Fréttablaðið - 31.01.2002, Síða 12

Fréttablaðið - 31.01.2002, Síða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 51. janúar 2002 FIMMTUPACUR IlöcreclufréttirI Tilkynnt var um innbrot í verslun við Hafnargötu í Keflavík í fyrri nótt. Þjófarnir höfðu skiptimynt og tóbak á brott með sér. Málið er enn í rannsókn. Fjögur umferðaróhöpp urðu á Akureyri í gær. Ekki var þó um alvarleg óhöpp að ræða og engin slys urðu á fólki. Að sögn lögreglunnar fyrir norðan sátu flestir og fylgdust með lands- leiknum. Aðspurð hvort KA menn og Þórsarar sameinuðust um að styðja við bakið á lands- liðinu sagði hún. „Þeir sameinast aldrei.“ Gunnar I. Birgisson: Öhress með sveiflur í fasteignamati fasteignir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs- bæjar, segist vera óhress með hvernig staðið var að breytingum á fasteignamati á síðasta ári. Fast- eignir í Kópavogi hækkuðu mis- mikið á milli hverfa, einkum hækkaði mat í eldri hverfum. Sú hækkun er aðalskýring hækkunar fasteignagjalda hjá sumum Kópa- vogsbúum sem hafa lýst yfir óá- nægju sinni. Gunnar segist einnig hafa heyrt þessar raddir, m.a. hjá nágrönnum sínum í Vesturbæ Kópavogs. „Það lendir á okkur sveitastjórnarmönnum að útskýra þennan hrærigraut. Mér finnst að Fasteignamat ríkissins hefði átt að skýra mun betur hvaða afleið- ingar fylgdu breytingunum sem gerðar voru á síðasta ári.“ Gunnar bendir á að þegar á heildina er lit- ið sé Kópavogsbær ekki að inn- heimta meira en í fyrra í fast- eignagjöld af íbúðarhúsnæði, sé tekið mið af verðbólgu og fjölgun íbúða í bæjarfélaginu. Kópavogsbær lækkaði fast- eignaskatt úr 0.375% af fasteigna- mati í 0.345% til að koma á móts við breytingar á fasteignamati. Það er minni lækkun en í ná- grannasveitarfélögunum Hafnar- firði og Reykjavík, en Gunnar ERUM EKKI HÆKKUNAR- GLÖÐ f KÓPAVOGI Gunnar I. Birgisson segir Fasteignamat ríkisins ekki hafa staðið sig í að út- skýra áhrif breyt- ingar á fasteigna- mati. bendir á að lóða- leiga miðist við fermetra í Kópa- vogi, ekki fast- eignamat og því komi lækkunin á sama stað niður í Kópavogi. Hann segir ef að lækka ætti álögur á Kópavogsbúa enn meir, þá þyrfti að draga úr þjónustu. Það hefðu engar slík- ar tillögur komið fram fá minni- FASTEIGNAGJÖLD LÖGÐ Á ÍBÚÐARHÚSNÆÐI í KÓPAVOGI (í MILLJÓNUM KRÓNA) A B C Fasteignaskattur 394 412 -4,5% Lóðaleiga 25 27 -5,9% Holræsagjald 153 137 11,3% Vatnsgjald 224 208 7,7% Sorphirðugjald 76 79 -3,3% I Samtals 872 863 1% I A = Álagning 2002 I B = Álagning 2001 á verð og magngrunni 2002 1 1 C = Raunbreyting 2001 -2002 1 hlutanum í bæjarstjórn, sem hefði gagnrýnt álögurnar að ósekju. ■ Þj óðhagsstofnun: Ekkert frá- gengið stiórnsýsla Enn er ekki frágengið hvort eða hvenær Þjóðhagsstofn- un verður lögð niður. Forsætisráð- herra tilkynnti sem kunnugt er í viðtali á Stöð 2 síðasta vor að stofnun- in skyldi lögð niður. Skömmu síðar fengu starfsmenn Þjóðhagsstofn- í HÚSI SEÐLA- unar Þær UPP’ bankans lýsingar úr Stefnt var að því að forsætisráðu- leggja stofnunina nið- neytinu að ur fyrir áramót Enn stefnt væri að hefur ekkert orðið af þv- gð ]eggja pvi' stofnunina nið- ur fyrir áramót. Síðasta sumar var stofnuð nefnd sem átti að vinna að út- færslu á því hvernig verkefni Þjóðhagsstofnunar skyldu flutt til annarra stofnana. Sú nefnd hefur ekki fundað frá því í september sl. Ólafur Davíðsson, ráðuneytis- stjóri í forsætisráðuneytinu, segir málið í vinnslu. Hann segir að ekki hafi verið hætt við að leggja stofnunina niður. ■ Ágreiningur er um legu Sundabrautar Viðhorf Vegagerdar stangast á við tillögu að endurskoðuðu aðalskipu- lagi Reykjavíkur. Allar forsendur varðandi framkvæmdaáætlun hafa raskast. Kostnaður við Sundabraut er á bilinu 13 til 20 milljarðar króna. Dúndur tilboð! 10 tíma 3ja mán. Ljósakort á 3500 kr. Grænatúni 1 Kópavogi Sími 554 3799 umferð Skipulagsforsendur á leið Sundabrautar yfir Kleppsvík hafa breyst verulega við gerð svæðisskipulags fyrir höfuðborg- arsvæðið og tillögu að endurskoð- uðu aðalskipulagi Reykjavíkur sem gildir frá 2001 til 2014. Þetta Ekki hefur kemur fram í bréfi náðst sam- Stefáns Her- staða um eina mannssonar borg- tillögu en alls arverkfræðings til hafa fimm val- borgarráðs, sem kostir verið og að ágreiningur skoðaðir. sé um hvaða leið » skuli velja. „Stærstu breyt- ingarnar eru þær að svæði kring- um Áburðarverksmiðju er breytt úr hafnarsvæði og iðnaðarsvæði í blandaða byggð með um 3.200 íbúðum og uppbygging á Álfsnesi er áætluð eftir lok skipulagstíma- bilsins," segir í bréfinu. „Áður var gert ráð fyrir lagningu Sundabrautar upp í Álfsnes um 2010, en byggð í Alfsnesi var for- senda vegar þangað. Allar for- sendur varðandi framkvæmdaá- ætlun fyrir brautina í heild og arðsemi hafa því raskast." Sérstakur stýrihópur vinnur nú að útfærslu á einni tilllögu sem á að liggja til grundvallar sem aðaltillaga í matsskýrslu. Ekki hefur náðst samstaða um eina tillögu en alls hafa fimm val- kostir verið skoðaðir. Vegagerðin vill reisa lágbrú sunnan við Voga- bakka. Kostnaður við þá leið er rúmir 13 milljarðar króna. í til- lögu að endurskoðuðu aðalskipu- lagi er hins vegar mælt með há- > • • ÁBURÐARVERKSMIÐJAN Samkvæmt nýju skipulagi er gert ráð fyrir 3.200 íbúða byggð á svæðinu í kringum Áburð- arverksmiðjuna. Skipulagsforsendur vegna nýrrar Sundabrautar hafa því breyst. brú yfir Kleppsvíkina frá Grafar- vogi að norðanverðum Voga- bakka. Kostnaður við hana yrði um 16,2 milljarðar króna. í bréfi borgarverkfræðings segir að eft- ir eigi að vinna úr ágreiningi um það hvor leiðin verði valin sem aðaltillaga hópsins. Kostnaður við aðrar leiðir sem hafa verið skoðaðar þar á meðal göng er á bilinu 14 til 20 milljarðar króna. Miðað er við að Sundabraut yfir Kleppsvík verði 4 akreinar, tvær í hvora átt, en gert ráð fyrir að hún geri orðið allt að sex akreinar þegar líða fer á fyrsta fjórðung aldarinnar. í tengslum við gerð svæðisskipulagsins var umferðarlíkan fyrir höfuðborg- arsvæðið endurskoðað. Mun sú endurskoðun hafa tekið mun lengri tíma en áætlað hafði verið og nýtt líkan því ekki verið hæft til notkunar fyrr en í byrjun þessa árs. Endurskoðun umferð- ar og arðsemismat á að Ijúka í mars. trausti@frettabladid.is VÖRUHÚS skhifstofur BAUGUR Jón Ásgeir og Hreinn Loftsson, forsvars- menn fyrirtækisins, eru sagðir leita fjár- magns. Aform Baugs um yfirtöku Arcadia: Hluthafar farnir að ókyrrast yfirtaka Talið er að forsvarsmenn Baugs fundi í þessari viku með fjölda lánastofnana til að tryggja fjármagn vegna væntanlegs yfir- tökutilboðs í Arcadia. Samkvæmt Morgunpunktum Kaupþings gæti tilboðs verið að vænta á föstudag- inn. Breska blaðið Financial Times greinir frá því að margir hluthafar Ardacia Group séu teknir að ókyrrast vegna óvissu um hvort af yfirtökunni verði. Á aðalfundi keðjunnar í liðinni viku gaf Adam Brodbent, stjórnar- formaður, hluthöfum þær upplýs- ingar að hann hefði nýlega ýtt á eftir forsvarsmönnum Baugs. Blaðið hefur það eftir fjármálasér- fræðingum að litlar líkur séu á því að stjórn Arcadia gangi að lægra tilboði en 300 pensum á hlut. Gengi bréfanna var tæplega 270 í kaup- höllinni í London í gær. ■ UTSALA A OLLU 20% viðbótar afsláttur Niðurstaða rannsóknar í viðskiptafræði: Heildsalar ýta undir fá- keppni á matvörumarkaði Engjateig 5, sími 581 2141 Opið virkadaga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-15 HESTAFLUTNINGAR KG-FLUTNINGAR S. 695 8558, 854 5558, 426 8562 málstofa „Mín skoðun er sú að heildsalar hafi átt stóran þátt í því að mynda þá fákeppnisstöðu sem er á íslenskum matvörumarkaði," segir Einar G. Einarsson, við- skiptafræðingur. Hann kynnir í dag niðurstöðu ritgerðar sinnar til meistaraprófs sem fjallar um matvörumarkaðinn á Islandi, or- sakir og afleiðingar fákeppni. „Heildsalar hér á landi reka svokallaða afsláttarstefnu, þar sem stórir aðilar fá 30-40% af- slátt. Þetta gerir samkeppnis- stöðu smásala mjög mismunandi. Heildsalar mismuna aðilum á grundvelli afsláttar og hafa þan- nig ýtt undir fákeppni," segir Ein- ar. Áð hans mati hefur umræðan um matvöruverð einblínt of mikið á smásalana. Einar segir afslátt- arkerfi á borð við það sem hér tíðkast ekki þekkjast erlendis .Munurinn á afslætti á milli stórra og lítilla kaupenda sé ekki jafn mikill annars staðar. Einar segir hugsanlega lausn vandans vera þá ef að opinberir aðilar, t.d. sam- keppnisyfirvöld, skylduðu notkun reiknilíkans við afsláttarútreikn- ing, þá yrði hann ekki jafn hug- lægur og núna. Þetta myndi jafna markaðsstöðu smásala, segir Ein- ar, en ekki koma niður á neytend- um, því heildsöluálagning myndi lækka. ■ EINAR G. EINARSSON IVIálstofa um ritgerðina hefst kl. 12.15 á 3. hæð I Odda, í dag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.