tengdust hafnargerðinni, en einnig vegna rútuumferðar sem tengdist starfsemi Kynnisferða. Samkvæmt nýju aðalskipulagi væri gert ráð fyrir 1.000 til 1.200 manna byggð á norðanverðu Kársnesinu. Samfara uppbygg- ingunni myndi almenn umferð um göturnar þrjár því aukast um 50%. Hann sagði að ef þungaflutn- ingar yrðu einnig á þessum göt- um, gæti það skapað óþarfa hættu fyrir gangandi umferð. Börn í hinu nýja bryggjuhverfi, sem og við Marbakka og Sæbólsbraut þyrftu að fara yfir göturnar til þess að komast í skóla og sund. ■ Áfengisneysla unglinga: Lækkun áfengiskaupa- aldurs eykur ofdrykJkju nýja sjAlanp - ap Ofdrykkja ung- linga hefur aukist verulega á Nýja Sjálandi, eftir að áfengislögum var breytt árið 1999. Helmingi fleiri átján og nítján ára unglingar voru fluttir á bráðamóttökur sjúkrahúsa á Nýja Sjálandi vegna afleiðinga ofdrykkju eftir að áfengiskaupaaldur var lækkaður úr tuttugu ára í nítján ár. Læknir sem stjórnað hefur rannsókn á unglingadrykkju eftir breytingu laganna, segir að ofdrykkja hafi aukist hjá, allt niður í, fimmtán ára gömlum börnum. Með lækkun áfengiskaupaaldurs sé mun yngra fólk útsett fyrir mikilli drykkju. Þegar komið sé með ungmennin á bráðamóttökur sjúkrahúsanna séu þau oft meðvitundarlaus og í nokkrum tilfellum svo drukkin að þau geta ekki andað hjálparlaust. Rannsóknin sýnir að átján og nítján ára unglingar stundi meiri drykkju en aðrir. Stjórnvöld á Nýja Sjálandi hafa beðið um skýrslu vegna aukinnar unglinga- drykkju og telja að til greina komi að hækka áfengiskaupaaldurinn á ný. ■ | INNLENNT [ I^slensk erfðagreining hefur framlengt samning sinn við svissneska lyfjarisann Roche um þrjú ár. Ætlunin er að byggja á afrakstri samstarfs fyrirtækj- anna um meingenaleit en samn- ingur þess efnis rennur út nú um mánaðarmótin. ÍE mun fá áfanga- greiðslur auk hlutdeildar í hugs- anlegum framtíðarhagnaði fyrir framhaldsrannsóknir á fjórum sjúkdómum. Samningurinn er sagður liður í aukinni áherslu ÍE ályfjaþróun. ,,Það kostar mikið Bush boðar meiri útgjaldaaukningu til varnarmála en þekkst hefur í tvo áratugi. Bandaríkjcunenn ánægðir með forseta sinn. Múslimaríki mis- hrifin af hótunum um að víkka út stríðið gegn hryðjuverkum. WA5HINCTON. KAÍBÓ. -AP Stefnuræða George W. Bush Bandaríkjafor- seta, sem hann flutti á þriðju- dagskvöldið, virðist almennt hafa fallið vel í geð Bandaríkjamanna. Hann áréttaði í ræðu sinni, það sem hann hefur áður sagt, að bar- áttan gegn hryðjuverkum í heim- inum sé rétt að hefjast. Hann viðurkenndi að fjárlaga- halli verði óhjákvæmilegur. „Það kostar mikið að heyja þetta stríð,“ sagði hann. „Á fjárlögum mínum verða útgjöld til varnar- mála aukin meira en þekkst hef- ur í tvo áratugi." í stefnuræðunni nefndi Bandaríkjaforseti sérstaklega þrjú ríki, íran, írak og Norður- Kóreu. Hann sagði þau, ásamt bandamönnum þeirra í hryðjverkum, „mynda öxul hins illa.“ Þau séu að koma sér upp gereyðingarvopnum. Þau stofni heimsfriðnum í sífellt meiri hættu. Bush sagði að Bandaríkin ætl- uðu ekki að bíða eftir því að hætt- an vaxi. „Og öll ríki ættu að vita þetta: Bandaríkin munu gera það sem er nauðsynlegt til að tryggja öryggi þjóðar okkar.“ Þessi orð féllu í misjafnan jarðveg meðal múslima. Kamal Kharazzi, utanríkisráðherra írans, gaf lítið fyrir ásakanir Bush um að íran „flytji út hryðjuverk og safni að sér ger- eyðingarvopnum." Hann sagði að Bush þyrfti að koma með sannan- ir í staðinn fyrir að endurtaka alltaf sömu ásakanirnar. Hashemi Rafsanjani, fyrrver- andi forseti írans, sagði „með FORSETI AFCANISTANS MEÐAL ÁHEYRENDA Hamid Karzai, forseti bráðabirgðastjórnarinnar í Afganistan, hlýddi á Bandarlkjaforseta flyt- ja stefnuraeðu sína á þriðjudagskvöld. Konurnar á myndinni eru, taldar frá vinstri, Lynne Cheney, eiginkona varaforseta Bandaríkjanna, Shannon Spann, ekkja bandarísks leyni- þjónustumanns sem fórst i átökum I Afganistan, og Laura Bush forsetafrú. ólíkindum" að Bush skuli nefna samtök á borð við Hamas og Hez- bollah hryðjverkasamtök. Margir arabar líti svo á að þau séu að berjast fyrir frelsi Palestínu- manna. Ummælin verði ekki til þess að bæta álit araba á Banda- ríkjunum. Abdiqasim Salad Hassan, for- seti Sómalíu, fagnaði hins vegar ræðunni. Bush sagði í ræðunni að bandaríski sjóherinn fylgdist grannt með strönd Austur-Afríku til þess að koma í veg fyrir að vopnum verði skipað þar á land og búðir hryðjuverkamanna verði reistar í Sómalíu. Bráðabirgðastjórn Sómalíu hefur starfað í tvö ár, en hún hef- ur lítil áhrif utan höfuðborgar- innar. Margir hafa leitt líkur að því að helstu leiðtogar al Kaída samtakanna hafi flúið frá Afganistan til Sómalíu, þar sem þeir geti athafnað sig í friði án afskipta stjórnvalda. Bandarískir ráðamenn hafa stundum gefið í skyn, að í stríðinu gegn hryðju- verkum verði næst látið til skar- ar skríða í Sómalíu. ■ Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði: Skiptar skoðanir um norðurbakka SKIPULacsmál Sigurður P. Sig- mundsson formaður. Framsóknar- félagsins í Hafnarfirði segir að áform bæjaryfirvalda um upp- byggingu norðurbakka sé það stórt mál að það hljóti að vera skiptar skoðanir um það meðal f lokksmanna sem og annarra bæjarbúa. Sjálf- ur segist hann hafa margt við samstarfssamn- inginn um stofn- un Norðurbakka að athuga. Af þeim sökum sé sem fram hefur HAFNARFJÖRÐUR Sigurður P. Sig- mundsson segir að gagnrýni sín sé ekki byggð á neinum misskilningi, eins og formaður fulltrúa- ráðs flokksins hefur gefið í skyn. það ekki rétt komið frá Ingvari Kristinssyni formanni fulltrúaráðs framsókn- arfélagana í bænum að gagnrýni einstakra flokksmanna á þessi áform hafi vérið byggð á mis- skilningi. Sigurður segir að ef átt sé við sig þá sé það ekki svo. Hann áréttar þó að hann eigi ekki í neinu stríði við flokkinn eða aðra út af norðurbakkanum. Hins vegar finnst honum óraunhæft að setja þar niður nærri tvö þúsund manna íbúðabyggð. Engu að síður telur hann að miðbærinn eigi að hafa möguleika til að stækka og þróast og m.a. með breyttu skipu- lagi á umræddu svæði. Hann seg- ist hafa lýst yfir stuðningi við fyr- irætlanir meirihlutans í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar í norður- bakkamálinu í trausti þess að öll áform verði endurmetin eftir því sem fyllri upplýsingar bærust. Hann gerir ráð fyrir því að fram- sóknarmenn í Hafnarfirði gangi frá framboðslista sínum þann 13. febrúar n.k. þegar tillögur upp- stillingarnefndar verða lagðar fyrir fulltrúaráð flokksins. Þang- að til liggja engar ákvarðanir fyr- ir um það hverjir munu skipa efstu sæti listans. ■ Lagerdagar í Hljóðfærahúsinu! Bjóðum upp á mikinn fjölda hljóðfæra, tækja, nótnabóka og hugbúnaðar 30-90% afsláttur [H1 (L’oí éi lF Æ! IM! [W Ö) S 0 ® Laugavegur 176» Simi 525 5060 • hr@skifan.is Breyttir bílar: Engar reglur um aksturseiginleika BREYTTIR BÍLAR Engar reglur eru ( gildi hér á landi um að aksturseiginleikar breyttra bíla séu sömu og áður. Víða erlendis eru þær kröfur hinsvegar gerðar að stöðugleiki bdsins haldi sér eftir breytingu. Bílar Nokkuð virðist vera um að breyttir bílar aki um göturnar, án þess að hafa verið sérskoðaðir. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru dæmi þess að breytt- ir bflar hafi verið í akstri í allt að þrjú ár án þess að hafa fengið sér- skoðun. „Það þarf að líta mun bet- ur eftir því að ósérskoðaðir breyttir bflar séu ekki í akstri. Þeir eru ólöglegir. Tryggingafé- lögin ættu, í raun, ekki að tryggja breytta bíla án þess að sérskoðun hafi farið fram,“ segir Vilhjálmur Freyr Jónsson, hjá Arctic Trucks. Sérskoðun bíla mætti einnig vera töluvert ítarlegri. Meðal annars þurfi að fara vel yfir suður á fjaðrabúnaði og grindarbreyting- ar. Hér á landi eru í gildi reglur sem varða breytta bíla. Meðal ann- ars, lágmarkshæð í árekstravörn bflsins, hámarkshæð ljósa og há- markshæð hækkunar. Víða erlend- is er einnig gerð krafa um að bíl- amir séu jafn stöðugir og áður. Engar relgur eru í gildi um slíkt hér á landi. „Mikið af venjulegu fólki er að kaupa þessa bíla í dag,“ segir Vilhjálmur Freyr. „Akst- urseiginleikar bílanna batna oft við breytingarnar." Það sé þó und- ir kaupendum komið hvaða kröfur eru gerðar um aksturseiginleika. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.