Fréttablaðið - 12.02.2002, Síða 14

Fréttablaðið - 12.02.2002, Síða 14
ÓL.YMPÍULEIKAR IX" JEIn PIQUES ft M#I HEIMSMET Þjóðverjar fengu sitt fyrsta gull á sunnu- dagskvöld. Skautahlauparinn Claudia Pechstein setti heimsmet um leið og hún nældi í gull. Hún skautaði 3000 metra á aðeins 3,57,70 mínútum. Renate Groenewold frá Hollandi varð önnur og kanadíska stúlkan Cindu Klassen þriðja. GAMALL JORDAN Hefur ekki sarha sjálfstraust og áður. Stjörnuleikur NBA: Jordan gat ekki troðið körfubolti Bestu leikmenn NBA deildarinnar á Austur- og Vestur- strönd Bandaríkjanna mættust í Stjörnuleiknum í Philadelphia á sunnudagskvöld. Leikmenn Vest- urstrandarinnar unnu leikinn með 135-120. Margir leikmenn fóru á kost- um. Fáum kom á óvart að Kobe Bryant var kosinn maður leiks- ins, enda var hann stigahæstur með 31 stig. Vesturdeildar- liðið hafði yf- irburði í leikn- um. Tilþrif kvöldsins, ef ekki tímabils- ins, átti Tracy McGrady hjá O r 1 a n d o Magic. Hann kastaði boltan- um í spjaldið, hljóp framhjá nokkrum leik- mönnum, tók við boltanum af spjaldinu og tróð glæsilega. Einnig var eftirminnilegt þegar Michael Jordan hljóp einn upp völlinn og gerði sig líkleg- ann til að troða boltanum í körf- una. Áhorfendur, sem voru ný- búnir að fylgjast með McGrady, bjuggust við einhverju rosalegu. En Jordan er 39 ára og ferðast ekki lengur í loftköstum. Þegar hann stökk upp að körfunni ætl- aði hann að troða boltanum á ein- faldan hátt en mistókst. Salurinn og Jordan sjálfur sprungu úr hlátri. „Það er langt síðan ég hef verið í þessarri aðstöðu. Ég fór að hugsa um það sem ég vildi gera,“ sagði Jordan eftir leikinn. „Síðan ákvað ég að troða. Ein- beitningin fór út um þúfur. Þó ég hefði viljað gera eitthvað rosa- legt þurfti ég að fara yfir lík- amann. Eitthvað gæti farið úr- skeiðis. Þegar maður er kominn á þennan aldur er maður ekki fullur sjálfstrausts." Jordan sannaði það síðan sein- na í leiknum að hann getur enn troðið. Hann smeygði sér fram- hjá Tim Duncan og tróð boltan- um. Þó það væri glæsilegt er það misheppnaða troðslan sem fólk mun muna eftir. ■ BESTUR Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers lék fyrir Vesturdeildina. Hann var kosinn besti leikmaður leiksins. 14 FRÉTTABLAÐIÐ 12. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR Vetrarólympíuleikarnir í Salt Lake Gity: Óvænt úrslit í stökki ólympíuleikar Svisslendingurinn Simon Ammann kom öllum á óvart þegar hann tók gullið í skíðastökki af 90 metra palli. Flestir höfðu búist við því að Sven Hannawald ætti sigurinn vísan en hann varð annar. Ammann stökk 98 metra í fyrra skipti og bætti hálfum metra við í síðara stökkinu. Kelly Clark frá Bandaríkjunum varð hlutskörpust í frjálsum æfingum á snjóbretti í gærkvöldi og er því nýr Ólympíumeistari í kvennaflokki. Jochem Uytdehaage frá Hollandi vann gullverðlaun og setti nýtt heimsmet í 5000 m skautahlaupi. Hvassviðri á toppi fjallsins þar sem brunkeppni í Salt Lake City fer fram kom í veg fyrir að Dagný Linda Kristjánsdóttir keppti fyrst íslend- SIMON AMMANN SVÍFUR TIL SIGURS Hann stökk 98 metra f fyrra stökkinu og bætti hálfum metra við í því siðara. inga á Vetrarólympíuleikunum í gær. Brunkeppninni, sem hún tekur þátt í, var frestað þar til í dag. Dag- ný er með rásnúmerið 37 af 39 kepp- endum. Brundrottningin Emma Furuvik verður ekki með sökum HVASSVIÐRI 25.000 manns sem hugðust fylgjast með brunkeppninni í gærkvöldi urðu frá að hverfa. Logn var niðri við markið en mikið hvassviðri á toppi fjallsins olli þvi að ekki reyndist hægt að ræsa keppendur. hnémeiðsla. f dag verður keppt til verðlauna í fjórum greinum, 10 kílómetra göngu kvenna og 15 kílómetra göngu karla, hólasvigi karla og 500 metra skauta- hlaupi karla. Einnig fer fram fyrri hluti keppni í listdansi á skautum í karlaflokki, íshokkí kvenna og karla, tvær umferðir í eins manns sleða- keppni kvenna, undankeppni skíða- stökks af 120 metra palli og fjölmörg lið mætast í curling. ■ Ekki ástæda til annars en vera bjartsýn Þórey Edda Elíasdóttir meiddist illa seint á síðasta ári. Hún var komin í góða æfingu og ætlaði sér stóra hluti á komandi keppnistímabili. frjálsar Þórey Edda Elíasdóttir stangastökkvari tognaði illa á læri fyrir áramót. Þegar það henti hana var hún komin í mjög gott form en hefur ekki getað æft neitt að ráði síðan. „Það voru mikil vonbrigði því ég var á svo góðri leið þegar þetta kom fyrir. Eg var ekki einu sinni að stökkva heldur í átakahlaupi," segir Þórey Edda vonskvikin. Hún segist hafa verið í Banda- ríkjunum á síðasta ári og þar hafi hún tekið miklum framför- um. „Það voru feikilega góðar aðstæður í skólanum og gerðar miklar kröfur. Öll kvöld fóru í að læra og það þýddi ekkert að slaka á við námið þótt ég væri að æfa.“ Hún segir það hafa verið yndislegt að geta verið úti á velli allan daginn við æfingar. „Hitinn var þægilegur og þjálfunin góð. Ég náði mínu besta stökki fram til þessa á háskólamóti þegar ég stökk 4.51. Á heimsmeitaramót- inu utanhúss í Edmonton í Kanada stökk ég 4.45 og það er minn besti árangur á stórmóti.11 Þórey segist hafa æft mjög stíft í haust og verið komin í mjög góða æfingu þegar hún meiddist. „Ég var tilbúin fyrir komandi keppnistímabil og ætl- aði að taka þátt í raðmótum í byrjun árs. Það fyrsta var í síð- ustu viku og það næsta verður 17. febrúar í Brimingham í Englandi. Ég stefni á að komast þangað en þori ekki að lofa að það takist." Þórey Edda hefur verið hjá sjúkraþjálfara í vetur og nær eingöngu stundað æfingar sem tengjast því að ná sér aftur. „Það er ótrúlegt hvað þetta ætlar að vera langvarandi en ég það er MÓT í BIRMINGHAM Þórey Edda stefnir að því að komst á raðmót nr. 2 í febrúar. ekki laust við að mér finnst ég vera ögn betri. Það eina sem hægt er að gera er að hlífa vöðv- anum við átökum og það er bara tíminn sem vinnur með mér.“ Þórey ætlar sér stóra hluti á árinu ef hún nái sér og hefur sett markið hátt. „Ég er á góðum aldri, hef góða þjálfara og ef ég næ mér er ekki ástæða til annars en vera bjartsýn." bergljot@frettabladid.is Feofanova í miklu stuði: Sló heimsmetið aftur frjálsar Það virðist vera orðið að vana hjá hinni rússnesku Svetlana Feofanova að slá heimsmet í stangastökki. Hún sló heimsmetið í stangastökki innanhúss í þriðja skipti á átta dögum í Belgíu á sunnudaginn. Þá stökk hún yfir 4,73 metra. „Sannast sagna bjóst ég við því að slá metið aftur. Það var hins- vegar mjög erfitt," sagði Feofanova þegar hún var búin að slá metið í þriðju tilraun. Feofanova, sem er 21 árs, segir ekkert geta stöðvað sig. Surnir segja jafnvel að hún verði fyrsta konan til að stökkva yfir tvo metra áður en árið er liðið. „Það er vissulega möguleiki," sagði Feofanova. Byrjað er að líkja henni við Úkraínubúann Sergei Bubka. Hann sló heimsmetið 35 sinnum áður en hann hætti keppni nýlega. Þjálfari Feofanova segir að hún eigi jafnvel eftir að verða betri. Hún varð í öðru sæti á eftir Bandaríkjamanninum Stacy Dragila á heimsmeistaramótinu í Edmonton síðasta sumar. Dragila dró sig út úr mótinu í Belgíu um helgina vegna flensu. Feofanova hlakkar til að mæta henni aftur í keppni. „Það er betra fyrir mig og íþróttina ef hún jafnar sig fljótt. Hún verður að vera í góðu formi sagði hún. Fyrir það að slá heimsmetið ÓSTÖÐVANDI Hér er Svetlana Feofanova að stökkva í Belgíu um helgina. Hún sló heimsmetið í stanga- stökki innanhúss í þriðja skipti á átta dögum. þrisvar sinnum fékk Feofanova Rússlands og segja fjölskyldu tæpar níu milljónir króna í bónus- sinni frá verðlaununum. „Þau vita greiðslu. Hún segist ekki geta ekki hversu mikið ég fékk. Þau beðið eftir því að koma heim til verða mjög undrandi." ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.