Fréttablaðið - 04.03.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 04.03.2002, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 4. mars 2002 FRÉTTABLAÐIÐ Orkuveita Reykjavíkur og Símakaupin: Kemur í ljós hvaða alvara er að baki LANDSSÍMI fSLANDS einkavæðing Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra, sagðist fyrir helgi ekki vita til að átt hafi sér stað við- ræður við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á kjöl- festuhlut í Landssímanum. „Það verður bara að koma í ljós hvaða alvara er þar að baki,“ sagði hann. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Orkuveitunnar sagði á fundi fyrir rúmri viku að Orku- veitan teldi Símann ekki of hátt verðlagðan. „Einkavæðingarnefnd vinnur áfram að þessu. Við endurmetum stöðuna og tökum næstu skref í ljósi aðstæðna." Sturla sagði að val Enn hafa ekki átt sér stað viðræður milli Orkuveitu Reykjavikur og stjórnvalda um hugsanleg kaup Orkuveitunnar á kjölfestu- hlut í Símanum. kjölfestufjárfestis einskorðaðist ekki við erlenda fjárfesta. „Það liggur fyrir að gert var ráð fyrir að kjölfestufjárfestir væru tengdir fyrirtækjum sem hefðu viðskipti á sviði fjarskipta. Það er hins vegar ekkert sem kemur í veg fyrir að innlendir aðil- ar komi að kaupum á kjöl- festuhlut." Guðmundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, s'egir að ekki hafi verið farið fram á við- ræður við stjórnvöld um enda mál- ið ekki komið á það stig enn. „Þetta á eftir að fara fyrir stjórn Orku- veitunnar," sagði hann, en hug- myndin um kaup á kjölfestuhlut verður lögð fyrir stjórnarfund í Orkuveitunni nk. föstudag. ■ Landsbréf spá 0,14 % hækkun vísitölu neysluverðs: Rauða strikið í hættu vísitala Vísitala neysluverðs er nú 220,9 stig. Spáð er 0,14 pró- senta hækkun á milli febrúar og mars. Gangi sú spá eftir verður vísitalan 221,2 stig, miðað við verlag í byrjun febrúar. Þetta kemur fram í verðbólguspá Landsbréfa. Mælist hún yfir 222,5 stig í maí hefur verðbólga farið yfir rauða strikið og.verða kjarasamningar þá uppsegjan- legir. Núgildandi vísitala má því ekki hækka nema um 0,72 pró- sent samanlagt í næstu þremur mælingum. Meðaltalshækkanir frá mars til maí síðustu fjögur ár hefur verið um 1,9 prósent. Gangi spá Landsbréfa eftir og vísitalan hækkar um 0,14 pró- sent milli mánaða, má vísitalan í apríl og maí samtals hækka up 0,6 prósent. Meðaltöl þessara sömu mælinga síðustu fjögur ár hafa verið 1,3 prósent. ■ Sala Landssímans: Hefur kostað 150 milljónir Sala LANDSSÍMANS Kostnaður við sölu hlutabréfa í Landssímanum var um 150 milljónir króna. Stærstu kostnaðarliðirnir voru kaup á sérfræðiþjónustu Pricewa- terhouseCoopers og Búnaðar- banka íslands hf. í fréttatilkynn- ingu frá forsætisráðuneytinu seg- ir, að PricewaterhouseCoopers hafi unnið ítarlegt verðmat og kostgæfnisathugun á Landssím- anum. Þau gögn muni áfram nýt- ast við einkavæðingu félagsins. í kostnaði Búnaðarbankans hafi falist gerð útboðs- og skráningar- lýsingar á fyrirtækinu. Lýsingin hafi verið grundvöllur sölu á al- mennum markaði og skráningar á Verðbréfaþingi. ■ INNLENT Samkomulag hefur orðið á Halldór hefur starfað fyrir milli Halldórs J. Árnasonar Sparisjóð Kópavogs í tæp 10 ár og Sparisjóðs Kópavógs um að og leitt hann í gegnum miklar Halldór láti af störfum hjá , breytingar. Carl H. Erlingsson, sparisjóðnum frá 1. mars 2002. forstöðumaður fyrirtækjasviðs Jafnframt hefur Halldór óskað SPK, mun gegna stöðu spari- eftir að vera leystur undan sjóðsstjóra þar til gengið hefur trúnaðarstörfum sem hann hef- verið frá ráðningu nýs spari- ur sinnt fyrir sparisjóðinn.. sjóðsstjóra. íbúðalánasjóður hefur tekið höndum saman við Ríkisskattstjóra, í því skyni að auðvelda viðskiptavinum sínum að telja fram lán íbúðalánasjóðs. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu íbúðalánasjóðs, www.ils.is, og vefsíðu Ríkisskattstjóra, www.rsk.is. Borgartúni2l 105 Reykjavlk Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800 www.ils.is TbÚÖaiánasióður tfífíit’ lána. iþúðaiánasjóds tesint i.rafr.giiá- s kattf ra nitailð • Vfirtit yfir afborganir og stöðu lána íbúóalánasjóðs, vegna ársins 2001, verða skráð beint á rafræna skattframtalió 2002. 9 Afborganir lána íbúðalánasjóðs verða upprejknaðar miðað við yfirtökudag lánanna, ÍP Framteljendur, sem yfirtekið hafa lán íbúðalánasjóðs, þurfa þvi ekki að uppreikna lánin sín eins og áður. SunúurUðað yfiriít lána Íbúóaíánasjóá& fyigit skatt^nrSjT" Yfirtit yfir lán íbúðalánasjóðs munu koma fram á sundurliðunarblaði sem fylgir skattframtali. Því verða yfirlit yfir stöðu íbúðalána vegna ársins 2002 ekki send viðskiptavinum sérstaklega. .............■■■ *\ vrt.is STÓRS.KEMMTI LE6UR s Va T - IfLQíKKUíR $£M. ^ I NN I HELDUR M.A. BRANDARA 06 KYN L í FSRÁÐ6 J.Ö F I?E6AR Þ,Új SÆKIR ÞÉR •--VALMYNDINA T E K U R Ð U; 5JjálkfKlfeA F A ÞÁTfT í LEIK: NÚMERIÐ ÞITT FER í P0TT 06 EF ÞÚ HEFUR NA MEÐ ÞÉR NÝJA 06 TE6UND A F 4,9 4v;:V' ii&' ; 'WfF* NfJA GRAMS- VALMYND t SlMANN A VIT.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.