Fréttablaðið - 05.02.2002, Side 14
FÓTBOLTI
14
FRETTABLAÐIÐ
5. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Úrslitaleikur NFL deildarinnar:
Patriots komu
öllum á óvart
HESKEY í LANDSLIÐIÐ
Breskir fjölmiðlar töluðu mikið um það í
gær að Emile Heskey væri liklegur í fram-
línu enska landsliðsins við hlið Michael
Owen í sumar. Hann skoraði tvö mörk fyrir
Liverpool á móti Leeds um helgina. Þjálfari
Liverpool segir þetta fyrirtaks ráðahag.
RUÐNINGUR New England Patriots
komu, sáu og sigruðu í úrslitaleik
NFL deildarinnar, Superbowl, á
sunnudaginn. Fyrir leikinn var
ekki búist við miklu af liðinu. St.
Louis Rams voru sagðir mun sig-
urstranglegri í leiknum. Þeim var
líkt við Golíat og Patriots Davíð.
Það var aðeins talið formsatriði
fyrir Rams að spila við Patriots.
Rams byrjuðu ágætlega og
komust í 3-0. Leikstjórnandi liðs-
ins, Kurt Warner, sem var kosinn
leikmaður ársins í fyrra, náði sér
hinsvegar ekki á strik. Leikmenn
Patriots komust þrisvar sinnum
inn í sendingar frá honum. Það
endaði allt með marki. Patriots
komust í 17-3.
Það var ekki fyrr en í síðasta
fjórðungnum sem Rams komust á
skrið. Þegar ein og hálf mínúta
var eftir af leiknum náði liðið að
jafna, 17-17. Þá hófu Patriots sókn
og fór þar fremstur hinn ungi
leikstjórnandi Tom Brady. Hann
var seinna kosinn maður leiksins.
Þegar örfáar sekúndur voru eftir
af leiknum komust Patriots í að-
stöðu til að reyna vallarmark.
Sparkari liðsins, Adam Viniatieri,
skoraði vallarmarkið af 44 metra
færi og tryggði Patriots 20-17 sig-
ur í einni stærstu íþróttakeppni
Bandaríkjanna.
Sigur þeirra var vel við hæfi á
STOLINN BOLTI
Hér kemst Ty Law (t.v.) hjá Patriots inn í
sendingu frá leikstjórnanda Rams, Kurt
Warner, ætlaða Isaac Bruce (t.h.). Law sneri
við með boltann og skoraði snertimark.
sunnudaginn. Nafnið vísar í þjóð-
ernishyggjuna, sem sveif greini-
lega yfir vötnum. ■
KONTRAST
hárstofa
Tilboð á sérmeðferðum
við skemmdu hári,
flösu og hárlosi.
□pnunantími
mánud. frá kl.11-18
þri. • fös. frá kl. 11-21
laugard. frá kl. 10-16
Selásbraut 98
587 2111
Meiri hraði og tækni-
lega færari menn
Júlíus Jónasson var í landsliðinu í handbolta á Olympíuleikum 1992 og í B-keppninni í Frakk-
landi. Hann telur stemninguna í kringum landsliðið lítið hafa breyst. Handboltinn sjálfur sé hins
vegar tæknilega betur útfærður og einstaka leikmenn betri
hanpbolti „Handboltinn hefur
breyst mikið síðan ég var í lands-
liðinu og spilaði á stórmótum.
Hann er hraðari og leikmenn
FRÉTTABLAÐIÐ
Holl og vellaunuð
morgunhreyfing
Við óskum eftir blaðberum til að bera
út Fréttablaðið í eftirtalin hverfi:
112
Brúnastaðir
Bakkastaðir
105
Beykihlíð
Birkihlíð
Karlagata
Skaiphéðinsgata
Garðabær
Blikanes
Mávanes
Kríunes
Súlunes
Bakkaflöt
Hagaflöt
Þeir sem áhuga hafa geta
hringt í síma 515 7520
Virka daga kl. 10:00-16:00
tæknilega betri,“ segir Júl-
íus Jónasson fyrrum lands-
liðmaður í handbolta.
„Leikmenn eiga auðveld-
ara með að taka við erfið-
um sendmgum og línuspil
er meira. Það sem var
mörgum erfitt að gera þá
er mönnum léttara núna.
Ástæðan er sú að þróunin
hefur verið í þá átt að
nauðsynlegt er að vera
tæknilega fær um að taka
við erfiðum sendingum og
vinna úr þeim. Mjög marg-
ir eru atvinnumenn og
gera ekkert annað. Það
gefur augaleið að árangur-
inn er í samræmi við það.“
Júlíus segist ekki muna
hve margir voru í atvinnu-
mennsku þegar hann spil-
aði með landsliðinu á
Ólympíuleikunum í
Barcelona 1992. „Ég er
nokkuð viss um að þeir eru
fleiri núna,“ segir hann.
Evrópumótið nú er fyrsta
stórmótið þar sem Júlíus er
ekki með liðinu í sextán ár. „Ég hef
haft mjög gaman af að upplifa
þessa stemningu sem myndast
Andlegi skólinn
Raja jóga námskeið fyrir byrjendur hefst
næstkomandi þriðjudag 5. febrúar kl. 20:00
Upplýsingar í síma: 553 6537 og heimasíðu
www.vitund.is/andlegiskólinn
hefur í kringum handboltann. Það
kemur mér ekki á óvart. Við viss-
um alltaf af áhuganum heima þó
við værum í órafjarlægð. Ég veit
það fyrir víst að mórallinn er mjög
góður hjá strákunum því þeir
hefðu aldrei náð þessum árangri
annars. Guðmundur er stemnings-
maður og ótrúlegur keppnisandi í
honum. Auk þess hefur hann góðan
húrnor."
Júlíus vill meina að aðrar
HRAÐAUPPHLAUP KALLA Á GÓÐA VÖRN
Júlíus Jónasson segir áríðandi að áhersla verði lögð á
vörn og markvörslu.
áherslur séu í handboltanum en
áður fyrr. „Nú er meira um hraða-
upphlaup. Það kallar á góða vörn
og markvörslu. Öðruvísi virka
ekki hraðaupphlaup. Það er því
mikilvægar en nokkru sinni að
þeir hlutir séu í lagi. Toppliðin í
dag leggja áherslu á að skora sem
mest úr hraðaupphlaupum.
Stungusendingar inn á línu eru al-
gengari. Það krefst tækni að skila
þannig frá sér bolta og taka við
honum. Línuspil er öflugra og
tæknilega eru hraðaupphlaup bet-
ur útfærð." Júlíus nefnir í því sam-
bandi Svíana sem hafi alla
tíð keyrt áfram á hraða-
upphlaupum enda hafi
þeir verið með markvörsl-
una í lagi. „Sóknarleikur
þeirra er ekki endilega
neitt sérstakur."
Júlíus minnist Ólymp-
íuleikanna í Barcelona
1992 þar sem liðið var í
fjórða sæti. „Það var
skemmtilegt mót. Munur-
inn á Ólympíuleikum og
öðrum stórmótum er sá að
við höfðum lengri tíma.
Hins vegar þurfti maður
að hafa meira fyrir því að
halda sér á jörðinni og
hafa það á hreinu hvers
vegna liðið var á staðnum.
Lifandi goðsagnir ganga
fram hjá manni daglega í
Olympíuþorpinu. Það er
einkennileg tilfinning að
vera í hópi allra þessara
frægu.“
Júlíus þjálfar og leikur
með ÍR í handbolta. Hon-
um brá í brún þegar hann
mætti á æfingu í vikunni. „Á und-
an okkur eru fimmti og sjötti
flokkur á æfingu. Það eru jafnan
30-40 strákar og stelpur sem æfa
saman. Það brá hins vegar svo við
í vikunni að það mættu 180 börn á
æfingu í þessum yngstu flokkum.
Það sýnir hvað svona árangur hjá
landsliðinu hefur mikil áhrif. Þó
ekki væri nema lítill hluti þessara
barna sem héldi áfram, þá á það
eftir að skila sér. Vonandi lesum
við seinna viðtöl við landliðsmenn
sem hófu sinn feril í síðustu
viku.“ ■
Lewis vill nýjan áskoranda:
Frestar bardagan-
um við Tyson
eið hefst þann 5.2.2002
jendur hefst þann 5.feb.
föstud. Kl. 19:30
I Lífssýnar)
ar í síma: Y
YOGA
HNEFALEIKAR Lennox Lewis til-
kynnti á sunnudaginn að hann mun
ekki berjast við Mike lyson 6. apr-
íl. Sá dagur var áður ákveðinn fyr-
ir bardaga þeirra tveggja. Tyson
hefði getað nælt sér í heimsmeist-
aratitla Lewis en var neitað um
hnefaleikaleyfi í Nevada fylki eftir
að eiga upptökin á blaðamanna-
fundinum í New York á dögunum.
Síðan leyfið var afturkallað
hafa heyrst getgátur um ýmsa
mögulega bardagastaði. Los Ang-
eles, Kaupmannahöfn, Jóhannes-
arborg og Manila voru nefndar til
að halda bardagann sama dag. En
Lewis hefur ekki áhuga á þeim. „6.
apríl kemur ekki lengur til greina
fyrir bardaga á móti Tyson. Það er
hinsvegar aldrei að vita nema að
ég berjist þá við einhvern annan,“
sagði Lewis.
Þannig opnast dyrnar fyrir
Chris Byrd, sem er næstur á
áskorandalista IBF sambandsins.
Viðræður eru hafnar við samn-
ingsaðila Byrd. Þó Lewis ætli ekki
að berjast við Týson í apríl segir
hann líklegt að þeir mætist á árinu.
„Seinna á árinu. Þá mætumst við.
Án efa. Mike lýson er rosalegasti
andstæðingur sem ég get mætt nú.
Það væru vonbrigði fyrir mig og
almenning að missa af þeim bar-
KÓNGUR
Lennox Lewis hefur öll ráð í hendi
sér. Hann nefnir dagsetningu og Tyson
þarf að hlýða.
daga. Hann verður að fara fram,
fyrir íþróttina."
Þrátt fyrir uppákomuna á
blaðamannafundinum er byrjað að
ræða við samningsaðila Tyson. „Ég
myndi elska að lúberja Týson. Það
þarf að rasskella þennan dreng.
Það er það sem fólkið vill sjá.“ ■