Fréttablaðið - 04.03.2002, Blaðsíða 4
SVONA ERUM VIÐ
i tillögu stýrihóps að nýrri
samgönguáætlun fyrir árin 2003 til 2014
kemur fram lengd og flokkun þjóðvega
landsins sem nú teljast tæplega 13 þús-
und kllómetrar:
Vegflokkar Vegalengd (km)
Stofnvegir 4.310
Tengivegir 3.897
Safnvegir 2.490
Landsvegir 2.301
Samtals 12.998
Bandarískir vísindamenn:
Veldur blý-
eitrun ofbeld-
ishneigð?
unglincar Nokkrir bandarískir
læknar segjast hafa sýnt fram á
að blýeitrun í bernsku geti átt þátt
í vaxandi afbrotum og ofbeldis-
hneigð unglinga í Bandaríkjunum.
Þeir kynntu í vikunni niðurstöður
rannsóknar, þar sem börnum var
fylgt eftir frá fæðingu og fram á
unglingsaldur.
„Unglingar sem mældust með
mest blý í blóðinu í fyrsta bekk
frömdu að meðaltali 4,5 sinnum
fleiri afbrot síðustu tólf mánuðina
heldur en börn með lægsta blý-
magn í blóði í fyrsta bekk. Svo
virðist sem áhrif þessa umhverf-
issjúkdóms á taugaþroska séu
ekki eingöngu bundin við hnignun
greindarvísitölu eða námsgetu,"
segir Kim Dietrich, einn vísinda-
mannanna við barnasjúkrahús i
Cincinatti, þar sem rannsóknin
var gerð. ■
IINNLENTI
Stjórn Blaðamannafélags ís-
lands lýsir undrun og von-
brigðum með framkomu Lands-
síma íslands hf. gagnvart starfs-
manni Símans sem var heimildar-
maður að frétt sem DV birti um
greiðslur Símans til fyrirtækis
Friðriks Pálssonar. Þar segir:
„Tjáningarfrelsið er hornsteinn í
lýðræðissamfélagi nútímans og
hvarvetna á Vesturlöndum er
þess freistað að tryggja það í
sessi. Þar er bæði horft til form-
legra og efnislegra skilyrða þess
að það fái notið sín vegna mikil-
vægis þess fyrir almannahag."
Sendibílastöðin hefur frestað
öllum hækkunum á gjaldskrá
stöðvarinnar. í fréttatilkynningu
segir að í ljósi þeirra aðstæðna
sem skapast hafa í landinu vilji
stöðin leggja sitt að mörkum til
að jafnræði haldist.
FRETTABLAÐIÐ
4. mars 2002 MÁNUDAGUR
Stjórnarformaður Baugs hf.:
Gagnrýni ættingja
ekki uppsagnarsök
viðskipti Hreinn Loftsson, stjómar-
formaður Baugs hf., sagði fráleitt
að skoðanir og yfirlýsingar Össurar
Skarphéðinssonar, formanns Sam-
fylkingarinnar, hafi orðið til að fyr-
irtækið sagði upp ræstingaverk-
takasamningi við Magnús Skarp-
héðinsson, bróður Össurar. „Starfs-
menn Baugs eru á annað þúsund og
ekki uppsagnarástæða þó bróðir
einhvers eða frændi gagnrýni fyr-
irtækið eða samþjöppun á matvöru-
markaði, það er fráleitt. Össur of-
metur orð sín sem stjórnmála-
manns ef hann telur að þau geti
leitt til uppsagnar einhverra skyld-
menna,“ sagði Hreinn.
Hreinn sagðist ekki vilja fara út
í nákvæmar ástæður þess að ræst-
ingaverktakasamningi við Magnús
Skarphéðinsson var sagt upp. Sara
Lind Þorsteinsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Baugs, staðfesti þó að
hvorutveggja væri rétt, að starfs-
maður verktakafyrirtækisins hafi
sést róta í skjölum eins yfir manna
Baugs og að fjármálastjóri hafi
viljað endurskipuleggja ræsting-
arnar með það fyrir augum að
starfsmenn Baugs sæju um þær. ■
Valdabarátta í Tryggingarmiðstöðinni
Ahrif á íslandsbanka
viðskipti Höfð.bárátta er um völd í
Tryggingamiðstöðinni. 'Á föstudag'
keypti Landsbanki íslands tæp 11
% af Fjárfestingafélaginu Straumi
á genginu 67. Það er talsvert yfir
viðskiptagengi bréfa fyrirtækisins
á Verðbréfaþingi að undanförnu.
Landsbankinn mun hafa keypt
bréfin fyrir fjölskyidu Sigurðar
Einarssonar í Vestmannaeyjum, að
því er fullyrt er í Morgunblaðinu.
Eignarhlutur bankans í Trygginga-
miðstöðinni eftir kaupin er
13,59%. Margir aðrir munu hafa
sýnt áhuga á kaupum bréfanna.
Þeirra á meðal er Jón Ásgeir Jó-
hannesson, forstjóri Baugs. Tilboð
hans í bréfin var á genginu 60. Jón
Miklir hagsmunir
stúdenta í húfi
Beðið er eftir viðbrögðum íjármálaráðuneytisins við dómi
EFTA-dómstólsins um að óheimilt sé að leggja hærri virðisaukaskatt á
erlendar bækur en innlendar. Verði virðisaukaskattur á erlendum bók-
um lækkkaður gæti lækkunin á bókakostnaði fyrir stúdenta orðið á bil-
inu 20-30 milliónir króna. '
ERLENDAR bækur Beðið er eftir
frekari viðbrögðum fjármálaráðu-
neytisins við dómi EFTA-dóm-
stólsins um að óheimilt sé að legg-
ja hærri virðisaukaskatt á erlend-
ar bækur en innlendar. Baldur
Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri hjá
fjármálaráðuneytinu, sagði málið
vera í fullum gangi. „Fjármálaráð-
herra lét nýverið hafa eftir sér að
ekki stæði til að hækka virðis-
aukaskatt á íslenskar bækur.
Menn eiga eftir að finna út úr því
hvaða valkostir eru þá eftir,“ sagði
hann. Gat hann ekki sagt til um
hvenær komist yrði að niðurstöðu
í málinu. Sagði hann þó að ekki
væri um dagaspursmál að ræða.
„Það er ekkert búið að ákveða end-
anlega hvernig brugðist verður
við. Þetta álit liggur fyrir og það
er til athugunar hér í ráðuneyt-
inu,“ sagði Baldur.
Öttarr Proppé, innkaupastjóri
erlendra bóka hjá Máli og menn-
ingu, sagði að ennþá sé fullur
virðisaukaskattur hafður á er-
lendum bókum í þeirra verslun-
um. „Þetta kemur til með að hafa
áhrif þegar hlutirnir breytast.
Þangað til þá bara bíðum við ró-
leg,“ sagði Öttar. Aðspurður hvort
Mál og menning ætli að bíða með
að kaupa inn erlendar bækur
vegna dómsins sagði Óttarr svo
ekki vera. „Þetta mál er búið að
vera í gangi í mörg ár. Við látum
eins og þetta mál sé ekki til þar til
einhver niðurstaða kemur út úr
því.“ Óttarr sagði að spennandi
yrði að sjá viðbrögðin við dómi
EFTA-dómstólsins og að hann
ERLENDAR BÆKUR
Um 90% af kennslubókum við (slenska háskóla eru erlendar.
kæmi til með að breyta talsverðu.
„Verð kemur til með að lækka og
verða sambærilegra við það sem
gengur og gerist í þeim löndum
sem bækurnar hafa verið gefnar
út. Það má reikna með því að þetta
geri fólki auðveldara með að nálg-
ast bækur um efni sem kannski er
ekki möguleiki að gefa út á ís-
lensku," sagði Óttarr.
Sigurður Pálssson, rekstrar-
stjóri hjá Bóksölu stúdenta, taldi
að dómur EFTA gæti haft afar já-
kvæð áhrif á útgjöld stúdenta.
„Ef erlendar bækur myndu
lækka myndi það koma nemend-
um fyrst og fremst til góða. Ekki
bara nemendum í Háskóla íslands
heldur líka öllum nemendum í
námi á háskólastigi." Sigurður
áætlaði að lækkunin fyrir stúd-
enta gæti orðið á bilinu 20-30
milljónir króna. Um 90% af
kennslubókum við íslenska há-
skóla eru erlendar. Bætti hann því
við að þar sem skólavertíðinni hjá
þeim sé að mestu lokið muni fyrst
og fremst reyna á málið í haust.
„Þetta væri afar gott innlegg inn í
skólastarfið næsta haust,“ sagði
Sigurður.
freyr@frettabladid.is
-Ásgeir hefur gagnrýnt að ekki
skuli'hafa verið reynt að fá- hæsta 1
mögulegt verð fyrir bréfin.
I byrjun desember keypti
Tryggingamiðstöðin bréf í íslands-
banka fyrir 300 milljónir króna.
Eignarhlutur félagsins í bankanum
eftir þau kaup var 4,31%. Hreinn
Loftsson, stjórnarformaður Trygg-
ingarmiðstöðvarinnar sagði þá að
bréfin væru traust fjárfesting. Jón
Ásgeir á ásamt fleirum í
Orcahópnum talsverðan hlut í
bankanum. Yfirráð yfir hlut
Tryggingamiðstöðvarinnar í ís-
landsbanka geta því haft veruleg
áhrif á valdahlutföll eigenda bank-
ans. ■
Róleg helgi í Reykjavík
Níu ölvaðir
við akstur
LÖGREGLAN Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík var aðfaranótt sunnu-
dags með rólegasta móti. Sex voru
teknir ölvaðir við akstur um nótt-
ina og þrír í gærmorgun. Reykja-
vík. Einn var fluttur á lögreglu-
stöðina eftir smávægilegar rysk-
ingar fyrir utan skemmtistað að-
faranótt laugardags. í heildina
var helgin hin rólegasta í Reykja-
vík. Ræður veðrið þar sennilegast
mestu að sögn lögreglunnar. ■
STUTT
Friðrik Pálsson,stjórnarformað-
ur Landssíma íslands, gefur
ekki kost á sér til áframhaldandi
setu í stjórn fyrirtækisins. Hann
segir það vera vegna þess að rík-
isstjórnin hafi ekki lýst yfir
trausti á hann og hans störf. Dav-
íð Oddsson, forsætisráðherra, hef-
ur enda lýst því yfir að Friðrik
njóti ekki trausts stjórnvalda.
Hann segir eðlilegt, í ljósi þess
sem á undan er gengið, að skipt
verði alveg um stjórn. Aðalfundur
fyrirtækisins verður 11. þessa
mánaðar.
Gengi Búnaðarbanka íslands
hefur hækkað um 20% frá því
í byrjun þessa árs. Vonir standa
til þess að markmið um sölu á
eignarhlut ríkisins í bankanum nái
fram að ganga. Magnús Gunnars-
son, formaður bankaráðs sagði á
aðalfundi bankans, að ráðið hefði
orðið vart við mikinn áhuga á
bankanum meðal fjárfesta. Hagn-
aður Búnaðarbanka íslands var
1.062 milljónir króna á árinu 2001,
að teknu tilliti til skatta. Á þessu
ári er gert ráð fyrir að hagnaður
bankans verði rúmlega 3.000 milj-
ónir króna, fyrir skatta.
Atök stríðandi trúarfylkinga
hafa breiðst út til fleiri þorpa
í Gujarat á Indlandi. Talið er að
408 manns hafi fallið í átökunum.
Þetta er verstu átök trúarhópa í
nær áratug.
Nú aftur
úrval
yrra Ulri9jarga
ea#iu6NAVERSLDNi^ Tvenn gleraugu Eitt verð
SJÓNARHÓLL
KynniS ykkur otrulegt tilboS
Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði 565-5970
Tunnugjöld innheimt með ósanngjörnum hætti:
Bíður svara frá
borgarstjóra
FASTEIGNAGJÖLD Tegund húsnæðis
íbúa Reykjavíkur hefur áhrif á
það hvernig sorphirðugjald er
innheimt. í yfirliti yfir
fasteignagjöld á höf-
uðborgarsvæðinu kom
fram að þau eru 6.600
á tunnu. Ibúi einbýlis-
húss á höfuðborgar-
svæðinu greiðir þan-
nig 6.600. íbúi í fjöl-
býlishúsi greiðir hins
vegar hlutfalls-
greiðslu. Það þýðir t.d.
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR
Að matí Ásdísar Þorsteins-
dóttur er skipting tunnu-
gjalds I fjölbýli ósanngjörn
að í þríbýlishúsi þar sem eru þrjár
ruslatunnur eru innheimt 19.800
(3x6.600) krónur fyrir alla eign-
ina. Þeirri greiðslu er hins vegar
skipt eftir stærð íbúðarinnar.
Það er mjög ósanngjarnt að
mati Ásdísar Þorsteinsdóttur,
íbúa í Hlíðunum. Hún býr í þríbýli
og greiðir 9.170 í sorp-
hirðugjald árlega.
„Ég hef ritað borg-
arstjóra bréf út af
þessu og leitað svara
en engin fengið. Það er
ekkert réttlæti í því að
við séum að greiða
meira en einbýlishúsa-
eigendur, og í raun að
greiða fyrir minni
íbúðirnar.“ Að sögn Ágústu var
þessi breyting tekin upp fyrir
nokkrum árum. Hún hafi hins
vegar engin rök fengið fyrir því
hver ástæða þeirra var. ■
Afkoma Opinna kerfa:
Búast vid tvö-
földun veltu
UPPGJÖR Rekstur Opinna kerfa
skilaði 266 milljóna króna tapi á
síðasta ári sem er
mun verri afkoma
en greiningardeild-
ir bankanna bjugg-
ust við. Búnaðar-
bankinn spáði tapi
upp á 120 milljónir
frosti og íslandsbanki 173
bergsson milljónir.
Stjómarformað- Efnahagur fé-
ur Opinna Kerfa lagsins stækkaði
um 67% á árinu, heildareignir
fóru úr 3,4 milljörðum króna í 5,7
milljarða. Að mestu kemur þetta
til vegna kaupanna á sænska fyr-
irtækinu Datapoint Svenska AB í
desember sl. Veltan var rúmir sex
milljarðar. Gert er ráð fyrir að
veltan tvöfaldist á yfirstandandi
ári, enda hafi umfang erlendrar
starfsemi aukist mikið. 50% tekna
munu koma erlendis frá á árinu. n