Fréttablaðið - 05.03.2002, Page 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KJÖRKASSINN
DAVÍÐ ODDSSON
Tveir þriðju eru ekki
ánægðir með viðbrögð
stjórnvalda við spilling-
armálum.
Ertu ánægð(ur) með viðbrögð
stjórnvalda við spillingarmál-
unum undanfarið?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Spurning dagsins í dag:
Er ásættanlegt að loka þurfi fangelsis-
deildum vegna fjárhagsvanda Fangeisis-
málastofnunar?
Farðu inn á vísi.is og segðu I
þína skoðun I
Fjárhagsvandi fangelsa:
Tekjur ráðast
af bílasölu og
sjósókn
alþingi Þingmenn stjórnarand-
stöðu lýstu áhyggjum af því að
Fangelsismálastofnun væri að-
þrengd vegna fjárskorts á Al-
þingi í gær. Jón Bjarnason, þing-
maður Vinstri grænna, sagði
óeðlilegt að rekstrartekjur
stofnunarinnar réðust af eftir-
spurn eftir bílnúmeraplötum og
stöðu sjósóknar. Vilhjálmur Eg-
ilsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, spurði hvort e.t.v. væri
verið að dæma allt of marga til
of langrar refsivistar. Sólveig
Pétursdóttir, dómsmálaráð-
herra, upplýsti að hún hafi farið
fram á viðræður við fjármála-
ráðherra vegna fjárhagsstöðu
stofnunarinnar. Einn anga vand-
ans sagði hún að enn vantaði
fangelsi á höfðuborgarsvæðinu
fyrir gæsluvarðhaldsfanga. „Þá
hefur orðið vart við aukinn fjöl-
da útlendinga sem hingað koma
og því miður hafa þeir lagst í af-
brot hér á landi þannig að ýmsar
ástæður eru fyrir auknum kostn-
aði,“ bætti hún við. ■
I AFKOMA
Tap Flugleiða í fyrra nam 1.212
milljónum króna. Er þetta
nokkuð betri afkoma en spáð
hafði verið af fjármálafyrirtækj-
um. Hryðjuverkin 11. september,
óhagstæð gengisþróun og hækk-
andi eldsneytisverð vegur þar
þyngst.
Hagnaður Landssíma íslands
hf. á árinu 2001 var rúmur
milljarður, sem er í samræmi við
áætlanir félagsins. Arðgreiðsla til
hluthafa verða 12%.
I HÆSTIRÉTTUR [
Hæstiréttur hafnaði í gær
kröfu um að leiða fyrir dóm
sérfræðing í tölvumálum til að
meta öryggi gagnagrunns á
heilbrigðissviði með tilliti til
persónugreinanleika upplýsinga
sem í hann fara. Var þar stað-
festur fyrri úrskurður Héraðs-
dóms Reykjavíkur. Úrskurður-
inn tengist máli stúlku sem er
til umfjöllunar í Héraðsdómi
Reykjavíkur, en hún vill fá
felldar úr gagnagrunni á heil-
brigðissviði upplýsingar um lát-
inn föður sinn.
[lögreglufréttirI
Slökkviliö höfuðborgarsvæðis-
ins var kallað að Strandaseli 5
í Breiðholti laust fyrir klukkan
sjö í gærkvöldi. Eldur hafði kom-
ið upp á miðhæð hússins, en
reykskynjari á stigagangi gerði
öðrum íbúum hússins viðvart um
reyk. Einn íbúanna komst inn í
íbúðina og tókst að ráða niðurlög-
um eldsins. Ein kona var í íbúð-
inni og bjargaði íbúinn konunni
út. Konan var flutt á sjúkrahús
með reykeitrun. Nokkrar
skemmdir urðu vegna reyks, en
eldurinn mun hafa átt upptök sín
í sæng konunnar.
2
5. mars 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Leiðtogi Hamas hótar grimmilegum hefndum fyrir fjölskyldu sína:
Israelsmenn hertu enn hefndaraðgerðir
ramallah. ap Sextán Palestínu-
menn létust í hefndarárásum
ísraelsmanna í gær vegna árása
Palestínumanna um helgina sem
urðu 22 ísraelsmönnum að bana.
Meðal Palestínumannanna sem
létust í gær voru fimm börn og
læknir sem var staddur í sjúkra-
bifreið. Hann var hafði umsjón
með björgunarstörfum.
Öryggisráð ísraels ákvað á
sunnudagskvöld að árásir hersins
verði hertar til muna. Aríel Shar-
on forsætisráðherra sagði ísraels-
menn eiga í stríði.
ísraelsmenn skutu meðal ann-
ars tveimur sprengjum á bifreið í
bænum Ramallah á Vesturbakk-
anum. Eigandi bifreiðar-
innar var Hussein Abu
Kweik, sem er leiðtogi
herskárra múslima í sam-
tökunum Hamas. Hann
var þó ekki í bílnum, §
heldur eiginkona hans og 1
þrjú börn. Sprengjubrot gj
fór í aðra bifreið og létust g
þar tvö börn.
Abu Kweik hét því að
hefna fjölskyldu sinnar
grimmilega. Samtök hans
bera ábyrgð á fjölmörgum
sjálfsmorðsárásum undanfarna
mánuði, sem kostað hafa jafnt
ísraelska hermenn sem óbreytta
borgara lífið.
PALESTfNUMAÐUR f
STRfÐSHRJÁÐRl BORG
I bakgrunni má greina reyk af sprenging-
um í bænum Ramallah á Vesturbakka
Jórdanár. Sex manns létust þar I gær af
völdum sprengjuárása israelshers.
ísraelski herinn
sagði að Abu Kweik hafi
ekki verið skotmark
árásarinnar heldur
vopnaðir Palestínumenn
í annarri bifreið. Mistök
hafi orðið til þess að bif-
reið Kweiks varð fyrir
sprengunum.
Þá gerði ísraelsher
árás á tvennar flótta-
mannabúðir í gær, bæði
í Jenín á Vesturbakkan-
um og Rafah á Gazaströnd. f Jenín
létust sex Palestínumenn og tutt-
ugu særðust. í Rafah létust þrír
Palestínumenn og sjö manns
særðust. ■
Krefst milljóna úr
búi fórnarlambsins
Barnsmóðir Þórhalls Ölvers Gunnlaugssonar gerir 3,8 milljóna króna
kröfu í dánarbú Agnars W. Agnarssonar. Þórhallur myrti Agnar sum-
arið 1999. Krafan er vegna þriggja skuldabréfa sem Þórhallur átti og
Agnar og móðir hans voru ábyrg fyrir.
DÁNARBÚ Gerð hefur verið rúm-
lega 3,8 milljóna króna krafa í
dánarbú Agnars W. Agnarssonar
vegna þriggja skuldabréfa sem
morðingi Agnars, Þórhallur Ölver
Gunnlaugsson, er
* upphaflegur eig-
Starfsmaður andi að
Lögheimtunn- Bréfin þrjú,
ar hf., sem sem eru að höfuð-
innheimtir stóli 2,5 milljónir
kröfu sambýl- króna, eru gefin út
iskonunnar og sama daginn á ár-
hefur skulda- inu 1995. Þau áttu
bréfin undir öll að greiðast í
höndum, segir einu lagi sex árum
enga ástæðu síðar, í apríl árið
til að ætla að 2001. Þórhallur
bréfin séu föl- framseldi bréfin
suð. til barnsmóður
sinnar í október
—-♦— árið 1998. Það er
hún sem hefur lýst
kröfunni í dánarbú Agnars.
Þórhallur, sem oft er kallaður
Vatnsberinn, var dæmdur í sextán
ára fangelsi vorið 2000 fyrir að
hafa stungið Agnar til bana í íbúð
hans á Leifsgötu í júlí árið áður.
Þórhallur stal við sama tækifæri
skargripum að andvirði 300 þús-
und krónur úr íbúð Agnars.
Jón Ármann Guðjónsson,
skiptastjóri dánarbúsins, segir að
hægt væri að ganga frá skiptun-
um á næstu vikum ef ekki væri
fyrir kröfuna vegna skuldabréf-
anna þriggja. Jón Ármann sagði
að ganga þurfi úr skugga um að
ekki sé um falsanir að ræða. Farið
verði fram á það við embætti rík-
islögreglustjóra að það kanni
ÞÓRHALLUR VAR DÆMDUR f SEXTÁN ÁRA FANGELSI FYRIR MORÐIÐ Á AGNARI
Barnsmóðir hans gerir nú kröfu í dánarbú Agnars vegna skuldabréfa sem Þórhallur var
upphaflegur eigandi að. Rannsaka þarf hvort þau eru fölsuð segir skiptastjóri.
hvort svo sé.
Hákon Stefánsson, starfsmað-
ur Lögheimtunnar hf., sem inn-
heimtir kröfu barnsmóðurinnar
og hefur skuldabréfin undir hönd-
um, segir enga ástæðu til að ætla
að bréfin séu fölsuð.
Móðir Agnars er skráð sem út-
gefandi. Agnar er hins vegar
skráður sem sjálfskuldarábyrgð-
armaður fyrir greiðslunum. Móð-
ir Agnars lést fáum mánuðum
áður en hann sjálfur var myrtur.
Lýstar kröfur í dánarbúi Agn-
ars eru um 8,3 milljónir króna.
Þar af hefur tæplega 3,4 milljóna
króna kröfu Búnaðarbankans
vegna skuldabréfs frá árinu 1990
þegar verið hafnað vegna fyrn-
ingar. Eignir bússins eru fyrst og
fremst tilkomnar vegnar íbúðar
Agnars á Leifsgötu. Að frádregnu
áhvílandi íbúðarláni nema eign-
irnar um 7 milljónum króna. Þar
sem kröfu Búnaðarbankans hefur
þegar verið hafnað er ljóst að
eignir eru talsvert umfram kröf-
ur.
Verði 3,8 milljóna króna krafa
konunnar samþykkt verður hrein
eign búsins eftir skiptin 2,1 millj-
ónir króna. Verði krafa hennar
ekki samþykkt verða 5,9 milljónir
króna eftir í búinu að skiptunum
loknum. Agnar heitinn á enga erf-
ingja. Eignir dánarbús hans renna
því í ríkissjóð.
gar@frettabladid.is
Kostnaður vegna landssöfnunar Geðhjálpar í lágmarki:
Keyptu ekki þjónustu hjá
kynningarfyrirtækjum
landssÖfnun „Ólíkt mörgum fyrri
söfnunum höfum við ekki farið þá
leið að kaupa dýra þjónustu hjá
kynningarfyrirtækjum," sagði
Sigursteinn Másson, stjórnarfor-
maður Geðhjálpar, spurður um
auglýsingakostnað vegna yfir-
standandi landssöfnunar samtak-
anna. Pro Public Relations, kynn-
ingarfyrirtæki að hluta til í eigu
Sigursteins, vann að ýmsum und-
irbúningi söfnunarinnar. Hann
sagði að ekki kæmi til greina að
hann eða aðrir starfsmenn sendu
reikninga vegna þessa til samtak-
anna þrátt fyrir að um umtals-
verða vinnu hefði verið að ræða.
„Það var alltaf útilokað."
Sigursteinn sagði að helst væri
um ræða birtingarkostnað þó að
flestir fjölmiðlar hafi slegið nokkuð
af venjulegu verði. Kostnaður
vegna hönnunar og annars væri
hinsvegar hverfandi. Sigursteinn
sagðist ekki geta gefið nákvæmar
upplýsingar um heildarkostnað
vegna söfnunarinnar.
Meira mun að líkindum bætast
við þær 14 milljónir sem safnast
höfðu sl. sunnudag þar sem reikn-
ingsnúmer og símanúmer verða
opin fram eftir viku. Auk þess er
von á söfnunarbaukum frá lands-
byggðinni. Sigursteinn sagðist reik-
na með að endanleg fjárhæð liggi
fyrir um eða eftir næstu helgi.B
SIGURSTEINN MÁSSON
Kynningarfyrirtækið hans, Pro Public
Relations, hefur gefið vinnu sina.
Bilun í vökvaþrýstibún-
aði Flugleiðavélar á leið
frá Minneapolis:
Graferþögn
þegar við
lentum
flug „Við lendingu köstuðumst við
til í vélinni. Það ríkti grafarþögn
þegar við lentum. Ég held að engum
hafi liðið vel,“ segir Sigrún Garð-
arsdóttir. Hún var um borð í vél
Flugleiða sem kom
frá Minneapolis á
laugardag.
Vélin lagði
þrem tímum síðar
af stað frá Minn-
eappolis, en áætlað
var. Sigrún segir
að um klukkustund
eftir flugtak hafi
hún heyrt tor-
kennileg hljóð frá
vængnum. Engin
skýring hafi feng-
ist á hljóðunum.
„Lendingin var
mjög harkaleg." segir Sigrún. „Vél-
in skautaði til á brautinni og var
stöðvuð mjög snögglega. Ég held að
fólki hafi ekki liðið vel. Flestir voru
ergilegir að hafa ekki verið látnir
vita af þessu áður.“ Guðjón Arn-
grímsson, upplýsingafulltrúi Flug-
leiða segir að í Minneapolis hafi
komið í ljós bilun í vökvaþrýstibún-
aði vélarinnar. Gert hafi verið við
vélina á staðnum. Á leiðinni hafi
GUÐJÓN
Vélin var dregin
að flugstöðinni
þar sem flugstjóri
hefur ekki stjórn
á nefhjóli þegar
varaþrýstikerfi er
sett í gang.
komið fram frávik í vökvaþrýst-
ingi. Vökvaþrýstingur hafi áhrif á
stýrikerfi og hjólabúnað vélarinn-
ar. Flugstjórinn hafi þegar skipt
yfir í varakerfi. Við það hafi hann
ekki stýringu á nefhjólinu og geti
ekki beygt þegar keyrt er á flug-
brautinni. Því hafi dráttarbíll dreg-
ið vélina að byggingunni. Vélin hafi
þegar verið tekin til skoðunar. Við-
gerð á henni hafi lokið þegar á laug-
ardag. ■
BARNAVERNP
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Barnaverndar Reykjavíkur
voru tilkynningar um barna-
verndarmál tæplega 70% fleiri á
síðasta ári en árið áður. Ástæð-
urnar eru m.a. raktar til aukinnar
fíkniefnaneyslu. í grein Braga
Guðbrandssonar, forstjóra Barna-
verndarstofu, með ársskýrslu
stofnunarinna,r kemur fram að
2.700 tilkynningar hafi borist
barnaverndarnefndum árið 2000.
Flestar koma frá lögreglu, en
hlutfallslega fáar frá skólum og
leikskólum. Þá koma um 4% frá
heilbrigðisstofnunum.
| ÚTVEGSMÁL 1
Oskað hefur verið eftir opin-
berri rannsókn á brottkasti
hrygningarloðnu frá fiskiskipum í
kjölfar fréttamynda í sjónvarpi
fyrir skömmu. Halldór Jónsson,
fiskverkandi á ísafirði sendi
beiðni um rannsókn til ríkislög-
reglustjóra og fiskistofustjóra. Út-
varpið greindi frá því að á frétta-
myndunum hafi mikið af loðnu
sést fljóta útbyrðis þegar gengið
var frá aflanum. Haft er eftir
Halldóri að það sé á almanna vit-
orði að ómæld hrygningarloðna
fari með þessum hætti í súginn.