Fréttablaðið - 31.01.2002, Síða 14

Fréttablaðið - 31.01.2002, Síða 14
FRÉTTABLAÐIÐ 31. janúar 2002 FIIVIIVITUDAGUR Óvissa ríkir um bardaga Tyson og Lewis: Lewis vorkennir Tyson ekki hnefaieikar Mike Tyson þarf meira á Lennox Lewis að halda en nokkru sinni fyrr. Þökk sé hnefaleikayfir- völdum Nevada, þarf hann einnig á nýjum stað fyrir bardaga að halda. Á þriðjudaginn var sú niður- staða kynnt fyrir Týson að hnefa- leikaleyfi hans í Nevada fylki í Bandaríkjunum væri afturkallað. Ástæðan er að sjálfsögðu slags- málin á blaðamannafundinum í síð- ustu viku. Nefndin í Nevada gekk til atkvæða í málinu. Niðurstaðan voru fjögur á móti einu atkvæði. Þannig tapaði Las Vegas tugum milljóna dollara, sem hefðu komið í kassann með bardaganum. Lewis hélt blaðamannafund í SETTUR í BANN Tyson var óstyrkur að sjá þegar hann kom fyrir nefndina á þriðjudaginn, þurrkaði svit- ann af enninu í sífellu. London í gær, sem hófst á því að umboðsmaður hans sagði Lewis ekki hræddan við Tyson. Lewis sagðist ekki eiga neina ábyrgð á slagsmálunum, þau væru alfarið Tyson að kenna. „Þeir létu okkur aldrei vita af neinni störukeppni. Þeir voru undirbúnir og vildu greinilega að þetta færi svona.“ Hann sagðist ekki vorkenna Tyson. „Fortíð þessa manns segir margt. Það er sorglegt að svona sé komið fyrir hnefaleikum." Staðan er ekki góð fyrir Tyson. Með því að berjast við Lewis hefði hann hugsanlega getað skotið ferli sínum aftur á toppinn. Hjálpar- menn hans vinna hörðum höndum við að reyna að finna nýjan stað fyrir bardagann. Búið er að hafa samband við Mogens Palle, sem skipulagði bardaga 'iyson við Bri- an Nielsen í október. Þá eru Suður- HÉR BEIT TYSON Lennox Lewis vildi ekki sýna fjölmiðlum sárið á löppinni í gær. Hann hlaut það þegar Tyson beit í löppina á honum í slagsmálunum frægu. Afríkumennirnir, sem héldu bar- daga Lewis og Rahman síðasta sumar, einnig búnir að lýsa yfir áhuga. ■ Schumacher slapp með skrekkinn Báðir Ferrari ökumennirnir klessa á: formúla i Heimsmeist- arinn í Formúlu 1, Mich- ael Schumacher, slapp ómeiddur þegar hann lenti í slysi á æfingu í gær. Ferrari liðið er statt á Circuit de Cata- lunya á Spáni. Schumacher var að keyra bílinn, sem var notaður í keppninni á CEISPANDI Schumacher áður en hann lagði af stað og klessti á í gær. síðasta ári, og klessti á í tólftu daginn. mér að kenna. Ég er í góðu lagi, líður vel,“ sagði Schumacher. Hann fór fljótlega heim til Sviss eftir slysið. En hrakfarir Ferrari liðsins voru ekki upp- taldar. Rubens Barrichello klessti sinn bíl einnig illa í mjög svipuðu slysi seinna um Ferrari þurfti að hætta beygju brautarinnar. „Þetta var við allar æfingar í kjölfarið á í KLESSU Bíllinn fór illa í árekstrinum. Schumacher sagði hann vera sér að kenna. því. Schumacher ætlaði að snúa fóru út um þúfur þegar Brasilíu- aftur til Spánar á morgun og æfa búinn fetaði í fótspor hans og á bíl Barrichello. Þær áætlanir Klessti á. ■ íslendingar eru í öðru sæti milliriðilsins og eiga góða möguleika á að komast í undanúrslit. Þjálf- ari þýsku meistaranna í Magdeburg segir íslenska liðið sterkara en það þýska. „Þýska liðið hefur hálfpartinn svindlað sér í gegnum mótið.“ handbolti íslenska landsliðið í handknattleik valtaði yfir það júgóslavneska á Evrópumótinu í Svíþjóð í gær. Leikurinn endaði með átta marka sigri íslands, 34- 26, en mestur var munurinn 11 mörk. ísland er nú í öðru sæti í milliriðlinum, einu stigi á eftir Þjóðverjum sem lögðu Slóvena að velli með 31 marki gegn 28. Þjóð- irnar eigast við í kvöld klukkan 19.00 og verður leikurinn sýndur beint í Rík- issjónvarpinu. Al- freð Gísláson, þjálf- ari Evrópu- og Þýskalandsmeistar- anna í Magdeburg, alfreð segir að íslenska gislason jlafa staðið frá- Telur að is- , , , . x lenska landslið- bærlega hingað tll. íð eigi eftir að ..Það er frabært komast í und- að komast tíu mörk- anúrslit. „vill um yfir gegn frekar fá Svía í Júgóslavíu. ÞÓ það úrslitum en undanúrslitum." vanti einhverja menn í liðið hjá þeim er þetta frábær árangur enda mjög gott lið. Þetta sýnir að íslenska liðið er mjög heilsteypt og Guðmundur [Guðmundsson, þjálfari] er að gera frábæra hluti með það.“ Alfreð segist bjartsýnn á leik- inn í kvöld þótt þýska liðið sé sterkt. „Þeir hafa verið í vand- ræðum með 6-0 vörn en það er einmitt aðalstyrkleiki íslenska liðsins, ásamt markvörslunni og hraðaupphlaupunum." „Þýska liðið hefur hálfvegis verið að svindla sér í gegnum mótið með vörninni og hraðaupp- hlaupum. Ég er búinn að sjá alla leikina með þeim og ég held að í heildina litið séum við með sterkara lið.“ Alfreð segir að liðið verði að spila upp á sigur eins og alltaf. „Ef við byrjum vel og komust vel af stað hef ég trú á að það komi til með að lama þýska liðið.“ Eftir leik Islands og Frakk- lands spratt upp sú umræða að dómararnir hefðu verið hliðhollir heimsmeisturunum. Nú eru menn jafnvel farnir að gera að því skóna að það sama verði upp á teningnum í kvöld, þ.e. að dómar- arnir eigi eftir að dæma með þýska liðinu. Þýskaland hefur oft verið nefnt Mekka handknatt- leiksins og því sé um töluverðar fjárhæðir að ræða þegar að sjón- varpsréttinum og tekjunum komi. Alfreð segir að menn megi ekki hugsa þannig. „Það er mjög hættulegt að velta þessari umræðu fyrir okkur. Við eigum bara að einbeita okkur að handboltanum. Liðið er búið að GLATT Á HJALLA Patrekur Jóhannesson og Sigfús Sigurðs- son fagna hér glæsilegum sigri á Júgóslöv- um í gær. Ólafur Stefánsson var marka- hæstur íslensku leikmannanna með tíu mörk og Einar Örn Jónsson skoraði átta. komast í gegnum tvo svona leiki og ég held að enginn geti leyft sér að vera áberandi með Þjóðverjun- um þegar þetta er í beinni útsend- ingu út um allan heim.“ kristjan@frettabladid.is HVERNIG FER? SJÖTTI LEIKUR: ÞYSKALAND FYRRI VIÐUREIGNIR Þjóðverjar unnið 8 leik fsland unnið 6 leiki Stærstu sigrar Júgóslava 1. febrúar 1997 24-32 Stærsti sigur fslendinga 18. desember 1990 30-17 fsiand skorað 295 mörk Júgóslavía skorað 302 mörk Árið 1989 sameinuðust Austur- og Vestur-Þýskaland. Fyrir það mættu Is- lendingar báðum liðum margoft. STAÐAN I MILLIRIÐLUM: A-RIÐILL Svíþjóð 4 4 0 0 115-91 8 Danmörk 4 3 1 0 104-87 7 Rússland 4 2 1 1 108-94 5 Portúgal 4 1 0 3 89-105 2 Tékkland 4 l 0 3 97-118 2 Úkraina 4 0 0 4 88-106 0 B-RIÐILL Þýskaiand 4 3 1 0 92-82 7 ísland 4 2 2 0 115-101 6 Spánn 4 2 1 1 94-87 5 Frakkland 4 i 2 1 87-88 4 Slóvenía 4 0 1 3 97-111 1 Júgóslavía 4 0 1 3 91-107 1 Leikir dagsins: A-RIÐILL 15.00 Tékkland - Portúgal 17.00 Úkraina - Rússland 19.00 Svíþjóð - Danmörk B-RIÐILL 15.00 Spánn - Júgóslavía 17.00 Slóvenía - Frakkland 19.00 ísland - Þýskaland r ■ m-r mm EIÐUR Á SKOTSKÓNUM Eiður Smári Guðjohnsen var sem fyrr á skotskónum með Chelsea í gær. Hann skoraði fyrra markið í 2-0 sigri liðsins á Leeds á Stamford Bridge í gær. Sam Della Bona skoraði seinna markið en það var afar umdeilt þar sem hann sló hendi í boltann áður en hann lét skotið ríða af. ASTON VILLA - EVERTON 0-0 BLACKBURN - ARSENAL 2-3 CHELSEA - LEEDS 2-0 IPSWICH - FULHAM 1-0 LIVERPOOL - LEICESTER 1-0 SOUTHAMPTON - WEST HAM 2-0 TOTTENHAM - NEWCASTLE 1-3 Epson deildin: Atlaga KR að toppnum KÖRFUBOLTi Tveir leikir fara fram í úrvalsdeild karla í körfubolta, Ep- son deildinni, í kvöld. í KR-heimil- inu í Vesturbæ taka KR-ingar á móti Haukum. KR er, ásamt Suður- nesjaliðunum Keflavík og Njarð- vík, með 22 stig. Það er hinsvegar í þriðja sæti vegna óhagstæðara stigahlutfalls. KR á hinsvegar leik- inn í kvöld til góða og gæti því náð toppi deildarinnar. Haukar eru í sjötta sæti með 14 stig. í Hveragerði tekur Hamar á móti ÍR. Hamar er í áttunda sæti deildarinnar með 13 stig. ÍR er í ní- unda sæti með 12 stig. Báðir leikirnir fara fram kl. 20.30. ■ „Erum með sterkara lið en Þjóðverjar“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.