Fréttablaðið - 07.03.2002, Page 12

Fréttablaðið - 07.03.2002, Page 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 7. mars 2002 FIMMTUDAGUR l 1 l l 1 l i L l L i L L i L i i 1 L L L' Diesel stillingar Vagnhöfði 27 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 velaland@velaland.is Viðarofíur íyr§luggahw" Klæðninga* VELALAND WÉLASALA • TÚRBÍWUR VARAHLUTIR • VIÐGEROIR Þrír leikir í Esso-deildinni: FHvannVal handbolti FH sigraði Val í gær- kvöldi í Esso-deild karla með eins mark mun. Valsmenn voru sex mörkum yfir í hálfleik. FH er með 19 stig eftir leikinn og er í 9. sæti deildarinna en Valur í 2. sæti. Það var Valur Arnarson sem tryggði FH sigur úr hraðaupphlaupi, níu sekúndum fyrir leikslok. Grótta/KR sigraði Fram með sex marka mun, 32:26, í Safamýr- inni. Grótta/Kr skoraði sjö síðustu mörk leiksins. íslandsmeistarar Hauka sigruðu ÍR með eins mark mun, 24:23. ÍR var einu marki yfir í hálfleik, 13:14. Haukar eru enn í efsta sæti deildarinnar með 34 stig en ÍR í þriðja sæti með 24. ■ Man.Utd. aftur efstir: Markaregn í gærkvöldi FÓTBOLTl Leikur Liverpool og Newcastle á Anfield Road leik- vanginum frestaðist vegna bilun- ar í flóðljósum. Máttu áhorfendur því sætta sig við að sitja á myrkv- uðum leikvanginum meðan á við- gerð stóð. Vegna tafarinnar lágu ekki fyrir úrslit í leiknum þegar blaðið fór í prentun. Leikur Chelsea og Fulham á Stamford Bridge endaði með sigri Chelsea 3-2. Eiður Gudjohnsen átti eitt mark á 29. mínútu. Á Elland Road vann Leeds og Ipswich 2-0 og leikur Sout- hampton og Middlesbrough end- fjjfe o v dufonp !P DAVID BECKHAM Átti tvö mörk í leiknum í gær. aði með jafntefli 1-1. West Ham sigraði Everton 1-0 á Upton Park. og Manchester United malaði Tottenham 4-0, þar sem David Beckham átti tvö mörk og Ruud van Nistelrooy önnur tvö. Með sigrinum skaust Man.Utd. aftur í efsta sæti deildarinnar, stigi á undan Arsenal. ■ Símadeild karla: Breyttur leiktími fÓtbolti KSÍ tilkynnti í gær að hafa ákveðið eftir fundi með félögum í Símadeild karla að færa deildar- leiki á virkum dögum fram til klukkan 19.15. Einhugur ríkir með- al félaga í Símadeild um breyt- inguna sem verður aðeins gerð í Símadeild karla. Vonast er til þess að áhangendur liða taki henni vel. Löng hefð er fyrir því að leikir hefjist klukkan 20 á virkum dög- um. Ástæðurnar sem KSÍ nefnir eru m.a. breytt þjóðfélagsmynstur, hagræði fyrir félög sem þurfa að ferðast til síns heima eftir leiki og auknir möguleikar á umfjöllun sjónvarps að kvöldi leikdags. ■ í gini ljónsins Landsleikur íslands og Brasilíu í kvöld. Lítt reyndur hópur Islands mætir ungum leik- mönnum Brasilíu, sem vilja komastá HM. fótbolti Rétt eftir miðnætti í kvöld stígur landslið íslands inn á Verdao völlinn í Ciuaba fyrir framan 45 þúsund áhorfendur til að spila við landslið Brasilíu. Þá er klukkan hálf níu að staðar- tíma. Leikmenn íslenska liðsins hafa ekki spilað marga landsleiki en dagurinn í dag ætti að vera þeim mjög reynsluríkur. Það er mikill fengur að spila við Brasil- íu á heimavelli. Þjóðin hefur fjór- um sinnum orðið heimsmeistari og er ein um að hafa tekið þátt í öllum úrslitakeppnum HM. Landsliðshópur Luis Felipe Scol- ari, þjálfara Brasilíu, er reynslu- lítill á þeirrar þjóðar mælikvarða ATLI STJÓRNAR ÆFINGU Landsliðsþjálfarinn hélt sínum mönnum við efnið í góða veðrinu í Brasilíu í gær. en þar eru upprennandi stjörnur, sem verða í sviðsljósinu á næstu árum. ísland og Brasilía hafa aðeins Á ÆFINGU Í BRASILÍU íslenski andsliðshópurinn á æfingu í Brasilíu í gær fyrir leikinn i kvöld. einu sinni mæst í landsleik, í Florianopolis 4. maí 1994. Sá leik- ur var fyrsti landsleikurinn í Florianopolis, dagurinn var síð- asti dagur þriggja daga þjóðar- sorgar vegna fráfalls kappakst- ursmannsins Ayrton Senna. Þetta var einnig fyrsti heili landsleik- urinn sem Ronaldo spilaði. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brasilíu í leiknum, sem endaði 3- 0. Hin mörkin skoruðu Zinho, úr vítaspyrnu, og Viola. Nokkrum vikum seinna unnu Brasilíumenn heimsmeistaratitilinn í Banda- ríkjunum. Ágréiningur einkenndi for- sögu leiksins í kvöld. Knatt- spyrnusamband íslands lenti í vandræðum með norsk félagslið, sem gáfu leikmönnum sínum ekki leyfi til að spila. Scolari var úthúðað af Brasilíumönnum fyrir að velja ekki Romario í liðið. ■ Opið alla virka daga frá kl. 11 um helgarfrá kl. 11-06 .390 kr. 4 Hamborgarar með PIZi -A.., ' í Si •u «: 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.