Fréttablaðið - 05.03.2002, Síða 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
5. mars 2002 ÞRIÐJUDAGUR
I RH l \Bl ADIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalslmi: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Simbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta alft efni
blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum
án endurgjalds.
1 BRÉF TIL BLAÐSINS [
Heilræði
handa
þjóðinni
Sigurður Sigurðarson skrifar:
E' g hefi stofnað fyrirtæki sem
heitir Heilræði ehf. í sam-
keppni við „Góð ráð“ Friðriks Páls-
sonar. Fyrstu ráðin
mín til þjóðarinnar
gef ég henni, en þau
hljóða svo: Forstjóri
og stjórnarformaður
Símans verði reknir.
Starfsmaðurinn sem
rekinn var fyrir að
segja sannleikann verði ráðinn
sem forstjóri. Þórarinn Viðar Þór-
arinsson fái ekki krónu vegna
starfsloka. Hann skili hins vegar
kr. 22.500.000 til baka sem of-
greiddum launum. Þessa upphæð
fæ ég þannig út: Þingmenn okkar
hafa kr. 350.000 á mánuði. Þórar-
inn hafði hins vegar kl 1.100.000 á
mánuði. Þessi vanhæfi sjálfsbyrg-
ingur skili því til þjóðarinnar mis-
muninum á þingfararlaunum og
þeim launum sem hann hafði hjá
þjóðinni sem forstjóri Símans.
Sem sagt 30 mánuðir ofgreiddir
um 750 þúsund á mánuði. Auðvitað
er það ofmat á Þórarni V. að meta
hann til þingmanns. En við skulum
- mín ágæta þjóð - vera rýmileg,
því nú þarf hann að fara að borga
fyrir sig sem annað fólk. Mikið
verður flokksbróðir Þórarins V.
feginn að fá þetta í hringlandi tóm-
an ríkiskassann. ■
Sársaukamörk utanríkisráðherra
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, brást
einkennilega við niðurstöðum
skoðanakönnunar Fréttablaðsins
um fylgi stjórnmálaflokkanna.
Fyrir fáum dögum birtust niður-
stöður annarra könnunar um
sama efni. Þar
...auðnaðist Fram-
Hvað verður sóknarflokknum að
um Halldór vera með rétt um
þá? einu prósentustigi
—♦— meira en í skoðana-
könnun Framsóknarflokks-
ins. Halldóri var greinilega ekki
skemmt yfir að hafa fallið um eitt
prósent og sagðist ætla að bíða
næstu könnunar Gallup. Hægt er
að skilja ráðherrann þannig að
hann geri sér vonir um að endur-
heimta prósentið og því geti hann
tekið gleði sína á ný.
Merkilegt er að sjá hversu
skýr sársaukamörk Halldórs eru.
Honum líður vel með fjórtán pró-
senta fylgi en hefur allt á hornum
sér nálgist fylgið þrettán prósent.
Þegar Fréttablaðið bar honum þau
tíðindi að fylgi Framsóknar-
flokksins mældist rúmlega þrett-
án prósent en ekki fjórtán eins og
hjá Gallup byrjaði hann á að gera
fyrirvara við könnunina. Hann
sagðist kunna það mikið í tölfræði
að ekki sé víst að flokkurinn hafi
bara þrettán prósenta fylgi en
ekki fjórtán. Segir samt að hann
hafi orðið fyrir vonbrigðum.
Halldór sér ljós í myrkrinu.
„Ég bíð eftir næstu Gallupkönnun
MáJ...manna
Sigurjón M. Egilsson
skrifar um viðbrögð
sem ég held að verði fróðlegt að
sjá.“ Fréttablaðinu þótti svar ráð-
herrans einkennilegt og spurði
hvað það væri í næstu könnun
Gallup sem hann hlakkar svo til
að sjá. „Þeir gera mánaðarlega
kannanir sem ég tek mark á.“ Það
var og. Fari svo að í næstu Gallup-
könnun, sem Halldór segist taka
mark á, mælist Framsóknarflokk-
urinn með minna fylgi en síðast -
hvað þá? Já, hvað þá? Hvað verð-
ur um Halldór þá? Hættir hann þá
að taka mark á Gallup og ber fyr-
ir sig leikni sinni í tölfræði?
Kannski færast sársaukamörk
ráðherrans eitthvað til. Ljóst er að
það getur verið sárt að missa pró-
sentustig. Kannski tekur hann
gleði sína á ný þegar í ljós kemur
að hann nýtur fylgis persónulega.
Nema leikni í tölfræði komi í veg
fyrir gleðina. ■
KVIÐDÓMURINN:
Bréf Ossurar til Baugsmanna
Reiðibréf Össurar Skarphéðinssonar sem Hreinn Loftsson gerði opinbert hefur vakið
upp taisverð viðbrögð. Össur hefur sagt að bréfið hafi verið persónulegt reiðibréf,
vegna framkomu Baugsmanna við nákominn ættingja. Umræðan snýst hins vegar
um stjórnmálamanninn Össur Skarphéðinsson og áhrif þessa á stöðu hans.
LÚÐVÍK BERGVINSSON
SAMFYLKINGUNNI
Ovíst hver
áhrifin verða
„Ég held að menn verði að
átta sig á því að þetta eru
hans persónulegu við-
brögð vegna uppákomu í
hans fjölskyldu. Ég held
að það dyljist engum að
hann upplifði þetta á þann
hátt að hann reiddist. Öll
okkar verk hafa einhver
áhrif. Hvort að þetta hafi
einhver pólitísk áhrif er
mjög erfitt að segja til
um. Menn geta auðvitað
velt fyrir sér hver eru
krossáhrif svona uppá-
koma milli persónu og
stjórnmálamanns. Ég held
að framtíðin ein muni
skera úr um það.“ ■
GUÐNI ÁGÚSTSSON
LANDBÚNAÐAR-
RÁÐHERRA
Þarf að læra af
frumhlaupinu
„Þetta er auðvitað framið í
mikilli bræði. Sagt var að
menn ættu að láta blóð-
l næturnar líða og vera ekki
f svona skjótir til reiði;
j Hann hleypur á sig. Ég
held að þegar upp er stað-
ið eigi þetta ekki að skaða
hann. Hann þarf hins veg-
ar að læra af þessu frum-
hlaupi." ■
ÁSTÞÓR JÓHANNSSON
(MYNDARRÁÐGJAFI
Brást rétt við í
íjölmiðlum
„Orð manna sem hafa
sterka ásýnd vega alltaf
þungt til góðs eða ills.
Óssur er umdeildari sem
stjórnmálamaður en sem
líffræðingur. Það er mjög
erfitt fyrir hann að ætla
| að bregða sér úr kápu
stjórnmálamannsins og í
kápu líffræðingsins í
svona máli. Maður veit
hins vegar ekki hversu
lengi kjósendur muna
svona atburð. Hann brást
hins vegar rétt við þegar
málið var komið upp. Þeg-
ar menn lenda í krísu, þá
er mikilvægast að koma
strax fram og játa mistök.
Sannleikurinn er sagna
bestur. Ég held að með
réttum viðbrögðum hafi
hann dregið úr langtímaá-
hrifum af þessu.“ ■
ÓSKAR GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
Bréfið leið
mistök
Þessi bréfaskrift Össur-
ar er eins og hann seg-
ir sjálfur leið mistök. En
pólitískt samhengi þessa
bréfs er hins vegar mar-
grætt. Mér finnst um-
hugsunar vert að við skul-
um búa í þjóðfélagi þar
sem er mjög ískyggileg
einokunarmyndun. Þar
sem bankar, tryggingafé-
lög og matvörukeðjur eru
að hrúgast upp í auðhring.
Einhvern veginn tengi ég
óljóst saman þann gjörn-
ing Hreins Loftssonar,
ríkiskommissars Sjálf-
stæðisflokksins í einka-
væðingarferlinu, að birta
bréfið, við viðburði um
helgina í viðskiptaheimin-
um. Þar var verið að ver-
sla með bréf Trygginga-
miðstöðvarinnar og ítök í
íslandsbanka. Ég held að
sé eitthvert samhengi hér
á milli.“ ■
HANNES HÓLMSTEINN
GISSURARSON
PRÓFESSOR
Neikvæð áhrif
• •
á Ossur
„Þetta hefur eflaust nei-
kvæð áhrif á pólitíska
framtíð Össurar. Vinstri-
menn segja mér að ljóst sé
að Ingibjörg Sóirún verði
að taka að sér leiðtogahlut-
verk í Samfylkingunni eft-
ir ár. Þetta ýtir undir það
að nú sé verið að kjósa í
borgarstjórnarkosningun-
um milli Stefáns Jóns Haf-
stein og Björns Bjarnason-
ar i stöðu borgarstjóra.
Þetta er auðvitað ekki í
fyrsta skipti sem Össur
missir stjórn á skapi sínu
eða bregst furðulega við.
Margir muna þegar hann
flutti embætti Veiðistjóra
norður á land af því að
honum mislíkaði við einn
starfsmann embættisins.
Enn muna margir eftir
furðulegum viðbrögðum
hans þegar Ingibjörg
Pálmadóttir hneig í yfirlið.
Allt þetta hefur orðið til
þess að minnka traust á
honum sem stjórnmála-
manni.“ ■
Fasteignasala /\ s
Sími “
588 8787
m
Suðurlandsbraut 16
zmiBCEmi
-Laugavegur. 101 R. Selbrekka. 200. Kóp
ORÐRÉTT
55 fm. jarðhæð ny standsett.
^ein sala
Irabakki 109 R
94 fm. endaíbúð m. herb. í
kj. Laus fljótl.
Grýtubakki 109 R.
80 fm. á fyrstu hæð. Laus
strax.
Ljósheimar. 104. R.
Ca. 95 fm. á annari hæð.
Laus fljótl.
Nökkvavogur 104. R.
80 fm. jarðhæð. Laus fljótl.
Bein sala.
Laugavegur101. R.
102 fm. á tveim hæðum. Ný
standsett.
Hvassaleiti 108. R.
250 fm. Raðhús á tveim
hæðum m/bílskúr fæst í
skiptum fyrir einbýli
á stór Reykjav.svæðinu
190 fm. einbýli beÍQ sala.
Hákotsv. 225. Alftan.
Ca. 190 fm. einbíli m/ 67 fm.
bílsk. Gott verð Bein sala.
Borgartún. 105. R
440 fm. Skrifstofuhúsnæði.
Laust strax.
Bíldshöfði. 110. R.
250 fm. Skrifstofuhúsn á
annari hæð. Laus strax.
Þykkvibær / 851 Hella.
160 fm. Parhús ásamt 140
fm. bílsk og iðnaðarhús-
næði. Góð kjör og gott verð.
Þverbrekka. 200 Kóp.
Ca. 50 fm. 2. Jarðhæð Laus
strax
Fróðengi 112 R
117 fm. 4-5 herb. Laus strax.
Atvinnuhúsnæði
Hverfisgata 115 m2 á götu-
hæð. Verð 13.500,-
HVAÐ MEÐ BLÝANTANAGAR-
ANA?
Unglingar sem mældust með
mest blý í blóðinu í fyrsta bekk
frömdu að meðaltali 4,5 sinnum
fleiri afbrot síðustu tólf mánuð-
ina heldur en börn með lægsta
blýmagn í blóði í fyrsta bekk. Svo
virðist sem áhrif þessa umhverf-
issjúkdóms á taugaþroska séu
ekki eingöngu bundin við hnign-
un greindarvísitölu eða náms-
getusegir Kim Dietrich, einn
vísindamannanna við barna-
sjúkrahús í Cincinatti, þar sem
rannsóknin var gerð.
Fréttablaðíð 4. mars
YOU AIN'T
SEEN NOT-
HING YET
Það hlýtur að
sæta furðu
að Sjálfstæð-
isflokkurinn
bæti við sig
fylgi á lands-
vísu nánast í
sömu viku og mál Landssímans
og Þjóðmenningarhúss náðu há-
mæli. Ef til vill þótti þjóðinni
Davíð Oddsson standa sig svona
vel í að „kasta syndunum bak við
sig“, svo notuð séu hans eigin
orð. Þó er líklega nærtækara að
líta til stjórnarandstöðunnar í
þessu sambandi. Það sýnir sig
nefnilega enn og aftur hvað hún
er veik, hún er sama og engin
ógn við Sjálfstæðisflokkinn.
Egill Helgason á strik.is 4. mars
EKKI BENDA Á
MIG
Ég tel hins vegar
að ráðuneytið
hafi unnið í þessu
máli eins og efni
stóðu til og eðli-
legt var. Þannig
að þegar þessu fári linnir og fólk
hefur fengið tækifæri til að meta
allar aðstæður mun staðan verða
önnur en þessi. Þetta er niður-
staða sem kemur í kjölfar mjög
óvenjulegrar umræðu; óvenju-
legrar aðfarar að ráðherra.
Sturla Böðvarsson í Fréttablaðinu 4.
mars
GÓÐ MENNTUN
OPNAR ÝMSAR
DYR
Við höfum starf-
að saman á ýms-
um öðrum svið-
um en í útvarpi.
Það var alveg
búið að liggja í loftinu að við
myndum hætta með þáttinn eftir
að samningi okkar við Norðurljós
lyki. Það átti að vera á þessu ári.
Við tókum bara smá forskot á
það. Þetta var allt í hinu mesta
bróðerni. Hann vill fara að sinna
einhverju öðru. Ég get ekkert
sagt um hvað það er, hann verður
bara að svara fyrir það. Ilann
finnur sér alltaf eitthvað til
strákurinn. Hann er með meira-
próf og svona.
Sigurjón Kjartansson um félaga sinn
Jón Gnarr. Fréttablaðið 4. mars
INNHERJAR
Hefnt í hér-
aði sem hall-
ast á Alþingi
Innherjar á visi.is velta fyrir sér
niðurstöðum skoðanakannana
sem sýna sterka stöðu Sjálfstæðis-
flokksins á landsvísu. Staða hans er
hins vegar veik í borginni. Einn
spjallara telur að Davíð Oddsson
eigi að boða til alþingiskosninga
núna og nýta sér meðbyrinn. Undir
þetta tekur næsti maður. „Ég tek
undir með þér að það væri snjall
leikur njá Davíð Oddssyni að boða
til þingkosninga á þessu ári. Ég tel
réttast að hafa þær kosningar sam-
hliða sveitarstjórnarkosningunum í
maí.“ Næsti skiptir um umræðu-
efni og segir könnun Fréttablaðsins
sýna að íslendingar séu sauð-
heimskir. Hann furðar sig á góðri
útkomu Sjálfstæðisflokks. „Þó mér
líki ekki við xB þá finnst mér harla
skrýtið að kjósendur hegni þeim
fyrir það sem xD gerir“ Menn
furða sig á því að staða Sjálfstæðis-
flokksins sé svona misjöfn milli
landsmáia og borgarmála. Einn inn-
herji hefur skýringar á því hvers
vegna flokknum sé refsað fyrir erf-
ið mál í borginni. „Aukinheldur þá
hiýtur svona skandall að hafa meiri
áhrif á kosningar sem eru að skella
á, frekar en eitthvað sem er á döf-
inni í fjarlægri pólitískri framtíð."
Innherjar eru umræðuvettvangur á
vefnum visir.is.
Aðstoðum viðskiptavini og aðra við gerð leigusamninga
g^fa steiginas am^imga^ Traustir^igm e nn^aðn/e
www.h-gaedi.is - netfang: sala@h-gaedi.is