Fréttablaðið - 07.03.2002, Page 2
KJÖRKASSINN
~JL
Wíí
Einkarekstur er ekki
svarið við vanda Land-
spítalans að mati les-
enda. Eingöngu 24%
telja að svo sé en 76%
eru þeirrar skoðunar
að einkarekstur myndi
ekki leysa neinn vanda.
Er einkarekstur í heilbrigðis-
kerfinu lausnin á vanda Land-
spítalans
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
24%
Spurning dagsins í dag:
Eru íslendingar fordómafullir í garð
útlendinga?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þfna skoðun
Baugur og Arcadia:
Ekki fjand-
samleg yflr-
taka
viðskipti Jón Ásgeir Jóhannesson,
forstjóri Baugs, segir að fregnir í
breskum fjölmiðlum í gær um yfir-
vofandi fjandsamlega yfirtöku
Baugs á Arcadia séu ekki á rökum
reistar. Daily Mail hafði það eftir
ónefndum heimildarmönnum úr
bresku viðskiptalífi að Baugur
hefði í hyggju að hrifsa til sín völd-
in í Arcadia innan skamms, með eða
án stuðnings stjórnar félagsins.
Jón Ásgeir sagði Baug enn hafa
áhuga á Arcadia. Ekkert hefði
breyst varðandi það frá því greint
var frá viðræðuslitum félaganna í
síðasta mánuði. „Við höfum átt gott
samstarf. Ef við færum fram aftur
þá yrði það gert á vinalegum nót-
um.“ Hann sagðist telja að verið
væri að mistúlka orð Stuart Rose,
forstjóra Arcadia, frá því á aðal-
fundi félagsins í byrjun febrúar.
Þegar Rose greindi frá því að sam-
komulag myndi ekki nást við Baug
hafði hann þann fyrirvara á að ekki
væri hægt að útiloka fjandsamlega
yfirtöku.
Gengi Arcadia hefur hækkað úr
260 pensum í 304 undanfarinn mán-
uð, en viðræður um yfirtöku Baugs
byggðust á genginu 300. Bresk ráð-
gjafafyrirtæki telja líklegt að gengi
Arcadia hækki á næstunni. ■
Skólavörðuholtið:
Endurbætur
fyrir níutíu
milljónir
borgin Reykjavíkurborg áformar
að verja um 90 milljónum króna til
endurbóta á Skólavörðuholtinu í
sumar. Sigurður Skarphéðinsson
gatnamálastjóri segir að m.a. sé
stefnt að því að ljúka við hellulagn-
ingu og^ malbika lóð Hallgríms-
kirkju. í þessari framkvæmd er
ráðgert að ljúka vinnu við bílastæði
austan og vestan við kirkjuna.
Hins vegar verður einhver bið á
framkvæmdum við bílastæðin sem
eru á milli kirkjunnar og Iðnskól-
ans. Þessi stæði eru í sameign borg-
ar, kirkju og skólans. Gatnamála-
stjóri segir að áður en ráðist verði í
endurbætur á þeim bílastæðum
þurfi að skoða þessa sameign betur
með tilliti lóðamarka. í þeirri skoð-
un þarf einnig að fást niðurstaða
hvernig kostnaður vegna þeirra
framkvæmda skiptist á milli þess-
ara þriggja aðila áður en hafist
verður handa við þennan hluta
Skólavörðuholtsins. ■
I ERLENT I
Þrír danskir og tveir þýskir
hermenn létust í
sprengjuslysi í Kabúl, höfuðborg
Afganistan í gær. Mennirnir voru
í Afganistan á vegum alþjóðlegr-
ar friðargæslusveitar. Mennirnir
létust er þeir voru að eyðileggja
tvær rússneskar eldflaugar. Sjö
aðrir hermenn særðust í spreng-
ingunni, þar af þrír alvarlega.
FRÉTTABLAÐIÐ
7. mars 2002 FIMMTUDAGUR
4.500 manns í nefndum ríkisins:
417 milljónir í launakostnað
stjórnsýsla Fjöldi nefnda á vegum
ríkisins á árinu 2000 voru 910. í
þeim störfuðu 4.456 einstaklingar
og þáðu fyrir það 417 milljónir
króna. Þetta kemur fram í nýrri út-
tekt Ríkisendurskoðunar. Til sam-
anburðar er hægt að segja að allir
íbúar Seltjarnarness hafi setið í
nefndum á vegum ríkisins árið
2000.
Frá árinu 1985 hefur nefndum
fjölgað um 52 prósent. Nefndum
hefur fjölgað frá þeim tíma um
samtals 63. Flestar starfa þær und-
ir menntamálaráðuneytinu, eða
237 talsins. Að meðaltali eru fimm
nefndarmenn í hverri nefnd.
í úttekt Ríkisendurskoðunar á
51 nefnd kom í ljós að 18 prósent
þeirra störfuðu ekkert á árinu
2000 og skiluðu engum árangri.
Stofnunin beinir þeim tilmælum til
ráðuneyta að yfirfara árlega hvort
þörf sé á tilteknum nefndum.
Á árinu 2000 var hæsti launa-
kostnaðurinn í menntamálaráðu-
neytinu enda mestur fjöldi nefnda
starfandi þar. Þegar kostnaður er
metinn er borgun fyrir sérfræði-
þjónustu ekki tekinn með.
Ríkisendurskoðun telur að
kanna þurfi betur hvort starfs-
menn ríkisins eigi að fá greitt sér-
staklega fyrir setu í nefndum. Oft
megi líta á nefnd-
arsetu sem hluta
af starfi ríkis-
starfsmanna.
Embættismaður
fær ekki greitt
fyrir nefndarsetu
ef verkefni tengist
ráðuneyti hans.
Ríkisendur-
skoðun telur að
halda þurfi betur
utan um launa-
kostnað vegna nefndar- og stjórn-
arlauna þannig að hægt sé að nálg-
ast heildarnefndarlaun án mikillar
fyrirhafnar. ■
MENNTAMÁLA
RÁÐHERRA
237 nefndir starfa
undir hans stjórn.
INNLENT
Landbúnaðarráðherra og f jár-
málaráðherra ásamt samninga-
mönnum Bændasamtaka íslands
skrifuðu í gær undir nýjan samn-
ing um verkefni samkvæmt búnað-
arlögum og framlög ríkisins til
þeirra á árunum 2003-2007. Búnað-
arsamningurinn var undirritaður á
Búnaðarþingi á Hótel Sögu. Fram-
lög ríkisins á tímabilinu nema alls
rúmurn 2,8 milljörðum króna.
Kaupþing hefur selt tæpan
helming af eignarhlut sínum í
Búnaðarbanka íslands. Söluvirðið
er um 735 milljónir króna. Eftir
söluna á Kaupþing 3 prósent í Bún-
aðarbankanum. í tilkynningu Verð-
bréfaþings er ekki tilgreint hver
keypti hlut Kaupþings.
SKODANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS
Karlar vilja sömu stjórn,
konur vilja breyta til
Helmingur kjósenda vill áframhald á stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
eftir kosningar. Hinn helmingurinn vill breyta til. Sjöundi hver stuðningsmaður Samfylkingar
vill óbreytta stjórn og þar með Samfylkinguna í stjórnarandstöðu.
könnun Landsmenn skiptast í tvo
álíka stóra hópa í afstöðu sinni til
þess hvort þeir vilji að Sjálfstæð-
isflokkur og Framsóknarflokkur
endurnýi stjórnarsamstarf sitt
eftir næstu þingkosningar sam-
kvæmt skoðanakönnun Frétta-
blaðsins. 49,4% þeirra sem taka
afstöðu eru fylgjandi því að flokk-
arnir starfi áfram saman í stjórn
eftir næstu þingkosningar. 50,6%
eru andvígir því að núverandi
stjórn sitji áfram að völdum eftir
næstu kosningar.
Líkt og við var að búast eru það
stuðningsmenn stjórnarflokkanna
sem hafa mestan áhuga á því að
Könnunin var gerð sunnudaginn 3. mars.
Úrtakið í könnuninni var valið úr símaskrá.
600 manns voru spurðir og skiptust þeir
jafnt á milli karla og kvenna. Helmingur
þátttakenda var úr kjördæmunum þremur
á höfuðborgarsvæðinu og helmingur úr
landsbyggðarkjördæmunum þremur.
84,0% aðspurðra svöruðu spurningunni:
Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að nú-
verandí stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokk-
ur og Framsóknarflokkur, myndi áfram
ríkisstjórn eftir næstu kosningar?
flokkarnir haldi stjórnarsam-
starfi sínu áfram. Sjálfstæðis-
menn eru nokkuð einhuga. 89,1%
þeirra vill áframhaldandi stjórn-
arsamstarf við Framsókn en
10,9% hafna því. Framsóknar-
menn eru ekki jafn sannfærðir þó
mikill meirihluti vilji halda
stjórnarsamstarfinu áfram. Þrír
af hverjum fjórum stuðnings-
mönnum flokksins eru hlynntir
áframhaldandi samstarfi. Fjórð-
ungur vill breyta til.
Meirihluti annarra kjósenda
vill breyta til. 98,1% stuðnings-
manna Vinstri-grænna vilja sjá
nýja ríkisstjórn. 86,1% stuðnings-
manna Samfylkingar eru sömu
skoðunar. 13,9% þeirra sem
myndu kjósa Samfylkinguna
kjósa þó áframhaldandi samstarf
núverandi stjórnarflokka. Það
myndi útiloka Samfylkinguna frá
stjórnarsetu. Kjósendur Frjáls-
lynda flokksins eru sáttastir
stjórnarandstæðinga við ríkis-
stjórnina. Þriðjungur þeirra vill
óbreytt stjórnarsamstarf eftir
næstu kosningar. Tveir þriðju
RÍKISSTJÓRNIN
Landsmenn skiptast í tvo nær jafn stóra hópa í afstöðu sinni til þess hvort þeir vilja
áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir næstu þing-
kosningar.
STUÐNINGUR VIÐ ÁFRAMHALDANDI STJÓRNARSAMSTARF
FRAMSÓKNARFLOKKS OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKS
STUÐNINGUR VIÐ AFRAMHALDANDl STJORNARSAMSTARF
FRAMSOKNARFLOKKS OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKS SKIPT EFTIR
STUÐNINGI VIÐ STJÓRNMÁLAFLOKKA
49,4o/o 50,6%
55,3o/o 44,7o/o
43,00/o 57,0%
Allir
Karlar
Konur
FYLGJANDI
ANDVÍG(UR)
vilja breyta til. 59,8% óákveðinna
kjósenda og þeirra sem ekki gefa
upp hvað þeir myndu kjósa vilja
sjá nýtt stjórnarmynstur. 40,2%
vilja halda í núverandi stjórn.
Athygli vekur að mikill munur
er á afstöðu kynjanna til þess
hvort stjórnin eigi að sitja áfram
eftir næstu kosningar. 55,3%
karla vilja óbreytt stjórnarsam-
starf. 57% kvenna vilja sjá á bak
stjórninni. Kjósendur á höfuð-
borgarsvæðinu eru mun hlynntari
stjórninni en landsbyggðarkjós-
endur. 52,2% fólks á höfuðborgar-
svæðinu vill að Sjálfstæðisflokk-
ur og Framsókn sitji áfram í
stjórn eftir næstu kosningar.
53,3% kjósenda á landsbyggðinni
vilja nýtt stjórnarmynstur. ■
Rannsóknarnefnd skoði Símann:
Stjórnarliðar höfnuðu tillögunni
alpingi Sturla Böðvarsson, sam-
gönguráðherra segir kröfu þing-
flokks Samfylkingarinnar um að
rannsóknarnefnd 9 þingmanna
fari yfir stjórnsýslu og einkavæð-
ingu Landssímans vera vindhögg.
Stjórnarliðar höfnuðu tillögunni
alfarið í útvarps- og sjónvarps-
umræðum sem fram fóru á þingi
í gær.
„Með tillögunni sem er hér til
umræðu í dag er ekkert annað á
ferðinni en pólitískur loddara-
leikur, til þess eins fallinn að
koma höggi á ráðherra, draga úr
trausti almennings á fyrirtækinu
og sniðganga þann lögmæta vett-
vang sem Alþingi hefur sjálft
ákveðið að sé eðlilegur í máli sem
þessu, sem er meðferð Ríkisend-
urskoðunar," sagði samgönguráð-
herra.
„Skipan rannsóknarnefndar er
það vald sem stjórnarskráin fær-
ir þingmönnum til að rannsaka
mál af þessum toga,“ sagði Jó-
hanna Sigurðardóttir, sem mælti
fyrir tillögu Samfylkingarinnar.
Hún sagði megintilgang tillög-
unnar að stjórnsýsla stjórnenda
Símans, einkavæðingarnefndar
og valdhafa sem ábyrgð bæru á
meintum óeðlilegum rekstrar- og
viðskiptaháttum og klúðri í einka-
væðingu Símans yrði rannsökuð.
„Stærstu einkavæðingaráform
sögunnar hafa beðið alvarlegt
skipbrot og stórskaðað hagsmuni
almennings. Ábyrgðin liggur hjá
ráðherrum, stjórnendum fyrir-
tækisins og einkavæðingar-
nefnd,“ sagði hún. ■
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Jóhanna mælti fyrir þingsályktunartillögu
þingflokks Samfylkingarinnar um að rann-
sóknarnefnd 9 þingmanna fari yfir Síma-
málið. Stjórnarliðar drógu i efa að nefnd
þingmanna gæti komist að niðurstöðu í
slíku hitamáli.