Fréttablaðið - 05.02.2002, Síða 4

Fréttablaðið - 05.02.2002, Síða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 5. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR SVONA ERUM VIÐ VEXTIR ERU LANGHÆSTIR Á ÍSLANDI Neðangreindur samanburður á vöxtum innan OECD er frá árinu 2000, en hlutföll- in hafa lltið breyst síðan þá. Langtímavextir hér eru um rúm 11% auk þess sem verð- bólga hefur verið mun hærri en nágranna- löndunum. Mánaðarlegir vextir af tveggja milljóna kr. skuld eru um 10 þúsund krón- um hærri hérlendis en I nágrannalöndun- 8 10 12 —i ísland 11,7 Kórea 7 Noregur 6 Frakkland 5,5 Holland 5 Svlþjóð 4,9 Sviss 3,5 Heimild: www.agustis BOBBY FISCHER Nigel Short segir dularfulla taflmanninn hafa teflt eins og Fischer og verið stórskrít- inn eins og hann. Ummæli Fischers í Sunday Times: Short biðst afsökunar skák Sunday Times segir frá því að Bobby Fischer hafi neitað að hafa teflt við breska stórmeistarann Nigel Short á Netinu í símaviðtali sem Egill Helgason tók við hann í þættinum Silfur Egils á Skjá einum fyrir skömmu. Nigel Short sagðist hafa teflt við Fischer á Netinu á síðasta ári og byggði grun sinn á leikaðferð skákmannsins, sem óskaði nafnleyndar. Hann sagði að rússneski stórmeistarinn Boris Spassky hefði tekið undir getgátur sínar. Fischer hefur ekki spilað opin- berlega í nær tíu ár. Egill Helgason spurði hann út í þær sögusagnir, að hann væri að tefla á Netinu, m.a. um umræddar skákir við Short. Fischer neitaði þessum sögusögn- um og sagði þær vera algjört kjaftæði og gyðingalýgi. Aðspurð- ur um orð Short sagði Fischer að hann gæti sagt það sem hann vildi. f viðtali við Sunday Times sagði Short að hann hefði að öllu líkind- um rangt fyrir sér. „Fyrirgefiði," sagði hann en fýsti að vita hver plat Fischer væri. ■ Átök á Gasasvæðinu: GA5ABORG, CASASVÆÐINU.AP Fjórir Palestínumenn létust og einn maður særðist alvarlega þegar bifreið þeirra sprakk á suður- hluta Gasasvæðisins í gær. Palestínumenn sögðu ísraela hafa skotið eldflaug á bílinn. Skömmu áður skutu herþyrlur ísraela eldflaugum á tvær verk- smiðjur í borginni Jabalya, norður af Gasasvæðinu þar sem ísraelar töldu að vopnafram- leiðsla hafi farið fram. Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, sak- aði ísraela um að reyna að spilla friðarferlinu. „ísraelsk stjórn- völd vilja ekki að ró komist á. Þau ættu aftur á móti að vita að Palestínumenn verða ekki brotnir á bak aftur,“ sagði Ara- fat eftir dauða Palestínumann- anna. Ariel Sharon, forsætisráð- herra ísraels, ætlar á morgun að ræða við George W. Bush, for- seta Bandaríkjanna, í Hvíta hús- inu um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. ■ BJÖRGUNARAÐGERÐIR Fjölmargir Palestinumenn reyndu hvað þeir gátu til að bjarga því sem bjargað varð eftir eldflaugaárásina á verksmiðjurnar í gær. Samkeppnisráð: Blómabúð breyti nafni samkeppnismál Samkeppnisráð hef- ur mælt fyrir um að blómabúðin Blóm og list leggi af nafn sitt. Nafn- ið þykir of líkt nafni annarrar blómabúðar sem starfað hefur nokkrum mánuðum lengur. Sú heit- ir Blóm er list. Báðar eru í Linda- hverfi í Kópavogi. „Nöfnin eru það lík að það er mat samkeppnisráðs að nafnið Blóm og list gefi í skyn að þar sé um að ræða sömu blóma- verslun og hjá kvartanda eða a.m.k. nátengdan rekstur. Þá starfa fyrir- tækin í sama hverfi og höfða til sama markhóps. Er því að mati samkeppnisráðs veruleg hætta á að neytendurf...] villist á nöfnunum." ■ Slökkvilið ber ábyrgð á áfallastreituröskun Slökkviliðið á ísafirði bakaði bænum skaðabótaskyldu þegar brunaæf- ing þess fór úr böndunum. Láðst hafði að láta konu í næsta húsi vita af æfingunni. Hún varð skelfingu lostin þegar hún var vakin og gert að yf- irgefa heimili sitt. Hún er sögð hafa orðið fyrir „áfallastreituröskun." dómsmál Kona á ísafirði á að fá skaðabætur frá bænum vegna brunaæfingar slökkviliðsins sem fór úr böndunum. Slökkviliðsstjórinn á ísafirði hafði efnt til æfingar í mannlausu timburhúsi einn —♦— desembermorgun Þegar allt árið 1993. ísaf jarð- þetta er virt arbær var eigandi verður að hússins. Ibúar telja að nærliggjandi húsa slökkviíiðið á voru látnir vita af æfingunm daginn áður en ekki náðist ísafirði hafi sýnt af sér gá- eii eKKi Iidul,bl leysiviðund- txl konunan Hun • L,- var ein 1 husmu framkvæmd sambýlis- ,. maður hennar var æfingarinnar. & gjó Hús konunnar stóð aðeins fjóra metra frá húsinu sem kveikt var í. Eldurinn fór fljótlega úr böndum. Eldtungur stóðu að húsi konunnar þegar hún var vakin og beðin að yfirgefa heimili sitt. Umtalsverðar skemmdir urðu á húsi konunnar. Rúður sprungu í bílum og húsum í nágrenninu. „Hér verður að líta til þess, að eldur var kveiktur í timburhúsi í íbúðarhverfi án þess að gerðar væru sérstakar verklegar ráð- stafanir gagnvart næsta ná- grenni, svo sem að loka svæðinu, fjarlægja bifreiðar og aðra lausa muni og verja aðliggjandi hús,“ segir Hæstiréttur. „Þegar á reyn- di kom svo í ljós, að misbrestur var á því, sem mestu skipti, en það var að tryggja með óyggjandi hætti, að allt fólk í umhverfinu vissi um hina fyrirhuguðu (SAFJÖRÐUR Hæstiréttur hefur dæmt Isafjarðarbæ skaðabótaskyldann vegna brunaæfingar sem slökkviliðið missti stjórn á: „Við tók hröð og spennuþrungin atburðarás. Eins og þarna háttaði til hafði hún réttmæta ástæðu til að verða skelfingu lostin og telja sjálfa sig, heim- ili sitt og eigur I bráðri hættu." slökkviliðsæfingu og gæti þannig haft varann á. Þegar allt þetta er virt verður að telja, að slökkvilið- ið á ísafirði hafi sýnt af sér gá- leysi við undirbúning og fram- kvæmd æfingarinnar og hljóti að axla ábyrgð á því að hafa ekki verið til þess búið að ráða niður- lögum eldsins hratt og örugg- lega.“ Hæstiréttur segir ljóst að kon- an hafi vaknaði við óvæntar og ógnvekjandi aðstæður. „Við tók hröð og spennuþrungin atburða- rás. Eins og þarna háttaði til hafði hún réttmæta ástæðu til að verða skelfingu lostin og telja sjálfa sig, heimili sitt og eigur í bráðri hættu,“ segir í dómnum. Hæstiréttur telur sannað að konan „hafi orðið fyrir áfallastreituröskun við eldsvoð- ann og viðvarandi og hamlandi kvíðaröskun og hlotið af þung- lyndi án geðrofseinkenna. Af þessu hefur hún samkvæmt nið- urstöðu yfirmatsmanna hlotið 20% varanlegan miska og 40% varanlega örorku." gar@frettabladid.is KENNETH LAY Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri Enron. Hann neitaði að bera vitni við rétttarhöldin í gær. Kom það mjög á óvart miðað við fyrri yfirlýsingar hans. Fyrrverandi forstjóri Enron: Neitaði að bera vitni washington.ap Vitnaleiðslur í máli orkufyrirtækisins Enron tóku óvænta stefnu í gær þegar Kenn- eth Lay, fyrrverandi forstjóri fyr- irtækisins, neitaði að bera vitni. Búist var við að vitnisburður hans yrði hápunktur réttarhaldanna sem standa munu yfir alla vikuna. Lögfræðingur Lay sagði skjól- stæðing sinn ekki hafa viljað taka þátt í réttarhöldum þar sem dóm- arar væru þegar búnir að fella sinn dóm í málinu. Þónokkur vitni hafa einnig ákveðið að nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn með því að neita að bera vitni í málinu eða þau hafa ekki mætt til réttarhaldanna. ■ EERLENT Okumenn í Kaupmannahöfn urðu að hægja verulega á öku- hraða sl. föstudag. Þá gengu í gildi nýjar umferðareglur en sam- kvæmt þeim má ekki aka hraðar en á 40 km hraða á klst. í miðbæ Kaupmannahafnar. Reglurnar eru liður í átaki á Kaupmannahafnar- svæði að draga úr hraða bíla. ■ Stórútsala! Prjónagarn 30-45% afsláttur Hannyrðavörur 35% afsláttur ( MSkólavorubúðin - Arva!~ 9 - émámHii én*U{5 - Smiðjuvegi 5, Kópavogi Ginsengstríðið gengið yfir?: Osannaðar fullyrðingar um hreinleika SAMKEPPNI Heilsuverslun íslands braut samkeppnislög með því að fullyrða í auglýsingum að svonefnt Ortis gingseng frá Kína væri rækt- að á ómenguðu landssvæði. Úr- skurður Eðalvörum í vil gekk sl. föstudag hjá samkeppnisráði. Stað- festir ráðið þar með úrskurð Holl- ustuverndar ríkisins þess efnis. Reyndar komst Hollustuverndin einnig að því að virk efni í rótinni væru undir skaðsemismörkum og því heimilt að selja almenningi. Hinsvegar mátti ekki fullyrða að rótin væri ræktuð í ómengaðri mold. Engu að síður var sölu Ortis hætt sl. vor. Fjölmörg mál tengd ágreiningi um gingseng hafa að undanförnu komið til Samkeppnisstofnunar. Meðal annars var tekin afstaða til fullyrðinga í bæklingi frá Heilsu- versluninni um annmarka á kóresku gingsengi, enda væru heilbrigðisað- stæður þar almennt lakari en í Kína. SAMKEPPNISSTOFNUN Eðalvörur hf. vildu ekki una því að kínverskt gingseng samkeppnisaðila þeirra væri sagt ræktað í ómenguðum jarðvegi. Sjálft flytur það inn frá Kóreu. Eðalvörur, sem flytja inn frá Kóreu, kvörtuðu, en stofnunin taldi ekki ástæðu til aðgerða. Þá bannaði stofnunin Cetus hf. á síðasta ári að kalla gingsengið sitt (Power Gingseng) það sterkasta í heimi. Sem stendur eru engar kvartanir tengdar gingsengi hjá Samkeppnis- stofnun. Samkvæmt heimildum blaðsins eru starfsmenn þakklátir, enda nokkur erill verið vegna slíkra mála. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.