Fréttablaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS
Hvað finnst þér um bréfið sem
Össur sendi ráðamönnum Baugs?
„Mér finnst þetta nú ansi heiftarleg við-
brögð hjá honum."
Helga Hilmisdóttir, háskólanemi og stundakennari í
H.í.
Hvað segja kjósendur?
• •
„Ossur
skaut sig
í fótinn“
könnun „Össur fær bara 2 í ein-
kunn eftir nýjasta útspilið,“ sagði
maður á miðjum aldri, sem tók
þátt í skoðanakönnu Fréttablaðs-
ins. Þar vísaði hann til bréfa-
skrifta Össurar Skarphéðinssonar
til stjórneda Baugs.
Bréfamál Össurar og Baugs
var fleiri svarendum ofarlega í
huga, þegar skoðanakönnunin var
framkvæmd á sunnudag:
„Össur lækkar í áliti út af bréf-
inu til Baugs; það er algjört
hneyksli," sagði karl í Reykjavík.
„Össur skaut sig í fótinn með
bréfinu," sagði kona í Reykjavík.
„Hefðirðu hringt í gær hefði
Össur fengið hærri tölu,“ sagði
maður á Suðurlandi.
„Össur er kjaftaskur, sagði
karl á Reykjanesi.
„Hann fær núll - sérstaklega í
dag,“ sagði karl á höfuðborgar-
svæðinu.
En Össur á líka harða stuðn-
ingsmenn:
„Össur hleypur stundum á sig
en er hreinskilinn og með gott
hjarta. Hann fær þess vegna góða
einkunn," sagði maður á Vestur-
landi.
Aðdáendur Davíðs Oddssonar
tala lofsamlega um sinn mann og
gefa honum áberandi oftar 9 eða
10 en fylgjendur annarra flokka
sínum foringjum. Andstæðingar
sjálfstæðismanna eru ekki jafn-
hrifnir:
„Mér finnst Davíð hafa komið á
óvart fyrir hve ómálefnalega
hann svaraði fyrir mistök sinna
manna í símamálinu. Hann svar-
aði með hálfgerðum skætingi á
Alþingi," svarði karl á höfuðborg-
arsvæðinu.
„Davíð þyrfti í sama bekk aftur
því hann fellur gjörsamlega á
prófinu.“ sagði karl í Reykjavík.
„Mér finnst Davíð tala alltof
mikið niður til fólksins,“ sagði
karl í Reykjavík.
„Davíð fær átta - því miður;
Maður verður að vera heiðarleg-
ur,“sagði kona sem ætlaði að
kjósa Samfylkinguna.
„Þetta er bara „á móti-stefn-
an“,“ sagði kjósandi Framsóknar í
Reykjanesi um Steingrím J. Sig-
fússon.
„Steingrímur er skeleggur en
hann hefur bara svo lítil völd,“
sagði karl á Reykjanesi.
„Halldór vill vel en hann hefur
lítið vit á utanríkismálum,“ sagði
framsóknarmaður á Norðurlandi
vestra um Halldór Ásgrímsson.
„Sverrir Hermannsson stendur
sig vel í sjávarútvegsmálum, það
má hann eiga umfram aðra,“ sagði
aldraður stuðningsmaður Frjáls-
lyndra í Vesturkjördæmi.
„Sverrir Hermannsson. Ég
þarf bara að rifja upp hver það er
- ég gef honum fjóra,“ sagði karl í
Reykjavík.
„Er hann enn á lífi? Hann fær
fimm fyrir að láta fara lítið fyrir
sér,“ sagði karlmaður á Reykja-
nesi. ■
6
FRÉTTABLAÐIÐ
5. mars 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Landskosningar í Bæjaralandi:
Sósíaldemókratar vinna á
berlín. ap Edmund Stoiber, forsæt-
isráðherra Bæjaralands og kansl-
araefni kristilegra demókrata í
Þýskalandi, gerði í gær lítið úr
dræmri kosningu Kristilega fé-
lagsbandalagsins (CSU) í kosning-
unum, sem fram fóru í Bæjara-
landi á sunnudaginn. Sósíalde-
mókratar, sem unnu á í mörgum
smærri bæjum landsins, sögðu
fyrstu niðurstöður kosninganna
hins vegar vera áfall fyrir Stoi-
ber. Þær gefi óneitanlega vísbend-
ingu um hvernig kristilegum
muni farna í sambandskosningun-
um næsta haust, þegar Þjóðverjar
kjósa sér þing og kanslara. Þá
etur Stoiber kappi við Gerhard
DEMUND STOIBER
Kanslaraefní kristilegra kannar hvað tím-
anum líður.
Schröder, núverandi kanslara
Þýskalands og leiðtoga Sósíalde-
mókrataflokksins.
„Þegar á allt er litið er ég mjög
ánægður," sagði Stoiber. „Ég sé
engin bein tengsl við kosningar til
sambandsþingsins."
Þýskaland er sambandsríki
sextán landa. Eitt þeirra er Bæj-
araland. Þar hefur Kristilega fé-
lagsbandalagið, systurflokkur
Kristilega demókrataflokksins,
verið ráðandi stjórnmálaafl ára-
tugum saman.
Endanlegar niðurstöður kosn-
inganna liggja ekki fyrir fyrr en á
miðvikudag. Síðast hlaut flokkur
Stoibers 43 prósent í Bæjaralandi.
Sósíaldemókratar tæp 26 prósent
og Græningjar tæp sjö prósent. ■
SKOÐANAKÖNNUN
Iskoðanakönnun DV frá því í
gær kemur fram að ef gengið
yrði til borgarstjórnarkosninga
nú fengi Reykjavíkurlistinn 9
borgarfulltrúa og listi sjálfstæð-
ismanna einungis 6. 56,9%
aðspurðra sögðust myndu kjósa
R-listann en 39,5% D-listann og
3,6% önnur framboð ef litið er til
þeirra sem tóku afstöðu sem voru
83,35. Tæp 52% karla í Reykjavík
styðja R-listann og tæp 63%
kvenna. Tæp 45% karla styðja D-
listann en 34% kvenna. Niður-
stöður Dagblaðsins eru svipaðar
niðurstöðum skoðanakönnunar
Gallup sem gerð var í febrúar og
voru birtar um sl. helgi. Þar
mældist fylgi R-listans 58% en
fylgi Sjálfstæðisflokksins 40%.
ISKOÐANAKNNUN FRÉTTABLAÐSINS
Oddvitar stjórnarinnar
Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fá hæsta einkunn hjá kjósendum. Steingrímur J.
andstöðuformannanna. Ossur og Sverrir fá falleinkunn. Staða Steingríms og Davíðs um
KÖNNUN Davíð Oddsson og Halldór
Ásgrímsson bera höfuð og herðar
yfir aðra formenn stjórnmála-
flokka í einkunnagjöf kjósenda
samkvæmt skoðanakönnun
Fréttablaðsins. Báðir fá þeir 6,3 í
meðaleinkunn hjá kjósendum.
Steingrímur J. Sigfússon nýtur
mests trausts sem leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar samkvæmt ein-
kunnagjöf kjósenda. Hann fær 5,6
í meðaleinkunn. Einum meira en
Össur Skarphéðinsson sem fær
4,6 í meðaleinkunn. Sverrir Her-
mannsson fær lægsta einkunn
kjósenda, einungis 3,3.
Þegar mið er tekið af því hvaða
einkunn forystumennirnir fá hjá
eigin flokksmönnum annars veg-
ar og öðrum kjósendum hins veg-
ar vekur athygli að Davíð og
Steingrímur J. njóta um margt
svipaðrar stöðu hjá kjósendum.
Þeir fá hæsta einkunn eigin
flokksmanna af formönnunum
fimm. Davíð fær 8,5 í meðalein-
kunn hjá sjálfstæðismönnum.
Steingrímur fær 8,2 hjá stuðn-
ingsmönnum VG. Davíð fær 5,5 í
meðaleinkunn hjá öðrum kjósend-
um, Steingrímur J. fær 5,4. Niður-
staðan endurspeglar því stöðu
þeirra sem óumdeildra forystu-
manna flokka sem hafa náð mikl-
um árangri á sitt hvorum enda
pólitíska litrófsins. Davíðs hefur
haldið flokki sínum í stjórn í nær
ellefu ár og Steingrímur byggt
upp sterkan flokk á þremur árum.
Halldór er sá formaður stjórn-
málaflokks sem nýtur mests
trausts utan raða stuðningsmanna
eigin flokks. Hann fær 6,1 í með-
aleinkunn hjá þeim kjósendum
sem ekki kjósa Framsókn. Davíð
og Steingrímur J. koma næstir. Sú
einkunn sem Halldór fær hjá öðr-
um en kjósendum Framsóknar er
litlu lægri en sú meðaleinkunn
sem stuðningsmenn Samfylkingar
gefa formanni sínum. Össur fær
6,3 í meðaleinkunn hjá eigin
flokksmönnum, 0,2 hærri en Hall-
dór fær hjá stuðningsmönnum
annarra flokka.
Össur og Sverrir eru í mestum
flSTEINGRÍMUR J
SIGFÚSSON
Sterkasti
formaðurinn
Davíð Oddsson er sá formaður
sem fær hæsta meðaleinkunn
hjá stuðningsmönnum flokks síns
(8,5). Stuðningsmönnum annarra
stjórnmálaflokka þykir hins veg-
ar sínu minna til hans koma. Þeir
gefa honum 5,5 í meðaleinkunn.
Hann fær 6,3 í meðaleinkunn hjá
kjósendum allra flokka.
Davíð er heldur vinsælli á höf-
uðborgarsvæðinu en landsbyggð-
inni. Hann fær 6,6 í einkunn á höf-
uðborgarsvæðinu en 6,0 á lands-
byggðinni. Ekki er mikill munur á
einkunn Davíðs eftir kynferði
kjósenda. Athygli vekur þó að
konur á höfuðborgarsvæðinu (6,7)
eru mun hrifnari af honum en
kynsystur þeirra á landsbyggð-
inni (5,7).
16,8% aðspurðra gefa Davíð 9
eða 10 í einkunn. 64,1% gefa hon-
um einkunn á bilinu 5 til 8. Davíð
fær hins vegar falleinkunn hjá
19,1% aðspurðra. Sem fyrr segir
eru sjálfstæðismenn mjög hrifnir
af Davíð. 49% gefa honum 9 eða
10 í einkunn. 94% gefa honum ein-
kunn á bilinu 7 til 10. Einungis
1,9% sjálfstæðismanna gefa hon-
um falleinkunn. 25,8% kjósenda
annarra flokka gefa Davíð fallein-
kunn. 2,3% gefa honum 9 eða 10 í
einkunn. 70% gefa honum ein-
kunn á bilinu 5 til 8. ■
Nýtur víð-
tækari stuðn-
ings en aðrir
Halldór Ásgrímsson fær, ásamt
Davíð Oddssyni, hæsta ein-
kunn kjósenda fyrir frammistöðu
sína í starfi, 6,3. Hann er einnig sá
stjórnmálamaður sem fær hæsta
einkunn frá stuðningsmönnum ann-
arra flokka og þeirra sem ekki taka
afstöðu til flokka (6,1). Hann fær
7,9 í meðaleinkunn hjá stuðnings-
mönnum Framsóknarflokksins.
Lítill munur er á meðaleinkunn
Halldórs eftir því hvar kjósendur
búa. Hann fær 6,4 í meðaleinkunn
hjá kjósendum á höfuðborgar-
svæðinu en 6,1 hjá landsbyggðar-
kjósendum. Konur gefa honum 6,1
í meðaleinkunn en karlar 6,5.
Halldór fær 9 eða 10 í einkunn
hjá 13,6% aðspurðra. 16,7% gefa
honum falleinkunn. 69,6% gefa
honum einkunn á bilinu 6 til 8.
44,7% framsóknarmanna gefa
Halldóri 9 eða 10 í einkunn. 87,3%
þeirra gefa honum einkunn á bil-
inu 8-10. 6,4% þeirra gefa honum
falleinkunn. 18,8% þeirra sem
ekki kjósa Framsókn gefa Hall-
dóri falleinkunn. 10,8% gefa hon-
um 9 eða 10. Flestar einkunnir
fær hann á bilinu 5-8 eða 71,6%. ■
Rambar á
barmi fallsins
Af formönnum fjögurra
stærstu stjórnmálaflokkanna
fær Össur Skarphéðinsson áber-
andi slakasta útkomu. Hann fær
4,6 í meðaleinkunn hjá kjósend-
um. Sé gefið í hálfum tölum þýðir
það í raun falleinkunn hjá kjós-
endum. Aðeins Sverrir Her-
mannsson fær lakari útkomu.
Össur fær 6,3 í meðaleinkunn hjá
stuðningsmönnum Samfylkingar.
Hann fær falleinkunn hjá öðrum
kjósendum (4,4).
Ekki er mikill munur á einkunn
fólks eftir kynferði og búsetu.
Hann fær 4,5 í meðaleinkunn hjá
karlmönnum og landsbyggðar-
fólki. Hjá konum og kjósendum á
höfuðborgarsvæðinu fær hann
4,8. Hæstu meðaleinkunnina fær
hann hjá konum á höfuðborgar-
svæðinu, 5,0.
össur fær 9 eða 10 í einkunn
frá 3,3% kjósenda. 44% gefa hon-
um falleinkunn. 33,5% gefa hon-
um einkunnina 5 eða 6. 23,2% gefa
honum 7 eða 8. Fleiri stuðnings-
menn Samfylkingar gefa Össuri
falleinkunn (16,5%) en 9 eða 10
(12,3%). 71,2% gefa honum ein-
kunn á bilinu 5 til 8. Hjá öðrum
kjósendum en Samfylkingarfólki
fær Össur falleinkunn í 48,2% til-
fella. Tíu fær hann hjá 0,8% og
níu hjá einu prósenti. Þriðjungur
gefur honum 5 eða 6. 16,7% 7 eða
8. ■
JF'-
Oumdeildur
í eigin röðum
ó Steingrímur J. Sigfússon fái
lægri meðaleinkunn (5,6) hjá
kjósendum en Davíð Oddsson eru
einkunnir þeirra mjög líkar þegar
kemur að stuðningi flokksmanna
og annarra kjósenda. Steingrímur
fær 8,2 í meðaleinkunn meðal eig-
in flokksmanna. Aðeins Davíð á
meiri stuðning meðal kjósenda
síns flokks. Hjá öðrum kjósendum
en VG fær Steingrímur 5,4 í með-
aleinkunn.
Lítill munur er á meðaleinkunn
Steingríms eftir því hvar fólk býr.
Hann fær 5,6 í meðaleinkunn hjá
landsbyggðarkjósendum, 5,7 hjá
kjósendum á höfuðborgarsvæð-
inu. Konur gefa honum eilítið
hærri einkunn en karlar, 5,8 á
móti 5,5. Hæst er einkunn hans
hjá konum í vesturkjördæmi (6,4)
en lægt hjá körlum í suðurkjör-
dæmi (5,1).
Steingrímur fær 9 eða 10 í ein-
kunn hjá 9,4% kjósenda. 62,6%
kjósenda gefa honum einkunn á
bilinu 5 til 8 og skiptast svipað á
hverja einkunn. 27,9% kjósenda
gefa honum falleinkunn. 44,7%
kjósenda VG gefa Steingrími 9 eða
10 í einkunn. 46,5% gefa honum 7
eða 8. Aðeins fimm stuðnings-
menn flokksins gefa honum 5 eða
6 í einkunn. Enginn gefur honum
falleinkunn. 31,2% annarra kjós-
enda gefa honum hins vegar fall-
einkunn. 5,3% annarra kjósenda
gefa honum 9 eða 10 í einkunn. ■