Fréttablaðið - 05.03.2002, Side 22

Fréttablaðið - 05.03.2002, Side 22
FRÉTTABLAÐIÐ HRÓSIÐ 5. mars 2002 MÁNUDAGUR Hrósið fær Sigurjón Kjartansson fyrir að láta ekki deigan síga á Radíó-X þótt Jón Gnarr sé á bak og burt og Tvíhöfði heyri sögunni til. Sigurjón fer í loftið með nýjan þátt á föstudagsmorgun. afmælisdaginn. „Ég held að hún hafi skilið það en bíð bara rólegur og læt sem það komi mér alveg á óvart þegar hún nefnir það. Argent- ína steikhús er veitingastaður sem í MORGNANNA Kem hins vega.r áldrei heim úr vinnunni ég hef aldrei snætt á og ég held ég væri alveg til í að borða þar í fyrs- ta sinn í kvöld,“ segir Jón sem seg- ist sjaldnast gera mikið úr afmælis- dögum. ■ Vona að konan bjóði út að borða Eg hef grun um að konan ætli að bjóða mér út að borða en hef ekki fengið neitt staðfest í því efni,“ segir Jón Daníelsson blaðamaður sem er 53ja ára í dag þann 5. mars. Jón hefur lengi starfað við blaða- mennsku og m.a. lengi á Alþýðu- blaðinu því merka blaði þegar það var og hét. „Ég vinn eingöngu heimavið nú orðið og kann því ágætlega. í stofunni hef ég horn út af fyrir mig og það er minn vinnu- staður á daginn. Ég fer seint af stað en kem aldrei heim úr vinnunni. Það er gallinn við að vinna heima," segir Jón. Hann er kvæntur Marion Persónan Jón Daníelsson á afmæli í dag og langar mest út að borða í kvöld. I McGreevy og er hún hársnyrti- meistari, norður-írsk að uppruna. Hún rekur hársnyrti- og ljósastof- una Mýrúnu á Kleppsvegi 150. „Börnin eru öll farin að heiman nema yngsti sonur okkar sem heitir Vilhjálmur Séamus og er aðeins sjö ára. Ég er því einn í vinnunni á dag- inn því hann fer eldsnemma í skól- ann og er allan daginn." Jón segist hafa gefið góðlátlega í skyn hvað hann helst vildi gera á SAGA DAGSINS FÓLK í FRÉTTUM 5. MARS Jósef Stalín leiðtogi Sovétríkj- anna lést vegna hjartabilunar 5. mars í Moskvu árið 1953. Hans er minnst sem leiðtoga sem bjargaði Sovétríkjunum undan yfirráðum nasista og ekki síst fjöldamorð- ingja sem bar ábyrgð á dauða 8-10 milljóna samlanda sinna. Skírna- nafn Stalíns var Isoeb Dzhugas- hvili. Hann fæddist árið 1889 í Ge- orgíu, sem þá var hluti rússneska keisaraveldisins. Stalín komst til valda eftir andlát Leníns árið 1924 og ríkti með harðri hendi til dauðadags. Fyrrum forsætisráðherra Bret- lands, Winston Churchill, flutti árið 1946 ræðu sem talin er marka upphaf kalda stríðsins. Hann fordæmdi útþenslustefnu Sovétríkjanna í Evrópu og lýsti ástandinu sem svo að járntjald hafi verið reist þvert yfir Austur- Evrópu. Þessari samlíkingu Churchills var haldið á lofti og var lýsandi fyrir kalda stríðið. 1969 gaf lögreglan í Dade-sýslu í Flórída út handtökuskipun á söngvara hljómsveitarinnar The Doors, Jim Morrisson. Var hann sakaður um ósæmilega hegðun á sviði á tónleikum í Miami nokkrum dögum áður. Morrison var dæmdur i sex mánaða fang- elsi. Hann afplánaði aldrei fang- elsisvistina því hann lést skömmu áður í París, þar sem hann er jarð- settur. Rokksöngvarinn Elvis Presley, sem lést árið 1977, var leystur frá herskyldu 5. mars 1960 eftir tveggja ái-a þjónustu. Presley var þegar búinn að afla sér mikilla vinsælda eftir að hafa gefið út lagið „Heartbreak Hotel" sem náði 1. sæti í Bandaríkjunum. George C. Scott, sem lést 1999, hafnaði 5. mars árið 1962 til- nefningu til Óskarsverðlauna, fyrstur manna. Tilnefninguna hlaut hann fyrir aukahlutverk í myndinni The Hustler.Hann sagði verðlaunin tilgangslaus. Ekki fer á milli mála að Össur Skarphéðinsson hefði betur ekki sent Jóhannesi í Bónus bréf- ið fræga. Eitt er að skrifa og ann- að að senda. Vin- ur Fréttablaðsins hafði aðra sögu að segja af Össuri. Sá fylgist vel með störfum Alþingis. Þar er eftirtektar- vert hversu illa Davíð Oddsson bregst við mörgu sem Össur seg- ir og gerir. Það er haft til marks um hversu ólíklegt er að Davíð renni hýru auga til Össurar og Samfylkingarinnar að loknum næstu kosningum. Flest bendir til að Halldór Ás- grímsson verði í kjörstöðu eftir þingkosningarnar vorið 2003. Hans bíða eflaust mörg bón- orð - að óbreyttu. Innan Framsókn- arflokksins eru öfl sem myndu al- deilis ekki halda áfram samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Bent er á að Framsókn tapi miklu fylgi á samstarfinu. Á sama tíma og ráðherrar og aðrir forvígismenn Sjálfstæðisflokks- ins sæta gagnrýni fyrir spillingu hér og þar bætir flokkurinn við sig fylgi. Á sama tíma tapar Framsókn. Þetta er skrítið og inn- an Framsóknarflokksins er vilji til að losna úr því hlutverki að taka út refsinguna fyrir sam- starfsflokkinn. Slæmt fylgi Sjálfstæðisflokks vegna borgarstjórnarkosning- anna vekur athygli - og þó ekki. Hvers vegna flokkurinn virðist ekki njóta meira fylgis er eflaust margþætt. Meðal þess sem rætt er um er að gengi Björns Bjarna- sonar hafi verið 1 STÖÐUVEITING Kominn af galdra- mönnum vestra Sigurður G. Guðjónsson er Vestfirðingur í húð og hár. Það leggst vel í hann að loka lögmannsstofu sinni sem hann hefur rekið í tuttugu ár og taka við starfi forstjóra Islenska útvarpsfélagins. EKKI ÞÖRF Á BREYTINGUM Fyrirtækið hetur verið vel rekið fram að þessu. Það hefur verið skorið niður þar sem þarf og ekki ástæða fyrir mig að gera neitt í því. Sigurður G. Guðjónsson lögmað- ur hefur verið ráðinn forstjóri íslenska útvarpsfélagsins. Hann hefur lengi verið viðloðandi fyrir- tækið og var stjórnarformaður þess. „Ég hef stundum sagt í hópi ættingja og vina að ég væri búinn að vera svo lengi í sama starfinu að nú væri kominn tími til að brey- ta til,“ segir Sigurður. Hann segist þó hafa kastað þessum orðum fram í meira gríni en alvöru. „Ég hef aldrei viðhaft nein slík orð út á við en kannski fylgir öllu gríni ein- hver alvara. Ég er í það minnsta mjög sáttur við að hafa verið beð- inn um að taka þetta starf að mér.“ Sigurður er afkomandi galdra- manna í Arnarfirði og Vestfirðing- ar í húð og hár. Hann er fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð og alinn þar upp. Foreldrar hans þau Guð- jón Jónsson og Kristjana Guð- steinsdóttir eru bæði látin en Sig- urður á systur sem er gift vestra og býr þar enn. „Ég fór þessa hefð- bundnu leið, fyrst á Núp og síðan í Menntaskólann á Akureyri. Eftir stúdentspróf vann ég heima og var meðal annars á sjó á Framnesi sem var gerður út frá Þingeyri. Það var góður skóli fyrir lögfræðinámið eins og öll vinna reyndar er.“ Sig- urður heimsækir æskuslóðirnar jafnan í leyfum og hefur hlaupið þar um fjöll og firnindi. „Ég var í sveit í sjö sumur hjá Sigurjóni frænda mínum á Lokinhömrum. Þá gekk ég ekki ósjaldan á milli fjarða. í sumar sem leið hjólaði ég frá Þingeyri og fyrir nesið með viðkomu á Lokinhömrum. Mágur minn náði í mig að Baulhúsum Arnarfjarðarmeginn svo ég þyrfti ekki í heiðina. Þetta var mjög skemmtilegt ferðalag en ég þurfti að leiða hjólið á köflum." Eftir laganámið fór Sigurður að vinna hjá Jónasi Aðalsteins- syni. „Nokkrum árum síðar opnaði ég mína eigin stofu. Hana legg ég nú niður en ég var aðeins einn um hana með fulltrúa í vinnu." Sig- urður segist ekki ætla að fara á stað með neinar meiriháttar breytingar á starfsemi ÍÚ. „Fyrir- tækið hefur verið vel rekið og ég kem að öllum málum í góðu lagi. Ég þekki þessa starfsemi mjög vel og það er ekki eins og ég komi blá- ókunnugur inn í þetta.“ Hann seg- ist vænta mikils af samstarfs- mönnum sínum enda sé valinn maður í hverju rúmi. „Hér hefur verið skorið niður þar sem þess hefur verið þörf og á ég ekki von á að til slíkra aðgerða þurfi að koma. Ég horfi með bjartsýni fram á veginn og hlakka mjög til að takast á við þetta.“ Eiginkona Sigurðar er Lára Lúðvigsdóttir og eiga þau saman dæturnar Eddu Sif og Söndru Rún sem eru sextán og þrettán ára. „Við komum okkur saman um það í upphafi að konan mín yrði heima með börnin og það hefur verið hennar starfi í gengum tíðina.“. bergljot@frettabladid.is Ungbarnaföt í s Fullt af fallegum fötum á 0-12 ára talað hraustlega upp í aðdrag- anda þess að hann gaf kost á sér. Það voru ekki síst andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sem keppt- ust um að mæra Björn og tala um hversu sterkur frambjóðandi hann muni verða. Nú virðist sem svo að hann höfði ekki svo mjög til kjósenda. Hvers vegna er spurt. Hefur hann ekki kjörþokka? Er hann of gamall? En Björn verður á sjötugsaldri í lok næsta kjörtímabils? Svo er annar möguleiki í stöðunni. Þegar Birni hefur tekist að klæða sig í skýl- una og stingur sér loks til sunds eigi hann eftir að fljóta ofan á og vinna hægt og bítandi það fylgi sem vantar. Ef hann þarf að setja á sig froskalappir til að ná Ingi- björgu Sólrúnu sem er löngu byrjuð sundið, þá gerir hann það. Fyrir alla spennufíkla og þá sem hafa gaman af kosningum er von- andi að Björn eflist og boðið verði til spennandi kosninga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.