Fréttablaðið - 05.03.2002, Page 8

Fréttablaðið - 05.03.2002, Page 8
8 FRETTABLAÐIÐ 2002 ÞRIÐIUDACUR Hryssum fjölgar: Einn stóðhest- ur í Kópavogi búfé Kópavogur er ört vaxandi bæj- arfélag. Milli áranna 2000 til 2001 fjölgaði íbúum þar um 2,7% og eru þeir nú 24.165. Samkvæmt skýrslu forðagæslumanns um búfé í Kópa- vogi fjölgaði búfé í bænum einnig um svipaða hlutfall eða um 2,2%. Alls voru 1.734 hross í Kópavogi árið 2001 miðað við 1.697 árið áður. Aðeins fjölgaði um tvo hesta í bæn- um en 43 hryssur og eru þær nú 488 talsins. Þess má geta að aðeins er einn stóðhestur í bænum. Samkvæmt tölum forðagæslu- manns eru 107 ær í Kópavogi, 7 hrútar og 19 gemlingar. Hrútum fækkaði um tvo frá fyrra ári en gemlingum fjölgaði um 5. ■ 13 sagt upp hjá prentsmiðjunni Offset fyrir helgi: Flestir verða endurráðnir STARFSMflNNAMÁL Verið er að end- urráða meirihluta þeirra 13 starfsmanna prentsmiðjunnar Offset sem sagt var upp sl. fimmtudag. Um er að ræða starfs- fólk í vinnslu, hvort sem það eru prentarar, starfsfólk í verslun, eða í ljósritun. Alls starfa 16 manns hjá fyrirtækinu. „Við erum að endurskipuleggja starfsemina í heild sinni og þetta er hluti af því. Það er ekkert stórt í gangi,“ sagði Sverrir Davíð Hauksson, stjórnarmaður hjá Offset. Starf- semin tók til starfa undir nýjum merkjum í Faxafeni 8 síðastliðið vor. Þá voru fyrirtækið Offset- þjónustan og ljósritunardeildir prentsmiðjanna Odda og Guten- berg sameinaðar undir nafninu Offset. Sagði Sverrir að fyrirtækið hefði ekki verið að skila því sem ætlast hafði verið til. „Við þurfum bara að taka til í öllum hornum í rekstrinum bæði hvað varðar sölu, mannskap og fleira. Fyrir- tækið mun starfa áfram og þetta verður ekkert lagt niður, það kem- ur ekkert til greina." ■ OFFSET EHF. Verið er að endurráða meíríhluta þeirra sem sagt var upp fyrir helgi. SKACAFJORÐURO Vinstri-grænir í Skagafirði samþykktu um helgina ályktun þar sem þeir gagnrýna harðlega fyrirhugaða sölu sveit- arfélagsins á hlut sínum í Stein- ullarverksmiðjunni á Sauðár- króki. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að stefna þeirra leiðir til að sveitarfélög telji sig knúin til að selja dýrmætar eignir til að standa undir skuldbinding- um sínum. Skagfirðingar hafi lagt mikið á sig til að koma verksmiðjunni upp og hafi hún skilað sveitarfélaginu miklum arði. Því eigi að finna aðrar leiðir en eignasölu til að auka tekjur sveitarfélagsins. Félag grunnskólakennara: Guðrún Ebba hættir félagsmál Guðrún Ebba Ólafsdótt- ir formaður Félags grunnskóla- kennara hefur ákveðið að hætta sem formaður félagsins. Nýr for- maður verður kjörinn á aðalfundi félagsins sem haldinn verður um miðja vikuna. Guð- rún sem skipar þriðja sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að það fari ekki sam- an að hún sem for- maður samninga- nefndar grunn- skólakennara sitji í borgarstjórn sem jafnframt er viðsemjandi kennara. Hún segist einnig vilja vera heil og óskipt í komandi starfi sínu sem borgarfulltrúi. Þá sé hún búin að starfa í forustusveit kennara í tíu ár. Á þeim tímamótum sé ágætt að skipta um vettvang. Óvíst er hver verður eftirmað- ur Guðrúnar Ebbu. Meðal kennara eru þó einkum fjögur nöfn nefnd til sögunnar. Það eru þau Finnbogi Sigurðsson varaformaður Félags grunnskólakennara, Hannes Þor- steinsson, fyrrverandi formaður Kennarafélags Reykjavíkur og þær Jóna Benediktsdóttir og Agla Ásbjörnsdóttir grunnskólakennar- ar. Fyrir aðalfundinum liggur m.a. tillaga um að gerð verði úttekt á framkvæmd gildandi kjarasamn- ings grunnskólakennara við Launanefnd sveitarfélaga. ■ GUÐRUN EBBA Yfirfærsla grunn- skólans og sið- ustu samningar minnisstæðast. Arabaríkin deila um tilboð Sádi-Arabíu Assad Sýrlandsforseti tekur dræmt í friðartillögur Abdúllas. Gaddafí Líbíuforseti vísar þeim al- farið á bug. Ails óvíst hvaða niðurstaða fæst á leiðtogafundi Arababandalagsins. friðartillögur Arabaríki eru mis- jafnlega sátt við friðartilboð til Israelsmanna, sem Abdúlla, krón- prins Sádi-Arabíu, hefur kynnt lauslega í fjölmiðlum. Ljóst er að deilt verður um það á leiðtoga- fundi Arababandalagsins, sem hefst í Beirút í Líbanon þann 27. mars. Þar ætlar Abdúlla að gera nánari grein fyrir hugmyndum sínum. Hugsanlega skýrist af- staða arabaríkjanna eitthvað á fundi utanríkisráðherra þeirra, sem haldinn verður í Kaíró í Eg- yptalandi um næstu helgi. Beðið hefur verið eftir við- brögðum frá Basher al-Assad Sýr- landsforseta, enda geta þau ráðið úrslitum um hvort tillögurnar nái fram að ganga. Fyrstu viðbrögð SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR fSRAEL OG HERTEKNU SVÆÐIN Tillögur Sádi-Arabíu snúast um að Arabaríkin semji við ísrael um viðurkenn- ingu og frið gegn því að ísraelsmenn af- hendi aftur svæðin sem þeir hertóku árið 1967. Nánari útfærsla hefur enn ekki kom- ið á þessu tilboði. Hernumdu svæðin eru Vesturbakkinn, Gazaströnd og Gólanhæðir ásamt austurhluta Jerúsalem. ~ SMYRIL LINE -Skemmtilegur ferðamáti- Fra: 241500.- Verð pr. einstakling m.v. fjögurra manna fjölskyldu ásamt fólksbíl, sem siglir frá Seyðisfirði til Danmerkur og til baka frá Noregi fyrir lok júní 2002. Gist um borð í fjögurra manna klefa með handlaug. Vika í Blokhus + hótel «li£> /Yí, Verð pr. einstakling m.v. fjögurra manna fjölskyldu ásamt fólksbíl sem siglir til Danmerkur og til baka frá Noregi í fjögurra manna klefa með baði. Gist á Danland íbúðahóteli í Blokhus í eina viku fyrir miðjan júní. Heildarverð fyrir fjóra ásamt bíl er því kr. 143.000. HJALTLAND - FÆREYJAR - DANMÖRK - NOREGUR TERRA NOVA-SOL NORRÆNA Stangarhyl 3a • 110 Reykjavik Simi: 591 9000 • www.terranova.is NORRÆNA SMYR'L UIFJE j|WSTFAR Fjarðargötu 8 • 710 Seyðisfirði Sími: 4721111 austfar@ishoif.is hans komu loks á sunnudaginn þegar hann var í opinberri heim- sókn í Líbanon. Voru þau dræm. Þeir Emile Lahoud Líbanonsfor- seti sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir lýsa ein- dregnum stuðningi við baráttu Palestínumanna gegn ísrael. Jafnframt lýsa þeir efasemdum sínum um friðartillögur Sádi- Araba. Eina leiðin til að semja um frið við ísrael sé hins vegar á grundvelli ályktana Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Áuk þess lögðu þeir áherslu á að palestínskir flóttamenn fái að snúa aftur til ísra- els samkvæmt því sem ályktanir Sameinuðu þjóðanna kveða á um. Libanonítí Cólþn- Sýrland hæíir Miðjarðar- hafið Gaza- S ströndu' Vestur-j i bakkinn i.;;, ^.jOertfsalem i J /~í /í? ísrael Jórdanía Egyptaland Víst er að Assad mun leggja hvað mesta áherslu á að ísraels- menn afhendi Sýrlendingum aftur Gólanhæðir, sem herteknar voru árið 1967. Engan veginn er víst að hann muni hafna tillögum Sádi- Arabíu, verði honum tryggð góð lausn í deilunni um Gólanhæðir. Haft hefur verið eftir embættis- mönnum í Sýrlandi að Assad hafi fyrst og fremst efasemdir um tímasetninguna á tillögum Sáda. Þær auðveldi Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísraels, að losa sig út úr þeirri klemmu sem hann er kominn í. Hörð gagnrýni á friðartillög- urnar hefur komið frá Gaddafí Líbíuforseta. Hann hótaði því jafnvel að Líbía gangi úr Arababandalaginu. Sagði hann fSRAELSKIR HERMENN í FLÓTTA- MANNABÚÐUNUM BALATA I friðartillögum Sádi-Arabíu er ekkert minnst á örlög nærri fjögurra milljóna palestínskra flóttamanna eða afkomenda þeirra. samtökin vera orðin „fáránleg". Herská samtök múslima í Palestínu hafa einnig gagnrýnt til- lögur Sádi-Araba harðlega. Með þeim sé verið að gefa einhliða eft- ir og afhenda Sharon sigur á silf- urfati. íranir hafa sömuleiðis gagnrýnt þær. Frásagnir af þeim í fjölmiðlum í írak, sem stýrt er af stjórnvöldum, hafa ennfremur verið neikvæðar. Egyptaland og Jórdanía, sem ein arabaríkja hafa samið um frið við ísrael, hafa hins vegar lýst stuðningi við tilboð Sádi-Araba. ■ Veitingahús týndust við úrvinnslu gagna: Gengu um og töldu fyrirtækin könnun „Það urðu ákveðin mistök við vinnslu gagnanna“, segir Geir Oddsson, aðstoðarforstjóri Land- mats, um hvernig það gerðist að fjórðungur veitingahúsa í Kvos- inni týndust við úrvinnslu gagna þeirra um starfsemi í miðbænum. Upp komu tilvik sem ekki pössuðu saman. „Hér innanhúss hefur það hreinlega gerst að í stað þess að fara yfir listann, bera saman hvort þetta séu fyrirtæki á sama stað bara búin að skipta um nafn eða kennitölu, er þetta hlutfall sett inn í skýrsluna án þess að skoða það frekar." „Við fórum að skoða þetta þeg- ar við sáum þessar tölur í umræð- unni“, segir Geir. „Okkar tilfinn- ing var sú að þetta væri ekki rétt.“ Geir segir Landmat hafa þurft að vinna gagnagrunn um atvinnu- starfsemi í borginni frá grunni. „Við byrjuðum á því að fara yfir þær upplýsingar sem eru til um fyrirtækin. Síðan tékkuðum við allar upplýsingar með því hrein- lega að ganga um borgina." í kjöl- farið var haft samband við fyrir- tæki og óskað frekari upplýsinga. Þessi gagnagrunnur er réttur en úrvinnslan brást. Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Miðborgarstjórnar, segir skýrsluna hafa verið unna til að greina atvinnustarfsemi í miðbænum eftir staðsetningu og starfsemi. Slíkar upplýsingar séu nauðsynlegar við stefnumótun. Skýrslan verði þó ekki nothæf fyrr en allar tölur hafa verið yfir- farnar. Landmat hefur áður unnið fyrir borgina og störf þess vakið ánægju. Landmat fékk greiddar 800.000 krónur fyrir skýrsluna. Aðspurð sagði Kristín enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort fyrirtækið yrði krafið um endurgreiðslu VEITINGASTAÐIR I KVOSINNI Fréttir um fjórðungsfækkun veitingastaða á einu ári vöktu athygli. Það var ekki fyrr en skýrsluhöfundar fóru að efast að í Ijós kom að þeim hafði í raun fjölgað. þeirrar upphæðar að hluta eða heild vegna mistakanna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.