Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2002, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 05.03.2002, Qupperneq 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ . mars 2002 MÁNUDAGUR ] HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA Hefur svipaðan smekk og eiginkonan ÉC ER RÉTT BYRJAÐUR A BÓKINNI „FÓTSPOR A HIMNUM" EFTIR EINAR MÁR. HANN ER ÞANNIG HÖFUNDUR AÐ MAÐUR GETUR VER- IÐ ÖRUGGUR EF MAÐUR OPNAR BÓK EFTIR HANN AÐ HÚN SÉ GÓÐ. VIÐ HJÓNIN ERUM GREINILEGA MEÐ MJÖG SVIPAÐAN SMEKK ÞVÍ VIÐ GÁFUM HVORT ÖÐRU NÝJU BÓKINA HANS IJÓLAGJÖF._________________ Jón Stefánsson organisti BYCCTÁ BÓKASÖLU t EYMUNDSSON VIKUNA 1-8. MARS A Ýmsír höfundar SÁLMABÓK M Niegel Nelsson SKOÐAÐU LÍKAMA ÞINN 0 Astrid Lindgren RONJA RÆNINGJADÓTTIR O Þórarinn Eldjám íslenskaði MOLDVARPAN SEM VILDI VITA HVER SKEIT Á HAUSINN Á HENNI Álfheiður S. og Guðfinna E. SÁLFRÆDI EINKALÍFSINS Cy Tove Jansson ÓSÝNILEGA BARNIÐ Guðrún Agnarsdóttir ofl. AF BESTU LIST 1 Hildur Hermóðsd. valdi texta TÖKUM LAGIÐ MEÐ BÖRNUM 0 Arnaldur Indriðason MÝRIN KIUA (f!) J.R.R. Tolkien W HOBBITINN Sálmabók í 1. sæti: Fermingar á næsta leiti bækur Fermingar eru á næsta leiti og ber metsölulisti Eymunds- sonar keim af því. í fyrsta sæti á listanum er Sálmabókin sem inni- heldur sálma eftir ýmsa höfunda. Þykir sýnt að margir ætli sér að gefa bókina í fermingargjöf. ■ Menningarverðlaun DV: Fulltrúar sjö listgreina fengu verðlaun MENNING Menningarverðlaun DV voru afhent á fimmtudag í 24. skipti undir hádegisverði á veitingahúsinu Apóteki við Austurstræti. Verðlaunagrip- irnir eru að þessu sinni sér- kennilegir silfurskúlptúrar, hannaðir af gullsmiðunum Hörpu Kristjánsdóttur, Kjart- ani Erni Kjartanssyni og Ástþór Helgasyni hjá OR við Laugaveg. Eftirtaldir listamenn hlutu verðlaunin að þessu sinni: í bók- menntum: Sjón fyrir skáldsög- una Með titrandi tár. í leiklist: Viðar Eggertsson fyrir þrjár uppsetningar í þremur leikhús- um. í byggingarlist: Arkitekta- stofurnar Andersen & Sigurðs- son I/S og Holm & Grut AIS í Kaupmannahöfn í samstarfi við Steinar Sigurðsson, Manfreð Vilhjálmsson Arkitektar ehf., fyrir Flugstöð Leifs Eiríksson- ar, stækkun. í listhönnun: Handverk og hönnun fyrir sýningarhald og kynningarstarf. í tónlist: Hörð- MENNINARVERÐLAUN DV Verðlaunahafar að lokinni afhendingu Menningarverðlauna DV. ur Áskelsson, kantor Hallgríms- armyndina Lalli Johns. í mynd- kirkju. í kvikmyndalist: Þor- list: Steingrímur Eyfjörð fyrir finnur Guðnason fyrir heimild- sýningu sína í Gerðarsafni. ■ ÞRIDJUPAGUR 5. MARS FUNDUR______________________________ 12.05 Ragnheiður Kristjánsdóttir sagn- fræðingur heldur í dag fyrírlestur f hádegisfundaröð Sagnfræðinga- félagsins sem hún nefnir "(Ó)þjóðlegt fólk? Um viðhorf til róttækrar vinstri stefnu". Fund- urinn er haldinn í stóra sal Nor- ræna hússins og lýkur stundvís- lega kl. 13:00. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og menn- ingu. 20.00 Fundur verður haldinn í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík í kvöld. Fundurinn verður í Rúbrauðsgerðinni, Borg- artúni 6. Á dagskrá fundarins er uppstilling í sæti Vinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs á Reykjavlkurlistanum. MYNPLIST____________________________ Hlaðgerður (ris Björnsdóttir myndlist- arkona sýnir portrait málverk í Húsi Málarans. Sýníngin stendur til 23. mars. Listasafn fslands hefur opnað sýningu á Diabolus, verki Finnboga Pét- urssonar sem hann hannaði og smíðaði fyrir íslenska sýningar- skálann á myndlistar-tvíæringnum í Feneyjum á Ítalíu 2001 en þar var hann fulltrúi íslands. Diabolus er innsetning í formi hljóðskúlpt- úrs. f öðrum enda verksins eru orgelpípa og hátalari sem geta myndað kölska-tóninn (diabolus in musica) sem kaþólska kirkjan bannaði um skeið á miðöldum. Sýningunni lýkur 14. apríl. Lista- safnið er opið alla daga nema mánudaga kl 11-17. Okeypis að- gangur er á miðvikudögum. Daði Guðbjörnsson sýnir olíumálverk í Baksalnum í Gallerii Fold við Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir Slagsmálin og vatnsbyssu- stríðið lang skemmtilegust Þjóðleikhúsið frumsýndi leikritið um Jón Odd og Jón Bjarna síðustu helgi. Strákarnir fjórir sem leika tvíburabræð- urna segjast vera orðnir miklir vinir. JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Andri Már Birgisson, Matthías Sigurbjörnsson, Sigurbjartur A. Atlason og Benedikt Clausen. leikrit Sögupersónurnar uppá- tækjasömu, tvíburabræðurnir Jón Oddur og Jón Bjarni, stigu sín fyrstu spor á leiksviði um síðustu helgi. Það gerðu einnig fjórir sprækir strákar sem fara með hlutverk bræðranna. Þetta eru þeir Benedikt Clausen og Andri Már Birgisson, sem fara með hlut- verk Jón Odds og Sigurbjartur A. Atlason og Matthías Sigurbjörns- son sem leika Jón Bjarna. Blaða- maður hitti þessa stórskemmti- legu stráka daginn fyrir frumsýn- ingu og voru þeir allir sammála um að þeir væru pínulítið stress- aðir. Þegar þeir voru spurðir hvort þeim þættu tvíburabræðurnir skemmtilegir játuðu þeir einróma og sögðust vera jafn miklir prakk- arar. Strákarnir fjórir eru á aldrin- um átta til tíu ára og sögðust þeir vera orðnir miklir vinir. Þeir voru í engum vafa þegar blaðamaður spurði þá hvert væri uppáhaldsat- riðið í leikritinu, slagsmálin og vatnsbyssustríðið. Það væri mikill hasar í gangi og viðurkenndu þeir skömmustulega að þeir gleymdu sér stundum í hita leiksins. „En við stöndum okkur með mikilli prýði,“ gall í Benedikt. Þórhallur Sigurðsson, leik- stjóri, tók undir þau orð og sagði strákana hafa staðið sig afskap- lega vel. „Þetta er búið að vera sér- stakt verkefni. Æfingar hafa farið fram tvisvar á dag. Þegar annar hópurinn hætti á hádegi þurftu leikararnir að ganga í gegnum aðra eins æfingu eftir hádegi.“ Þórhallur segist hafa valið efni úr bókunum þremur sem Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, skrifaði um þá Jón Odd og Jón Bjarna fyr- ir um þrjátíu árum síðan. Hafi hann að því loknu lagt það í hend- urnar á Guðrúnu sem síðan skrif- aði handritið. Hann segir alla ald- urshópa hafa gaman að leikritinu, ekki síst þá fullorðnu sem á tíðum væri þeir sem hæst skelltu upp úr. kolbrun@frettabladid.is Austurströnd 8 • sími 511 1200 • peturp@islandia.is É T L J UR Ó S M PÉTURS YNDASTÚD SON í ó Daði BBB, eða Bátar, Beib og Bí- bar. Sýningin stendur til 24. mars. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10.00 til 18.00, laugardaga frá kl. 10.00 til 17.00 og sunnu- daga frá kl. 14.00 til 17.00. Glerlistasýningin Birta hefur verið opn- uð í Listasal Man Skólavörðu- stíg 14. Sýningin er liður i Vetrar- hátíð Reykjavíkurborgar, Ljós í myrkri. Á sýningunni eru borð- lampar, vegglampar, Ijósker.skúlp- túrar og skálar. Þær sem sýna eru glerlistakonurnar Ingibjörg Hjart- ardóttir, Kristín J. Guðmunds- dóttir og Rebekka Gunnarsdótt- ir. Sýningin stendur til 10. mars. Opið verður mánudaga til laugar- daga kl.10 - 18. Þórey Eyþórsdóttir hefur opnað mynd- listarsýningu f Ráðhúsi Reykja- víkur. Sýninguna nefnir hún "Frá þræði til heildar" og byggir hana einkum á vefnaðar- og textílverk- um sem hún hefur unnið að á undanförnum árum. Auk sýning- arinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sýnir Þórey olíu- og vatnslitamyndi I Veitingahúsinu Horninu við Hafnrstræti. Báðar sýningarnar standa til 10. mars. Ingibjörg Klementzdóttirleirlistamaður hefur opnað Stuttsýningu i Gall- erí Reykjavik. Sýninginn ber yfir- skriftina "Ljósbrot „ og er á dag- skrá vetrarhátíðar Reykjavíkur „ Ljós í myrkri" Ingibjörg sýnir Ijós og lampa úr postulíni. Sýningin stendur til 12. mars. Guðfinna Hjálmarsdóttir heldur mynd- listarsýningu í sýningarsal Gallerís Reykjavíkur Skólavörðustíg 16. Yfírskrift sýningarinnar er Ylur & Afl. Verkin eru raflýst og sýnd í myrkvuðu rými. Sýningin er hluti dagskrár vetrarhátíðar Reykjavíkur „Ljós í myrkri". Hún er opin virka daga kl. 12-18, laugardaginn 2. mars kl. 11-22, sunnudaginn 3. mars kl. 14-22. Aðra laugardaga er opið kl. 11-16 og lokað sunnu- daga. Sýningunni lýkur 20 mars. Vatn, grjót, hrosshár, útsaumur, Ijós- myndir og olíumálverk, þetta er allt eitthvað sem sjónvarpskonan Eva María Jónsdóttir vill sjá á samnefndri sýningu í Gerðubergi. Fjölbreytnin er mikil í sýningarröð- inni og fjölmörg splunkuný mynd- verk auk eldri verka sem ekki hafa komið fyrir augu almennings í bland við þekktari verk. Fjölmargir listamenn eiga verk á sýningunni Þetta vil ég sjá. Hún stendur til 23. mars. Tvær sýningar eru nú í Listasafni AS(. ( Ásmundarsal sýnir Inga Sólveig Friðjónsdóttir Ijósmyndaseríu sem ber titilinn Lífvana. Myndirnar eru sviðsettar dauðasenur og fjal- la um endalok nokkurra kvenna. f Gryfjunni sýnir iris Elfa Friðriks- dóttir. Kveikjan að verkunum er sótt í prjónaaðferðir og fatamerki. Sýningarnar standa til 10. mars. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. EUn Guðmundsdóttir sýnir I gallerfi Nema hvað. Sýninguna kallar Elín "mæðgur nema hvað". Þar sýnir hún teikningar eftir sjálfa sig og dóttur sína sem hún hefur breytt með tilliti til rýmisins í gallerfinu. Opið er mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 16-18.30 og um helgar kl. 13-17. í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni stendur sýningin Carnegie Art Award 2001. Liðlega 20 lista- menn frá Norðurlöndunum fimm taka þátt í sýningunni. Meðal þeirra er einn Islendingur, Krist- ján Guðmundsson. Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.