Fréttablaðið - 31.01.2002, Side 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
51. janúar 2002 FIIVllVITUDflGUR
| STUTT |
Vinstri-grænir á Akranesi eru á
fullu í undirbúningi fyrir næstu
sveitarstjórnarkosningar. Efnt er til
málefnafunda alla laugardaga fram
að páskum. Samhliða því er kjör-
nefnd að störfum sem á að skila til-
lögum að framboðslista fyrir félags-
fund sem tekur endanlega ákvörðun
um skipan á lista. Stefnt er að því
að listinn verði tilbúinn fyrir páska.
—♦—
Norðmenn ætia á næstu árum að
reisa sjö hundruð vindmyllur
meðfram ströndinni. Nú þegar er
búið að samþykkja að 300 þeirra
verði reistar. Norsks ríkisútvarpið
skýrði frá þessu í gær. Segir útvarp-
ið að samtals eigi þessar sjö hund-
ruð vindmyllur að framleiða orku,
sem er álíka mikil og frá tveimur
gasorkuverum.
Samfylkingin:
Prófkjör í
Kópavogi
SVEITARSTJÓRNARKOSNINCAR Sam-
fylkingin í Kópavogi hefur
ákveðið að viðhafa prófkjör til
að stilla upp í fjögur efstu sæti
listans fyrir bæjarstjórnarkosn-
ingarnar í maí nk. Niðurstaða
prófkjörs verður bindandi í fjög-
ur efstu sætin að því gefnu að
tryggt sé að minnst einn einstak-
lingur af hvoru kyni sé meðal
þriggja efstu. Gangi það ekki
eftir er uppstillingarnefnd heim-
ilt að víkja frá niðurstöðum
prófkjörsins til að tryggja jöfn-
uð milli kynja í efstu sætin.
Samfylkingin bíður nú fram í
fyrsta skipti við bæjarstjórnar-
kosningar í Kópavogi. Fyrir
fjórum árum var boðið fram í
nafni Kópavogslistans. Sá listi
fékk fjóra bæjarfulltrúa. Odd-
viti listans þá var Flosi Eiríks-
son. Þegar Fréttablaðið ræddi
við hann í gær kvaðst hann ekki
vera búinn að taka endanlega
ákvörðun um hvort hann gæfi
kost á sér áfram til að leiða list-
ann. Kristín Jónsdóttir, sem
skipaði 2. sætið síðast, gefur
ekki kost á sér til endurkjörs. ■
,1
SfMINN
Einkavæðingarnefnd gæti þurft að leita
annarra kaupenda.
Sala Símans til TDG:
_r
Utboðsgeng-
ið of hátt
síminn Danska símafyrirtækið
TDC er ekki reiðubúið til að
greiða 5,75 krónur á hlut fyrir
25% í Símanum. Fréttastofa
Sjónvarps greindi frá. Skarphéð-
inn Steinarsson, starfsmaður
einkavæðingarnefndar, vildi
ekki staðfesta þetta í samtali við
blaðið í. Nefndarmenn áttu
samningafund með fulltrúum
TDC í London fyrr í mánuðinum
en samskipti í kjölfar þess hafa
ekki leitt til niðurstöðu.
Bréf Símans voru boðin al-
menningi á genginu 5,75 í sept-
ember sl. en þá reyndist áhugi
fyrir þeim lítill. Salan átti að
skila samtals um 10 milljörðum
en aðeins fengust tveir milljarð-
Gengi Símans á VÞI:
Lækkun niður fyrir útboðsgengi
hlutabréf Gengi bréfa Símans á
Tilboðsmarkaði Verðbréfaþings
fór niður í 5,50 krónur í nokkrum
viðskiptum í gær. Hæst náðu bréf-
in genginu 6,35 um miðjan desem-
bermánuð á meðan útlit var fyrir
að sala fjórðungshlutar til kjöl-
festufjárfestis væri á næsta leyti.
Það hefur þó ekki gengið eftir og
nemur lækkunin á tímabilinu 15%.
Útboðsgengi bréfanna til almenn-
ings í september sl. var 5,75.
Búnaðarbankinn fer með við-
skiptavakt bréfanna samkvæmt
samningi við Landssímann. Guð-
mundur Guðmundsson, yfirmaður
fyrirtækjaþróunar bankans, stað-
festi að almennir fjárfestar sem
keyptu í útboðinu hafi selt í gær.
Þeir hafi því verið tilbúnir til að
taka á sig 25 aura gengistap á hlut
fremur en að halda bréfunum í
von um hækkun.
Samkvæmt samningi við einka-
væðingarnefnd skuldbatt Búnaðar-
bankinn sig til að selja bréf í eigu
ríkisins ekki á lægra gengi en 6,10.
Guðmundur segir að samningurinn
hafi runnið út í nóvember og eng-
inn áhugi komið fram, hvorki hjá
bankanum né einkavæðingar-
nefnd, til að endurnýja. ■
SfMlNN
Verðmæti Símans er komið undir 40 millj-
arða samkvæmt markaðsvirði á VÞl'.
Vilja friðlýsa borgina
fyrir kjarnorkuvopnum
Einnig efna- og sýklavopnum. Tillaga frá fulltrúa R-lista í umhverfis- og
heilbrigðisnefnd. Mörg sveitarfélög gert það sama. Getur valdið NATO
og öðrum herjum erfiðleikum við að heimsækja borgina
umhverfi Svo getur farið að
NATO, Bandaríkjaher og önnur
herveldi muni eiga í erfiðleikum
með heimsækja Reykjavík ef til-
laga Kolbeins Proppé fulltrúa R-
lista í umhverfis- og heilbrigðis-
nefnd nær fram að ganga. Á síð-
asta fundi nefndarinnar lagði
hann fram tillögu þess efnis að
nefndin vísi því til borgarstjórnar
að samþykkt verði að borgarland-
ið verði friðlýst fyrir umferð og
geymslu kjarnorku-, efna- og
sýídavopna. Þótt nefndin hafi
frestað afgreiðslu tillögunnar að
ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
fulltrúa sjálfstæð-
ismanna í nefnd-
inni býst Kolbeinn
við að tillagan
verði samþykkt á
næsta fundi henn-
ar eftir hálfan
mánuð. í það
minnsta telur
hann að undirtekt-
ir annarra nefnd-
armanna við til-
lögunni hafi verið mjög jákvæðar.
Kolbeinn segir að ef tillagan
verður samþykkt verði óheimilt
að koma með þessu lífshættuleg
vopn hingað í umdæmi borgar-
innar. Af þeim sökum sé ljóst að
sérhver hermálayfirvöld verða
að gera grein fyrir því hvort þeir-
ra menn séu með slík vopn með-
ferðis þegar t.d. herskip koma til
hafnar í Reykjavík.í greinargerð
með tillögu sinni bendir Kolbeinn
m.a. á að sveitarstjórnir víðs veg-
ar um landið hafa verið að sam-
þykkja tillögur um að friðlýsa
þau fyrir umferð og geymslu
þessara vopna í samræmi við
.-♦— •
Verði tillagan
samþykkt
verður óheim-
ilt að koma
með þessi
vopn í um-
dæmi borgar-
innar.
—♦—
HERSKIP NATO
Verði tillagan samþykkt getur hún þrengt að heimsóknum t.d. herskipa og kafbáta til
Reykjavíkurhafnar.
„Abolition" 2000 fyrir sveitarfé-
lög, þ.e. kjarnorkulaus svæði.
Þarna eru m.a. sveitarfélög eins
og Akureyri, Akranes, Húsavík,
Skagafjörður, Fjarðabyggð,
Breiðdalsvík, Árborg, Siglufjörð-
ur og Vopnafjörður og fleiri.
Hann segir að ástæðan fyrir því
að tillagan skuli koma fram í um-
hverfis- og heilbrigðisnefnd sé
vegna þess að þarna sé um um-
hverfismál að ræða. í því sam-
bandi bendir hann að borgarbúar
þurfa nánast ekki að spyrja að
leikslokum ef svo skyldi henda að
slys verði með einhverjum af
þessum vopnum í borgarlandinu.
grh@frettabladid.is
Dýrkeyptur ökutúr:
Atta mánaða
fangelsisvist
pómsmál Síbrotamaður sem ók
ökuréttindalaus hefur verið
dæmdur í átta mánaða fangelsi.
Með akstrinum rauf maðurinn
skilorð sem hann var settur á til
tveggja ára þegar honum var veitt
reynslulausn úr fangelsi í janúar í
fyrra. Hann átti þá eftir að af-
plána 200 daga fangelsisvist, eða
tæpa sjö mánuði.
Maðurinn hefur fengið á sig 24
dóma frá því árið 1992, aðallega
fyrir brot á almennum hegningar-
lögum og einnig fyrir brot á um-
ferðarlögum. Alls hefur honum í
þessum dómum verið gert að sæta
fangelsi í 62 mánuði. ■
SIGURÐUR jóhann
Hættir í bæjarstjórn eftir 28 ára starf að
bæjarmálum.
Breytingar á Akureyri:
Hættir
eftir 28 ár
KOSNINCAUNPIRBÚNINCUR Tals-
verðar breytingar verða á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins á
Akureyri frá þeim lista sem boð-
inn var fram fyrir síðustu sveit-
arstjórnarkosningar. Fréttablað-
ið hefur áður greint frá því að
einn bæjarfulltrúi flokksins hafi
flutt úr sveitarfélaginu og annar
andast. Nú liggur ljóst fyrir að
Sigurður Jóhann Sigurðsson gef-
ur ekki kost á sér til áframhald-
andi setu í bæjarstjórn. Sigurð-
ur var fyrst kosinn í bæjarstjórn
árið 1974 og hefur því verið bæj-
arfulltrúi í 28 ár samfellt þegar
kjörtímabilinu lýkur.
Uppstillingarnefnd er nú að
störfum við að stilla upp fram-
boðslista fyrir sveitarstjórnar-
kosningar. Anna Þóra Baldurs-
dóttir, formaður nefndarinnar,
segir starf nefndarinnar vera í
fullum gangi. Hún gerir ráð fyr-
ir því að nefndin skili af sér til
fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna á Akureyri í næsta mánuði.
Endanleg ákvörðun um röðun
manna á lista er í höndum full-
trúaráðsins. ■
Reglur um sölu og meðferð skotelda:
Skýrari ákvæði í
nýrri reglugerð
SLYSFARIR I dómsmálaráðuneyt-
inu er unnið að nýrri ítarlegri
reglugerð um sölu og meðferð
skotelda. Jón Þór Ólason, lög-
fræðingur í dómsmálaráðuneyti,
segir þó misskilning að halda því
fram að gildandi reglur séu með
þeim hætti að ekki sé hægt að
byggja á þeim kærur f málum
sem upp kunna að koma. Sýslu-
mannsembættið í Kópavogi tók
ákvörðun um að ákæra ekki í
máli manns sem slasaðist alvar-
lega um áramótin þegar skot-
kaka sprakk.
Jón Þór segir að í gildandi
reglugerð séu ákvæði á þá leið
að dómsmálaráðuneytið ákveði
hverju sinni, með umburðar-
bréfi _ til allra lögreglu-
stjóra.Ýhvort ástæða sé til að
banna innflutning og sölu á til-
teknum tegundum. Ákvörðun
Sýslumannsembættisins í Kópa-
vogi taldi hann áð sneru frekar
að því að refsiheimildir kynnu
að vera óskýrar í gildandi reglu-
gerð, heldur en að hún stæðist
ekki fyrir dórni. Að öðru leyti
vildi hann ekki tjá sig um ein-
stök mál. Fulltrúi sýslumanns
sagði málið hafa verið metið svo
að ekki væri líklegt til sakfell-
ingar.
Jón Þór sagði að í nýju reglu-
gerðinni sem taka myndi gildi
vel fyrir næstu áramót yrðu
reglur skýrari og betra að fylgja
SKOTKAKA UM ÁRAMÓT
Sýslumannsembættið í Kópavogi ákærði ekki í máli manns sem slasaðist á hendi þegar
skotkaka sprakk um áramótin. Lögfræðingur mannsins er að skoða réttarstöðu hans áður
en ákvörðun verður tekin um næstu skref.
þeim eftir. „Það hefur margt
breyst og notkun á skoteldum
aukist ár frá ári,“ sagði hann og
bætti við að nýja reglugerðin
hafi verið unnin í nánu samráði
við alla sem að málum koma,
jafnt innflytjendur sem söluað-
ila skotelda. ■