Fréttablaðið - 12.02.2002, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. febrúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Hjálmi Schumacher stolið:
Þjófurinn fékk samviskubit
formúla i Michael Schumacher
varð fyrir því leiðindaatviki á
föstudaginn að hjálmi hans var
stolið. Það kom reyndar ekki
mikið að sök þar sem þjófurinn
fékk samviskubit og skilaði
hjálminum til prests á sunnudag-
inn.
Þjófurinn komst inn á við-
gerðasvæði Ferrari í
Braunschweig í Þýskalandi und-
ir fölskum formerkjum. Þar
pakkaði hann hjálminum, sem
kostar rúmar milljón krónur, í
tösku og hvarf á brott. Héraðs-
presturinn var mjög undrandi
þegar þjófurinn kom til hans á
sunnudaginn. Hann bað prestinn
um að skila hjálminum til
Schumacher fyrir sig. „Ég gerði
mjög heimskuleg mistök,“ sagði
þjófurinn og fór. Lögreglan hef-
ur beðið þjófinn, sem er sagður
vera á sextugsaldri, um að gefa
sig fram. Schumacher var síðast
með hjálminn þegar hann lenti í
árekstri í Barcelona 30. janúar.
Þá kom hann sér vel því
Schumacher slapp ómeiddur úr
árekstrinum.
Þessa dagana er heimsmeist-
arinn staddur á æfingabraut
Ferrari á Ítalíu. Þar er hann að
prófa nýja F2002 bílinn í fyrsta
skipti. Æfingarnar virðast ganga
vel því á sunnudaginn bætti
Schumacher ársgamalt met á
brautinni. „Þetta er frábær byrj-
un á nýja bílnum. Þetta veitir á
gott,“ sagði Schumacher. Yfir-
menn Ferrari ætla að tilkynna
það eftir tvær vikur hvort nýi
bíllinn eða F2001 verður notaður
í fyrsta kappakstri ársins í Mel-
bourne 3. mars. ■
HJÁLMLEYSIÐ KOM EKKI AÐ SÖK
Shcumacher hafði annað að hugsa um
en hjálma um helgina. Hann setti nýtt met
á æfingabraut Ferrari á Ítalíu á sunnudag-
inn á nýja F2002 bílnum.
Kamerún varði
Afríkutitilinn
Leikmenn Kamerún eru fullir sjálfstrausts eftir sigur á Senegal í úrslitaleik Afríkubikarsins. Þeir
ætla sér mikla hluti á HM í sumar.
LJÓNIN FAGNA
Leikmenn landsliðs Kamerún, sem stundum eru kallaðir Ljónin, halda Afríkubikarnum stoltir á loft í Bamako í Mali á sunnudaginn. Þeir
unnu Senegal 3-2 i vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Afríkubikarsins.
Ferguson gengur frá
samningnum:
Verdum
besta lid
í heimi
fótbolti Manchester United gekk
frá samningum sínum við Alex
Ferguson um helgina. Hann verður
hjá liðinu til 2005.
Ferguson ætlar að slíta öll tengsl
við félagið þegar samningurinn
rennur út. Hann er búinn að stjórna
liðinu í 16 ár og átti að fara í þægi-
lega stjórnunarstöðu í vor. „Eg er
ánægður með að vera áfram
knattspyrnustjóri,“ sagði Ferguson.
„En þegar þetta er búið mun ég
ekki koma nálægt félaginu að
nokkru leyti.“
Ferguson, sem er sextugur, seg-
ir sín mestu mistök vera að til-
kynna starfslok þegar hann hafði
áhuga á að starfa áfram. Þegar
kona hans og synir studdu hann í
því að sitja áfram talaði hann við
stjórn félagsins. Þar voru menn í
skýjunum yfir tíðindunum.
„Fólkið í félaginu er á sömu
bylgjulengd og ég,“ sagði Fergu-
son. „Það vill sömu hluti og ég. Að
eyða tæpum fjórum milljörðum í
Juan Sebastian Veron getur verið
það bestá sem félagið hefur gert.
Það segir stuðningsmönnum og öðr-
um að við erum reiðubúin til að leg-
gja allt undir til að verða besta liðið
í heirni."
Ferguson segir Beckham eiga
eftir að skrifa undir áður en tíma-
bilið klárast og að Veron muni ekki
snúa aftur til Lazio. „Það er argasta
vitleysa. Lazio á engan pening, get-
ur ekki keypt hann. Þar að auki er
Veron hæstánægður og hluti af
hinni glæstu framtíð félagsins." ■
fótbolti Kamerún vann Senegal í
úrslitaleik Afríkubikarsins. Eftir
venjulegan leiktíma var marka-
laust jafntefli. Úrslitin réðust í víta-
sþyrnukeppni. Kamerún vann 3-2.
Heimamennirnir í Mali og Nígeríu-
búar spiluðu um þriðja sætið á
laugardaginn. Nígería vann með
einu marki gegn engu. Á fimmtu-
daginn voru undanúrslit. Þá vann
Senegal Nígeríu 2-1 og Kamerún
vann Mali 3-0.
Þetta er í annað skipti í röð
Kamerúnar vinna Afríkubikarinn.
Þeir urðu einnig meistarar árið
2000. Sigurinn nú er búinn að kveik-
ja rækilega upp í liðinu og aðstand-
endum þess. Þetta er í fyrsta skipti
sem það vinnur Afríkubikarinn
sarría ár og Heimsmeistarakeppnin
er haldin. Leikmenri segjast ætla að
jafna besta árangur landsliðsins í
keppninni í sumar. Hann var árið
1990 þegar liðið komst í undanúr-
slit. „Að sigra Senegal í úrslitum
gaf okkur það sjálfstraust sem við
þurfum í E-riðlinum á HM. Þar
mætum við Þýskalandi, Saudi-Ar-
abíu og írlandi," sagði Laurent
Etame Mayer, sem einnig er leik-
maður Arsenal. „Eftir nokkra vin-
áttulandsleiki í viðbót vitum við ná-
kvæmlega hvar við stöndum fyrir
keppnina. Liðsandinn hefur aldrei
verið betri. Það er það eina sem við
þurfum fyrir HM.“
Leikmenn Senegal voru ekki al-
veg jafn brattir eftir tapleikinn.
Varnarmaðurinn Ferdinand Coly
sagði ástæðuna fyrir tapinu vera
reynsluleysi. Senegal hefur aldrei
áður komist í úrslit Afríkubikars-
ins. „Við bjuggumst ekki við því að
það yrði skorið úr um leikinn í víta-
spyrnukeppni. Við æfðum okkur
ekki í spyrnum og vorum ekki and-
lega undirbúnir. En þetta er fót-
bolti. Við töpuðum bikarnum alla-
vega í góðum leik.“
Liðið ætlar að virkja tapið á já-
kvæðan hátt, sem kennslustund.
Það er sannfært um að reynslan
eigi eftir að verða til þess að liðið
verður öflugra í framtíðinni. Nú
tekur við mikill undirbúningur fyr-
ir HM í sumar. Senegal leikur opn-
unarleik keppninnar á móti Frakk-
landi í Seoul 31. maí. Það er í A-riðli
keppninnar, með Frökkum, Dönum
og Úrúgvæum. ■
GULLRENNSLI
Kelly Clark fór hamförum i seinni umferð brekkurörsins.
Snjóbretti í Salt Lake:
Bandarísk stúlka
stal sigrinum
ólympíuleikar Bandaríkin fengu
sín fyrstu gullverðlaun þegar
Kelly Clark vann keppni á snjó-
bretti í brekkuröri. Hún stal
sigrinum af Frakkanum Doriane
Vidal með því að standa sig áber-
andi best í seinni umferð. Fabienne
Reuteler frá Sviss varð í þriðja
sæti í keppninni. Bretar urðu fyrir
miklu áfalli í keppninni. Lesley
McKenna, sem er nífaldur Bret-
landsmeistari í brekkuröri, komst
ekki í úrslit. Hún fékk mjög léleg
stig úr báðum umferðum. ■
Stór dagur í íþróttasögunni segir Bubbi:
Islandsmeistaramót í
hnefaleikum strax í vor
BUBBI MORTHENS
Bubbi taldi andstöðu við áhugamannahnefaleika vera á misskilningi byggða enda sé
himinn og haf áður en komið er út í atvinnumannahnefaleika.
HNEFALEIKAR Gunnar Birgisson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, er í
miklu uppáhaldi hjá Bubba
Morthens þessa dagana. í gær var
samþykkt frumvarp Gunnars um
að heimila beri ástundun áhuga-
mannahnefaleika hér á landi.
„Ég hefði kosið hann Gunnar
ef ég byggi í Kópavogi,1' sagði
Bubbi sem kvað hafa komið flatt
upp á sig að helsta andstaðan við
frumvarpið hafi komið úr röðum
vinstrifólks á þingi. „Það er
ákveðin forsjárhyggja og um-
hyggja fyrir náunganum sem hef-
ur lengi verið viðloðandi vinstri
stefnu, en í þessu tilfelli hefur
hún verið alveg út úr kú og á
skjön við allt sem eðlilegt er [...]
Ég tel þetta vera stóran dag í ís-
lenskri íþróttasögu og spái ég því
að innan 20 ára verðum við komin
með verðlaunafólk í ólympískum
hnefaleikum á Ólympíuleikum."
Næsta skref sagði Bubbi vera
að koma á fyrsta íslandsmeistara-
mótinu nú með vorin. „Það gæti í
fyrsta lagi orðið í maíbyrjun en
ég geri ráð fyrir að við reynum að
koma á sýningarkeppni eins
fljótt og kostur er. Það eru
keppnishæfir menn hér sem Guð-
jón Vilhelmsson, eini alþjóðlegi
hnefaleikaþjálfarinn okkar, hef:
ur verið að þjálfa undanfarin ár. í
gegnum Guðjón getum við svo
fengið virta, fína dómara með al-
þjóðleg réttindi til að koma og
dæma. Nú er bara að sækja um
leyfi fyrir mótshald og annað,“
sagði Bubbi og hlakkaði mikið til
að láta til sín taka á þessum vett-
vangi. ■