Fréttablaðið - 12.02.2002, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. febrúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
Grásleppuvertíðin:
Litlar birgðir gefa
von um verðhækkun
sjávarútvegur Nokkur bjartsýni
ríkir um að komandi grásleppu-
vertíð geti orðið góð. Það helg-
ast m.a. af því að mun minna er
til af birgðum en oft áður á
þessum árstíma, eða 10 þúsund
tunnur á heimsvísu. Það er um
þriðjungur af heildarveiðinni á
síðustu vertíð sem nam um 30
þúsund tunnum. Þar af veiddu
Islendingar í 6.700 tunnur. Af
þeim sökum vonast menn til að
einhver verðhækkun geti orðið
á vertíðinni sem hefst hér sunn-
anlands 20. mars n.k. Vertíðinni
lýkur svo við Breiðafjörðinn í
ágústbyrjun. Útgefin veiðileyfi
eru tæplega 500. Af þeim er bú-
ist við að 250 - 300 leyfi verði
notuð.
Örn Pálsson framkvæmda-
stjóri Landssambands smábáta-
eigenda segir að nýting á veiði-
leyfum fari mikið eftir afurða-
verði og gæftum. Einnig ræðst
það af því hvort eitthvað verði
að hafa í öðrum veiðigreinum í
vor og sumar. Hins vegar séu
líka til þeir menn sem hafa ekk-
ert um áð velja nema gráslepp-
una. Fyrir þá getur vertíðin
skipt sköpum vegna lítilla
veiðiheimilda í öðrum fiskteg-
undum. Á vertíðinni í fyrra var
verð fyrir hrognatunnuna frá
43 - 56 þúsund krónum. Áætlað
ÖRN PÁLSSON
Segir að sumir eigi allt sitt undir grá-
sleppuvertíðinni.
útflutningsverðmæti fyrir árið
2001 er um 1,2 - 1,3 milljarðar
króna. ■
Kvennaathvarf af Bárugötu
í brádabirgðahúsnæði
,ög hins norska Kristjáns V. frá 1687 gerðu útslagið í Hæstarétti. Kvennaathvarfið er í óleyfi í
húsi erfingja Einar Sigurðssonar útgerðarmanns. Athvarfið flytur í bráðabirgðahúsnæði.
Dómsmál Hæstiréttur segir óhjá-
'kvæmilegt að líta svo á að Kvenna-
athvarfið sé í ólofi eigenda í húsinu
að Bárugötu 2. Rétturinn vísar í því
sambandi í ákvæði „norsku laga
Kristjáns V. frá 15. apríl 1687.“
Erfingjar Einars Sigurðssonar
útgerðarmanns geta nú beðið sýslu-
mann bera Kvennathvarfið úr hús-
inu þegar þeim þóknast.
Kvennaathvarfið hefur keypt
nýtt hús undir starfsemi sína en fær
það ekki fyrr en 1. júní. Athvarfið
krafðist þess að fá að vera lengur í
húsinu við Bárugötu enda hefðu nú-
verandi eigendur þess sagst fyrir
dómi ætla að veita sanngjarnan
frest á meðan fundið væri nýtt hús
undir starfsemina.
Hæstiréttur segir hins vegar að
svo óákveðið orðalag hafi ekki falið
í sér skuldbindingu um að Kvenn-
athvarfið fengi að vera lengur í hús-
inu en þá tvo mánuði sem liðu frá
því að erfingjunum var dæmdur
forkaupsréttur að húsinu fram til
þess að þeir kröfðust þess að at-
hvarfið væri borið út.
Þorlaug Jónsdóttir, rekstrar-
stjóri Kvennathvarfsins, segir að nú
sé verið að hnýta lausa enda. Innan
fárra daga verði athvarfið komið í
bráðabirgðahúsnæði sem það hafi
fram til 1. júní.
„Þetta hefur fengið verulega á
okkur. En það verður haldið út allri
starfsemi. Konur geta hringt í okk-
ur og fertgið uppgefið hvar við
erum. Við verðum afar fegnar þeg-
ár allt er komið í ró og spekt aftur.“
Kvénnáathvarfið keypti húsið á
Bárugötu af St. Jóséfssystrum í
nóvember 2000. Ekki kom fram við
kaupin að fjölskylda fyrri eigenda
hússins átti forkaupsrétt að eign-
inni. Fjölskyldan höfðaði mál til að
ná fram rétti sínum. Því lauk með
dómi Hæstaréttar í september sl.
Tveimur mánuðum síðar krafðist
fjölskyldan þess að Kvennaathvarf-
ið væri borið út. Það mál var endan-
lega leitt til lykta í Hæstarétti í gær.
Þessi óvænta atburðarrás hefur
verið Kvennaathvarfinu erfið. „En
okkar lögmaður hefur verið afskap-
lega velviljaður. Það er óhætt að
segja að við höfum verið á frekar
hasgtæðum prísum hjá honurn,"
segir Þorlaug.
gar@frettabladid.is
Afdrifarík skoðanakönnun hjá Samfylkingunni á Akureyri:
Formaður bæjarráðs
gefur ekki kost á sér
SVEITARSTJÓRNIR Ásgeir Magnús-
son, bæjarfulltrúi Samfylkingar-
innar á Akureyri og formaður
bæjarráðs, ætlar ekki að taka sæti
á lista flokksins fyrir sveitar-
stjórnarkosningar í vor.
Ákvörðun Ásgeirs er tekin í
kjölfar þeirrar niðurstöðu upp-
stillingarnefndar flokksins í bæn-
um að skipa listann samkvæmt
nýlegri skoðanakönnun innan
flokksins. í henni varð Ásgeir
annar á eftir Oktavíu Jóhannes-
dóttir. Ásgeir skipaði fýrsta sæti
listans á undan Oktavíu við síð-
ustu kosningar.
„Það var ákveðið að fara í
óformlega skoðanakönnun sem
síðan breyttist af hálfu sumra í
prófkjörsslag. Uppstillingarnefnd
hefur unnið úr könnuninni. Eftir
viðræður mínar við nefndina
ákvað ég að taka ekki sæti á list-
anum. Það er það eina sem ég get
sagt um málið. Síðar mun ég auð-
ÁSGEIR MAGNÚSSON
„Það var ákveðið að fara I óformlega skoð-
anakönnun sem siðan breyttist af hálfu
sumra I prófkjörsslag," segir formaður bæj-
arráðs.
vitað gera grein fyrir afstöðu
minni þegar gengið verður frá
listanu á félagsfundi hjá Samfylk-
ingunni . Það verður sjálfsagt á
næstu vikum,“ segir Ásgeir. ■
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra:
Ráðherra kvartaði undan
framíköllum þingmanna
alþingi Kristján L. Möller, þing-
maður Samfylkingarinnar, kvaddi
sér hljóðs á Álþingi í gær og gagn-
rýndi Valgerði Sverrisdóttur, iðn-
aðarráðherra fyrir að fara í fjöl-
miðla og á internetið með tillögu til
þingsályktunar um stefnu í
byggðamálum fyrir árin 2002-2005
áður en hún hefur verið kynnt
þingmönnum. Taldi hann þetta sér-
staklega sérkennilegt í ljósi þess
að á dagskrá þingfundarins væri
„Starfsemi Byggðastofnunar og
framvinda byggðaáætlunar, munn-
leg skýrsla iðnaðarráðherra“ sem
óneitanlega væri tengt mál.
Valgerður sagði að þrasað væri
um aukaatriði og taldi varla gagn-
rýnivert að almenningur fengi að
sjá þær tillögur sem unnar væru í
ráðuneytunum. Þingsályktunartil-
lagan kæmi svo á dagskrá þings-
ins að aflokinni umfjöllun þing-
flokka. „Herra forseti, er það orð-
in regla að hér sé frammíkall af
fremsta bekk?“ spurði hún
svo forviða undir lok síns fyrra
svars.
„Það hefur færst í vöxt,“ svar-
aði Halldór Blöndal, forseti Al-
þingis, að bragði og gladdi með því
þingheim. ■
Suðurlandsbraut 32 - Sími 533 1300 - Fax 533 1305
www.fasteiaansalan.is- Netfana: arund@fasteianasalan.is
Oddný I. Björgvinsdóttir Guðmundur Ó. Björgvinsson
sölu-og. framkvæmdástjóri
Páll Höskuldsson sölumaður
Leifur Aðalsteinsson sölumaður
ÁLFHEIMAR
Glæsileg 53 fm íbúð á fyrstu hæð í 5 hæða
fjölbýlishúsi. Suðursvalir, stutt I alla þjónus-
tu. Áhv. ca. 4.8millj. V. 8.5 millj.
•íij;*. ►iií-ftv.e'Tyjji*
hdl. og lögg. fasteignasali
Halldór H. Backman
hdl. og lögg. fasteignasali
ÞRASTARGATA
Vorum að fá í einkasölu, einstaklega
skemmtilegt lítið einbýlishús á góðum og
rótgrónum stað í vesturbænum. V.
14.5millj.
BÁRUGATA- REYKJAV.
Sérlega glæsileg 64 fm mikið endurnýjuð
kjallaraíbúð með sér inngangi. Rótgróin og
eftirsóttur staður I miðborginni. V. 9.5 millj.
BERJARIMI-GRAFARVOGUR
Sérlega glæsileg 90 fm íbúð á annari hæð í
fjölbýlishúsi, mjög vandaðar innréttingar. Sér
inngangur, bílageymsla I kjallara. V. 12.8
millj.
S0GAVEGUR
Góð 69 tm íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi,
frábær staðsetning. Áhv. 4.8millj. V. 10.5
millj.
UGLUHÓLAR
Glæsileg 85 fm íbúð á 3ju hæð í litlu fjöl-
býlishúsi. Baðkar og sturtuklefi. Öll herbergi
með skápum. Björt og rúmgóð stofa og
borðstofa. Svalir í vestur. V. 10.5 millj.
BÓLSTAÐAHLÍÐ
Mjög glæsileg 105 fm ibúð á 4. hæð I fjöl-
býlishúsi. Bílskúr 21 fm. Glæsilegt útsýni,
vestursvalir. V. 11.5millj.
HVASSALEITI-BÍLSKÚR
Mjög góð 139 fm 5 herbergja íbúð á efstu
hæð í fjölbýlishúsi. 22 fm bílskúr, ves-
tursvalir. Möguleiki á aukaherbergi í kjallara.
Áhv. ca. 9.5millj. V. 14.9 millj.
BARÐASTAÐIR-GRAFARVOGUR
Á frábærum stað rétt við golfvöllinn er 157
fm einbýlishús í smíðum með innbyggðum
bílskúr. V. 16.9millj.
VEGNA MIKILLAR SÖLU
VANTAR ALLAR STÆRÐIR AF EIGNUM
Fyrirtæki til sölu, t.d.:
• Langar þig í eigin rekstur. Höfum
til sölu nokkur lítil en góð fyrirtæki
sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel
auðveldara en þú heldur.
• Veitingastaður í atvinnuhverfi.
Mánaðarvelta 2-3 MKR á mánuði.
Eingöngu opið virka daga kl. 7-
17.
• Heildverslun með leikföng og
gjafavörur. Ársvelta 100 MKR.
• Stór pub í miðbænum. Einn
stærsti bjórsölustaður borgarinn-
ar.
• Verktakafyrirtæki sem sérhæfir
sig í gangstéttum. Góð tæki. Árs-
velta 50 MKR.
• Kaffihús við Laugaveg. Ársvelta
35 MKR. Góður hagnaður.
• Þekkt einingahúsafyrirtæki í góð-
um rekstri. Miklir framtíðarmögu-
leika. Hentugt fyrir smiði.
• Stór skemmtistaður í miðbænum.
Mjög góður rekstur.
• Falleg sérverslun með flísar. Árs-
velta 20 MKR. Góð umboð.
• Kristján IX I Grundarfirði. Vinsæl-
asti veitinga- og skemmtistaður-
inn á Snæfellsnesi. Ársvelta 20
MKR.
• Stór og mjög vinsæll pub í út-
hverfi. Einn sá heitasti í borginni.
• Þekkt austurlenskt veitingahús í
miðbænum. Velta 4 MKR á mán-
uði og vaxandi. Góður hagnaður.
• Mjög góður söluturn í Hafnarfirði
með bílalúgum, grilli og video. 6,5
MKR mánaðarvelta og vaxandi.
• Falleg og nýstandsett hár-
greiðslustofa í Hlíðunum. Mikið
að gera. Lágt verð af sérstökum
ástæðum.
• Tvö gistihús miðsvæðis í Reykja-
vík. 7-15 herbergi.
• Lítill sport pub í úthverfi. Mikil
matsala. Auðveld kaup.
• Sólbaðsstofa í miðbænum. 6
bekkir + gufubað og önnur að-
staða. Lágt verð.
• Lítil en mjög efnileg heildverslun
með umhverfisvæn hreinsefni.
• Lítil heildverslun með kex og sæl-
gæti. Ársvelta 10 MKR.
• Unglingafataverslun í Kringlunni.
24 MKR ársvelta. Auðveld kaup.
• Stór og vinsæll pub í miðbænum.
Mikil velta.
• Falleg lítil blómabúð í Breiðholti.
Mjög einfaldur og öruggur rekst-
ur. Auðveld kaup.
• Stór útivistarverslun í góðum rek-
stri. Ársvelta140 MKR.
• Skyndibitastaður í atvinnuhverfi.
Ársvelta.20 MKR. Þægilegt fyrir
einn kokk.
• Lítií heíldverslun með góða mark-
aðsstöðu í matvöru óskar eftir
sameiningu við fjársterkt fyrirtæki
til að nýta góð tækifæri.
• Heildverslun með tæki oa vörur
fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta
100 MKR.
• Góð videósjoppa í Breiðholti með
4 MKR veltu á mánuði. Auðveld
kaup.
• Stórt og fjölbreytt heilsustúdíó.
Eurowave, Ijósalampar, sogæða-
nudd, leirvafningar og fl. Mjög
góö staðsetning.
• Rótgróið veitingahús við Bláa
Lónið. Góður og vaxandi rekstur i
eigin húsnæði.
• Veitingahús á Akranesi
• Verslun, bensínssala og veitinga-
rekstur í Búðardal. Eigið húsnæði.
Mjög góður rekstur. Arsvelta 160
MKR.
• Efnalaug/þvottahús í stóru hverfi.
Arðbær rekstur og miklir vaxta-
möguleikar fyrir hendi. Mjög
hentugt fyrir fjölskyldu.
• Meðeigandi óskast að litlu mat-
vælafyrirtæki með mikla mögu-
leika.
• Meðeigandi óskast að litlu mat-
vælafyrirtæki með mikla vaxta-
möguleika.
• Góð blómabúð í Grafarvogi. Til
sölu af sérstökum ástæðum.
• Falleg gjafavöruverslun við
Laugaveginn, heildsala og net-
verslun. Mikil tækifæri.
• Ein besta sólbaðsstofa borgarinn-
ar. Góður hagnaður. Skipti mögu-
leg á góðu atvinnuhúsnæði.
• Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin)
• Sími 533 4300 • Gsm 820 8658