Fréttablaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN MARCIR BAKA Bolludagsbollur eru bakaðar heima hjá hátt í helmingi kjósenda -------- Vísís.is. Eru bakaðar bolludagsbollur heima hjá þér? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Ætlar þú að borða saltkjöt og baunir f dag, sprengidag? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun Forsætisráðherra um Samkeppnisstofnun: Osammála ungliðum stjórnmál „Ég er ósammála þeim ályktunum Sambands ungra sjálf- stæðismanna sem vísað er til“, sagði Davíð Odds- son, forsætisráð- herra á Alþingi í gær. Gunnlaugur Stefánsson, vara- þingmaður Sam- fylkingingar, hafði spurt forsætisráð- forsætis- herra hvort hann ráðherra væri sammála yf- Á öndverðri skoð- irlýsingu ungra un við unga sjálf- sjálfstæðismanna stæðismenn um um að leggja ætti Samkeppnisstofn- Samkeppnisstofn- un un niður. „Ég met störf Samkeppnisstofnunar mikils. Ég tel hana mikilvæga stofnun", sagði Davíð. Hann ítrekaði að tií greina kæmi að veita stofnuninni vald til að skipta upp fyrirtækjum sem misbeittu markaðsráðandi að- stöðu. Ef til þeirrar lagasetningar kæmi mætti hún ekki beinast gegn einstökum fyrirtækjum. Slík laga- setning yrði að vera með almennum hætti. Gunnlaugur fagnaði stuðningi forsætisráðherra við Samkeppnis- stofnun og aukin völd hennar. Það væri þó ljóst að um þetta væru skiptar skoðanir i Sjálfstæðis- flokknum. ■ Þórður tekur við Verð- bréfaþinginu: Tími til að söðla um verðbréfaþing „Ég hef verið for- stjóri Þjóðhagsstofnunar lengi og hef verið þeirrar skoðunar að menn ættu að skipta um starfsvettvang nokkrum sinnum á lífsleiðinni. Auk þess er þingið spennandi kostur,“ sagði Þórður Frið- jónsson spurður um ástæður ákvörðunar hans um að taka við starfi fram- þórður kvæmdastjóra FRIÐJÓNSSON Verðbréfaþmgs ís- Ætlar meðal ann- lands. Hann sagði ars að sjá til þess ákvörðunina ekki að reglum um tengjast ríkjandi upplýsingaskyldu óvissu um framtíð verði framfylgt. þjóðhagSStOfnun- ar. Þórður hefur verið forstjóri stofnunarinnar undanfarin 15 ár að frátöldu hálfu öðru ári sem hann starfaði sem ráðuneytisstjóri við- skiptaráðuneytisins. Þórður sagði að um áframhald- andi þróunarstarf yrði að ræða, enda saga þingsins ekki löng. Ástæða væri til að herða á ýmsum reglum. í því sambandi vildi Þórður ekki nefna dæmi um einstakar áherslubreytingar en tók fram að stöðugt þyrfti að vinnna að því að bæta ímynd þingsins og efla trú- verðugleika þess. Þá væri eftirlit þess með reglum um upplýsinga- gjöf einkar mikilvægt. ■ FRETTABLADIÐ nrTébtúar 2ÖÖ2 ÞRIÐJUDACUR Frumvarp barið í gegn í þriðju tilraun: Ahugamannahnefaleikar leyfðir alþinci Alþingi heimilaði í gær ástundun áhugamannahnefa- leika. Núna má því innan skamms bæði æfa og sýna ólympíska hnefaleika hér á landi. Frum- varpið var samþykkt með 34 at- kvæðum gegn 22. Tveir þing- menn, þau Lára Margrét Ragn- arsdóttir og Ólafur Örn Haralds- son, sátu hjá við afgreiðsluna. Heimildir Fréttablaðsins herma að þegar sé hafinn undirbúningur sýningarkeppna og frekara mót- halds í íþróttagreininni. Gunnar I. Birgisson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, lagði fram frumvarp þar að lútandi í þriðja sinn á þessu þingi, en Alþingi hafði tvisvar áður hafnað því að heimila áhugamannahnefaleika. Breytingatillaga við frumvarp Gunnars um að banna ætti högg í höfuð, jafnt í hnefaleikum sem og öðrum bardagaíþróttum, var felld með yfirgnæfandi meiri- hluta þar sem 16 voru henni fylgjandi en 35 á móti. Þá tillögu báru fram þingmennirnir, Kol- brún Halldórsdóttir (VG), Katrín Fjeldsted (D) og Sigríður Jóhann- esdóttir (Sf). „Þetta er mikill ósigur fyrir forsjárhyggjuna," sagði Gunnar I. Birgisson um niðurstöðuna í CUNNAR BIRGISSON Frumvarp Gunnars um að leyfa áhuga- mannahnefaleika var samþykkt á Alþingi í gær. gær. „Það er mikið réttlætismál að menn fái að stunda þessa íþrótt sem síst hættulegri en aðr- ar íþróttir, nema að síður sé. Þetta er mjög góð íþrótt upp á líkamsrækt, aga og allt annað að gera. Svo er það náttúrulega rétt- lætismál að fá að velja sér íþróttagrein að stunda.“ Gunnar segist aðeins þekkja til hnefa- leikanna sem hann hafi fiktað við þegar hann var ungur. „Ég held þetta verði hið besta mál. Þetta er ólympíuíþrótt og við vorum eina þjóðin í heiminum sem bönn- uðum áhugamannahnefaleika. En nú er það búið,“ sagði Gunnar. ■ SKEUATANGI 9 Of margar stallanir áttu að vera á gólfplötum í fyrirhuguðu húsi Kára Stefánssonar. Þá var það of háreist til að falla að ákvæðum deiliskipulags. Kári stefhir borginni vegna Skeljatanga Kári Stefánsson krefst þess aö úrskurður um að afturkalla byggingar- leyfi hans fyrir einbýlishúsi á Skeljatanga 9 verði felldur úr gildi. Emb- ætti borgarlögmanns neitar að afhenda Fréttablaðinu stefnuna á grund- velli vinnureglna sem embættið getur þó ekki framvísað. dómsmál Kári Stefánsson, for- stjóri Islenskrar erfðagreiningar, hefur stefnt Reykjavíkurborg og úrskurðarnefnd skipulags- og + byggingarmála. Stefndi Kári krefst ó8ild' Kárinæstu ingar á þeim úr- nágrönnum sínum að skurði úrskurðar- nefndarinnar að .... , honum sé óheimilt Skildingatanga að reisa einbýlis. 6 og Fatnis- s samkvæmt nesi 4. fyrirliggjandi og áður samþykktum teikningum á lóðinni númer 9 við Skejjatanga. Útilokað reyndist að fá afrit af stefnu Kára hjá borgarlögmanni í gær. Lögmenn Kára svöruðu ekki erindi Fréttablaðsins. Anton Björn Markússon, lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns, segir að þar sem stefna Kára hafi ekki enn verið þingfest, neiti emb- ættið að afhenda afrit af stefn- unni. „Málið getur fallið niður áður en málið er þingfest. Þá kemur ekki til kasta þessarar stefnu og þá fer ég ekkert að sýna þér hana. Þá er hún ekki orðin opinberlegt plagg," segir fulltrúi borgarlög- manns. Anton segir að nú sé verið að fara yfir stefnuna hjá borgarlög- manni. Á meðan sé hún aðeins gagn sem unnið sé með innanhúss hjá embættinu. „Þetta er aðeins vinnuskjal sem við höfum undir höndum," segir hann. Að sögn Antons byggist synjun hans á að afhenda stefnuna á vinnureglum sem stuðst sé við hjá embætti borgarlögmanns. Að- spurður neitar hann hins vegar að afhenda þær reglur: „Ég er ekki með neinar vinnureglur. Þú færð bara ekki þessa stefnu hjá okkur - það er klárt mál,“ segir hann. Auk áðurgreindra aðila stefndi Kári næstu nágrönnum sínum að Skildingatanga 6 og Fáfnisnesi 4. Þetta fólk lagði fram kæru vegna þess að Kára hafði verið veitt byggingarleyfi á lóðinni við Skeljatanga 9. Úrskurðarnefnd skipulags og byggingarmála komst að þeirri niðurstöðu að of margar stallanir ættu að vera á gólfplötum í fyrirhuguðu húsi. Þá væri það of háreist til að falla að ákvæðum deiliskipulags. gar@frettabladid.is Sala Símans: Engin ákvörðun um frestun einkavæðinc „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að fresta sölu Símans. Áður en það verður gert verður hún rædd af einka- væðingarnefnd", sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, á Al- þingi í gær. Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG, hafði þá beðið forsætisráðherra um að skýra fyrri orð sín um að þess væri ekki að vænta að Landssíminn yrði seldur á næstunni. í svari sínu sagðist Davíð hafa lýst þeirri skoðun sinni í viðtali við Ríkisútvarpið sem hann hefði áður lýst. Ef ekki fengist viðund- LANDSSÍMINN Yfirlýsingar Daviðs I gærmorgun komu andi boð í Símann yrði fyrirtækið ekki selt. Slíkt boð hefði ekki borist. „Þess vegna finnst mér meiri líkur en minni á að ekki verði af sölu Símans að þessu sinni. Síminn getur út af fyrir sig verið áfram til sölu ef viðunandi boð berst.“ Steingrímur vildi að stjórnvöld ákveddu að fresta sölu Símans um eitt til tvö ár. Ljóst væri að að ekki væru að bjóðast viðunandi tilboð í Símann. Rétt væri að nota tímann í að byggja upp fyrirtækið. Slíkt væri ekki hægt meðan óvissa ríkti um stöðu þess. BÓKMENNTAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS Hans Skei og Oskar Stein Björlykke, fulltrú- ar Noregs í dómnefndinni, tilkynna hver hlotið hefur bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs í ár. Bókmenntaverðlaun N orðurlandaráðs: Fjarlægð, missir, kímni og vinátta BÓKMENNTAVERÐLAUN Norski rithöf- undurinn Lars Saabye Christen- sen fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunin hlýtur hann fyrir skáldsöguna Hálfbróðurinn. Lars gaf út fyrstu bók sína, Sagan um Gly, árið 1976. Hann hefur síðan gefið út fjölda bóka, bæði ljóðabækur og skáld- sögur. í greinargerð dómnefndar er Hálfbróðurnum lýst sem mar- græðri skáldsögu, sem segi sögu fjögurra kynslóða. Grunntónninn sé fjarlægð, missir og sorg. Sagan rúmi einnig sátt með kímni og vin- áttu. Frásögnin sé ýmist raunsæ eða í anda töfraraunsæis. Haft hefur verið eftir höfundinum, að þetta sé stórvirki hans á ferlinum. Hann hafi lengi haft hug á að skri- fa bókina. Það hafi ekki verið fyrr en nú, sem hann var tilbúinn til þess. Dómnefndin segir Lars Saaby Christensen vera einn af fremstu rithöfundum sinnar kyn- slóðar. Hann hefur fengið fjölda verðlauna fyrir bækur sínar. Alls voru þrettán bækur tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Af íslenskum höfund- um, hlutu Mikael Torfason og Gyrðir Elíasson tilnefningu. Verð- launin, 350 þúsund danskar krón- ur, verða afhent í Helsinki í októ- ber. ■ I STJÓRNMÁL I Ossur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir orða- skipti ráðamanna í fjölmiðlum um evrópumál til marks um að stjórn- arsamstarfið sé farið að morkna innan frá. „Davíð spyr hvað vanti í EES-samninginn og segist í frétt- um ekki hafa fengið svör um það frá utanríkisráðherra. Þetta er auðvitað ekkert annað en van- traust á utanríkisráðherra," sagði Össur og taldi óeðlilegt að forsæt- isráðherra bæri Halldóri á brýn að geta hvorki skýrt fyrir honum né þjóðinni hvað vantaði í EES-samn- inginn þannig að hann gagnaðist til frambúðar. „Utanríkisráðherra hefur oft lýst sínum viðhorfum og forsætisráðherra þess vegna að storka honum opinberlega. Hvað ætlar Halldór Ásgrímsson lengi að vera skotspónn pólitískra háðs- glósa Davíðs Oddssonar?" spyr Óssur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.