Fréttablaðið - 31.01.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.01.2002, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 31. janúar 2002 FIMMTUPAGUR HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Frumsýning á Nasa: Páll Rósinkranz með fjölbreytta tónlist PÁLL RÓSINKRANZ OC FÉLACAR IVIeð Páli skemmtir einvala lið og má þar nefna Jón Ólafsson hljómsveitarstjóra Guðmund Jónsson, Friðrik Sturluson, Jóhann Hjörleifsson ásamt söngkonunum IVIargréti Eir og Védísi Hervöru. Fínn reifari „Ég hef verið lítið fyrir skáldsögur af því að ég á svo erfitt með að festast við þær. En Grafarþögn eftir Arnald Indriðason hélt mér frá fyrsta kafla og ég lauk henni í gær. Fínn reífari og gaman að bókin gerist á íslandi." Dr. Cunni tónlistarmaður og poppfræðingur tónlist Söngskemmtun Páls Rósin- kranz og hljómsveitar verður frum- sýnd á morgun á skemmtistaðnum Nasa. Páll ætti að vera öllum tónlist- araðdáendum kunnur. Hann hóf fer- il sinn með Jet Black Joe fyrir rúm- um tíu árum en tók sér hvíld um nokkurra ára skeið þar til fyrir tveimur árum að hann hóf að syng- ja á ný. Metsala var á plötu hans sem kom út fyrir jólin. Með Páli skemmtir einvala lið og má þar nefna Jón Ólafsson hljóm- sveitarstjóra Guðmund Jónsson, Friðrik Sturluson, Jóhann Hjörleifs- son ásamt söngkonunum Margréti Eir og Védísi Hervöru. Meðal þeir- ra laga sem hljómsveitin mun flytja er Have I told you lately, When I think of angels,Hallelujah, Your song, Rain Aint no sunshine, I beli- eve in you og Something Stupid. „Ég er mjög spenntur og hlakka mjög til að vinna með öllu þessu frá- bæra fólki,“ sagði Páll Rósinkranz. Hann sagði myndi flytja lög af ný- legri plötu sinni auk fjölbreyttrar tónlistar sem félli að flestum aldur- hópum. „Það er valin maður í hver- ju rúmi og það er ekki á hverjum degi sem svona tækifæri gefst. Ég vona bara að fólk eigi eftir að vera ánægt og mun leggja mitt að mörk- um til að svo geti orðið.“ Sýningin hefst klukkan 21en sýningin verður hvert föstu- dags- og laugardagskvöld fram á vor. ■ 1 METSÖLUBÆKURNAR METSÖLULISTI EYMDUNSSONAR 28. JANÚAR TIL 4. FEBRÚAR ERLENDAR BÆKUR Q Richard North Patterson PROTECT AND DEFEND James Patterson 1STTO DIE A Jefferey Deaver THE BLUE NOWHERE O Jack Higgins THE KEYS OF HELL Robert B. Parker PERISH TWICE Amy Tan THE BONESETTERS DAUGHTER H John Sanford FOOL'S RUN Michael Connelly A DARKNESS MORE THAN NIGHT Q Penny Vincenzi SOMETHING DANGEROUS t) Jayne Ann Krentz ^ LOST AND FOUND Erlendar bækur: Danielle Steele trónir á toppnum bækur ÞrjárÝnýjar bækur koma inn á listann fyrir erlendar met- sölubækur í þessari viku. lst to Die eftir spennusagnahöfundinn James Patterson, Perish Twice eftir Robert B. Parker og Somet- hing Dangerous eftir Penny Vincenzi. ■ FIMMTUDAGURINN 31. JÁNUAR FUNPUR_________________________________ 12.00 Dr. Auður Styrkársdóttir, stjórn- málafræðingur verður með í dag rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum. Auður mun segja frá bók sinni og Svans Kristjánssonar, Konur, flokkar og framboð. í bókinni er greint frá rannsókn þeirra á framboðs- málum flokka á íslandi fyrir sveitarstjórnarkosningar 1998 og Alþingiskosningar 1999. Rabbið er haldið í Norræna húsinu. 16.00 Prófessor M. Patricia Donahue, PhD, RN, heldur opinn fyrirlestur í dag um umönnun ókunngra. Hún hefur m.a. unnið við og skrif- að mikið um langvinna sjúk- dóma, rétt sjúklinga og stuðning við þá. Fyrirlesturinn fer fram í há- tíðasal Háskóla fslands. 16.00 Málstofa um Evrópustaðla verður haldín í dag. Flytjendur eru: Júlíus Sólnes, prófessor, Jónas Elías- son, prófessor og Jónas Þór Snæbjörnsson, fræðimaður, V.H.l. Málstofan er haldin í húsi verk- fræði- og raunvísindadeilda að Hjarðarhaga 2-6 (VR II). Allir eru velkomnir 17.15 í tilefni af aldarafmæli Halldórs Laxness efnir Vaka-Helgafell í ár til margvíslegrar umfjöllunar um skáldið og verk hans. Þar á meðal er röð fyrirlestra í Norræna hús- inu þar sem rithöfundar ræða um verk Halldórs. í dag heldur Matth- ías Johannessen erindi sem hann nefnir „Heitir þú Bera?" Er- indið er öllum opið og aðgangur ókeypis. 20.30 ReykjavíkurAkademían og Sagn- fræðingafélag Islands halda í kvöld umræðufund um bókina "íslenska þjóðríkið - uppruni og endimörk" eftir Cuðmund Hálf- danarson. Fundurinn fer fram í ReykjavíkurAkademíunni, JL-hús- inu við Hringbraut 121, fjórðu hæð. Tilboðsdagar 20-50% afsláttur af tilboðsuörum 10% afsláttur af öllum öðrum vörum iMjálsgötu 86 - sími 552 0978 Útsala - Flísar - Útsölulok Dagana 30. janúar til 2. febrúar verður 15-50% afsláttur á öllum vörum á lager Mílanó-Flísaverslun Ármúla 17a - Sími: 511 1660 I leit að fegurðinni Það er nóg komif að þrasi um pólitík í verkum Halldórs Laxness. Hún mun ekki lifa í verkum hans heldur skáldskapurinn fyrst og fremst, að mati Matthíasar Johannessen skálds sem mun fjalla um huldukonuna í verkum Halldórs í Norræna húsinu í dag. MATTHÍAS JOHANNESSEN ,Sagnaskáldið fer á kostum, einkum í Heimsljósi og Sjálfstæðu fólki, og þær verða sér- stæðar fyrir bragðið. Ljóðprósi Halldórs er kórónan í skáldsagnagerð hans. Eða eigum við að segja óslitinn silfurþráður alla tíð," segir Matthías um skáldskap Halldórs. fyrirlestur „Ég ætla að reyna að fjalla um leitina að fegurðinni eins og hún birtist í huldukon- unni í ljóðrænum skáldskap Halldórs í Heimsljósi og í Sjálf- stæðu fólki. Það er huldukona í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar en það er líka huldukona í þess- um fínasta skáldskap Halldórs Laxness; skáldsögunum, sem standa miklum ljóðum nær held- ur en venjulegum nútíma prósa- verkum," segir Matthías Johann- essen, skáld, um erindi sem hann flytur um skáldskap Halldórs Laxness í Norræna húsinu í dag. Erindið nefnir hann: „Heitir þú Bera?“ og vísar þar í stúlkuna sem Ólafur Kárason Ljósvíking- ur elskaði í Heimsljósi. „Ég hef alltaf hrifist mjög af umfjöllun Halldórs um þessa et- erísku ást. Og það er eins og með allan góðan skáldskap, ljóðið verður að vera almenns eðlis, jafnvel þó það sé ort með ákveð- na konu í huga. Ef það skírskotar til annarra og fjallar um ástir annars fólks þá getur það verið mikils virði,“ segir hann og nefn- ir að þessa skírskotun megi glög- gt finna í „fíngerðum vefnaði Halldórs", eins og hann orðar það. Matthías segir að svo virðist sem það sé tíska að þrasa ævin- lega um pólitík þegar nafn Hall- dórs sé nefnt, jafnvel þótt skáld- skapurinn sé það sem öllu máli skipti. „Það er komið nóg af þessu þrasi að mínu áliti og þessi póli- tík var í mínum huga afgreidd fyrir mörgum árum. Það verður ekki pólitík Halldórs Laxness sem lifir. Ef menn halda það þá er eins og þeir séu að fara í sirkus til þess að fá að vita hvað þeir eigi að kjósa. Það gerir mað- ur ekki. En taktu þetta ekki of al- varlega, ég er nú að kenna í Há- skólanum og það er eins og að ganga í klaustur. Ég læt ekkert hafa áhrif á mig, hvorki pólitík né annað." Að mati Matthíasar er Hall- dór eitt fyrsta atómskáld ís- lenskt eins og sjá má á ljóðum sem hann orti um svipað leyti og hann skrifaði Vefarann sem er í aðra röndina prósaljóð. „En hann átti alltaf rætur í ís- lenskri hefð, jafnvel rímum eins og sjá má bæði í Heimsljósi og Sjálfstæðu fólki. Sá eðlisþáttur Halldórs leynir sér hvorki í Ólafi Kárasyni né Bjarti í Sumarhús- um. Þegar Ásta Sóllilja fellur fyrir nútímaskáldi yrkir Bjartur nútímaljóð til að standast sam- keppnina." Matthías nefnir að þessar skáldsögur séu á köflum óviðjafnanleg ljóðlist í prósa, einkum þegar fjallað sé um land- ið, ástina og fegurðina. kristjangeir@frettabladid.is Reykj avíkur Akademí an: Eðli þjóðernis og samband ríkis og þjóðar umræðufundur ReykjavíkurAka- demían og Sagnfræðingafélag íslands halda í kvöld umræðu- fund um bókina „íslenska þjóð- ríkið - uppruni og endimörk“ eft- ir Guðmund Hálfdanarson. Inn- gangsorð flytur annar af ritstjór- um bókarinnar, Jón Karl Helga- son bókmenntafræðingur, en síð- an munu þrír fræðimenn fjalla um hana frá ýmsum hliðum, þau Páll Björnsson sagnfræðingur, Róbert H. Haraldsson heimspek- ingur og Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. Höfundur- inn, Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, ætlar um kvöldið að bregðast við umsögnum frum- ÍSLAND íslenska þjóðríkið fjallar um atriði sem nú eru ofarlega á baugi ( heimi fræða og fjöl- miðla eins og til dæmis fullveldi Islands, eðli þjóðernis og samband rfkis og þjóðar mælenda og síðan verða frjálsar umræður. Bókin kom út í október síðast- liðnum í ritröðinni „íslensk menning" sem ReykjavíkurAka- demían og Hið íslenska bók- menntafélag standa að. Hún hef- ur vakið umtalsverða athygli meðal annars vegna þess að hún fjallar um atriði sem nú eru ofar- lega á baugi í heimi fræða og fjölmiðla eins og til dæmis full- veldi íslands, eðli þjóðernis og samband ríkis og þjóðar. Fundurinn fer fram í Reykja- víkurAkademíunni, JL-húsinu við Hringbraut 121, fjórðu hæð, og hefst kl. 20:30. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.