Fréttablaðið - 12.02.2002, Page 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
76 ára nunna látin laus eftir hálfs árs fangelsi:
Mótmælti herskólanum í Fort Benning
bellevue. ap Miriam Spencer er 76
ára gömul rómversk-kaþólsk
nunna, búsett í Bellevue í Was-
hington í Bandaríkjunum. Hún er
nýkomin úr fangelsi í Illinois þar
sem hún dvaldist í hálft ár.
Dóminn hlaut hún fyrir að
ganga á landareign í óleyfi fyrir
tveimur árum. Þá tók hún þátt í
mótmælum gegn herskóla í Fort
Benning í Georgíu. Skólinn hét
áður „School of the Americas", en
nafni hans var fyrir fáeinum
misserum breytt í Öryggissam-
vinnustofnun Vesturálfu (Western
Hemisphere Institute for
Security Cooperation).
Skólinn hefur verið mikið
gagnrýndur fyrir að þjálfa suður-
NÝKOMIN ÚR FANCELSl
Fyrir tveimur árum mótmælti Miriam
Spencer herskólanum í Fort Benning, þar
sem bandarlski herinn þjálfar suður-amer-
íska hermenn. Fyrir vikið þurfti hún að
dvelja hálft ár í fangelsi.
ameríska herforingja í pyntingum
og hryðjuverkum. Bandarísk
stjórnvöld þvertaka þó fyrir það
að reka þarna hryðjuverkabúðir.
Þau segja skólann leggja mikla
áherslu á lýðræði og mannrétt-
indi, a.m.k. núorðið.
Asamt Spencer hlutu 25 aðrir
mótmælendur fangelsisdóm. Þar
af voru fjórar nunnur.
„Það versta var að sumir verð-
irnir komu fram við mig eins og
óþverra," sagði Spencer. Hún
dvelst nú á elliheimili fyrir nunn-
ur.
„Auðvitað ætla ég ekki að
hætta að mótmæla," tók hún fram.
„Þeir hafa ekki lokað skólanum
enn.“ ■
| FRÉTTIR AF FÓLKI
Fyrir hálftómum sal sat tónlist-
arelíta landsins í félagsskap
forseta íslands á sunnudagskvöld
og útdeildi sigurvegurum síðasta
árs viðurkenningum í beinni
sjónvarpssendingu. Tæknilega
gekk allt á afturfótunum, bein
sjónvarpsútsending fór úr skorð-
um og hljóðið datt út. Þrátt fyrir
að markaðssetning hátíðarinnar
hafi staðið yfir í langan tíma með
alls konar auglýsingabrellum og
beinni sjónvarps-
sendingu á besta
tíma virtist þó lít-
ill áhugi á uppá-
komunni. Það
voru ekki síst tón-
listarmenn sjálfir
sem sniðgengu
hátíðina. Þeir létu
vera að kaupa sér miða á 2.900
krónur til að berja dýrðina aug-
um. Þrátt fyrir að lögð væri áher-
sla á aukna breidd og veitingu
viðurkenninga í öllum flokkum
tónlistar situr það eftir að auðu
sætin í salnum voru litlu færri en
þau sem setið var í. Þegar tónlist-
armennirnir sjálfir hafa ekki
áhuga er borin von að almenning-
ur vilji fylgjast með verðlauna-
veitingunni. Líklega munu Einar
Bárðarson og félagar bara bóka
sal 4 í Háskólabíói undir næstu
Tónlistarverðlaunahátíð.
Stuðningsmenn Helga Hjörvar
og Hrannars B. Arnarssonar
eru órólegir yfir þeim orðrómi að
Stefán Jón Hafstein njóti sér-
stakrar velvildar Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur
í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar
um næstu helgi.
Stefán sækist eft-
ir að ýta þeim
fóstbræðrum til
hliðar og hreppa
efsta sæti fulltrúa
Samfylkingarinnar á R-listanum.
Stefán . , gamall vinur og skóla-
bróðir borgarstjórans og hefur
iðulega verið kallaður til ráðu-
neytis í Ráðhúsinu þegar kreppt
hefur að hjá borgarstjóra og R-
listanum. Eftir að Stefán Jón gaf
kost á sér hafa hins vegar farið á
kreik sögur um að borgarstjóri
hafi engin áhrif haft á framboð
hans og styðji hann alls ekki
frekar en aðra frambjóðendur.
Þessar sögur eru andsvar úr her-
búðum Hrannars og Helga við
framboði Stefáns Jóns og til þess
ætlaðar að koma í veg fyrir að
Stefán Jón geti hagnast umfram
aðra frambjóðendur á vinsældum
Ingibjargar Sólrúnar.
að verður hart sótt að Flosa
Eiríkssyni bæjarfulltrúa í
Kópavogi í prófkjöri Samfylking-
arinnar þar í bæ. Tíu frambjóð-
endur keppa í prófkjöri sem
verður bindandi fyrir fjögur
efstu sætin. Auk bæjarfulltrú-
anna þriggja, sem allir leita end-
urkjörs, eru í
framboði tveir
menn sem geta
gert sterkt tilkall
til leiðtogahlut-
verksins sem
Flosi hefur gengt.
Annars vegar er
þar um að ræða
Ibyggya Felixson, framkvæmda-
stjóra Landverndar, sem hefur
talsverða reynslu í nefndarstörf-
FJÖLDI FÓLKS HEFUR SKORAÐ A MIC
Bragi Mikaelsson segir vini, kunningja og flokksmenn hafa komið að máli við sig.
Ihugar að fara
fram utanflokka
Bragi Mikaelsson segist ekki vilja fullyrða að
Gunnar Birgisson hafi unnið gegn sér. Það
hafi hins vegar ekki leynst neinum að Gunn-
ari hafi alltaf viljað sig út úr pólitík.
framboðsmál Eins og fram hefur
komið í fréttum féll Bragi Mika-
elsson umsjónarmaður úr öðru
sæti niður í það sjötta í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar í vor.
Bragi sagði í samtali við Frétta-
blaðið að hann hefði ekki enn
gert upp við sig hvort hann færi
fram í vor með sérframboð en
ljóst væri að hann teldi afar litl-
ar líkur á að hann tæki sjötta
sæti listans. „Það hafa mjög
margir komið að máli við mig og
hvatt mig til að fara fram með
sérframboð. Það eru bæði vinir
og kunningjar auk flokksbund-
inna sjálfstæðismanna og
óflokksbundinna. Þetta fólk hef-
ur skorað á mig og ég íhuga það
alvarlega að verða við þeirri
áskorun," segir Bragi. Hann seg-
ir ennfremur að það hafi ekki
farið leynt að skoðanir hans og
annarra sjálfstæðismanna hafi
ekki alltaf farið saman. „Einkum
hefur það verið í umhverfismál-
um, forvarnarmálum og ýmsum
öðrum málum Mér hefur einnig
þótt skorta frumkvæði hjá bæj-
arstjórn í málaefnum aldraðra.
Ef svo fer að ég fari fram utan-
flokka mun ég leggja áherslu á
þessi málefni umfram önnur.“
Bragi segir ekki hafa verið
ágreining á milli sín og annarra í
bæjarstjórnarflokknum. „í
stjórnmálum er það nú þannig að
menn eru ekki alltaf sammála þó
prýðilega gangi að vinna saman.“
Hann segir að ekki skilji mörg
atkvæði á milli manna. „Það eru
ekki nema rúm hundrað atkvæði
sem ég hefði þurft til viðbótar til
að koma mér í þriðja sætið."
Bragi telur ekki minnsta vafa á
að ein ástæða þess að svona fór
sé að Gunnsteinn Sigurðsson hafi
ákveðið að gefa kost á sér í sömu
sæti. Aðspurður hvort Gunnar
Birgisson hafi hugsanlega unnið
gegn honum í prófkjörinu svarar
Bragi að því vilji hann alls ekki
halda fram. „Gunnar hefur hins
vegar alla tíð viljað mig burtu úr
stjórnmálum. Hann hefur ekki
farið leynt með það. Það hefur
ekki tekist fram að þessu. Ég hef
verið viðloðandi bæjarstjórn allt
frá því 1974 og unnið af heilind-
um í stjórnmálum. Á þessu tíma-
bili hef ég verið í forystu sjálf-
stæðismanna og verið formaður
kjördæmisráðs og varaþingmað-
ur í kjördæminu. Ég ber ekki
kala til sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi og mun ekki æskja þess að
röð á listanum verði breytt í ber-
högg við niðurstöður prófkjörs.
bergljot@frettabadid.is
i iiiiiiiiihiiiiiiii;iiiii|iii" i ^ ■■■■■■■■■■■!! J],„......
um á vegum bæjarins. Hins veg-
ar er Hafsteinn Karlsson, skóla-
stjóri og reyndur félagsmálamað-
ur. Víst má telja að þeir tveir
hljóti góða útkomu í prófkjörinu
því fjölmargt Samfylkingarfólk í
bænum getur illa leynt gremju
sinni yfir því hve illa Flosa hefur
gengið að standa uppi í hárinu á
höfuðandstæðingi sínum, Gunn-
ari I. Birgissyni, oddvita sjálf-
stæðismanna.
Skýringin á lélegri útkomu
Gunnars I. Birgissonar í próf-
kjöri sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi er talin liggja í trúnaðar-
bresti sem orðinn var í samskipt-
um hans og Braga Mikaelssonar,
bæjarfulltrúa og núverandi for-
seta bæjarstjórnar. Bragi hafi
gefið stuðningsmönnum sínum
vísbendingar um
að hunsa Gunnar í
prófkjörinu og hið
sama hafi Gunnar
gert í sínum inns-
ta hring. Stuðn-
ingsmenn Braga
fengu ekki hróflað
við Gunnari, þótt þeir gætu með
þessu komið í veg fyrir að hann
næði bindandi kosningu. Hins
vegar hefur þessi ágreiningur
kostað Braga sæti sitt á listanum
því hann féll, sem kunnugt er
niður í 6. sætið og unir sínum
hlut illa.
v < x
í spásímanum 9086116 er
spákonan Sirrý og spáir í
ástir og örlög framtíðar.
Einnig tímapantanir fyrir
einkatíma í sama síma.
Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá,
draumaráðningar og huglækningar.
Leitum lausna við vandamálum.
Verð við frá kl.15-2
/ síma 908-6040. Hanna
Laufey Héðinsd. miðill s-9085050
Tarotlestur, miðlun, draumaráðningar,
fyrri líf, fyrirbænir.
Sími9085050
Spái í bolla og spil
Nútíð og framtíð - 6 ára reynsla
Uppl. hjá Önnu
ís. 587-4376 / 861-1129
Iðnaður
Námskeið
Námskeið í tré og
trérennismíði hefjast í
febrúar, lýkur fyrir páska
Kennari
Þórarinn Þórarinsson
Upplýsingar í síma
894 3715
www. simnet. is/inni
Trévjnnustofan ehf
Sími 8958763
fax 55461 64
Smiðjuvegur 1 1
200 Kópavogi
SérsmíSi í aldamótasfíl
FulningahurSir. Stigar
Gluggar. Fög . Skrautlistar
Iðnaður
í handverkið
Tréskurðarjárn
Kiukkuverk
Trésmíðavélar
Brennipennar
Steinalípitromlur
Ostaskerar og önnur áhöld
til að skepta...
Ótal margt annað!
Gylfi
Hólfshrauni 7,
220 Hafnarfirði
Sími: 555 1212 / www.gylfi.com.
Getum bætt við
okkur verkum.
Vönduð vinna
Tímakaup/Tilboð
Hvað sem er ehf.
Alhliða húsaviðhald og málun
Uppl í síma
895 1404 eða 6987335
Trjáklippingar
Tek að mér að klippa tré og runna
Karl Guðjónsson
skrúðgarðyrkjumeistari
Símar: 551-9361 & 899-7773
Tölvupóstur: kalli@islandia.is
Vefsíða: www.islandia.is/kalli
Iðnaður
Sandspörtlun og alhliða
málningarvinna.
Hannes Valgeirsson,
löggiltur málarameistari.
Simi: 897-7617
Bílar
nBBKnEi
Til sölu
Trooper Tdi árg 09-01, 7 manna
sjálfsk, 35" breyttur ekin 8 þús.,
hvítur glæsilegur jeppi skipti
ath. bílalán. Verð 4.390.000 Stgr.
Uppl í sima 8939918
Hvort sem bíllinn er nýr eða
gamall, beyglaður eða bilaður,
þá getum við lagað hann.
Bílanes,
bifreiðaverkstæði
Bygggörðum 8,
s. 561 1190 og 899 2190
Til sölu
Þessi glæsilegi Ford Thunderbird 1959,
allur sem nýr. Einnig 13 feta viking felli-
hýsi með útdraganlegri hlið árg 2000 og
Ford Focus high series árg 99,
Uppl f sfma 5640090 eða 8205207
Bonstöðin
Stormur
Skemuvegur 46 bleik gata
fyrir neðan bifreiðaverkstæði Jónasar
Alþrif á fólksbílum 3.500 kr.
Uppl í síma 557 7462
Ýmislegt
Tölvuviðgerðir
í HEIMAHÚS og fyrirtæki!!
Kem til þín og kippi tölvunni í lag.
Veiti eínnig ráðgjöf við val á tölvubúnaði.
Símar: 848-6746 og 566-7827
fyrir nánari uppl.
Eða, www.vefsmidjan.is
thjonusta@vefsmidjan.is
Góð þjónusta og betra verð.
Réttur vikunar
Ekki missa af tilboði
okkar á rétti vikunar.
Gómsætur Kjúklingaréttur
með cashewhnetusósu.
Tilboðsverð kr. 690
(Nr.41) á matseðli.
Kaffisetrið
Laugavegi 103, Reykjavík