Fréttablaðið - 05.03.2002, Page 4

Fréttablaðið - 05.03.2002, Page 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 5. mars 2002 ÞRIÐJUDAGUR SVONA ERUM VIÐ Samkvæmt tölum á vef Hagstofunnar tvöfaldaðist áfengis- sala (í lítrum talið) á slðasta áratug. Ætli megi þá ekki gera ráð fyrir að neyslan hafi tvöfaldast líka? Ártal Heildarsala áfengis lOOO lítra Bjór eingöngu 1000 lítra 1990 8.994,3 6.472,2 1991 8.675,2 6.043,3 1992 8.131,7 5.606,2 1993 8.241,7 5.864,0 1994 9.600,4 7.255,5 1995 10.558,0 8.179,6 1996 11.430,8 8.945,5 1997 12.464,7 9.826,1 1998 13.914,7 10.964,7 1999 15.438,9 2.206,1 2000 16.544,1 13.048,3 VESTMANNAEYJAR Leit að ófundna skipverjanum af Bjarma heldur áfram. M.a. átti að fljúga yfir Surtsey. Engin ósk um sjópróf vegna Bjarma VE: Sýslumað- ur íhugar að biðja um sjópróf SJÓSLYS Enn hefur enginn sett fram beiðni til Héraðsdóms Suðurlands um sjópróf vegna Bjarmaslyssins. Tveir menn fórust þegar báturinn sökk vestur af Vestmannaeyjum laugardaginn 23. mars. Lögum samkvæmt getur fjöldi aðila óskað eftir sjóprófi. Þetta eru m.a. Siglingastofnun, Rannsóknar- nefnd sjóslysa, vátryggingarfélag, eigandi skips, útgerðarnjaður eða leigutaki skips, skipstjóri, meiri- hluti áhafnar eða stéttarfélag áhafnarmeðlima. Að auki getur lög- reglustjóri sett fram beiðni um sjó- próf. Það er sýslumaðurinn í Vest- mannaeyjum að íhuga að gera. „Það er til skoðunar hjá embætt- inu að óska eftir sjóprófi í ljósi þess að enginnn annar hefur sett fram slíka beiðni ennþá, segir Karl Gauti Hjaltason sýslumaður í Eyjum. Annar skipverjanna sem fórst er enn ófundinn. Leit að honum heldur áfram, fyrst og fremst á landi. M.a. átti að fljúga yfir Surtsey i von um að finna manninn. ■ —- Sambýlið Blikaási 1: Ríkið stefnir Hafn- aríjarðarbæ stefna Framkvæmdasýsla ríkisins hefur stefnt Hafnarfjarðarbæ til greiðslu skaðabóta vegna meintra mistaka starfsmanns bæjarins við útsetningu fasteignar að Blikaási 1. Þar er sambýli fyrir fatlaða. Fram- kvæmdasýslan fer fram á tæpa hálfa milljón króna í skaðabætur. I stefnunni kemur fram að mis- tök hafi átt sér stað þegar mælt var út fyrir húsinu haustið 2000. Hall- dór Árnason, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sagði að það væri ekki við bæinn að sakast. Starfsmaður hans hafi ekki gert mistök við mælingu. Þar sem um tiltölulega lága f járhæð væri að ræða hefði bæjarráð falið bæjarlög- manni og bæjarverkfræðingi að ræða við stefnanda og reyna að ná sáttum í málinu. ■ íbúar safna' undirskriftum gegn tillögum um byggð á uppfyllingu við Eiðsgranda: Mokað yfir náttúruna aðaiskipulag „Það er verið að eyðileggja eitthvað sem er rétt að verða til,“ segir Guðmundur E. Finnsson, íbúi við Reka- granda 1. Staðið hefur yfir und- irskriftasöfnun til að mótmæla því að fylla upp í fjöruna fyrir framan Eiðsgranda. Þar verði blönduð byggð. Gert er ráð fyrir uppfyllingunni í nýrri tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2024. „Margir koma um langan veg til að stunda útivist hér í fjörunni. Það er búið að taka mörg ár að hreinsa þetta svæði og gera það vel úr garði. Nú á að fara að moka yfir það,“ segir Guðmundur. „Að auki er ekki gert ráð fyrir því í tillög- unni, að akstursleiðir á þetta svæði verða lagaðar. Þær anna varla þeirri umferð sem nú ligg- ur um hverfið. Hvað þá þegar ný byggð bætist við.“ Tillögur sem þessar séu stórar og hafi áhrif á marga. Þær þurfi að kynna betur fyrir íbúum á þeim svæðum sem standi til að brey- ta. Fólki ætti að gefast kostur á vita hvað standi að baki tillögun- um og hvernig þær hafi orðið til. Undirskriftalistunum verði safnað saman í dag og þeir af- hentir Borgarskipulagi á morg- un. „Við vonumst til að tillagan verði endurskoðuð. Sér í lagi út frá því hvað borgarbúar eru að fá í staðinn fyrir fjöruna. Einnig að gerðar verði ráðstafanir til að laga umferðaæðar og að- gengi,“ segir Guðmundur. ■ GUÐMUNDUR E. FINNSSON í fjörunni er falleg náttúra, töluvert fuglalff og útsýni sem dregur fólk að. Nú verður mokað yfir það. Strandbændur vilja £á veiðiheimildir Sjávarútvegsráðuneytið viðurkennir ekki rétt bænda sem land eiga að sjó til fiskveiða. Þar stangast á lögfræðiálit ráðuneytisins og bændanna. Akvæði um veiðirétt strandbænda sem metinn hefur verið til eignar eru þegar í lögum. landbúnaður Samtök eigenda sjávarjarða vilja að bætt verði ákvæðum um rétt strandbænda til fiskveiða í ný lög um stjórn fiskveiða sem eru til umfjöllunar á Alþingi. Samtökin vonast til að sjávarútvegsnefnd taki tillit til umleitana félagsins. Ómar Ant- onsson, formaður samtakanna segir að fáist ekki fram breyting- ar á frumvarpinu í meðförum þingsins íhugi samtökin dóms- stólaleiðina. Sjávarútvegsráðherra sagði á þingi í sl. viku að ráðuneytið byggði á lögfræðiáliti Skúla Magnússonar, lektors við laga- —♦— deild H.í. um að ekki þyrfti að taka tillit til kraf- na samtakanna. Ómar segir sam- tökin hafa leitað til Más Pétursson- ar, hrl., um nýtt álit og hann hafi komist að önd- verðri niðurstöðu. „Svo er ekki langt síðan svonefndur Marshall-dómur féll í Kanada,“ sagði Ómar og vísaði þar til hæstaréttardóms frá árinu 1999 þar sem réttur frumbyggja til fisk- og humar- veiða án sérstaks leyfis var við- urkenndur. Dómurinn staðfesti samning Mi’kmaq indíána og bresku krúnunnar frá árinu 1760. Strandbændur vísa til hlunninda sem skilgreind eru í netalögum frá árinu 1849. „Við viljum að þetta fylgi jörðunum, en ekki að þetta verði nein brask- réttindi. Veiðarnar gætu jafnvel orðið til að halda jörðum frekar í byggð,“ sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokks, segist því sammála að afmarkaður rétt- ur til sjávarnytja sem fylgdi ein- stökum jörðum gæti eflt byggð í Þótt einhver 10 þúsund tonn færu í strandbændur yrði það varla til að rugga bátnum, að mati Kristins H. Gunnars- sonar, þing- manns Fram- sóknarflokks- ins. FULLUR BÁTUR VIÐ BRYGGJU Yrði bændum sem land eiga að sjó úthlutaður kvóti telja margir að það gæti orðið til að jarðir færu síður I eyði víða um land. Sjávarnytjar eru af mörgum talinn góður kostur sam- hliða sauðfjárbúskap. landinu. „Það er augljóslega möguleiki. Við erum t.d. með margar slíkar jarðir við sjávar- síðuna fyrir vestan. Ef hverri jörð fylgdu 30 eða 50 tonna veiði- réttur, sem menn yrðu að ná í og veiða sjálfir, væri það varla ósanngjarnt. Þótt einhver 10 þús- und tonn færu í þetta, yrði það nú varla til að rugga bátnum,“ sagði hann. Árni Snæbjörnsson, hlunn- inda- og jarðræktarráðunautur Bændasamtaka íslands, vinnur að því að fá rétt sjávarbænda til fiskveiða viðurkenndan. „Búnað- arþing hefur ítrekað fjallað um þetta, síðast árið 1999 þegar stjórn bændasamtakanna var falið að fá réttinn virtan á ný.“ Árni sagði að á stofnfundi Sam- taka eigenda sjávarjarða hafi verið flutt merkt erindi þar sem leiddar voru að því líkur að eitt af því sem hrakið hafi Norðmenn hingað til lands á landnámsöld hafi verið missir veiðihlunninda í Noregi. „Núna höfum við aðrar leiðir. Það er búið að leggja þetta fyrir þingmenn, sjávarútvegs- nefnd og ráðuneytin. Sjávar- bændur treysta á að eitthvað til- lit verði tekið til þeirra sjónar- rniða í endurskoðun fiskveiði- stjórnarlaga, það er jú verið að tala um sátt í þessum efnurn," sagði hann. oli@frettabladid.is Grafarvogur: Meta stöðuna fyrir framboðsmál Stuðningsfólk Hall- gríms Sigurðssonar formanns Ibúasamtaka Grafarvogs mun funda síðar í vikunni til að meta stöðuna með tilliti til hugsanlegs sérframboðs fyrir komandi kosn- ingar til borgarstjórnar. Athygli vekur að hvorki Hallgrímur né Snorri Hjaltason formaður Fjöln- is í Grafarvogi fengu náð fyrir augum kjörnefndar í örugg sæti á lista sjálfstæðismanna. Hvorugur þeirra er á framboðslistanum en Snorri skipaði 13. sætið á D-listan- HALL- GRÍMUR SIGURÐS- SON Segir að menn ætli að meta stöðuna kalt og án nokk- urs æsings. um við síðustu kosningar. Hall- grímur hafnaði hins vegar boði framboð kjörnefndar um að skipa 12. sæt- ið. Töluverð óánægja er sögð með úrslit þessara mála meðal margra íbúa í Grafarvogi. Hallgrímur segir að það séu vissulega vonbrigði að hafa ekki náð því takmarki að skipa eitt af efstu sætum framboðslista sjálf- stæðismanna. Hann segir að áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um framhaldið muni menn m.a. skoða hvort einhverjir „öfl- ugir“ Grafarvogsbúar verði t.d. á R-listanum. ■ Hætt kominn í brúnni: Skipstjóri slasaðist slys Skipstjórinn á Kaldbaki var fluttur í land á Neskaupstað á sunnudaginn eftir að hann slasaðist í brú skipsins. Gilskrókur, sem not- aður er til að hífa upp trollið, hentist í gegnum rúðu á brúnni og lenti á öxl skipstjórans. Þetta gerðist þeg- ar stroffa slitnaði þegar verið var að eiga við trollið á dekkinu. Skip- stjórinn var ekki talinn brotinn á öxlinni en var fluttur með sjúkra- flugi til Akureyrar. Um borð labbaði afleysingaskipstjóri sem klárar túr- inn á Kaldbaki. ■ —♦— Neytendasamtökin: Jóhannes sjálfkjörinn félög Jóhannes Gunnarsson var sá eini sem gaf kost á sér í embætti formanns Neytendasamtakanna og er því sjálfkjörinn. Framboðsfrest- ur rann út í lok febrúar. Jóhannes mun gegna embættinu til 2004. Næsta þing Neytendasamtak- anna verður haldið 28. til 29. sept- ember 2002. Jóhannes Gunnarsson var formaður Neytendasamtakanna 1984-1996.B ..'♦— Afkoma Landsvirkjunar: 1,839 milljóna króna tap orkuvinnsla Landsvirkjun var rek- in með tapi í fyrra annað árið í röð. Nam hallinn 1.839 milljóna króna. Meginástæðan fyrir þessari niður- stöðu er óhagstæði gengisþróun. Þá hefur rekstrar- og viðhaldskostnað- ur hækkað um 472 milljónir á milli ára. Ársreikningur Landsvirkjunar verður lagður fyrir ársfund fyrir- tækisins 5. apríl nk. Rekstrartekjur hækkuðu sam- tals um 1.618 milljónir króna eða 14,2 prósent. Tekjur af sölu til al- menningsrafveitna hækkuðu um 3,0 % en tekjur til stóriðju hækkuðu um 30,0 %. Aukinn rekstrarkostnað má rekja til almennra kostnaðarhækk- ana og launabreytinga og hækkunar á verði aðkeyptrar orku. ■ Vefur úr svínum í fólk: Gæti læknað sykursýki LÆKNAVÍSINDI Stjórn Nýja Sjálands hyggst bannað stjórnvöldum á Cook eyju að græða vef úr svínum í fólk. Tilraunirnar, sem fyrirtækið Di- atranz hyggst gera, miðaði að því að kanna hvort vefur úr svínum geti læknað sykursýki. Vefur úr ný- fæddum grísum verði komið fyrir í 24 sjálfboðaliðum. Vísindamenn um allan heim hafa varað við því að þessi tækni geti valdið því að veirur úr svínum nái fótfestu í mönnum. Yfirmaður heilbrigðismála á Cook eyju segir að þar sé há tíðni sykur- sýki. Því vilji menn leita allra leiða til að hemja sjúkdóminn. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.