Fréttablaðið - 07.03.2002, Qupperneq 11
í
FIMMTUDAGUR 7. mars 2002
Marijuananotkun:
Minni tapast
og athyglis-
gáfa minnkar
heilsa Langtímanotkun eiturlyfsins
marijuana getur leitt til þess að
minni fólks tapast og athyglisgáfa
þess minnkar. Þetta kemur fram í
niðurstöðum rannsóknar sem gerð
var á hópi marijuana-reykinga-
manna í Bandaríkjunum.
Rannsóknin, sem birtist í tíma-
ritinu „The Journal of the American
Medical Association," sýndi fram á
að þeir sem reykja marijuana á degi
hverjum eiga það á hættu að eiga í
meiri erfiðleikum en aðrir í skólan-
um, í vinnunni og í samskiptum sín-
um við annað fólk. ■
Þrjú innbrot í Reykjavík:
Hárframleng-
ingum og
áfengi stolið
innbrot Þrjú innbrot voru fram-
in í Reykjavík í fyrrinótt og
m.a. stolið áfengi og hárfram-
lengingum. Að sögn lögreglu er
búið að upplýsa tvö innbrotanna
en eitt er óupplýst.
Brotist var inn á veitinga-
staðinn Senor á Lækjargötu um
klukkan 2 og stolið áfengi. Lög-
reglan sagðist ekki vita hversu
miklu magni hefði verið stolið
eða hvers konar áfengi. Þjófur-
inn, sem braut rúðu bakatil í
húsinu, er ófundinn.
Um klukkan 3.30 brutust
tveir menn inn í Hafnarhúsið.
Þeir komust inn í port inn um
ólæstar dyr og þaðan inn í stiga-
gang í húsinu. Vaktmaður varð
var við mennina og hringdi í
lögreglu. Þegar hún kom á vett-
vang voru mennirnir enn í hús-
inu og voru þeir handteknir án
þess að hafa náð að stela ein-
hverju.
Klukkan 5 um nóttina var
brotinn sýningargluggi á hár-
snyrtistofu og ýmsu stolið, m.a.
hárframlengingum. Tvær
stúlkur sáust flýja frá vett-
vangi og handtók lögreglan þær
þar sem þær voru á leið í bíl
sem beið þeirra. Ökumaður
bílsins var einnig handtekinn.
Að sögn lögreglunnar hafa þre-
menningarnir áður komið við
sögu lögreglu. ■
REYKJAVÍK
Tillaga um að borgarlandið
verði friðlýst fyrir umferð og
geymslu kjarnorku- efna- og
sýklavopna var lögð fyrir borgar-
ráð á þriðjudaginn. Umhverfis-
og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur
samþykkti tillöguna í febrúar en
borgarráð frestað afgreiðslu
hennar.
r~>' r
afsláttur
afsláttur
Póstkröfusími 575 5156
af skíðum og brettavörum
af Burton snjóbrettum
af skíða- og kuldafatnaði
Drífðu þig á staðinn
og skelltu þér á skíði!
NANOQ*
lífið er áskoran!
iTtTi rí * i
——.
• 390 gorma
• sérstyrktar á köntunum.
• mjög vel bólstraðar og mjúkar.
• mjög slitsterkt áklæði.
Afbragðsgóð miðlungsstíf dýna. Tvöfalt gormalag.
Með dýnunni fylgir þykk og góð yfirdýna.
Grindin er úr sterkri ofnþurrkaðri fum. Verð án fóta.
120x200 sm. ;?.900,- nú 35.000,
140x200 sm. 45.500,- nú 39.900.
msöaS
32181
90x200 sm
w | # fh Hl