Fréttablaðið - 12.02.2002, Page 1
STIÓRNMÁL
Vill í
sérframboð
bls 22
SPRENGIPAGUR
Odýr og
vinsœl hejð
bls 4
KVIKMYNP
Kemur
Connery?
bls 17
TD
RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf.
VERSLUN - HEILDSALA
ÖRYGGISKERFI
TÖLVULAGNAVÖRUR
VINNUSTAÐABÚNAÐUR
Hamarshöfða 1 - Sími 511 1122
www.simnet.is/ris Ný Heimaslða
FRETTABLAÐIÐ
30. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Þriðjudagurinn 12. febrúar 2002
ÞRIÐIUDAGUR
Söngur í hádeginu
óperan Fyrstu hádegistónleikar fs-
lensku óperunnar verða haldnir í
dag klukkan 12.15. Yfirskrift tón-
leikanna er „Brúðkaup á hálftíma"
en þá flytja þau Ilulda Björk Garð-
arsdóttir og Ólafur Kjartan Sig-
urðarson atriði og aríur úr Brúð-
kaupi Fígarós eftir Mozart og
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Ieik-
ur á píanó. Hulda Björk kemur til
starfa við Óperuna í ársbyrjun
2003. Miðaverð er 600 krónur.
Úrslit í
inntökuprófuni
læknanám Háskólaráð mun á fundi
klukkan 9 í dag, taka ákvörðun um
hvort inntökuprófum í læknadeild
verður frestað.
|VEÐR|Ð | DAC|
REYKJAVÍK Suðaustan 5-8 m/s
og þykknar upp síðdegis.
Frost 1 til 8 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
fsafjörður © 5-10 Skýjað O5
Akureyri o 5-8 Léttskýjað 06
Egilsstaðir o 3-8 Skýjað O5
VestmannaeyjarO 5-10 Skýjað O6
Saga heilbrigðis-
Öttast pólitísk hrossa-
kaup í ferðaþjónustunni
Framlag til markaðssetningar í ferðaþjónustu var aukið um 150 milljónir króna fyrir áramót. Óá-
nægja er innan ferðaþjónustunnar með ákvörðun samgönguráðherra um að láta ráðuneytið ráð-
stafa peningunum. Eigandi Avis bílaleigunnar segist líta á peningana sem styrk til Flugleiða.
FERÐAÞIÓNUSTA Óánægja er innan
ferðaþjónustunnar með þá
ákvörðun Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra að ætla sér og
ráðuneytinu að útdeila 150 millj-
ónum króna vegna markaðssetn-
ingar íslands sem ferðamanna-
lands. Einn viðmælandi Frétta-
blaðsins, sem þekkir vel til í
ferðaþjónustunni en vildi ekki
láta nafn síns getið, sagðist óttast
að ferðaþjónustan myndi aldrei
sjá þessa peninga og þeir yrðu
notaðir til pólitískra hrossa-
kaupa.
í byrjun desember ákvað ríkis-
stjórnin að auka framlag til
markaðssetningar í ferðaþjón-
ustu um 150 milljónir vegna
hryðjuverkanna 11. september.
Viðmælandinn sagði mjög undar-
legt að ráðuneytið ætli sjálft að
ákveða hvernig peningunum
verði varið. Miklu nær hefði ver-
ið að láta t.d. markaðsráð ferða-
þjónustunnar gera það. _______
Það sé hlutverk þess.
Þórunn Reynisdóttir,
eigandi Avis bílaleigunnar,
sagði að skynsamlegast
væri að markaðsráðið
hefði með peningana að
gera. Það hefði greinilega
ekki traust ráðherra þar
sem hann vildi sjálfur ráða
hvernig fjárveitingunum verður
varið.
Að sögn Jakobs Fals Garðars-
sonar, aðstoðarmanns ráðherra,
fær markaðsráð ferðaþjónust-
unnar ekki þessar 150 milljónir
króna til ráðstöfunar. Hann sagði
„Af hverju not-
uðu menn ekki
hluta af þessum
peningum til að
lækka lending-
argjöldin fyrir
Go,
það fá peninga frá ríkinu, Reyka-
víkurborg og greininni sjálfri.
Þessi viðbót kæmi hins vegar ein-
göngu frá ríkinu í þetta eina skip-
__ ti vegna atburðanna 11.
september. Því væri eðli-
legt að ráðneytið myndi
ákveða hvernig peningun-
um yrði varið.
Jakob Falur sagði að
ekki væri búið að ráðstafa
neinum peningum. í fjár-
lögunum segði að pening-
— arnir yrðu notaðir til
markaðssetningar innanlands og
erlendis. Ekki væri búið að
ákveða nákvæmlega hvernig það
verður gert en hugmyndin er að
efla þau verkefni sem þegar eru í
gangi. Kaupa t.d. fleiri auglýs-
ingatíma í fjölmiðlum erlendis.
Hann sagði að áformin verði
kynnt síðar.
Þórunn sagðist líta á þessa
peninga sem styrk til Flugleiða.
Hún sagðist telja að þeir yrðu ein-
göngu notaðir í auglýsingaher-
ferð þeirra. Það væri skrítið þar
sem fyrirtækið hefur meira en
60% markaðshlutdeild sem er
meira en Baugur í matvöru.
„Af hverju notuðu menn ekki
hluta af þessum peningum til að
lækka lendingargjöldin fyrir Go,“
sagði Þórunn. „Til þess að tryggja
það að þeir héldu áfram flugi
hingað og til að tryggja sam-
keppni við Flugleiðir. Það er samt
númer eitt að gera þjóðinni grein
fyrir því hvað er verið að gera við
þessa peninga."
trausti@frettabladid.is
mála
styrkur Þióðminiasafn íslands,
Lækningaminjasafnið í Nesstofu og
Félag áhugamanna um sögu læknis-
fræðinnar veita styrk til háskóla-
nema sem hyggst skrifa ritgerð um
sögu heilbrigðismála. Dómnefnd
um styrkumsóknir hefur nú lokið
störfum og verður styrkurinn af-
hentur í Nesstofu við Neströð á Sel-
tjarnarnesi í dag klukkan 16.
Sönglög og aríur
tónleikar Arndís Halla Ásgeirsdótt-
ir sópransöngkona og Holger
Groschopp píanóleikari halda söng
og píanótónleika í TÍBRÁ tónleika-
röð Salarins í Kópavogi í kvöld
klukkan 20.00. Á efnisskránni eru
annars vegar sönglög og aríur og
hins vegar píanóstykki eftir Bar-
ber, Gershwin, Verdi, Donizetti og
Liszt.
KVÖLDiÐ I' KVÖLD
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 íþróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 18 Útvarp 21
TALAÐ OC BORÐAÐ Hann gaf sér ekki tíma til að borða þessi án þess að tala í símann á sama
þegar myndin var tekin. Kannski var hann að segjast vera á leiðinni heim í mat.
" íg’.- ' '
^viifí!Ki$§É
Flugumferðarstj órar:
Vörðust
allra frétta
M iðlu N arti LLACfl Flugumferða-
stjórar gengu í gærkvöldi til at-
kvæða um miðlunartillögu ríkis-
sáttasemjara í kjaradeilu þeirra
við ríkið. Atkvæðagreiðslunni
verður fram haldið í dag og úrslit
kunngerð í kvöld. 106 flugum-
ferðarstjórar af öllu landinu hafa
atkvæðisrétt. Loftur Jóhannsson,
formaður Félags flugumferðar-
stjóra, vildi ekki tjá sig um hvern-
ig tillagan mæltist fyrir meðal fé-
lagsmanna þegar blaðið náði tali
af honum í gærkvöldi. Hann sagði
að ríkissáttasemjari hefði gefið
skýr fyrirmæli um að innihald til-
lögunnar yrði trúnaðarmál á með-
an atkvæðagreiðsla stæði yfir.
Yfirvinnubann flugumferðar-
stjóra hefur nú staðið í um mánuð
og valdið umtalsverðri röskun á
flugi. ■
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára
íbúar á 65,4%
höfuð-
borgarsvæð- |^@56.6%[
inu i dag?
■■« I
Meðallestur 25 til 49
ára á miðvikudögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2001
70.000 eintök
65% fólks les blaöið
MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001.
Halldór Ásgrímsson um borgarstjórnarkosningarnar:
Óttast ekki Björn
stjórnmál „Ég vil hvetja allt okkar
fólk til að styðja mjög ákveðið og
fast við bakið á R-listanum í kosn-
ingunum sem framundan eru,“
segir Halldór Ásgrímsson, for-
maður Framsóknarflokksins.
Hann vék að málefnum R-listans á
opnum stjórnmálafundi kjördæm-
issambanda framsóknarfélaganna
í Reykjavík í gærkvöldi. Halldór
sagði sitt hvað landsmála- og
sveitarstjórnapólitík og að engu
skipti þótt samstarf væri við
Sjálfstæðisflokk um landstjórn-
ina. Allur gangur væri á, við
hvaða flokka væri samstarf í
sveitarstjórnum landsins.
Halldór áréttaði að vel hafi
gengið í Reykjavík sl. ár. „R-list-
inn hefur skilað miklum árangri
hér í Reykjavík og borgin sótt
fram á þessum tíma. Ég tel að
þetta samstarf hafi verið mjög
farsælt," sagði hann og sagðist
sannfærður að R-listanum mætti
tryggja sigur í kosningunum í vor.
„Mér finnst ekki mörg merki þess
að sjálfstæðismenn nái þeim
skriði sem þarf til að vinna borg-
ina á nýjan leik. Þótt að ýmis ný
nöfn hafi komið þar upp eins og
gengur í stjórnmálum." ■
1 PETTA helst I
Kári Stefánsson kærir borgina
vegna þess að hann má ekki
halda áfram að byggja. bls. 2
T Talgerður hafnaði beiðni Vil-
V hjálms Egilssonar og Versl-
unarráðsins um rannsókn á Sam-
keppnisstofnun. bls. 4
......
Framsóknarmenn vilja ekki að
margir velji frambjóðendur
flokksins á R-listann. bls. 7
—
Kvennaathvarfið neyðist í
bráðabirgðahúsnæði. bls. 9